Morgunblaðið - 04.12.2004, Page 30

Morgunblaðið - 04.12.2004, Page 30
JÓLIN eru hátíð ljóssins og er þá kveikt á fleiri ljósum og þau oft látin loga lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósa- búnaður getur valdið bruna og slys- um. Rafmagnsöryggisdeild Löggilding- arstofu hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þessa hátíð.  Jólaljósin passa sig ekki sjálf. Best er að fara ekki frá logandi jóla- ljósum þegar farið er að sofa eða þeg- ar heimilið er mannlaust. Ef bilun verður í seríunni getur hún hitnað þannig að hætta stafar af.  Skiptum um perur. Ef pera bilar í jólaseríu, eykst oftast styrkurinn á hinum perunum í seríunni og þær hitna. Aukinn hiti frá perunum getur valdið bruna. Þess vegna er rétt að skipta biluðum perum út strax og passa að nota perur af réttri gerð, stærð og styrkleika.  Perur hitna. Flestar perur gefa frá sér hita. Því er varasamt að hafa pappír, greni og annað skraut nálægt logandi perum. Þá er ekki rétt að hafa jólaseríur nálægt gluggatjöld- um.  Kerti og rafmagnstæki eiga ekki samleið. Ekki er rétt að hafa kerti og kertaskreytingar á sjónvarpinu eða hljómflutningstækjum. Dæmi er um að kerti bræði sér leið niður í tækin og kveiki í þeim.  Gömlu jólaljósin geta verið vara- söm. Margir eiga gömul og falleg jólaljós sem eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Sum ljós eru jafnvel áratuga gömul og eru í notkun hjá annarri eða þriðju kynslóð. Rétt er að láta líta á þessi ljós því oft vilja leiðsl- unar trosna og klærnar brotna. Oft má gera þessi ljós sem ný, en þau geta verið varasöm ef þau fá ekki nauðsynlegt viðhald.  Vöndum valið. Ekki er til neitt eitt ráð til að ganga úr skugga um hvort jólaljós séu af vandaðri gerð. Vert er þó að hafa í huga að sérlega ódýr jóla- ljós eru yfirleitt ekki eins vönduð og dýrari ljós af svipaðri gerð. Gæði og öryggi fara saman í þessu sem öðru.  Notum aldrei inniljós úti. Jólaljós utandyra eiga að vera sér- staklega gerð til slíkrar notkunar. Á öllum jólaljósum eða umbúðum þeirra, sem seld eru hér á landi sem inniljós, á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innanhúss. Að nota inniljós utandyra getur verið lífshættulegt. Útiljósakeðjur sem ekki eru tengdar við spennubreyti (12V-24V) eiga að vera vatns- varðar. Brýnt er að perur úti- ljósa vísi ávallt niður svo að ekki sé hætta á að vatn safnist í perustæðin.  Slönguljós Mikil aukning hef- ur orðið á undanförnum árum í notkun svokallaðra slönguljósa sem hægt er að kaupa í met- ravís. Því miður er nokkuð um íkveikjur af völdum slíkra ljósa og nær und- antekningarlaust er það vegna þess að ekki er vandað nægilega til sam- setninga. Það er því afar brýnt að fá ná- kvæmar leiðbeiningar  JÓL | Nokkuð hefur verið um íkveikjur af völdum slönguljósa Óvönduð og rangt notuð ljós geta valdið bruna frá söluaðilum um samsetningu slíkra ljósakeðja og fara eftir þeim í einu og öllu.  Reykskynjarinn sefur aldrei. Reykskynjarar eiga að vera á hverju heimili. Gott er að hafa það sem fast- an lið í jólaundirbúningnum að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum. 30 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ég held að óhætt sé að fullyrða að meðþessum skóla er brotið blað í sögutrommusettsins á Íslandi,“ segirGunnar Waage, sem ásamt Lísu B. Ingólfsdóttur hefur stofnað Trommuskóla Gunnars Waage, en skólinn mun nú eftir ára- mótin opna trommusettsdeild á háskólastigi. Í