Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 62

Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 62
62 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ** * EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári * ** * * www.borgarbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 2 og 4. VINCE VAUGHN  Ó.Ö.H. DV BEN STILLER DodgeBallS.V. Mbl. BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Kvikmyndir.com  PoppTíví  Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 4. ísl. tal TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Ó.Ö.H / DV  Ó.Ö.H / DV Ein besta spennu- og grínmynd ársins Kr. 500 Sýnd kl. 1.15, 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PoppTíví  Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Jólaklúður Kranks Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Sjáumst í bíó Sjáumst í bíó BRUCE-LEE Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Kapteinn skögultönntei s lt NÝJASTA tískan hjá fræga fólkinu og þá væntanlega líka okkur hinum eru stígvél sem bera nafnið Mukluk og eru gerð úr kanínuskinni. Slegist er um stígvélin í búðunum og líka slegist um þau á annan hátt. Talsmaður dýra- verndunarsamtakanna PETA í Bret- landi, Sean Gifford, hefur fordæmt stígvélin, sem stjörnur á borð við Kate Moss, Beyoncé Knowles, Gwyneth Paltrow, Kate Hudson, Paris Hilton og Britney Spears hafa sést í. Skórnir eru úr rúskinni, þeir eru fóðraðir og kanínuskinnið skreytir skóna utan frá. Löng hefð er fyrir stígvélunum hjá innfæddum í Kanada og hafa skórnir indjánablæ á sér. Skórnir eru í anda Ugg-stígvélanna, sem eru úr mokkaskinni, og voru mjög vinsæl í fyrra. Stígvélin eru ekki ódýr, kosta um 30.000 krónur í Bret- landi. „Kanínurnar koma frá Asíu og eyða ævinni í litlum kössum áður en þær eru drepnar með raflosti eða kyrktar. Margar kanínur eru húðflettar lifandi. Eins og þetta lítur út fyrir okkur þá eru stjörnurnar að styðja þessa með- ferð með því að vera í svona stíg- vélum,“ sagði Gifford. PETA hefur líka brugðist við vin- sældum Mukluk-stígvélanna með bar- áttuherferð gegn notkun kan- ínuskinna. Herferðin er dæmigerð fyrir samtökin en í henni má sjá nakt- ar fyrirsætur með kanínur. Nærri ómögulegt er að komast yfir par af „Muks“ eins og stígvélin eru kölluð. Matches, ein fyrsta búðin í London sem var með stígvélin til sölu, seldi 400 pör á tveimur klukkutímum og núna eru 500 viðskiptavinir á bið- lista eftir pari. Tískuleiðtoginn Kate Moss, sem fyrst sást í stígvélunum í ágúst, á þrátt fyrir þetta tvö pör. Það er með þetta eins og svo margt annað, ef Kate er í því, vilja allir eignast það. Tíska | Mukluk-stígvél eru nýjasta tískan Slegist um kanínu- skinnsskó Reuters Beyoncé, lengst til hægri, klæddist kanínuskónum þegar hún var að kynna nýjustu plötu Destiny’s Child á Spáni ásamt Michelle og Kelly. Svona líta þessi eftirsóttu stígvél út. ingarun@mbl.is FYRRIPARTUR síðustu viku í spurningaleiknum Orð skulu standa var ortur um Eið Smára Guðjohnsen: Eiður Smári enn á ný endar sókn með marki. Davíð Þór Jónsson orti þennan í þættinum, með því fororði að hann beindist alls ekki gegn fótboltatvíb- urunum af Skaganum, held- ur helgaðist eingöngu af ríminu: Öfundsjúkir út af því Arnar verða og Bjarki. Hlín Agnarsdóttir botnaði: Félagarnir fagna því frægð í hverju sparki. Börkur Karlsson orti í þættinum: Aldrei finnst mér þörf á því, þessu fjandans sparki. Heimir Eyvindarson sendi þennan: Flautað af! Er fyrir bí frami í tuðrusparki? Frá Hvanneyri bárust tveir botnar, þessi frá Ingi- mari Sveinssyni: Andstæðingum ógnar því með óbilandi kjarki. Og þessi frá Guðrúnu Gunnarsdóttur: Andstæðinga ógn er í hans yfirburða sparki. Auðunn Bragi Sveinsson orti þennan: Hann mun eflaust hætta því, haldi ’ann áfram slarki. Hreiðar Karlsson sendi þennan: Fáir honum finnast því fremri í boltasparki. Sverrir Friðþjófsson botn- aði svona: hann er fjári flinkur í þessu flókna sparki. Guðveig Sigurðardóttir sendi þennan: Íslendingar eiga því afreksmann í tuðrusparki Sigurður Einarsson í Reykjavík botnar svona: Hann æðir fram með ógnargný í ensku deildar harki. Og loks Sveinn Auð- unsson: Ekki verður andmælt því, að eitthvað kann í sparki. Jólabotn óskast Fyrripartur þessarar viku er: Á jólunum elskum við alla og ætlum að vera svo góð. Útvarp | Orð skulu standa á Rás 1 Öfundsjúkir út af því Arnar verða og Bjarki Orð skulu standa er á dag- skrá Rásar eitt í dag kl. 16.10. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið or- d@ruv.is eða í heimilisfangið Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.