Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 31
DAGLEGT LÍF
Slys á öldruðum, bæði körlumog konum, eru hlutfallslegaalgengari heldur en hjá öðr-
um hópum fullorðinna. Með vaxandi
aldri eykst hætta á meiðslum, brot
eru lengur að gróa, líkur aukast á
innlögn á sjúkrastofnun auk þess
sem dvalartíminn þar er að jafnaði
lengri. Það er því óhætt að fullyrða
að slys á efri árum geti dregið veru-
lega úr færni og lífsgæðum margra,
auk þess sem þörf á aðstoð eykst.
Ótaldar eru þá aðrar afleiðingar
eins og verkir og önnur óþægindi.
Full ástæða er til þess að reyna eftir
fremsta megni að fækka slysum hjá
fólki í elstu aldurshópunum.
Úttekt á slysum eldri borgara
Hjá Landlæknisembættinu er nú
unnið að úttekt á slysum eldri borg-
ara á árinu 2003 en úttektin byggir
á gögnum frá Slysaskrá Íslands og
slysadeild Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss (LSH). Samkvæmt
henni leituðu tæplega 1.850 slasaðir
einstaklingar, 65 ára og eldri, til
slysadeildar LSH á þessu eina ári.
Flestir komu vegna heima- og frí-
tímaslysa, eða 75%, tæplega 7%
vegna umferðaróhappa, 5% vegna
vinnuslysa og 4% vegna íþrótta-
slysa.
Flest slys á heimilum og
algengasta orsökin fall
Samkvæmt fyrrgreindri úttekt
varð mikill meirihluti slysa á eldri
borgurum (66%) á og við heimili.
Það bendir ótvírætt til þess að
slysavarnir aldraðra þurfa fyrst og
fremst að snúa að heimilinu og nán-
asta umhverfi þess.
Í mestum hluta slysanna var or-
sök áverkanna fall, eða í rúmlega
67% tilfella. Kemur það heim og
saman við aðrar rannsóknir sem
gerðar hafa verið á slysum aldraðra,
bæði innlendar og erlendar. Þegar
litið er á kyn og aldur slasaðra sést
að fjöldi falla fer hlutfallslega vax-
andi með hækkandi aldri og að kon-
um hættir frekar til þess að detta en
körlum.
Hvað er til ráða?
Til þess að fyrirbyggja slys þarf
bæði að horfa til einstaklingsins
sjálfs og nánasta umhverfis hans.
Regluleg hreyfing viðheldur styrk
og liðleika líkamans og eykur út-
hald. Hún getur einnig hægt á
hrörnun og minnkað þær afleiðingar
sem sjúkdómar geta haft á almenna
færni. Vert er að hafa í huga að ekki
hentar sams konar hreyfing öllum
og því æskilegt að hver og einn finni
líkamsþjálfun sem eykur ánægju og
vellíðan.
Í heilbrigðisáætlun kemur fram
sú stefna stjórnvalda að aldraðir
hafi tök á að dvelja sem lengst í
heimahúsum. Til þess að svo megi
verða er nauðsynlegt að heimilið sé
eins öruggt og kostur er. Slysa-
varnafélagið Landsbjörg hefur ný-
lega gefið út bæklinginn „Örugg efri
ár!“ en þar er m.a. er að finna gát-
lista fyrir heimilið svo fyrirbyggja
megi þær slysagildrur sem þar
kunna að leynast. Bæklinginn má
nálgast á heilsugæslustöðvum.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið
Öruggt heimili á efri árum
Morgunblaðið/Þorkell
Hildur Björk Sigbjörnsdóttir,
verkefnisstjóri hjá
Landlæknisembættinu.
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
Seltjarnanesi s. 561 1680
Glæsilegt úrval
af náttfötum
Í jólablaði Morgunblaðsins birtist
uppskrift að peruböku og í hráefn-
islýsingu vantaði magnið af eggjum
og vatni.
Hér kemur uppskriftin leiðrétt.
240 g hveiti
150 g smjörlíki
100 g sykur
1 egg
1 msk vatn
1 tsk vanillusykur
½ tsk engiferduft
örlítið salt sem má sleppa
niðursoðnar perur 1/1 dós eða
ferskar.
Hveiti og smjörlíki blandað vel
saman – hrært saman. Bæta síðan
saman við sykri, vanillusykri, engi-
fer og salti. Í lokin er eggi og vatni
blandað varlega saman við deigið.
Það má ekki hræra deigið eftir að
vatnið og eggin eru komin saman
við. Deiginu er skipt í tvo hluta og
flatt út. Annar hlutinn er settur í
hringlaga „springform“ og perunum
raðað ofan á. Hinn hluti deigsins er
flattur út og settur yfir perurnar.
Hægt er að frysta bökuna. Bakan er
bökuð í ca 30-40 mínútur við 180°C.
Borin fram volg með þeyttum rjóma.
Perubaka - leiðrétt
mbl.is
smáauglýsingar
smáauglýsingar
mbl.is