Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 34
V
onir hafa áður vaknað,
ekki verður því mót-
mælt, en ýmsir telja
nú hugsanlegt að
ETA-hryðjuverka-
hreyfingin baskneska sé veikari en
nokkru sinni fyrr í sögu hennar. Aðr-
ir ganga lengra og telja teikn á lofti
um að hreyfingin sé í andarslitrun-
um. Endalok ETA gætu hleypt nýju
lífi í baráttu baskneskra þjóðernis-
sinna á Norður-Spáni fyrir því að
sjálfsákvörðunaréttur þjóðarinnar
verði virtur. Svo virtist í gærkvöldi
sem hreyfingin hefði minnt á sig með
fimm sprengingum á bensínstöðvum
í úthverfum Madríd-borgar sem ollu
ekki manntjóni.
Aðgerðir ETA síðdegis í gær
komu nokkuð á óvart enda hefur
hreyfingin verið lítt áberandi á und-
anliðnum mánuðum. Viðvörun var
gefin áður en sprengjurnar sprungu
og gafst því tími til að rýma hættu-
svæðin. Spænskir fjölmiðlar kváðu
sprengjurnar hafa verið „minnihátt-
ar“. En vart verður í efa dregið að
ETA-hreyfingin hafi talið tímabært
að minna á tilvist sína og getu til að
raska lífi almennings á Spáni.
Iðulega hafa margir þeirra sem
teljast sérfróðir verið tilbúnir til að
lýsa yfir því að ETA hafi verið greitt
svo þungt högg að hryðjuverka-
mennirnir eigi sér tæpast viðreisnar
von. Slíkar bjartsýnisspár hafa ekki
reynst á rökum reistar. ETA-hreyf-
ingin hefur reynst eiga auðvelt með
að afla nýliða í stað þeirra sem lokið
hafa ferlinum innan fangelsismúra á
Spáni. En að vísu virðist sem nýlið-
arnir séu einkum götulýður og
glæpamenn og sú hugsjón að rétt-
lætanlegt sé að beita ofbeldi og ill-
virkjum til að knýja fram baskneskt
sjálfstæði og föðurland höfði ekki til
manna með sama hætti og áður.
En um þróunina innan leynilegra
samtaka hryðjuverkamanna verður
vitanlega fátt fullyrt.
Ákveðnar ályktanir má þó draga í
ljósi reynslunnar.
Óumdeilanlegt er að ETA-hreyf-
ingin hefur að undanförnu ekki látið
til sín taka af sama þunga og áður á
Spáni. Margir skýra þetta með til-
vísun til þess að mikill fjöldi grun-
aðra liðsmanna hafi verið handtek-
inn í Suður-Frakklandi og á Spáni á
undanliðnum tveimur árum. Þar
mun ræða um meira en 200 manns.
Þá vekur einnig vonir sú stað-
reynd að ETA-hreyfingin hefur ekki
staðið fyrir mannskæðu hryðjuverki
í meira en eitt og hálft ár. Þá
sprengdu hryðjuverkamenn ETA
bifreið í loft upp í Navarra-héraði og
myrtu tvö lögregluþjóna. Bíl-
sprengjur hafa löngum verið eins
konar „vörumerki“ samtakanna og
hafa reynst öflug ógnarvopn.
Aðgerðirnar í gær flokkast því
undir hefðbundið „ógnarverk“ af
hálfu ETA. Hreyfingin hefur enn á
ný minnt á tilveru sína en vísast
verður deilt um hvort árásirnar í
Madríd í gær endurspegli styrk eða
örvæntingu.
„Baskneskt föðurland
og frelsi“
ETA tók upp vopnaða baráttu fyr-
ir sjálfstæðu ríki Baska á Norður-
Spáni seint á sjöunda áratug liðinnar
aldar. ETA er skammstöfun fyrir
Euskadi Ta Askatasuna sem þýðir
„Baskneskt föðurland og frelsi“ á
máli Baska. Raunar sjá margir bask-
neskir þjóðernissinnar fyrir sér að
slíkt ríki myndi samanstanda af
Baskalandi (sem nefnist „Euskadi“ á
basknesku en „País Vasco“ á
spænsku), Navarra-héraði og bask-
neskum svæðum syðst í Frakklandi.
