Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 29
FERÐALÖG
H vaðan ertu að koma ogmeð hverjum fórstu?Ég og kærastinnminn, Ólafur Búi, vorum
að koma frá New York í Bandaríkj-
unum og Toronto í Kanada.
Hvert var tilefni ferðarinnar?
Þetta var aðallega skemmtiferð,
en einnig vorum við að skoða að-
stæður til náms og vinnu í bæði New
York og Toronto.
Hvað tókstu með þér?
Ja, ég tók auðvitað með mér allt
það nauðsynlegasta. Myndavélar
voru teknar með og auðvitað nokkrar
íslenskar gjafir til vina okkar út.
Annars vorum við ekkert alltof dug-
leg að taka myndir, sáum það eig-
inlega eftirá. Við týndum líka einni
myndavél, þeirri myndavél sem við
vorum með myndir af Frelsisstytt-
unni í og svæðinu þar sem Tvíbura-
turnarnir stóðu.
Hvernig kom New York
ykkur fyrir sjónir?
New York er auðvitað alveg risa-
stór. Allt er stórt og mikið. Það er
svo mikið af fólki þarna og það er
eins og enginn sofi heldur. Við vorum
úti yfir Hrekkjavökuhátíðina og það
var alveg rosalega gaman. Við gist-
um í íbúð sem var á horni 6th street
og Waverly Place. Skrúðgangan var
á 6th street og við vorum með fyrsta
flokks útsýni yfir alla mannmergð-
ina. Við heyrðum að það hefðu 2
milljónir manna labbað framhjá hús-
inu okkar þetta kvöld. Einnig vorum
við í New York í kringum forseta-
kosningarnar og litaðist þjóðlífið svo-
lítið af því, sérstaklega eftir að úrslit-
in voru gerð kunn.
Hvað finnst þér markverðast
við borgina?
Mér fannst markverðast við borg-
ina hvað allir voru ótrúlega kurteisir
og skemmtilegir, því við bjuggumst
við öðru. Einnig var verðið ekki hátt,
okkur var sagt að það væri alls ekki
svo ódýrt í New York en það kom
okkur samt á óvart að ef þú nennir að
labba göturnar þá finnur þú allt sem
þú ert að leita að og á flestum stöðum
er það alls ekki dýrt. Umferðin var
alveg brjáluð í New York, enda erum
við vön rólegri og uppákomulausri
umferð hérna á Íslandi, miðað við
þarna úti.
Gerðuð þið eitthvað sérstakt,
til dæmis að fara á söfn eða
í leikhús?
Við höfðum góða leiðsögumenn,
bæði í New York og Toronto. Í New
York fórum við á marga fræga staði,
sem kannski ferðamenn fara ekki á
almennt. Við fórum til dæmis á stað
sem kallast Catz, en það er staðurinn
þar sem Sally fékk fullnæginguna í
myndinni „When Harry met Sally“,
og það sem meira er, ég sat akkúrat
við sama borð og í sama stól og hún.
Það var svona stórt skilti fyrir ofan
mig sem sagði „Here sat Sally“ eða
eitthvað svoleiðis. Einnig fórum við í
undarlegar búðir, sem ég hélt ein-
faldlega að væru ekki til; japanskar
dótabúðir og kínverskar kol-
krabbabúðir. Við fórum í Chinatown,
sem var reynsla fyrir sig, ég eig-
inlega kann ekki að lýsa því á ís-
lensku því að við höfum ekkert eins á
Íslandi. Kærastinn minn er algjört
tækjafrík og leiðsögumennirnir okk-
ar, Adam heitir annar og var að vinna
í Latabæ á Íslandi, og síðan konan
hans Medina, fóru með okkur í risa-
risastóra tækjabúð sem heitir J&R.
Hún var í svona 7 vöruhúsum og tók
yfir tvær húsalengjur, við komumst
ekki einu sinni yfir að fara í öll húsin
og á allar hæðirnar. Það var til svo
mikið af tækjum og dóti að maður
gat ekki valið úr því öllu. Við end-
uðum bara með því að kaupa batterí
og lögðum allt annað á hilluna, bara
til að róa okkur niður. Við fórum á
svona Comedy-Standup á Improv
klúbbnum á Time Square. Það var
ótrúlega gaman og við mælum með
því, ef fólk hefur tíma, að fara á svo-
leiðis.
Eru einhver veitingahús
í New York sem þú mælir með?
Við fórum á Hrekkjavökunni á
veitingastað sem heitir Arturós og
var svona ítalskur veitingastaður.
Veðrið var svo gott að við sátum þar
úti seint um kvöldið og horfðum á
alla brjáluðu búningana og allt fólkið
að skemmta sér. Maturinn þar var
himneskur, sérstaklega pizzurnar.
Allt þetta tvinnaðist saman og gerði
kvöldið æðislegt.
Eru borgarbúar enn undir
áhrifum frá hryðjuverkunum
11. september 2001?
Allir voru ótrúlega vinalegir og
kurteisir, en hvort það er alltaf þann-
ig veit ég ekki því við vorum aug-
ljóslega ferðamenn, töluðum með
skrítnum hreim og voru með risa-
stórar myndavélar framaná okkur.
Sölumennirnir voru einstaklega vina-
legir, stundum einum of, enda
kannski ekki skrýtið því við litum út
fyrir að vilja allt í búðunum. Við
fundum aldrei fyrir neinu sem minnti
á hryðjuverkin nema á flugvöllunum.
Þar var mjög nákvæmt öryggiseft-
irlit..
Hvar gistuð þið?
Við gistum í íbúð á Waverly Place,
sem er bara rétt hjá Washington
Park. Við fundum þessa íbúð á
heimasíðu á netinu sem er www.ny-
habitat.com. Þjónustan er til fyr-
irmyndar. Íbúðin sem við vorum í var
með 2 svefnherbergjum, stórri stofu,
eldhúsi og risastórum svölum. Að-
koman var mjög fín og eigandinn var
indæll. Verðið var alls ekki svo hátt,
mun lægra en á hótelunum á sama
svæði.
HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? | New York
Oft er mannmergð á Times Square í New York.
svg@mbl.is
Japanskar dótabúðir og
kínverskar kolkrabbabúðir
Morgunblaðið/Einar Falur
Ingibjörg Zophoníasdóttir
Ingibjörg Zophoníasdóttir fór með
kærastanum til New York og Toronto
Ertu búin(n) að
skoða nýja blaðið
okkar sem fylgdi
meðMbl. 28. nóv.?
Einnig á
www.sminor.is.
Komdu í heimsókn.
Mikill fjöldi flottra
tækja á fínu verði.
OD
DI
HÖ
N
N
UN
L6
45
7
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
TILVALIÐ TIL JÓLAGJAFA!
Margar gerðir skúfhólka ásamt
hálsmenum, ermahnöppum
og bindisnælum.