Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 57
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Árskógar 4 | Aðventukaffi miðviku-
daginn 8. des. kl. 14. Allir velkomnir.
Breiðfirðingabúð | Jólafundurinn
verður mánudaginn 6 desember. Mæt-
ing kl 19. Munið pakkann.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí-
tríó leikur fyrir dansi. Fyrirhugað hefur
verið að stofna bókmenntaklúbb,
kynning verður föstudaginn 10. des-
ember kl. 17 í Ásgarði, allir velkomnir.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Gönguhópur leggur af stað frá Kirkju-
hvolskjallaranum kl. 10.30. Mæting
tímanlega.
Félagsstarf Gerðubergs | Gerðuberg-
skórinn synur kl. 14, í opnu húsi hjá
Garðyrkjufélagi Íslands Frakkastíg 9,
fer síðan á Laugaveginn ef vel viðrar.
Félag kennara á eftirlaunum |
Fræðslu- og skemmtifundur í Húna-
búð, Skeifunni 11. Hefst kl. 13.30. Flosi
Ólafsson lítur inn.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf
fyrir alla virka daga 9–16. Skráning er
hafin á jólahlaðborðið 10. des. sem
hefst kl. 17. Fjölskylduganga Háaleit-
ishverfis leggur af stað frá Hæð-
argarði kl. 10 árdegis alla laugardaga.
Húsið opnar kl. 9.30. Að lokinni göngu
er boðið upp á vatn og teygjuæfingar.
Allir velkomnir.
Sjálfsbjörg | félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu. Árleg jóla-
hlutavelta, kaffisala, lukkupakkar, kór-
söngur ofl.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl.
20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón-
usta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna-
stund laugardaginn 4. des. kl. 20.
Einnig eru bænastundir alla virka
morgna kl. 06 – 07 Allir velkomnir á
bænastundirnar.
Njarðvíkurprestakall | Ytri-
Njarðvíkurkirkja. Sunnudagaskóli
sunnudaginn 5. desember kl.11. í umsjá
Margrétar H.Halldórsdóttur og Gunn-
ars Þórs Haukssonar.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með
börnunum.
ÞAÐ verður kátt á hjalla á morgun,
sunnudag, í veitingastaðnum Gull-
hömrum í Grafarholti, þegar André
Bachmann og vinir hans halda
Jólahátíð fatlaðra, „Perlujól“, en
þetta er í fimmtánda sinn sem fé-
lagsskapurinn býður upp á þessa
skemmtun. Hátíðin er haldin í sam-
starfi við Sjálfsbjörg, Styrktarfélag
Vangefinna og Svæðisskrifstofu
fatlaðra.
André, sem er þekktur fyrir mik-
inn jólaanda, syngur einnig á jóla-
hlaðborðum og jólaböllum Nausts-
ins auk þess sem hann kemur víða
við á aðventunni með sveit sinni
Stefnumót. Hann segir Jólahátíð
fatlaðra hins vegar alveg ómissandi
hluta af sinni jólahefð og þar nýtist
þau góðu kynni sem hann hefur af
samstarfsfólki sínu meðal íslenskra
listamanna. „Þarna koma fram fjöl-
margir vinir mínir sem ég hef
kynnst gegnum árin,“ segir André,
en þeir sem koma fram eru m.a.
Laddi, Strákarnir úr 70 mínútum,
Idol-stjörnurnar Kalli Bjarni og Jón
Sigurðsson og Simmi, Idol-kynnir.
Þá mun Lúðrasveit Verkalýðsins
taka lagið og einnig Vallagerð-
isbræður.
„Þá verður þarna unglingahljóm-
sveitin Hásin, sem eru ungir piltar á
aldrinum 12-14 ára. Þeir spila undir
fyrir sjálfan rokk-kónginn Rúnar
Júlíusson. Þarna verða líka Príma-
donnur með Abba-lögin og hljóm-
sveitin mín Stefnumót, en með okk-
ur syngur Hulda Gests söngkona.“
Leikhópurinn Perlan mun einnig
verða með skemmtiatriði á jólahá-
tíðinni undir stjórn Sigríðar Ey-
þórsdóttur. „Svo koma jólasveinar
og jólatrúðurinn Jóki verður með
glæsilega uppákomu auk þess sem
stelpurnar í Nylon koma og syngja
fyrir gesti,“ segir André. „Þá verða
þarna töframennirnir Pétur pókus
og Lalli með töfrabrögð.“
Kynnir á Perlujólum, jólahátíð
fatlaðra, verður hinn landsþekkti
poppari og útvarpsmaður Þorgeir
Ástvaldsson. Einungis kostar 500
krónur inn á jólahátíðina og er inni-
falið í því kaffi, kökur og kók.
