Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Höfuðborgarsvæðið | Jólaljósin verða kveikt víða á höfuðborgar- svæðinu um helgina.  Í Reykjavík verða ljósin á Óslóar- trénu á Austurvelli tendruð á morg- un, sunnudag, kl. 16.00. Dómkórinn syngur nokkur lög, skemmtiatriði verða fyrir alla fjölskylduna, og aldr- ei að vita nema jólasveinar verði á ferð.  Jólahátíð verður haldin í miðbæ Mosfellsbæjar í dag, laugardag, kl. 16:00, og verða ljósin tendruð á jólatré bæjarins. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar mun spila og barna- kór syngja nokkur lög, auk þess sem heyrst hefur að einhverjir jólasvein- ar muni stelast í bæinn og skemmta börnunum.  Í Kópavogi verða ljósin kveikt á jólatrénu frá vinabænum Norrköp- ing hjá Gerðarsafni og Safnahúsum í dag kl. 15:30. Skólahljómsveit Kópa- vogs flytur nokkur lög, skólakór Snælandsskóla syngur, og jólasvein- ar líta við. Einnig mun Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra vígja nýtt kúluskítsbúr í Safnahúsinu.  Dagskrá verður á Garðatorgi í Garðabæ frá kl. 11 í dag, og verður handverksmarkaður, kaffi- og köku- sala og fleira í gangi. Ljósin á jóla- trénu frá Asker verða svo tendruð kl. 16, og verða sungin og spiluð jóla- lög.  Jólaþorpið við Hafnarborg í Hafn- arfirði var opnað um síðustu helgi, og verður opið aftur bæði laugardag og sunnudag frá kl. 12-18. Þar eru ýmsar vörur tengdar jólunum á boð- stólum og skemmtidagskrá hefst kl. 14.  Á Álftanesi verða ljósin tendruð á jólatrénu í Kvenfélagsgarðinum á morgun, sunnudag, kl. 17:15. Yngri og eldri skólakór Álftaness syngur jólalög og gengið verður í kringum jólatréð með jólasveinum sem stelast til byggða. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólastemmn- ing í skamm- deginu Laugardalur | Haldinn verður jóla- markaður undir stúku Laugardals- vallar í dag milli kl. 11 og 16, þar sem íbúar nærliggjandi hverfa ætla að bjóða upp á ýmsan varning. Þetta er í annað skipti sem markaðsdagur er haldinn af íbúum þessara hverfa og er hugmyndin sú að halda markaðs- dag um vor, haust og jól í framtíð- inni. Markmiðið er að efla samskipti íbúa á jákvæðum nótum og skapa skemmtilegan hverfisbrag, ásamt því að stuðla að vistvernd í verki með endurnýtingu og heimaframleiðslu. Jólamarkaður í Laugardal Hafnarfjörður | Atlantsolía og aðal- stjórn FH hafa óskað eftir því við Hafnarfjarðarbæ að gerð verði breyt- ing á aðal- og deiliskipulagi á svæði FH við Kaplakrika svo unnt verði að setja upp bensínsjálfsafgreiðslustöð á hluta lóðarinnar. Málið var lagt fram í Skipulags- og byggingarráði fyrr í vikunni en engin afstaða tekin til þess að svo komnu máli. Vilja bensín í Kaplakrika ♦♦♦ ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.