Á þessum tæpu 40 árum hafa sam-
tökin drepið um 800 manns. Mest
varð blóðbaðið á árunum 1985–1990
þegar um 200 manns voru myrtir á
Spáni.
Ákveðin þáttaskil urðu árið 1998
þegar ETA lýsti einhliða yfir vopna-
hléi. Sú ákvörðun kom í kjölfar
morðsins á Miguel Ángel Blanco
Garrido, kornungum fulltrúa í stjórn
Ermua, smábæjar í Baskalandi, sem
ETA-liðar rændu og myrtu 12. júní
1997. Þetta morð vakti almennan
viðbjóð og hrylling á Spáni og lands-
menn flykktust sem aldrei fyrr út á
götur bæja og borga til að lýsa yfir
andúð sinni á ETA og baráttuaðferð-
um aðskilnaðarsinna. Vopnahléið
stóð yfir í 14 mánuði og því er nú
haldið fram að þann tíma hafi hreyf-
ingin nýtt til að afla vopna og liðs-
manna.
Nú telja ýmsir að vera kunni að
ETA birti á ný yfirlýsingu um
vopnahlé. Sem fyrr sagði munu
menn á næstu dögum freista þess að
túlka aðgerðirnar í Madríd síðdegis í
gær í ljósi þeirrar sýnar sem þeir
hafa til samtakanna og styrks þeirra
nú um stundir. Hinir bjartsýnni
nefna að hreyfingin eigi erfiðara um
vik eftir fjöldamorðin hroðalegu í
marsmánuði í ár, þremur dögum fyr-
ir þingkosningar, þegar íslamskir
hryðjuverkamenn myrtu 191 mann í
sprengjutilræðum í lestarkerfi
Madríd-borgar. Þessi skelfilegi dag-
ur hafi haft í för með sér herta ör-
yggisgæslu, sem þó var víða æði
ströng fyrir, og þá hafi þessi reynsla
orðið til þess að auka enn andstöðu
við baráttuaðferðir hreyfingarinnar.
Hafa ber í huga að stuðningur við
baráttumálið þ.e.a.s. sjálfstæði bask-
nesku þjóðarinnar er mikill í Baska-
landi en flestir hafna ofbeldinu sem
lögmætri aðferð. ETA-hreyfingin
hefur löngum átt sér pólitískan
væng. Stuðningur við hann hefur yf-
irleitt mælst um 10–12% í þeim
kosningum sem flokkurinn, jafnan
nefndur Batasuna, hefur tekið þátt í.
Starfsemi þessa flokks hefur nú ver-
ið bönnuð en engu að síður hefur
honum tekist að halda saman for-
ustusveit og stuðningsmönnum. Og
nú túlka margir boðskapinn sem frá
Batasuna berst á þann veg að
herskáir baskneskir þjóðernissinnar
vilji leita nýrra leiða.
Ný nálgun boðuð
Nú í nóvember komu um 15.000
manns saman á íþróttaleikvangi í
San Sebastián í Baskalandi til að
hlýða á ávarp Arnoldo Otegi, leið-
toga Batasuna-flokksins. Raunar
segir það sitt um stuðninginn við
flokkinn og bannið við starfsemi
hans að svo fjölmennur fundur
skyldi geta farið fram þar.