„Enginn aðstandandi eða skemmti-
kraftur á hátíðinni fær nein laun,
það gefa allir sína vinnu, það er al-
veg á hreinu. Þessar fimm hundruð
krónur fara bara til að greiða
starfsfólki Gullhamra og fyrir
kaffið og kökurnar,“ segir André
og bætir við að það sé einfaldlega
grundvallaratriði. „Ég legg einnig
ríka áherslu á það að aðstandendur
mæti með sínu fólki, vegna þess að
fatlaðir eru voðalega oft afgangs-
stærð í þessu þjóðfélagi.“
Jólaballið verður haldið í veit-
ingastaðnum Gullhömrum að Þjóð-
hildarstíg 2 í Grafarholtinu og seg-
ir André Lúðvík Halldórsson
veitingamann á Gullhömrum eiga
heiður og hrós skilið fyrir framlag
sitt. „Salurinn tekur þúsund manns
og það er mjög gott aðgengi þar.
Lúðvík skaffar húsið, veitingar og
laun til starfsfólks sem eru á hans
vegum til að gleðja gestina á þess-
ari hátíð.
Nói Síríus hefur líka stutt vel við
bakið á okkur á hverju ári og gefið
öllum krökkunum sem koma jóla-
poka.“
Öll sambýli og heimili fatlaðra úti
á landi geta látið taka frá fyrir sig
miða á hátíðina í Gullhömrum.
Fimmtánda Jólahátíð fatlaðra haldin í Gullhömrum
Morgunblaðið/Jim Smart
André Bachmann hefur gaman af
því að gleðja fólk um jólin.
Perlujól, jólahátíð fatlaðra, hefjast
kl. 15.30 í Gullhömrum, Þjóðhild-
arstíg 2 í Grafaholti. Aðgangseyrir
er kr. 500.
Góðir vinir koma saman „Antibrids.“ Norður♠D7♥ÁD10 A/AV
♦G9874
♣G65
Suður
♠Á64
♥KG95
♦KD10
♣Á98
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 lauf 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil vesturs er spaðaþristur, fjórða
hæsta. Hvernig er best að spila?
Það gilda lögmál við spilaborðið. Þau
eru flest byggð á líkindafræði, en það er
sú fræðigrein stærðfræðinnar sem segir
spilurum hvernig best sé að meðhöndla
liti „að öðru jöfnu“. Út kemur smár
spaði og í borði er Dx, en heima Áxx. Að
öðru jöfnu er rétt að fara upp með
drottninguna í þeirri von að útspilið sé
frá kóng. Þetta vita allir spilarar. En svo
gerist það að hið ranga reynist rétt –
eins og hér. Og það með skotheldum
rökum. Í þessu spili er lykilatriði að
setja LÍTINN spaða úr borði í fyrsta
slag:
Norður
♠D7
♥ÁD10
♦G9874
♣G65
Vestur Austur
♠G9532 ♠K108
♥8763 ♥42
♦532 ♦Á6
♣3 ♣KD10742
Suður
♠Á64
♥KG95
♦KD10
♣Á98
Sjáum hvað gerist ef sagnhafi setur
drottninguna: Austur lætur kónginn og
suður dúkkar. Austur spilar spaðatíu og
aftur dúkkar suður. En nú yfirdrepur
vestur og skiptir yfir í lauf! Sem er
meira en sagnhafi þolir.
Leiðin til að verja laufið er að setja lít-
inn spaða úr borði. Þá fær austur slag-
inn á tíuna, og spilar næst spaðakóng.
Hann fær að eiga þann slag líka, en nú
er laufið valdað. Hvort sem austur
skiptir yfir í laufkóng eða spilar spaða
áfram, verður létt verk að vinna spilið
með því að sprengja út tígulás.
