Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STJÓRNVÖLD í Rússlandi, Kína, Bretlandi, Frakklandi og tugum ann- arra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að at- kvæðamikill repúblikani í öld- ungadeild Bandaríkjaþings krafðist þess að hann segði af sér. Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur ekki tekið undir kröfuna. Bush vék sér hins vegar tvisvar undan því á fimmtudag að svara spurningum fréttamanna um hvort Annan ætti að segja af sér og notaði ekki tækifærið til að lýsa yfir stuðn- ingi við hann. Þess í stað sagði Bush að mik- ilvægt væri að rannsaka til fulls meinta spillingu fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í tengslum við viðskipti með íraska olíu í stjórnartíð Saddams Husseins. Sakaður um að hindra rannsókn Annan sætir nú vaxandi gagnrýni í Bandaríkjunum þar sem nokkur dag- blöð og þekktir dálkahöfundar hafa hvatt til þess að honum verði vikið frá. Krafa Norms Colemans, repú- blikana í öldungadeildinni, hefur vak- ið mesta athygli. Coleman stjórnar einni af fimm rannsóknum Bandaríkjaþings á meintri spillingu og óstjórn í tengslum við áætlun Sameinuðu þjóð- anna frá 1996 um að Írakar fengju að selja olíu gegn því skilyrði að tekj- urnar rynnu að mestu til kaupa á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Coleman skrifaði grein, sem birt var í Wall Street Journal á miðvikudag, þar sem hann krafðist þess að Annan segði af sér vegna þess að „umfangs- mesta svikamál í sögu Sameinuðu þjóðanna kom upp á vaktinni hans“. Rannsóknarnefnd Colemans skýrði frá því fyrir hálfum mánuði að ólöglegar tekjur stjórnar Saddams Husseins af „áætluninni um olíu fyrir mat“ hefðu numið 21,3 milljörðum dollara, 1.360 milljörðum króna, á ár- unum 1996 til 2003. Kofi Annan hefur falið Paul Volck- er, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að rannsaka málið, afhent honum öll skjöl SÞ sem tengj- ast því og gefið embættismönnum samtakanna fyrirmæli um að aðstoða hann við rannsóknina. Coleman vill nú fá þessi skjöl en Volcker sagði honum fyrir hálfum mánuði að Bandaríkjaþing fengi ekki skjölin fyrr en í fyrsta lagi í janúar, þegar hann birtir fyrstu skýrsluna um rannsókn sína. Annan segir að það sé undir Volcker komið hvenær þingið fái skjölin en Coleman sakar Annan um að hindra rannsókn þess. Sagðir vilja koma óorði á SÞ Krafan um afsögn Annans nýtur lítils stuðnings utan Bandaríkjanna og leiðtogar fjölmargra ríkja hafa hringt í hann eða sent honum bréf til að lýsa yfir stuðningi við hann. Stjórnmálamenn og álitsgjafar í Evrópu og víðar hafa sakað hægri- menn í bandarískum fjölmiðlum og nokkra stjórnmálamenn úr röðum repúblikana um að hafa gert of mikið úr meintri spillingu í tengslum við ol- íusöluna. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði vestræna fjölmiðla um að hafa notað spillingarásakanirnar til að koma óorði á Sameinuðu þjóðirnar. „Ljóst er að sumum líkar það ekki að alþjóðasamtökin skuli gegna vaxandi hlutverki í heimsmálunum og þess vegna er reynt að gera þau hlýðnari, meðal annars í Íraksmálunum,“ sagði í yfirlýsingu frá ráðuneytinu. „Innan Sameinuðu þjóðanna er engin umræða meðal aðildarþjóðanna um hvort framkvæmdastjórinn eigi að segja af sér,“ sagði forseti örygg- isráðsins, Abdallah Baali, sendiherra Alsírs. Annan var skipaður í embættið til desember 2006 og þá verða tíu ár liðin frá því að hann tók við því. Þegar hann lætur af embætti er röðin komin að Asíuríkjum að velja fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar allra Afríkuríkjanna hafa sent Annan stuðningsyfirlýsingu og sendiherrar landa Evrópusam- bandsins hjá Sameinuðu þjóðunum komu saman á fimmtudag til að ræða hvernig þeir gætu eflt stuðninginn við hann. Samskipti SÞ og Bandaríkjanna hafa verið stirð frá því að örygg- isráðið neitaði að heimila innrásina í Írak með sérstakri ályktun. Annan reitti bandaríska embættismenn til reiði í september þegar hann sagði að