Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 35
jórnmála-
æði Baska-
gar Bata-
spænsku
þessu hafa
m að ETA-
þátt í frið-
i.
yfirlýsing-
Fernando
aráðherra
órnar sósí-
gun Bata-
enn hefðu
æri beitt í
pólitískum
kkert van-
ingsmenn
Þessi hef-
spænskra
nir höfðu
birtist yf-
hótað var
. Ekki var
a leiðtoga
vanginum
Real Soc-
ti gestum
orgarar í
við hvers
sk stjórn-
afla.
ar höfð til
væri öld-
jafnframt
græfi und-
gast vand-
n hátt og
líkja til-
mdarverk“.
prenging-
u ljósi.
firlýsingar
sverða at-
róðir telja
á ástandið
síðasta yf-
talist dig-
erðirnar í
til þess að
lýst yfir
Batasuna-
st bréf frá
amönnum
Spáni þar
una til að
taka þess í
iðsamlega
tæðu ríki
ekki láta
r duga. Í
ar löngum
suna verði
þátttakandi í hinu lýðræðislega
regluverki.
Krafan um þjóðaratkvæði
Ef til vill er það Juan José Ibarr-
etxe sem einna mestar vonir bindur
við stefnubreytingu af hálfu ETA og
þó einkum Batasuna. Ibarretxe fer
fyrir Þjóðernisflokki Baska (Partido
Nacionalista Vasco, PNV) sem verið
hefur leiðandi í stjórnmálalífi Baska-
lands allt frá því að sérstaða þess og
sjálfstjórn innan Spánar var tryggð
samkvæmt „Guernica-lögunum“
sem staðfest voru af þingi og kon-
ungi í desembermánuði 1979. Flokk-
ur þessi hafnar ofbeldi en er hlynnt-
ur því að fram fari þjóðar-
atkvæðagreiðsla um sjálfstæði
Baskalands. Flokkurinn hefur
löngum notið í kringum 40% stuðn-
ings í Baskalandi og hefur því tryggt
sér algjöra sérstöðu í stjórnmálum
þar.
Samskipti PNV og miðstjórnar-
innar í Madríd hafa löngum gengið
erfiðlega. Í tíð José María Aznar,
forsætisráðherra Þjóðarflokksins
(Partido Popular, PP) frá 1996 þar til
í marsmánuði, var því löngum haldið
fram að ráðamenn PNV í Baskalandi
sýndu ekki nægan áhuga á að brjóta
starfsemi ETA á bak aftur. Verra
þótti þó þegar PNV átti um hríð
samstarf við hinn pólitíska arm
hreyfingarinnar.
Færi svo að Batasuna hafnaði of-
beldinu gæti það orðið til þess að
styrkja stöðu basknesku heima-
stjórnarinnar gagnvart miðstjórn-
inni í Madríd og skapað forsendur
fyrir kröfum um enn aukna sjálfs-
stjórn sem þó er ærin fyrir. Hagur
Baska hefur vænkast mjög á und-
anliðnum áratugum. Tunga þeirra
hefur verið endurreist og staða
hennar tryggð. Hagur almennings
er góður og yfir meðaltali á Spáni.
Baskar ráða yfir eigin lögreglu og
stjórna menntakerfinu að verulegu
leyti; margir skólar kenna aðeins á
Baskamáli og einungis um 15%
þeirra nota eingöngu spænsku.
Þjóðernissinnar vísa oftar en ekki
til „réttar þjóða til sjálfsákvörðun-
ar“. Á meðal friðsamra þjóðernis-
sinna í Baskalandi er réttur þessi
jafnan lagður út á þann veg að hann
feli í sér að efna beri til þjóðarat-
kvæðis um framtíðarstöðu þjóðar-
innar. Er þetta í samræmi við Liz-
arra-samkomulagið svonefnda frá
árinu 1998 sem er í senn friðaráætl-
un og yfirlýsing um sjálfs-
ákvörðunarrétt basknesku þjóðar-
innar með sérstakri tilvísun til
friðarferlisins á Norður-Írlandi.
Þjóðernissinnar í Galisíu, Katalóníu
og Baskalandi komu ásamt fleirum
að Lizarra-samkomulaginu.
Eining ríkisins tryggð og varin
Einungis um þriðjungur bask-
nesku þjóðarinnar studdi stjórnar-
skrá Spánar árið 1978. Þjóðernis-
flokkurinn studdi hins vegar
Guernica-lögin sem kveða á um sér-
stöðu Baskalands innan Spánar á
grundvelli spænsku stjórnarskrár-
innar. Hún kveður aftur á um að við-
halda beri einingu ríkisins og er í
raun eins konar „endastöð“ umræðu
þessarar á Spáni. Í huga mjög
margra Spánverja, ekki síst hægri
manna, er ákvæðið um að einingu
ríkisins megi ekki rjúfa nánast sem
trúarsetning.