Ásmundur Pálsson kallar svona spila-
mennsku „antibrids“. En það er stund-
um hinn eini rétti brids. Hér er vitað að
austur á mestan varnarstyrkinn (tíg-
ulás, spaðakóng og laufhjón), svo málið
snýst um það að geta dúkkað spaðann
tvisvar án þess að missa tökin á laufinu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Finnsk tónlist í Norræna húsinu
Tónleikar sunnudaginn 5. desember kl. 17:00
Finnsku tónlistarmennirnir Sami Mäkelä
sellóleikari og Taru Myöhänen-Mäkelä píanóleikari
flytja verk eftir Sibelius, Sallinen, Rautio,
Melartin, Savikangas og Wessman.
Ókeypis aðgangur
Sendiráð Finnlands - Suomi-félagið - Norræna húsið
LISTASAFN Íslands efnir til umræðu-
fundar kl. 11–13 í dag í tilefni sýningarinnar
Ný íslensk myndlist – um veruleikann,
manninn og
ímyndina.
Á málþinginu
verður rætt um
íslenska mynd-
list síðustu 10
ára út frá yf-
irstandandi sýn-
ingu Listasafns
Íslands. Spurt
verður hvort
greina megi nýja
merkingu eða
boðskap í sam-
tímalistinni, hvaða áherslur megi greina í
verkum þeirra listamanna sem kynntir
eru á sýningunni í alþjóðlegu samhengi og
hvernig þessar spurningar kristallist í
myndlistarumræðu samtímans. Þátttak-
endur í pallborðsumræðu verða Jón B.K.
Ransu, myndlistarmaður og listgagnrýn-
andi, Ragna Sigurðardóttir listgagnrýn-
andi, Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta-
fræðingur og Þóra Þórisdóttir
myndlistarmaður. Fundarstjóri er dr. Ólaf-
ur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Ís-
lands.
Laugardagsstefna um
nýja íslenska myndlist
BASSALEIKARINN Dean Ferrell mun í
dag kl. 15.15 stíga á Litla svið Borgarleik-
hússins til þess að bregða ljósi á dul-
arfullan persónuleika Kafteinsins, bassa-
gömbuleikarans og tónskáldsins Tobiasar
Hume sem bjó á Englandi í upphafi bar-
okktímans.
Dean mun á þessum klukkustundarlöngu
tónleikum flytja eigin útsetningar á
nokkrum verka kafteinsins, bæði einleiks-
verk og sönglög og flytja texta sem eign-
aðir eru honum. Þar er kontrabassinn í
hlutverki hinnar 9 strengja gömbu Tobias-
ar og m.a. kemur til skila hinum fjölradda
stíl snemmbarokksins að hætti Deans
Ferrell.
Dean Ferrell kynnir
Tobias Hume
AÐFARANÓTT
sunnudags eru 213
ár liðin síðan
meistari W.A. Moz-
art lést, en hann
var þá langt kominn
með að semja síð-
asta verk sitt, Re-
quiem eða Sálu-
messu.
Óperukórinn í
Reykjavík hefur nú, undir forrystu Garð-
ars Cortez, ákveðið að heiðra minningu
Mozarts með því að flytja sálumessu
hans og hefst flutningurinn klukkan 1
eftir miðnætti í nótt, nákvæmlega á
þeirri stundu sem Mozart lést. Flutning-
urinn fer fram í Langholtskirkju og er
aðgangseyrir 2000 kr.
Sálumessa Mozarts
flutt í nótt
NEMENDUR Listaháskóla Íslands standa
þessa dagana fyrir viðamikilli röð jóla-
tónleika, sem stendur yfir frá 3. desem-
ber til 12. desember. Tónleikarnir eru
haldnir í Hráasalnum í Sölvhólsgötu 13.
Í dag kl. 17 mun Bartok-kvartett skip-
aður þeim Gunnhildi Daðadóttur fiðlu-
leikara, Gróu Margréti Valdimarsdóttur
fiðluleikara, Auði Öglu Óladóttur víólu-
leikara og Júlíu Mogensen leika auk þess
sem Dvorak kvintett skipaður þeim
Grétu Salóme Stefánsdóttur fiðluleikara,
Eygló Dóru Davíðsdóttur fiðluleikara,
Ragnheiði Jónsdóttur víóluleikara,
Guðný Jónasdóttur sellóleikara og Marie
Kristine Løkke píanóleikara, leikur valin
verk. Þá munu þær Júlía Mogensen og
Guðný Jónasdóttir leika konsert eftir
Vivaldi.
Jólatónleikar
Listaháskóla Íslands
HRAFNKELL Sigurðsson opnar sýn-
inguna Verkamaður/Workman í Gallerí
Banananas í dag kl. 17.
Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963) hefur verið
búsettur í Lundúnum undanfarin ár þar
sem hann var á sínum tíma við nám. Nú er
hann fluttur heim. Hann hefur komið víða
við á ferli sínum, gert skúlptúra, mynd-
bandsverk, framið gjörninga og tekið ljós-
myndir svo eitthvað sé nefnt. Ljósmyndir
hans af tjöldum í snjó, bráðnandi snjó-
sköflum á bílastæði, ruslapokum á götum
úti og húsum í byggingu ættu að vera
ýmsum kunnar, en þær eru m.a. í eigu
listasafna landsins og prýða að auki kápu
símaskrárinnar.
Í tilkynningu vegna sýningarinnar er gefið
í skyn að innblástur listaverkanna á sýn-
ingunni sé upplifun eftir að listamaður
flýgur á hausinn í hálku og missir um tíma
rænu og í kjölfarið tök á veruleikanum.
„Honum er komið til bjargar af andlits- og
búklausum verum sem virðast honum
eingöngu litir, efni og ljós. Tvívíðir með-
hjálparar, geómetrískir englar,“ segir í til-
kynningunni.
Í kjölfar þess sýnir Hrafnkell Sigurðsson
nú í ruslatunnuportinu sem í vetur hefur
verið umgjörð ólíkra myndlistarsýninga,
Banananas. „Í gættinni standa verðirnir
og gaumgæfa gestina og þar fyrir innan
við altari dvelur sá sem þeir þjóna og öll-
um stundum leitar feigra. Listamanninum
var þyrmt þennan myrka morgun og hefur
hann nú tök á að miðla innsýn í sannleik-
ann um eilífa hringrás, samruna manna og
umhverfis. Útvalinn því ferill hans ein-
kennist af víðtækri rannsókn á yfirborði
hins sýnilega veruleika, holdi, efni og
ljósi,“ segir að lokum.
Sýningin stendur til 21. desember og er
opin eftir samkomulagi.
Hrafnkell Sigurðsson sýnir Verkamann í Galleríi Banananas
JÓN Reykdal listamaður opnar í dag kl.
15 sýningu á sex nýjum olíumálverkum í
forkirkju Hallgrímskirkju. Sýningin er
fyrsta sýning af fjórum á 23. starfsári
Listvinafélags Hallgrímskirkju, en biskup
Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, opnar
sýninguna, en hún stendur til 1. mars.
Verkin á sýningunni eru öll ný og tengj-
ast viðfangsefnin m.a. náttúrunni, birt-
unni og lífskeðjunni. Meðal málverka á
sýningunni er Móðir og barn, sem prýðir
nýtt jólakort.
Jón Reykdal á rúmlega þriggja áratuga
feril að baki. Hann hlaut myndlist-
armenntun í Reykjavík, Amsterdam og
Stokkhólmi og hefur haldið fjölda sýn-
inga á undanförnum árum. Síðast sýndi
Jón í Hallgrímskirkju
árið 1993 á vegum Kirkjulistahátíðar.
Jón Reykdal sýnir í for-
kirkju Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Árni Torfason
HÖFUNDAR og þýðendur bókaforlagsins
Sölku lesa upp úr bókum sínum í bókabúð-
inni Iðu í dag á milli kl. 11 og 12 og svo aftur
á milli kl. 15 og 18.
Meðal annarra les Kristín Ómarsdóttir
upp úr bók sinni Hér, Margrét Lóa Jóns-
dóttir les úr Laufskálafuglinum og Auður
Ólafsdóttir les úr verðlaunasögu sinni
Rigning í nóvember. Einnig verður lesið
upp úr ljóðabókum og barna- og unglinga-
bókum. Gísli Rúnar Jónsson kynnir þýð-
ingu sína á bókinni vinsælu Betur sjá hýr
augu en auga – hinsegin hollráð fyrir svo-
leiðis karlmenn eða Queer Eye for the
Straight Guy.
Þá mun Jóhanna Þórhalls syngja lög af
nýútkomnum geisladiski sínum ásamt því
sem Mary Poppins spjallar við krakkana
og Birgitta Klasen, höfundur bókarinnar
Læknum með höndunum mun svara fyr-
irspurnum fólks varðandi heilsu og bætt
líferni.
Upplestur, tónlist og spjall í Iðu
DILBERT mbl.is