þessu skyni hafa þau Lísa og Gunnar látið hljóð- einangra bílskúrinn hjá heimili sínu við Borg- arholtsbraut í Kópavogi og þar er nú þegar haf- in kennsla í undirbúningsdeild. Þar voru ungir og áhugasamir nemendur í hóptíma í rythma- fræðum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði, og greinilegt að hér var verið að leggja grunn að áhugaverðu starfi og hver veit nema að einhverjir trommusnillingar framtíðarinnar hafi leynst í þessum hópi. „Þótt markmiðið sé fyrst og fremst að koma á fót trommusettsdeild á háskólastigi og að þjálfa upp háklassa trommuleikara, er það líka stefna skólans að halda úti sterkri undirbúningsdeild. Með því vil ég rækta grasrótarstigið og koma inn nýju hugarfari hjá yngri kynslóðinni. Nem- endur í diplómanáminu munu líka hljóta kennsluþjálfun í undirbúningsdeildinni og fyrir mig persónulega er það bæði hollt og ánægju- legt að kenna fólki á ólíku getustigi og ýmsum aldri. Það heldur mér og mínum störfum fersk- um,“ segir Gunnar og horfir stoltur yfir hópinn í undirbúningsdeildinni. Sérstök trommusettsnámskrá Trommusettsnám á háskólastigi? Þetta hljómar óneitanlega dálítið einkennilega, en Gunnar hefur svör á reiðum höndum: „Það er eðlilegt að þetta hljómi einkennilega því það hefur ekki verið boðið upp á slíkt nám hér á landi áður og raunar ekki verið boðið upp á háskólamenntun í tónlist, annarri en klass- ískri, á Íslandi fram til þessa. Trommuskólinn er fyrsti skólinn hér á landi sem kennir eftir sér- stakri trommusettsnámskrá og snýr í rauninni baki við hinni klassísku slagverksnámskrá,“ segir Gunnar og leggur áherslu á að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr slagverkinu. „Trommusettið hefur fram til þessa ekki ver- ið til í námskrá hér á landi. Í Bandaríkjunum er þessu öðruvísi farið og þar er trommusettið við- urkennt sem sérstakt hljóðfæri eins og önnur hljóðfæri. Það er þróunin í nágrannalöndum okkar að klassískt slagverk og trommusettið sé aðskilið því tæknilega kemur klassísk tækni því miður að litlu haldi í trommusettsleik. Staðreyndin er sú að trommusettið er amer- ískt hljóðfæri og þar hafa orðið mestar framfar- ir í trommuleik. Þar eru kennsluaðferðir mun þróaðri en í Evrópu og einnig framboð náms- brauta og leiða innan skólakerfisins. Með Trommuskólanum erum við því í raun- inni að opna brúna til Bandaríkjanna hvað varð- ar nám í trommuleik og höfum gert eins konar nemendasamning, eða það sem kallað er „Transfer Agreemment“, við Music Tech Coll- ege í Saint Paul í Minnesota, og eiga nemendur okkar möguleika á að halda áfram námi þar. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir skólann okkar þar sem trommusettsdeild Music Tech er ein virtasta deild sinnar tegundar í Bandaríkjunum í dag.“ Gunnar er raunar ekki með öllu ókunnugur innanhúss í Music Tech of Minneapolis, því hann útskrifaðist þaðan með Professional Diploma árið 1994. Námsefniskjarni Trommu- skóla Gunnars eru einmitt skrif Grody Knudt- son, en hann er yfirmaður slagverksdeildar Music Tech-tónlistarháskólans í Minnesota. Nám og starf vestan hafs Gunnar var níu ára þegar hann hóf nám við Barnamúsíkskólann í undirbúningsdeild og síð- ar var hann í tveggja ára píanónámi við skólann. Hann var tólf ára þegar hann komst inn í Tón- listarskólann í Reykjavík og nam þar klassískt slagverk í tvö ár. Þá flutti hann sig ásamt kenn- ara sínum, Reyni Sigurðssyni, yfir í Tónlistar- skóla FÍH fyrsta árið sem sá