Í ávarpi sínu kynnti Otegi nýja
„friðaráætlun“. Hann lýsti yfir þeim
ásetningi sínum að binda enda á
„götuofbeldið“ og leysa ágreinings-
mál við samningaborðið. Vísunin í
„götuofbeldið“ vakti athygli því þar
ræðir um baráttuaðferð sem bask-
neskir skæruliðar hafa löngum lof-
sungið og nefnist „kale borroka“ á
máli þeirra. „Götuofbeldið“ hefur
sem baráttuaðferð reynst fallið til að
tryggja spennu, ógn og ótta og þann-
ig haft mikil áhrif á líf venjulegs
fólks í bæjum og borgum Baska-
lands.
Áætlun Batasuna reyndist inni-
halda tvö ný atriði. Annars vegar
lögðu Batasuna-menn til að allir
stjórnmálaflokkar í Baskalandi
tækju þátt í friðarviðræðum en fram
til þessa hafa róttækir þjóðernis-
sinnar þar viljað útiloka stj
öfl sem andvíg eru sjálfstæ
lands.
Hins vegar lögðu leiðtog
suna til að þeir semdu við
ríkisstjórnina en fram að þ
þeir jafnan haldið því fram
hreyfingin þyrfti að taka þ
arviðræðum ef af þeim yrði
Viðbrögðin við þessum y
um voru hefðbundin. Juan F
López Aguilar, dómsmála
hinnar nýju minnihlutastjó
alista á Spáni, hafnaði nálg
suna og benti á að flokksme
ekki fordæmt að ofbeldi væ
þeim tilgangi að ná fram p
markmiðum. „Við eigum ek
talað við ETA eða stuðni
þeirra,“ sagði ráðherrann. Þ
ur löngum verið afstaða s
ráðamanna.
Skömmu eftir að fregn
borist af ummælum Otegi
irlýsing frá ETA þar sem
frekara ofbeldi og hryllingi
vísað beint til yfirlýsinga
Batasuna á Anoeta-leikv
(þar sem knattspyrnuliðið
iedad tekur jafnan á mót
sínum) en óbreyttir bo
Baskalandi voru varaðir v
konar samstarfi við spæns
völd, öryggissveitir og hera
Þessi tilkynning ETA va
marks um að hreyfingin
ungis einangruð. Hún var j
túlkuð á þann veg að hún g
an viðleitni Otegi til að nálg
ann í Baskalandi á nýjan
raunar urðu ýmsir til að
kynningunni við „skemm
Ef til vill ber að skoða sp
arnar í Madríd í gær í þessu
Þrátt fyrir þetta hafa yfi
Arnoldo Otegi vakið umtals
hygli á Spáni. Margir sérfr
ummæli hans varpa ljósi á
innan ETA þrátt fyrir að s
irlýsing samtakanna geti t
urbarkaleg sem og aðge
Madríd í gær. Vitnað er t
nýverið hafi hreyfingin
stuðningi við leiðtoga B
flokksins. Áður hafði boris
sex þekktum hryðjuverka
ETA sem eru í fangelsi á S
sem þeir hvöttu hreyfingu
láta af ofbeldisverkum og t
stað upp skipulega og fri
fjöldabaráttu fyrir sjálfst
Baska.
Efasemdarmenn munu
ofangreindar vísbendingar
Baskalandi hefur hins vega
verið vilji fyrir því að Batas
Mótmælendur halda á loft
1999. Nokkrum dögum áð
gildi fallið. Nú telja margi
hliðar um ótiltekinn tíma.
Fréttaskýring | Á Spáni hafa vonir vakn-
að um að basknesku hryðjuverkasam-
tökin ETA eigi nú mjög undir högg að
sækja og sprengjutilræði í Madríd síðdeg-
is í gær virðast ekki líkleg til að breyta því
mati. Ásgeir Sverrisson segir frá ETA og
þjóðernishyggju í Baskalandi.
