Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Höfuðborgarsvæðið | Jólaljósin verða kveikt víða á höfuðborgar- svæðinu um helgina.  Í Reykjavík verða ljósin á Óslóar- trénu á Austurvelli tendruð á morg- un, sunnudag, kl. 16.00. Dómkórinn syngur nokkur lög, skemmtiatriði verða fyrir alla fjölskylduna, og aldr- ei að vita nema jólasveinar verði á ferð.  Jólahátíð verður haldin í miðbæ Mosfellsbæjar í dag, laugardag, kl. 16:00, og verða ljósin tendruð á jólatré bæjarins. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar mun spila og barna- kór syngja nokkur lög, auk þess sem heyrst hefur að einhverjir jólasvein- ar muni stelast í bæinn og skemmta börnunum.  Í Kópavogi verða ljósin kveikt á jólatrénu frá vinabænum Norrköp- ing hjá Gerðarsafni og Safnahúsum í dag kl. 15:30. Skólahljómsveit Kópa- vogs flytur nokkur lög, skólakór Snælandsskóla syngur, og jólasvein- ar líta við. Einnig mun Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra vígja nýtt kúluskítsbúr í Safnahúsinu.  Dagskrá verður á Garðatorgi í Garðabæ frá kl. 11 í dag, og verður handverksmarkaður, kaffi- og köku- sala og fleira í gangi. Ljósin á jóla- trénu frá Asker verða svo tendruð kl. 16, og verða sungin og spiluð jóla- lög.  Jólaþorpið við Hafnarborg í Hafn- arfirði var opnað um síðustu helgi, og verður opið aftur bæði laugardag og sunnudag frá kl. 12-18. Þar eru ýmsar vörur tengdar jólunum á boð- stólum og skemmtidagskrá hefst kl. 14.  Á Álftanesi verða ljósin tendruð á jólatrénu í Kvenfélagsgarðinum á morgun, sunnudag, kl. 17:15. Yngri og eldri skólakór Álftaness syngur jólalög og gengið verður í kringum jólatréð með jólasveinum sem stelast til byggða. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólastemmn- ing í skamm- deginu Laugardalur | Haldinn verður jóla- markaður undir stúku Laugardals- vallar í dag milli kl. 11 og 16, þar sem íbúar nærliggjandi hverfa ætla að bjóða upp á ýmsan varning. Þetta er í annað skipti sem markaðsdagur er haldinn af íbúum þessara hverfa og er hugmyndin sú að halda markaðs- dag um vor, haust og jól í framtíð- inni. Markmiðið er að efla samskipti íbúa á jákvæðum nótum og skapa skemmtilegan hverfisbrag, ásamt því að stuðla að vistvernd í verki með endurnýtingu og heimaframleiðslu. Jólamarkaður í Laugardal Hafnarfjörður | Atlantsolía og aðal- stjórn FH hafa óskað eftir því við Hafnarfjarðarbæ að gerð verði breyt- ing á aðal- og deiliskipulagi á svæði FH við Kaplakrika svo unnt verði að setja upp bensínsjálfsafgreiðslustöð á hluta lóðarinnar. Málið var lagt fram í Skipulags- og byggingarráði fyrr í vikunni en engin afstaða tekin til þess að svo komnu máli. Vilja bensín í Kaplakrika ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.