skóli starfaði. Á þessum árum fékk hann tækifæri til að spila með skólasinfóníu- og strengjasveitum, „big- böndum“, djasshljómsveitum og nútímatónlist. Hann sótti ennfremur námskeið hjá Pétri Östl- und, Paul Weeden, Paul Zukofsky seminar og námskeið hjá Clair Heldrich frá Juilliard-tón- listarháskólanum í New York. Síðan tók við spilamennska í framúrstefnurokksveitum, djass- og blúsrokksveitum og nýbylgjutónlist þar til Gunnar hélt til Minnesota í Bandaríkj- unum. „Ég var kominn í ágæt sambönd þarna úti, datt inn í mjög skemmtilegt spiladæmi og hefði kannski átt að vera áfram í Bandaríkjunum því mér gekk mjög vel. En ég hafði lengi haft áhuga á Mexíkó og langaði til að reyna fyrir mér þar og auk þess var dvalarleyfi mitt að renna út og því ekki um annað að ræða. Þangað fór ég því með ekkert í farteskinu nema 250 kíló af trommum. Ég hafði ekki útvegað mér neina vinnu, en var staðráðinn í að skapa mér ný tækifæri.“ Gunnar dvaldi í Mexíkó í fjögur ár og starfaði með mörgum af fremstu hljóðfæraleikurum þar í landi. Má þar nefna Rodrigo Cardeans (bassa- leikara Ricky Martin), djass-fusion-gítaristann Emanuel Mora (Poulina de Rubio), hljómsveit- arstjórann Rodrigo Mendoza, poppstjörnuna Salvador Manrique og fleirum. Einnig gegndi hann stöðu yfirkennara trommusettsdeildar tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Gunnar þjálfaði starfslið trommusettsdeildar ásamt því að skrifa námskrá deildarinnar. Í dag er enn verið að byggja þjálfun trommusetts- deildarinnar á skrifum Gunnars og kennslubók eftir hann, Masterclass, sem gefin var út af Corporation Digital, er hluti af námskrá skól- ans, og reyndar fleiri tónlistarskóla í Suður- Ameríku. Í Mexíkó byrjaði Gunnar líka að þróa verk- efnið Azteka, sem er eins konar hópverkefni í fusion-tónlist. Miklar kröfur „Ég var því í ágætum málum í Mexíkó þegar ég ákvað að snúa aftur heim. Og kannski eru það bara forlögin því eftir heimkomuna hitti ég aftur æskuástina og við fórum að búa saman. Lísa, sem áður hefur komið að rekstri einka- skóla og er nú á fjórða ári í viðskiptafræði, á mjög stóran þátt í uppbyggingu skólans og efast ég um að hlutirnir hefðu gengið sem skyldi án hennar. Ég held líka að hefði ég ekki komið heim og stofnað þennan skóla, hefðu líklega liðið ár og dagar áður en það yrði gert, en mér finnst tími til kominn að færa hlutina til nútímalegra horfs,“ segir Gunnar, sem eftir heimkomuna frá Mexíkó starfaði í tvö ár við Tónmenntaskólann í Reykjavík og við Tónlistarskólann í Bessa- staðahreppi. Lísa er skólastjóri og Gunnar kennslustjóri Trommuskólans og auk þeirra skipa skólaráð þeir Áskell Másson slagverksleikari og tónskáld og Ríkharður H. Friðriksson tónlistarkennari, tónskáld og tónlistarfræðingur. Þeir munu einnig reglubundið halda „masterclass- seminar“ við skólann og skipa dómnefnd í loka- prófum. Diplomanám við skólann verður 60 ein- ingar, teknar á tveimur árum.  TÓNLIST Trommusettsnám á háskólastigi Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Waage og Lisa B. Ingólfsdóttir í hópi nemenda í undirbúningsdeild. Davíð Antonsson, nemandi í undirbúningsdeild, lemur húðirnar og dregur ekki af sér. Vefslóð: www.vortex.is/azteka/kennsla/ Netfang: azteka@vortex.is svg@mbl.is Nýlega var stofnaður Trommuskóli Gunnars Waage en þar verður eftir áramót í fyrsta sinn hér á landi boðið upp á trommusettskennslu á háskólastigi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.