Af þessum sökum hafa margir lit-
ið svo á að sjálfstæðistal PNV sé
heldur marklítið og að nærtækara sé
að setja það í samhengi við viðleitni
til að auka enn völd sjálfsstjórnar-
innar í Baskalandi. Raunar er linnu-
laus viðleitni til að auka valdið heima
í héraði á kostnað miðstjórnarinnar í
Madríd eitt af helstu einkennum
spænskra stjórnmála.
Stuðningur við sjálfstæði er mikill
í Baskalandi, um það verður ekki
efast þótt forðast beri að leggja sam-
an meðalfylgi PNV og Batasuna í því
skyni að leiða í ljós að meirihluti
kjósenda þar myndi styðja aðskilnað
frá Spáni. Víst þykir að sumir Bask-
ar myndu ekki kjósa sjálfstæði.
Þjóðernishyggjan ristir misjafnlega
djúpt á hinum ýmsu sviðum sam-
félagsins. Í menningarlegum efnum
á hún sér traustar rætur en þar með
er ekki sagt að þjóðin öll skilgreini
sig sem aðgreinda frá öðrum íbúum
Spánar. Raunar eru til kannanir þar
sem fram kemur að flestir íbúa
Baskalands líta fyrst og fremst á sig
sem Baska en einnig sem Spánverja.
Um þriðjungur kannast einvörð-
ungu við að vera Baskar.
Færi svo að Batasuna hafnaði of-
beldi með afdráttarlausum hætti
myndu pólitískar aðstæður gjör-
breytast í Baskalandi. Sóknarfæri
friðsamra þjóðernissinna gagnvart
miðstjórnarvaldinu yrðu önnur og
betri en þekkst hafa á undanliðnum
áratugum. Krafan um sjálfsákvörð-
unarrétt þjóðarinnar fengi annað
inntak en hingað til og ef til vill raun-
verulegan slagkraft.
Síðast en ekki síst myndi slík yf-
irlýsing af hálfu Batasuna trúlega
fela í sér endalok ETA-hreyfingar-
innar. Vonir hafa vaknað um að þau
kunni að vera í sjónmáli en reynslan
og aðgerðirnar í Madríd-borg síð-
degis í gær kenna að hófleg bjart-
sýni er ráðleg í því efni.
Associated Press
ti þjóðfána Baska á fjölmennum útifundi í San Sebastián í Baskalandi 3. desember
ður hafði ETA-hreyfingin lýst yfir því að 14 mánaða gamalt einhliða vopnahlé væri úr
ir teikn á lofti um að hreyfingin hyggist á ný lýsa yfir því að vopnin hafi verið lögð til
asv@mbl.is
öðum ETA?
tasuna hafnaði ofbeldi með
hætti myndu pólitískar að-
tast í Baskalandi.‘
Í upphafi ársins kostaðiBandaríkjadalurinn liðlega70 krónur en nú er hannkominn vel niður fyrir 64
krónur. Dollarinn hefur veikst
mikið gagnvart krónunni á und-
anförnum misserum, þannig var
gengið liðlega 80 krónur í upphafi
árs 2003 og liðlega 100 krónur í
upphafi ársins 2002. Vegna
minnkandi utanríkisviðskipta við
Bandaríkin má segja að vægi
gengisbreytinganna sé minna en
ætla mætti og eins hafa fyrirtæki
sem eiga mikið undir viðskiptum
í dölum í auknum mæli tryggt sig
gegn gengisáhættu eða gripið til
varna gegn þeim með öðrum
hætti. En áhrifin af veikingu
dalsins gagnvart krónunni eru
engu að síður margvísleg og þau
birtast meðal annars í því að vél-
ar Icelandair eru með fleiri tösk-
ur í maganum og nokkuð þung-
fleygari þegar þær koma að
vestan.
Fleiri ferðatöskur
Tölur Hagstofunnar sýna ekki
umtalsverðar breytingar í inn-
flutningi frá Bandaríkjunum
nema þá í innflutningi á bifreið-
um.
Ekki mælist þó allt í tölum
Hagstofunnar þótt góðar séu.