Vopnahlé rofið
Örvænting í rö
’Færi svo að Batafdráttarlausum h
stæður gjörbreyt
34 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Á TÍMAMÓTUM
Nefnd sextán sérfræðinga, semallir njóta mikillar virðingar áalþjóðavettvangi, hefur skilað
Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, skýrslu um það
hvernig megi gera samtökin betur í
stakk búin að takast á við þær hættur,
sem steðja að öryggi heimsbyggðar-
innar á okkar tímum. Nefndin var
skipuð fyrir rúmu ári, vegna þeirrar
kreppu sem samtökin voru í eftir að
Bandaríkin gerðu innrás í Írak án
samþykkis öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, sem hafði ekki getað komið
sér saman um hvernig ætti að fram-
fylgja eigin ályktunum gegn stjórn
Saddams Husseins.
Margar af tillögum nefndarinnar
munu þýða mjög miklar breytingar á
starfi og skipulagi SÞ, verði þær að
veruleika. Meðal annars er lögð til
fjölgun í öryggisráði samtakanna til
að taka mið af nýjum veruleika í al-
þjóðamálum og að tekið verði til í höf-
uðstöðvum SÞ í New York.
Mikilvægustu tillögur og hugmynd-
ir nefndarinnar snúa hins vegar ekki
að skipulagi eða skrifstofuhaldi SÞ,
heldur að skilgreiningu á þeim ógn-
um, sem alþjóðasamfélagið stendur
frammi fyrir, og við hvaða skilyrði
megi beita valdi til að takast á við þær
eða afstýra þeim.
Nefndin vill ekki fallast á að aðild-
arríki Sameinuðu þjóðanna geti
ákveðið upp á sitt eindæmi að beita
hervaldi í „forvarnarskyni“ – eins og
Bandaríkin töldu sig gera í Írak, held-
ur verði samþykki öryggisráðsins
ávallt að koma til. Í heimi, sem sé full-
ur af mögulegum ógnum, sé ekki hægt
að fallast á lögmæti þess að ríki grípi
einhliða til fyrirbyggjandi hernaðar-
aðgerða. Slíkt myndi grafa undan al-
þjóðakerfinu og því, sem enn sé meg-
inregla þess, að ríki hlutist ekki til um
innanríkismál annarra ríkja. „Að
leyfa einum að hegða sér þannig er að
leyfa öllum það,“ segir í skýrslunni.
Þetta má túlka sem gagnrýni á
Bandaríkin vegna innrásarinnar í
Írak, en nefndin kemur á öðrum svið-
um til móts við sjónarmið Bandaríkj-
anna og þeirra ríkja, sem fylgdu þeim
að málum í Íraksdeilunni. Þannig
bendir hún á að stofnsáttmáli SÞ úti-
loki ekki forvarnarstríð og fordæmi
séu fyrir því að ríki grípi til árásar að
fyrra bragði til að afstýra yfirvofandi
hættu. Í skýrslu nefndarinnar kemur
fram að séu góð rök fyrir fyrirbyggj-
andi hernaðaraðgerðum, studd góðum
gögnum, eigi að leggja þau fyrir ör-
yggisráðið. Ráðið geti þá heimilað
hernaðaríhlutun, að teknu tilliti til
ýmissa skilyrða, t.d. hversu alvarleg
ógnin sé, að viðbrögðin séu í réttu
hlutfalli við hættuna, að allar aðrar
leiðir hafi verið reyndar áður en grip-
ið er til vopna og að horft hafi verið til
afleiðinga hernaðaraðgerða.
Nefndin fellst ennfremur á það
sjónarmið að komin sé upp breytt
staða í alþjóðamálum vegna hryðju-
verkaógnarinnar; hún sé ekki beinlín-
is yfirvofandi en engu að síður mjög
raunveruleg, til dæmis ef hryðju-
verkamenn komi sér upp getu til að
framleiða kjarnorkuvopn.