innrásin hefði verið „ólögleg“. Sonurinn bendlaður við spillingarmálið Sonur Annans, Kojo, er á meðal þeirra sem nefndir hafa verið í tengslum við meinta spillingu innan Sameinuðu þjóðanna. Kojo Annan var starfsmaður fyrirtækis í Sviss, Cotecna, þegar það fékk samning við Sameinuðu þjóðirnar 31. desember 1998 um að hafa eftirlit með Íraks- viðskiptunum. Skýrt var frá því að á dögunum að Kojo hefði verið á launa- skrá Cotecna þar til í febrúar síðast- liðnum, en áður höfðu SÞ sagt að hann hefði hætt störfum hjá fyr- irtækinu í lok ársins 1998. Cotecna sagði að á þeim tíma hefði verið gerður starfslokasamningur við Kojo Annan þar sem fyrirtækið hefði lofað að greiða honum sem svarar 160.000 krónum á mánuði gegn því að hann starfaði ekki fyrir keppinauta fyrirtækisins í Vestur-Afríku næstu árin. Talsmaður fyrirtækisins sagði að Kojo hefði aðeins starfað í Vestur- Afríku og hann tengdist á engan hátt starfsemi Cotecna í Írak. Kofi Annan sagði á mánudag að hann væri „mjög vonsvikinn og undr- andi“ á því að sonur sinn skyldi hafa verið svo lengi á launaskrá fyrirtæk- isins án vitneskju SÞ. Hann lagði áherslu á að sonurinn hefði aðeins starfað í Afríku, ekki Írak, og tengsl hans við Cotecna hefðu ekki haft nein áhrif á ákvarðanir SÞ. Annan við- urkenndi þó að nýju upplýsingarnar gætu kynt undir grunsemdum um hagsmunaárekstra og spillingu. Yfir 3.000 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa undirritað tölvubréf þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Kofi Annan. „Brýnt er að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna standi saman og gangi ekki í gildru þeirra sem gagn- rýna samtökin og vilja grafa undan þeim að innan,“ segir í bréfinu. Stjórn félags starfsmanna SÞ hef- ur hins vegar gagnrýnt bréfið og var- að við því að yfirmenn samtakanna geti refsað þeim sem vildu ekki und- irrita það. Bréfinu var dreift í tölvupóstkerfi SÞ til starfsmanna samtakanna út um allan heim með beiðni um að þeir undirrituðu það. Stjórn starfsmanna- félagsins segir þetta óeðlilegt og hef- ur krafist þess að yfirmenn SÞ geri grein fyrir því að hverjir standi á bak við bréfið. Nokkrir stjórnarmanna fé- lagsins segja að háttsettir embætt- ismenn hafi dreift bréfinu til að knýja undirmenn sína til að lýsa yfir stuðn- ingi við Annan og til að bæla niður andóf gegn æðstu stjórnendum sam- takanna. Embættismenn „hvítþvegnir“ Stjórn starfsmannafélagsins sam- þykkti ályktun fyrir hálfum mánuði þar sem æðstu stjórnendur SÞ eru sagðir „rúnir trausti“ undirmanna sinna eftir að hafa „hvítþvegið“ emb- ættismenn sem sakaðir hafa verið um spillingu. Starfsmannafélagið skírskotaði einkum til Dileeps Nairs, yfirmanns innra eftirlits SÞ. Kofi Annan hafði hreinsað hann af ásökunum um frændhygli og spillingu. Talsmaður Annans, Fred Eckhard, sagði þegar hann tilkynnti þessa ákvörðun hans að rannsókn á máli Nairs væri lokið og að það yrði ekki rannsakað frekar. Stjórn starfs- mannafélagsins mótmælti þessu harðlega og stjórnendur SÞ gáfu loks eftir í gær, sögðust vera tilbúnir að rannsaka málið aftur ef félagið legði fram upplýsingar sem styddu ásak- anirnar um að Nair hefði gerst sekur um spillingu. Mikil óánægja hefur einnig verið meðal starfsmanna SÞ vegna þeirrar ákvörðunar Annans að hreinsa Hol- lendinginn Ruud Lubbers, yfirmann Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR), af ásökunum um að hafa áreitt starfskonu stofnunarinnar kyn- ferðislega. Annan ákvað þetta þótt fyrir lægi skýrsla frá innra eftirliti SÞ þar sem komist var að þeirri nið- urstöðu að fótur væri fyrir þessum ásökunum og mælst var til þess að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana. Hægrimenn þjarma að Kofi Annan AP Kofi Annan ávarpar frammámenn í viðskiptalífinu á ráðstefnu í New York þar sem fjallað var um vax- andi áhrif alnæmisfaraldursins á efnahag heimsins. Fréttaskýring | Kofi Annan sætir vaxandi gagnrýni í Bandaríkjunum þar sem nokkrir hægrimenn hafa krafist þess að hann segi af sér. Sú krafa hefur ekki fengið hljómgrunn í öðrum löndum. ’Bush vék sér tvisvarundan því að svara spurningum frétta- manna um hvort Annan ætti að segja af sér. ‘ AÐ minnsta kosti 30 menn týndu lífi í árás- um skæruliða í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Vígahópur Abu Musab al-Zarqawi, sem sagður er tengdur Al-Qaeda-hryðjuverk- anetinu, lýsti sig ábyrgan fyrir árásunum. 