Einstaklingar gera sér auðvitað
grein fyrir að nú er hagstætt að
versla í Bandaríkjunum. Frá því
var greint í fréttum á dögunum
að um 200 manna hópur Íslend-
inga sem fór til St. John’s í Kan-
ada hefði verslað svo grimmt að
skilja varð eftir um og yfir 100
ferðatöskur er lagt var af stað
heim. En hvað um Bandaríkin?
Jú, Íslendingar gera nú miklu
meira af því að fara vestur til að
versla og skemmta sér. Ekki
furða því vörur sem kostað hefðu
100 þúsund krónur vestra fyrir
tæpum þremur árum kosta nú
ekki nema 63 þúsund. Slíkt togar
auðvitað og raunin er einnig sú
að mikil aukning hefur verið hjá
Icelandair í farþegafjölda vestur
á þessu ári og bókanir fram í
tímann eru mjög góðar. Aukn-
ingin í ferðum Íslendinga er mis-
jöfn eftir áfangastöðum í Banda-
ríkjunum en að meðaltali um 40%
það sem af er þessu ári. Í lang-
flestum tilvikum er fólk að fara í
langar helgarferðir til að versla
og gera vel við sig í mat og
drykk. Starfsmenn Icelandair
hafa orð á því að farþegarnir
komi með fleiri töskur til baka en
þeir fóru með að utan og vél-
arnar ku vera allnokkru þung-
fleygari á leiðinni heim.
En auðvitað eru tvær hliðar á
hverjum peningi og veikari dollar
gagnvart krónu og öðrum Evr-
ópumyntum er ekki til þess fall-
inn að auka áhuga Bandaríkja-
manna á að fara til Evrópu sem
aftur skiptir Icelandair líka miklu
máli þannig að gengisáhrif jafn-
ast nokkuð út. Þar fyrir utan
tryggir Icelandair, eins og önnur
stór fyrirtæki á Íslandi, sig fyrir
gengissveiflum með ýmsum
hætti.
Minnkandi vægi
Bandaríkjanna
Sem fyrr segir hefur vægi
Bandaríkjanna í utanrík-
isviðskiptum Íslands farið um-
talsvert minnkandi á und-
anförnum árum og áratugum.
Þannig má nefna að á árunum
1980–1985 fór á bilinu 21–28% af
heildarútflutningi Íslendinga til
Bandaríkjanna, hlutfallið var
komið niður í rúm 12% árið 2000
og síðustu árin hefur það verið
um eða innan við 10%. Slíkt hið
sama gildir raunar um innflutn-
inginn frá Bandaríkjunum, árið
1990 kom 15% af heildarinnflutn-
ingi Íslendinga á vörum frá
Bandaríkjunum, hlutfallið var
tæp 12% árið 2000 og í fyrra var
það ekki nema 7,4%. Þetta eru
miklar breytingar sem draga úr
áhrifum gengisbreytinga Banda-
ríkjadals á íslenskt efnahagslíf.
Lægra gengi dalsins hefur
engu að síður orðið til þess að
innflutningur á bílum þaðan hef-
ur aukist margfalt í ár. Í fyrra
nam innflutningurinn 630 millj-
ónum en var kominn í 1,63 millj-
arð eftir fyrstu tíu mánuði þessa
árs og enn tveir mánuðir eftir af
árinu. Þá hafa fyrirtækin aukið
innflutning á hrávörum og
rekstrarvörum úr 2,2 milljörðum
í fyrra í tæpa 3,2 milljarða fyrstu
tíu mánuði ársins. Að öðru leyti
virðast ekki miklar breytingar
hafa orðið í innflutningi að vest-
an, a.m.k. þegar horft er til
stærstu liðanna í tölum Hagstof-
unnar þó að vitað sé að innflutn-
ingur á einstökum vörum hafi
aukist.
Minna af fiski á Bandaríkin
Fyrirtæki sem flytja út vörur
til Bandaríkjanna fá vitaskuld
færri krónur en áður fyrir vör-
urnar. Þetta kemur fyrst og
fremst við útflutning á sjávaraf-
urðum sem slagar upp í að vera
70% af heildarútflutningi Íslands
til Bandaríkjanna. Hann dróst
verulega saman milli áranna 2002
og 2003, fór úr 22 milljörðum í
tæpa 17 milljarða. Verðmæti
sjávarafurða fór úr 16,3 millj-
örðum í tæpa 11 milljarða í fyrra
og er vart annars að vænta en
þessi samdráttur hafi haldið
áfram í ár.
Þessar tölur lýsa þróun sem
rímar alveg við það sem raddir í
þessum geira segja, þ.e. að út-
flutningurinn flytjist í auknum
mæli frá Bandaríkjunum og á
aðra markaði, t.d. í Evrópu, með
lækkandi gengi dalsins en að
töluverð tímatöf sé í þeim efnum.