Nefndin setur fram skilgreiningu á
hryðjuverkum, sem til þessa hefur
skort hjá Sameinuðu þjóðunum, þar
sem kemur skýrt fram að þau feli í sér
árásir gegn óbreyttum borgurum og
vopnlausu fólki, í því skyni að valda
skelfingu eða knýja ríki eða alþjóða-
samtök til einhverra tiltekinna að-
gerða eða aðgerðaleysis. Með þessu
útilokar nefndin að hermdarverk
gegn almennum borgurum, sem t.d.
palestínskir eða íraskir hryðjuverka-
menn stunda, séu skilgreind sem lög-
mæt andspyrna gegn hernámsvaldi,
eins og nokkur tilhneiging hefur verið
til á vettvangi SÞ og víðar. „Það er
ekkert við hernám sem réttlætir að
spjótum sé beint að almennum borg-
urum og þeir drepnir,“ segir nefndin.
Nefndin leggur til að ákvæði al-
þjóðasamninga um bann við út-
breiðslu kjarnorkuvopna verði hert
og ríkjum, sem vilji þróa kjarnorku til
friðsamlegra nota, verði boðinn að-
gangur að aðstöðu annarra til að t.d.
auðga úran, þannig að þau þurfi ekki
sjálf að koma sér upp slíkri getu.
Í skýrslu nefndarinnar er ennfrem-
ur tekið undir það, sem margir gagn-
rýnendur Sameinuðu þjóðanna hafa
haldið fram, að öryggisráðinu beri
skylda til að grípa í taumana, beri aðr-
ar aðgerðir ekki árangur, til að af-
stýra þjóðarmorði, þjóðernishreins-
unum eða stórfelldum mannrétt-
indabrotum. Jafnframt er tekið fram
að öryggisráðið ætti í auknum mæli að
vísa slíkum glæpum til hins nýja
stríðsglæpadómstóls. Það er tillaga,
sem því miður fellur Bandaríkjunum
væntanlega ekki í geð, þar sem þau
viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins
af lítt skiljanlegum ástæðum.
Aðildarríki SÞ þurfa nú að taka af-
stöðu til þessara tillagna nefndarinn-
ar og margra annarra. Æskilegast
væri að niðurstaðan yrði sú að sam-
tökunum yrði gert auðveldara að
grípa til hernaðaraðgerða gegn út-
lagaríkjum, harðstjórum og hryðju-
verkahreyfingum. Klúðrið frá því í
fyrra, þegar öryggisráðið gat ekki
komið sér saman um aðgerðir til að
koma Saddam Hussein frá völdum,
þrátt fyrir ítrekuð brot stjórnar hans
á ályktunum þess, má ekki endurtaka
sig. Verði íhlutun gerð auðveldari má
jafnframt gera ráð fyrir að Bandarík-
in eða önnur voldug ríki, sem vilja
grípa í taumana, velji síður leið ein-
hliða hernaðaraðgerða.
Eitt mikilvægasta atriðið í tillögum
nefndarinnar snýr að skyldu SÞ til að
afstýra þjóðarmorði og mannréttinda-
brotum. Slíkar röksemdir hefðu út af
fyrir sig átt að duga á sínum tíma til
að grípa til aðgerða gegn Írak; þar
var við völd óður harðstjóri, sem
framdi ólýsanleg grimmdarverk á
þegnum sínum, burtséð frá því hvort
hann átti gereyðingarvopn eða ekki.
Aðgerðaleysi SÞ gagnvart stjórninni í
Súdan, sem lætur fjöldamorðin og
nauðganirnar í Darfur afskiptalaus og
hvetur jafnvel til þeirra, sýnir hvað
samtökin eru nú illa í stakk búin að
ráðast gegn samvizkulausum glæpa-
mönnum, sem sitja í valdastólum víða
um heim. Slíka menn á að stöðva með
hervaldi og draga fyrir stríðsglæpa-
dómstólinn.
Niðurstaðan af umbótastarfinu inn-
an SÞ verður meðal annars að vera sú
að það sé ljóst að samtökin grípi til
aðgerða í þágu hinna fátæku og undir-
okuðu, en ekki eingöngu til að verja
hagsmuni hinna ríku og voldugu.