16 lögreglumenn, hið minnsta, féllu þegar hópur vopnaðra manna gerði árás á lög- reglustöð í Al-Amel-hverfi í vesturhluta Bagdad í gærmorgun. Að sögn vitna tóku um 60 manns þátt í árásinni. Þeir um- kringdu lögreglustöðina og hófu skothríð. Þar inni voru 22 lögreglumenn. Þrír þeirra féllu í skotbardaganum en svo fór að skot- færi lögreglumannanna þraut. Ruddust vígamennirnir þá inn í bygginguna. Fóru þeir með nokkra lögreglumenn upp á þak byggingarinnar og tóku þá þar af lífi. Síðan opnuðu þeir fangageymslur og hermdu fréttir að um 50 fangar hefðu þannig fengið frelsið. Árásarmennirnir munu flestir hafa komist undan. Síðar í gær týndu 14 manns hið minnsta lífi þegar bílsprengja sprakk í Al-Adham- iya-hverfi í norðurhluta borgarinnar. Hverfi þetta er að mestu byggt súnní-múslímum en sprengjan sprakk nærri mosku sjíta. Hermdu fréttir að tvær sprengjur hefðu sprungið, sú síðari þegar fólk reyndi að slökkva eld sem kviknað hafði eftir fyrri sprenginguna. Flestir ef ekki allir þeirra sem fórust munu hafa verið óbreyttir borg- arar. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Mikið mannfall í Bagdad 30 manns, hið minnsta, týna lífi í árásum víga- hóps al-Zarqawi Bagdad. AFP. AP Íbúar í Bagdad skoða brak á sprengjustað í Adamiyah-hverfi í gær. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hefur tilnefnt Bernard Kerik, fyrrum lögreglustjóra New York, í embætti heimavarn- aráðherra Bandaríkjanna. Kerik var lögreglustjóri New York þegar hryðjuverkamenn flugu tveimur farþegaþotum á tvíbur- aturna World Trade Center 11. september árið 2001. Kerik tekur við embættinu af Tom Ridge, sem sagði af sér í liðnum mánuði. Kerik þótti öðl- ast traust og virðingu þjóð- arinnar með framgöngu sinni í embætti lögreglustjóra í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Hann starfaði í Írak árið 2003 þar sem hann vann m.a. að því að end- urskipuleggja lögreglusveitir. Til stóð að dvöl Keriks í Írak yrði sex mánuðir en hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir þriggja mánaða starf. Kerik er fæddur í New York árið 1956. Móðir hans gaf hann frá sér en hún var drykkjusjúk- lingur og vændiskona. Hugs- anlegt er að „melludólgur“ hafi fyrirkomið henni. Kerik vann sig upp innan lögreglunnar og starf- aði um skeið sem lífvörður í Sádi-Arabíu. Hann hefur verið stjórnvöldum í Mexíkó til ráð- gjafar um löggæslumál og hefur einnig tengst ráðgjafarfyrirtæki Rudolphs Giulianis, fyrrum borg- arstjóra New York. Kerik hefur ritað ævisögu sína og nefnist hún „Týndi son- urinn“. Ráðuneyti heimavarna samanstendur af 22 skrif- stofum og stofnunum sem áður störfuðu sjálfstætt. Alls starfa 180.000 manns á vegum þessa ráðu- neytis. Bush skýrði einnig frá því á fimmtudag að hann hefði tilnefnt Mike Johanns, ríkisstjóra í Nebraska, í embætti landbún- aðarráðherra. Thompson og Danforth hætta Þá hefur Bush forseti fallist á afsögn Tommy Thompson heil- brigðisráðherra sem og John Danforth, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur einungis sinnt starfinu í hálft ár. Danforth gaf þá skýringu á uppsögninni að hann vildi verja meiri tíma með veikri eiginkonu sinni en líkur voru taldar á að hann yrði skip- aður í embætti utanríkisráðherra áður en Bush tilkynnti að Condo- leezza Rice, öryggismálaráðgjafi forsetans, yrði næsti utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. „Týndi sonurinn“ ráðherra heimavarna Washington. AP. AFP. Bernard Kerik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.