Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 48

Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 48
48 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ása Bergmunds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. maí 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 28. nóv. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bergmundur Arn- björnsson, sjómaður og verkamaður í Vestmannaeyjum, f. þar 17. okt. 1884, d. 28. nóv. 1952, og kona hans Elín Helga Björnsdóttir, f. 19. maí 1888, Norðfirðingur, d. 7. ág. 1963 í Eyjum. Ása var yngst barna El- ínar og Bergmundar. Systkini hennar eru: Laufey, húsfreyja í Vestmannaeyjum, síðar í Reykja- vík, f. 1. apríl 1911, d. 21. júní 1996, Hildur, lést í frumbernsku, Helga, húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913, d. 26. apríl 1952, f. 24. febr. 1990, og Ásu Mar- gréti, f. 9. sept. 1992. Áður átti Ása einn son, Bergmund Ella Sigurðsson, f. 15. apríl 1948, tré- smið í Hafnarfirði. Kona hans er Ólöf Júlíusdóttir, f. 29. febr. 1952, hárgreiðslukona í Hafnar- firði. Börn þeirra eru Valur, f. 16. júlí 1972, matreiðslumeistari í Hafnarfirði, og Elín, f. 11. ág. 1976, hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði. Kona Vals er Sylvía Pétursdóttir, f. 5. des. 1972, kennari, og börn þeirra Valur Elli, f. 12. júlí 1998, og Svavar, f. 26. maí 2003. Sambýlismaður El- ínar er Sigurður Skarphéðinsson verkfræðingur, f. 30. ág. 1977. Síðari maður Ásu er Jón Guð- mundsson, f. 9. febr. 1920, skip- stjóri í Vestmannaeyjum. Ása ólst upp í Sjávargötu í Vestmannaeyjum. Að loknu skyldunámi var hún við ýmis störf, síðar húsmóðir, fyrst í Vestmannaeyjum, á Dalvík og í Reykjavík og loks í Vestmanna- eyjum. Útför Ásu verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Björn, sjómaður og verkamaður í Vest- mannaeyjum, f. 26. sept. 1914, d. 26. mars 1981, Elísabet Sigþrúður, húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916, d. 10. júlí 1981, Aðalbjörg Jó- hanna, húsmóðir og verkakona í Vest- mannaeyjum, f. 27. des. 1919, d. 8. sept. 2003, Guðbjörg, hús- móðir í Hafnarfirði, f. 16. nóv. 1922. Fyrri maður Ásu var Þórarinn Kristjánsson, sjó- maður og síðar kaupmaður, fyrst á Dalvík og síðar í Reykjavík, f. 13. júní 1920, d. 1l. jan. 1983. Þau eignuðust einn son, Jóhannes, f. 2. nóv. 1959; kona hans er Álf- heiður Úlfarsdóttir, f. 27. sept. 1962, og þau eiga þrjú börn: Írisi Angelu, f. 17. júní 1981, Þórarin, „Afi, afi!“ hef ég sennilega hrópað þennan kalda en bjarta vetrardag í febrúar 1952, tveggja og hálfs árs, í fanginu á móðursystur minni, Ásu Bergmundsdóttur. Bergmundur, afi í Nýborg, gekk upp Kirkjuveginn, og er í þessu myndbroti fyrir fram- an vefnaðarvöruverslunina „Ásu og Sirrý“ í Þinghól. Hann átti þá skammt ólifað. Ása bjó um þær mundir á lofti „Gamla spítalans“ í Vestmannaeyjum með fyrri manni sínum, Þórarni Kristjánssyni frá Dalvík. Gamla franska spítalann áttu þau heiðurshjón Óskar Jósúa- son smiður og Jósebína Grímsdóttir og bjuggu þau þar með börn sín. Þetta minningarbrot af afa er hið elsta sem enn glórir í í kolli mínum. Okkur Ásu varð vel til vina á þess- um árum, og gott var milli móður minnar og hennar, alla jafna. Ég hef því verið sendur til hennar, svo sem siðvenja var, þegar móðir mín lagðist á sængina það sinnið. Nú hefur Ása frænka kvatt, hún andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja um miðjan aftan sunnudaginn fyrsta í aðventu. Hún var að sönnu ekki hraustleg að sjá þegar við hitt- umst síðast í byrjun september og ljóst var að sálin byggi ekki í þess- um líkama um marga daga fram. En Ása var samt sjálfri sér lík, glettin og reif, bauð veitingar og hafði skraf-forustu við eldhúsborðið hjá þeim hjónum, henni og Jóni Guðmundssyni frá Sjólyst, á Vest- urvegi 32 í Vestmannaeyjum. Ása var yngst systkina sinna, að