Þetta gerist þó alls ekki einn
tveir og þrír og raunar nokkuð
mishratt eftir afurðum. Í sumum
tilvikum geti tekið tíma að vinna
vöruna inn á nýjan markað en í
öðrum tilvikum sé það auðveld-
ara. Breytingar af þessu tagi séu
þó almennt frekar hægar og því
geti liðið nokkur tími frá því
gjaldeyrisbreyting verður og
þangað til hennar sjái greinilega
stað í útflutningstölum. Þetta
kemur heim og saman við það að
gengi krónunnar gagnvart dal
byrjaði að styrkjast í lok árs 2001
en þau áhrif koma ekki fram fyrr
en í útflutningstölunum árið 2003
og væntanlega enn frekar í ár.
Álverð, olía og raforka
Stundum er talað um að það sé
öfugt samband á milli verðs á
hrávöru og gengis Bandaríkja-
dals, þ.e. þegar dollarinn veikist
hækki verð á hrávörum eins og
olíu. Þetta er þó umdeilt en má
þó til sanns vegar færa þegar
horft er til þeirra verðþróunar á
þeim tveimur hrávörum sem
skipta okkur Íslendinga einna
mestu, olíu sem við flytjum til
landsins og áls sem við flytjum
út. Að óbreyttu hefði veiking
dollars átt að koma fram í lægra
verði á olíu og bensíni, ein-
staklingum og fyrirtækjum hér
heima til hagsbóta. Þetta hefur
hins vegar alls ekki gengið eftir
vegna gríðarlegrar hækkunar á
heimsmarkaðsverði á olíu. Það
mætti frekar orða það þannig að
gengisbreytingarnar hefðu náð að
slá örlítið á þá hækkun sem orðið
hefði á árinu. Ef horft er til ál-
iðnaðarins hér á landi má segja
að áhrifin af veikingu dalsins séu
lítil, m.a. vegna þess að álverð
hefur sjaldan verið hærra. Á það
ber einnig að líta að þótt allar
tekjur af sölu á áli séu í dollurum
þá eru skuldirnar það líka. Og
þegar horft er á útgjöld álver-
anna er stærsti hluti þeirra, raf-
orkan og súrálið, væntanlega líka
keypt í dollurum. Þá stendur að-
eins sá hluti útgjalda álveranna
sem er í íslenskum krónum, þ.e.
launakostnaður. Ljóst er að fleiri
dollara þarf til þess að greiða
fyrir þau útgjöld en staðreyndin
er sú að launakostnaður vigtar
ekki mjög þungt á útgjaldahlið-
inni, líklega ekki nema 10–15% í
nýjustu álverum en kannski 20–
25% í þeim eldri. Ef launakostn-
aðurinn er í hærri kantinum
þyngir sterkari króna rekstur ál-
vers en segja má að sá þungi
hverfi og gott betur en það þegar
saman fer hátt álverð og lágir
vextir.
Verra sjóðflæði,
betri afkoma
En hvað með þann sem selur
álverunum orkuna og fær greitt í
dollurum? Stærsti hluti samninga
Landsvirkjunar (LV) vegna orku-
sölu til stóriðju er bundinn í döl-
um en þó mun sala á raforku til
Járnblendifélagsins vera í norsk-
um krónum. Tekið skal fram að
um eða yfir helmingur tekna LV
er þó í krónum vegna sölu á raf-
orku til almennra notenda. En
áhrifin af lækkun dollars hafa
tvenns konar áhrif á rekstur
Landsvirkjunar. Sjóðstreymi eða
fé frá rekstri minnkar þegar
færri krónur fást fyrir doll-
aratekjurnar. En á móti lækka
afborganir og skuldir í dölum en
skuldbindingar LV í dollurum eru
umtalsverðar: um síðustu áramót
námu skuldir LV um 90 millj-
örðum króna og þar af voru
skuldir í dölum rúmur fjórðungur
en skuldir í evrum um helmingur.
Þannig að samandregið má segja
að gengislækkun dalsins sé já-
kvæð fyrir afkomu Landsvirkj-
unar vegna áhrifanna á skulda-
stöðuna en neikvæð fyrir
sjóðstreymi félagsins.
Veikur dollar og
þungar flugvélar
Fréttaskýring | Gengi Bandaríkjadals fór vel niður fyrir 64
krónur í gær og hefur ekki verið lægra síðan 1995. Arnór Gísli
Ólafsson skoðaði áhrifin af veikari dal gagnvart krónunni.
arnorg@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 35