sögn nokkur dekurrófa eins og nafnið bendir til. Hún þótti fögur ung stúlka er hún lagði út í lífið. En lukkuhjólið valt á ýmsa vegu hjá henni svo sem verða vill. Segja má að hún hafi teflt djarfa byrjun, stað- ið illa um tíma í miðtaflinu en jafnað skákina þegar út í endataflið var komið. Þegar hún var laus úr skóla um fermingu fór hún að heiman, fyrst sem vinnukona á Klaustri, síð- ar í Reykjavík. Hún vann svo versl- unarstörf í Eyjum, í fiskvinnu, mat- reiðslu og ýmsu öðru og var þá oft viðloðandi heimili foreldra sinna í Nýborg. Upp úr 1950 hófu þau sambúð og búskap Ása og Þórarinn (Tóti), voru nokkur ár í Eyjum en fluttust svo til Dalvíkur. Tóti var langdvölum fjarri heimilinu því að hann var vélamaður á Hvassafellinu og lifði lífi farmannsins. Hann var hæglát- ur maður með ljúfa lund. Sjálfsagt hefur stundum verið dauflegt hjá Ásu á Dalvík því að bæði var að hún var að upplagi ekki mannblendin, dálítið eins og á verði gagnvart öðr- um, og hún þekkti ekki til þar áður en hún fluttist norður. Þegar illa stóð á hjá okkur vorið 1957 bauðst Ása frænka til að létta á heimilinu heima og hafa mig, sjö ára óþægan strák, í sumardvöl hjá sér á Dalvík. Það var mikið ævintýri og margt greyptist í barnshugann frá því sumri og hefur ekki máðst út síðan. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá Eyjum og það var merkilegt að fljúga með vél yfir Álinn, horfa á litlu húsin í Reykjavík ofan úr skýj- unum og ramba síðan með Ásu frænku milli ættingja í höfuðborg- inni. Rútuferðin norður var heil dagleið með viðkomu m.a. á Hreða- vatni þar sem Ása gaf mér ís og súkkulaði. Þau Ása og Tóti bjuggu í risinu í Baldurshaga, gömlu timb- urhúsi á Dalvík. Þar við hliðina var stórt og nýbyggt bílaverkstæði með stórum, hraustlegum og skemmti- legum körlum. Á leið niður í fjöru voru netabraggar þar sem gamlir menn bættu net og steyptu blý á teina og þar var megn en góður þef- ur. Kríurnar voru skelfilegar og ætluðu að hræða úr mér líftóruna. Það var líf og fjör þessa sumardaga, krakkarnir skemmtilegir, síldar- söltun á bryggjunni og farið í berja- mó í Böggvisstaðafjalli þegar sumri hallaði. Gunnar Salómonsson afl- raunamaður kom í þorpið og Ása frænka leyfði mér að fara á sýn- inguna í Ungmennafélagshúsinu, á sirkusinn þar sem Gunnar reif í sundur símaskrána og lét stóru karlana á bílaverkstæðinu setjast á planka, og gekk svo undir hann og lyfti þeim öllum upp. Hvílík undur! – Sjálf hafði Ása gaman af krökk- um, var uppátækjasöm, t.d. fékk ég tvær krónur fyrir að klóra henni á bakinu, nokkrar mínútur í senn. Síðan þá hefur alltaf verið góður strengur á milli okkar, alltaf gaman að hitta frænku og glettast við hana. Eftir sambúðarslit við Þórarin kom Ása til Eyja. Þá var sorti í áln- um. En brátt rofaði til og þau hófu sambúð, hún og Jón Guðmundsson frá Sjólyst, ekkjumaður þá, lengi aflasæll skipstjóri á vélbátum. Hann er eins ekta Eyjamaður og hægt er að vera, og á trillunni hjá honum vildi Ási í Bæ helst vera þegar hann kom fullorðinn á „heimaslóð“. Þeir voru góðir saman, frændurnir. – Faðir minn og Jón voru æskuvinir og Jón daglegur gestur heima, alltaf eftir kvöldmat, sögumaður góður, „spjallari“. Það var gott að sofna út af á kvöldin við skraf þeirra um mið, trossur og fiskirí. Nú ýtir Jón ekki lengur úr vör, en úr eldhúsglugga þeirra Ásu við Vesturveginn er Heimaklettur eins og í ramma. Á björtum dögum styttir Jón sér stundir, hálfníræður, við að telja féð í Klettinum. Ása var jafnan glaðleg, umtals- góð, og spaugsyrði hennar, sérstak- lega við okkur krakkana, lifa enn í munnlegri geymd. Hún vildi alltaf vera vel til fara, var þrifin, í „ajax- liðinu“ eins og við kölluðum það, hafði snyrtilegt hjá sér upp á gaml- an móð. Hún tók gestum vel, en fór sjálf lítið um seinni árin. Það var notalegt að líta inn til þeirra Ásu og Jóns í Eyjum þegar færi gafst. Blessuð veri minning Ásu móð- ursystur minnar. Synir hennar, Elli og Jóhannes, tengdadætur og af- komendur eiga samúð okkar, nú á útfarardegi hennar. Helgi Bernódusson. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund og því fylgir mikil sorg. En ég veit í hjarta mínu að Guð varðveitir þig og gefur þér frið og að englarnir vaka yfir þér. Elsku amma mín, þú varst svo yndisleg og góð sál og ég mun alltaf geyma í hjarta mínu minningarnar um ferð- irnar mínar til ykkar afa í Eyjum. Þið hugsuðuð alltaf svo vel um mig og ég fann alltaf svo mikla hlýju og gleði frá þér, sérstaklega þegar ég var lítil. Þá mátti ég alltaf fara og kaupa mér gott í poka eins og þú kallaðir það og við kúrðum saman yfir sjónvarpinu og afi hvíldi sig inni í Kríu. Það var alltaf svo gaman að heyra sögurnar þínar og í þínum augum voru allir „alveg draumur“ og ég get ennþá hlegið að því. Elsku afi minn, megi Guð gefa þér styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Íris Angela. Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði úr þessum heimi, en vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Við geymum allar fallegu minningarnar um þig í hjörtum okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi í nótt. (Þýð. S. E.) Takk fyrir allt, elsku amma. Hvíl í friði. Þórarinn og Ása Margrét. ÁSA BERGMUNDSDÓTTIR ✝ Haraldur Gests-son fæddist í Hróarsholti í Vill- ingaholtshreppi 8. ágúst 1938. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 25. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Arnfríður Tryggvadóttir, f. 13.9. 1900, d. 26.08. 1988 og Gestur Jónsson, f. 14.12. 1901, d. 1.5. 1993. Systkini Haraldar eru, Ragnheiður, f. 12.2. 1932 eiginmaður Einar Þórarinsson, Tryggvi Kristinn, f. 8.5. 1933, eiginkona Alda Hermannsdótt- ir, Guðjón, f. 7.5. 1934, eigin- kona Rannveig Jóna Einarsdótt- Kristinn Bjarnason, þau eiga tvö börn, þau eru a) Jóna Guð- rún, sonur hennar er Kristinn Snær og b) Hjálmar Már. 3) Sig- þór, f. 12.3. 1964, sambýliskona Ólöf Ósk Garðarsdóttir, þau eiga Sylvíu Ósk. Sigþór á Sig- mar frá fyrra sambandi og Ólöf á Henrik og Paul. 4) Birgir, f. 11.10. 1965 eiginkona Margrét Auðunsdóttir, þau eiga þrjú börn, þau eru Haraldur, Bryn- dís Helga og Konný Lára. Haraldur og Jóna byrjuðu sinn búskap í Vestmannaeyjum en fluttust fljótt á Selfoss þar sem þau hafa verið búsett síðan. Haraldur vann í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um nokk- urt skeið, flutti sig síðan í Slát- urhúsið Höfn á Selfossi og vann þar í allmörg ár sem sláturhús- stjóri. Síðustu árin vann hann sem verslunarstjóri í Húsgagna- versluninni Reynistað á Sel- fossi. Útför Haraldar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ir, Hólmfríður Salóme, f. 20.2. 1937, eiginmaður Tómas Kristjánsson, d. 16.3. 2003, og Kristín, f. 6.8. 1941, eiginmaður Gylfi Þór Ólafsson. Haraldur kvænt- ist hinn 5.6. 1960 Jónu Sigurlásdótt- ur, f. 11.7. 1940, þau eiga fjögur börn, þau eru: 1) Gestur, f. 9.2. 1959, eiginkona Krist- björg Óladóttir, þau eiga þrjár dætur, þær eru a) Agnes Kristín, sambýlismaður Þórir Kjartansson, dóttir Agnesar frá fyrra sambandi er Júlíana, b) Karen og c) Elín. 2) Erla, f. 9.2. 1962, eiginmaður Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Nú þegar þú horfinn ert frá okkur, taka minningarnar völdin í huga okk- ar. Við minnumst þess þegar þú komst á laugardagsmorgnum í kaffi, vildir ekki banka nema ef dregið væri frá gluggunum. Þá varst þú búinn að taka rúnt um bæinn. Og oft og iðulega var þér að orði: ,,Það var ekki kvikindi að sjá. Allar útilegurnar sem við öll fórum saman í. Þegar þú sagðir okkur barnabörnunum að uppi á fjalli og inn í skógi væru úlfar. Þessu trúðum við, en þú lofaðir líka að gá strax morg- uninn eftir með okkur. Og við það stóðst þú yngra fólkinu til mikillar ánægju. En þetta var allt saman spaugilegt grín hjá þér. Endalaust gætum við talið upp fallegar og góðar minningar um þig. Við viljum þakka þér fyrir að hafa fengið að eiga og hafa þig hjá okkur. Við trúum því að þér líði vel núna og þú vakir yfir okk- ur öllum. Þá sérstaklegar þinni góðu konu, sem stóð eins og klettur alla tíð þér við hlið. Elsku mamma, tengdamanna og amma, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og varðveita um ókomin ár. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Blessuð sé minning þín, elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Gestur, Kristbjörg, Karen og Elín. Elsku besti afi minn. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, en innst inni líður mér betur að vita af þér á betri stað og að vita að þér líði vel. Á svona stundu fara allar minningarnar af stað og man ég eftir því einu sinni fyrir nokkrum árum á áramótunum heima hjá ykkur ömmu. Ég og Hjálmar frændi vorum úti í garði að sprengja rakettur. Þá hafðir þú farið út bak- dyramegin og sett úlpu yfir hausinn á þér svo við myndum ekki þekkja þig. Svo læddist þú fram fyrir húsið og faldir þig bakvið tré. Á meðan vorum við Hjálmar önnum kafin við að sprengja rakettur og tókum ekki eftir neinu. Svo heyrðum við að einhver var að kalla á okkur og tókum við þá eftir einhverri svartri veru bakvið tré og urðum rosalega hrædd. Svo allt í einu fór þessi vera að skellihlæja og þekktum við þennan hlátur og vissum við strax að þetta varst þú og mikið vorum við fegin að sjá þig undir úlp- unni. Einnig man ég eftir því hversu notalegt var að kíkja í heimsókn til ykkar ömmu á sunnudögum með pabba og mömmu og fá sér pönnu- kökur og mjólkurglas og horfa á enska boltann með ykkur, enda varst þú dyggur stuðningsmaður Totten- ham. Endalaust gæti ég sagt frá góð- um og skemmtilegum minningum sem ég á um þig, afi minn, og geymi í hjarta mínu og gleymi aldrei. Ég veit að þú yfir mér vakir og veitir mér aukinn styrk sú vissa er vonarljósið og vörn gegnum élin myrk. (Neo 1974.) Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Karen Gestsdóttir. Þegar hugurinn reikar aftur í tím- ann koma upp margar minningar um Halla, alltaf glaðan og kátan. Mín fyrsta æskuminning tengd Halla er sú að ég faldi mig ætíð bak við lærið á mömmu eða pabba af því að ein- hverra hluta vegna var ég svo ægi- lega hrædd við hann. Hvers vegna er ekki gott að segja, en líklega var hann dáldið stríðinn. Þetta varð upphafið að vináttu okkar, því honum líkaði það ekki alls kostar vel að krakka- gormurinn væri hræddur við hann og gerði allt sem í hans valdi stóð til að fá litla þrákálfinn til að tala við sig. Iðulega kom Halli í heimsókn í sveitina, og fyrir hádegi á laugardög- um var hans tími. Það var einhvern veginn bara notalegt að staulast á fætur og þá sat Halli með tebollann sinn að spjalla – fyrst hjá ömmu og afa og síðar hjá pabba og mömmu. Halli var bóngóður með eindæmum og iðulega ef vantaði aðstoð í sveitina, hvort sem það var við að tína bagga, elta hross eða kindur, þá var Halli mættur. Tíminn leið og stelpuskottið hætti smám saman að vera hrætt við kall- inn, og ekki síst við iðkun hesta- mennskunnar. Halli kom reglulega ríðandi í sveitina frá Selfossi, og oft fylgdi pabbi honum áleiðis heim á leið, og fékk ég að fara með í þannig túra. Síðar þegar ég stundaði hesta- mennsku mína á Selfossi riðum við saman tvö eða ásamt fleirum í heim- sókn í Hróarsholt. Þær ferðir voru hrein snilld og þrátt fyrir aldursmun bar ekki skugga á. Eitt sinn ætlaði ég að enda ferðina mína þar, en nei nei, hann tók það nú ekki í mál, og skaut undir mig hryssu til að ríða á Selfoss. Alltaf skemmti ég mér konunglega í þessum félagsskap. Löngu seinna fór ég að spá í að það var nú ekkert nauð- synlegt fyrir þá kallana að bjóða mér með. HARALDUR GESTSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.