Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 1

Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 336. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is www.postur.is 13.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! Hægt til metorða Lag Emilíönu Torrini tilnefnt til Grammy-verðlauna | Menning MARGFALDUR verðmunur er á leikföngum hér- lendis og í St. Paul í Minnesotaríki í Bandaríkj- unum. Síðastliðinn föstudag var farið í leik- fangadeild Hagkaupa í Kringlunni og hins vegar í verslunina Toys’R’Us í Roseville í St. Paul í Minne- sotaríki. Búinn var til listi yfir tuttugu leikföng sem njóta vinsælda hér á landi um þessar mundir og farið í verslanirnar til að fá verðið á þeim upp- gefið. Aðeins þrettán leikföng fengust á báðum stöðum. Í ljós kom að samtals kostuðu þessi þrettán leikföng 81.867 kr. í Hagkaupum í Kringlunni, en sömu leikföng kostuðu samtals 26.031 kr. í Toys- ’R’Us í St. Paul. Hægt var að fá netsmell hjá Icelandair til Minneapolis í Minnesotaríki á 39.910 kr. með þriggja nátta gistingu en hann er nú uppseldur./30 Leikföng mun dýrari hér- lendis en í Bandaríkjunum ÓÁNÆGÐIR bandarískir hermenn kvört- uðu í gær við Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, yfir skorti á brynvörnum í bíla. Þeir spurðu hann í þaula hvenær bætt yrði úr þessu og hversu lengi þeir ættu að vera í Írak. Rumsfeld ávarpaði um 2.300 bandaríska hermenn í Buehring-búðunum í Kúveit þar sem þeir bíða eftir því að verða sendir til Íraks. Nokkrir hermannanna notuðu tæki- færið og spurðu ráðherrann hvers vegna enn væri skortur á brynvörnum tæpum þremur árum eftir að stríðið í Írak hófst. „Hvers vegna þurfum við hermennirnir að grafa í brotajárnshauga eftir járni og notuðu skotheldu gleri til að brynverja bíl- ana?“ spurði einn hermannanna og margir þeirra klöppuðu fyrir honum. Reuters Rumsfeld ávarpar hermenn í Kúveit. Hermenn kvarta við Rumsfeld Buehring-búðunum í Kúveit. AP. Á ÁRI hverju deyja yfir fimm milljónir barna úr hungri, eða að jafnaði eitt barn á hverjum fimm sekúndum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Stofnunin segir að enn hafi lítt miðað í bar- áttunni gegn hungri í heiminum átta árum eftir að ríki heims settu sér það markmið að fjöldi þeirra sem lifa við hungurmörk minnkaði um helming fyrir árið 2015. Í skýrslunni segir að fjöldi vannærðra í þróunarlöndum hafi aðeins minnkað um níu milljónir frá árunum 1990–92 og að dán- artíðnin meðal barna undir fimm ára aldri hafi haldist óbreytt frá þeim tíma. Árangurs- lítil barátta Róm. AFP.  Skýrsla FAO á mbl.is/itarefni ♦♦♦ BÓNDINN á Minna-Knarrarnesi og eigandi hrossanna sem drápust úr miltisbrandi við eyðibýlið Sjón- arhól síðustu daga, telur landbrot í landi Sjónarhóls síðastliðinn vetur líklegustu skýringuna á því hvern- ig miltisbrandur barst í hrossin. Fjórða hrossinu í eigu hans var lógað eftir að það veiktist og því fimmta, sem einnig var á beit á jörðinni, verður líklega lógað í var- úðarskyni. Að sögn Birgis Þórar- inssonar bónda er hugsanlegt að þegar land náði lengra fram hafi sýktar skepnur verið urðaðar á þessum stað en miltisbrandsgró geta lifað áratugum, jafnvel öldum saman í jarðvegi. „Það eina sem menn vita er að sjórinn braut bakkann neðan bæj- arins síðastliðinn vetur í landi Sjónarhóls og að ekkert annað jarðrask hefur verið þarna. Þarna hafa í áraraðir verið skepnur og heyskapur, þannig að það standa allir ráðþrota gagnvart þessu.“ Litlar líkur á að fólk smitist Að sögn Birgis fannst dautt hross á túninu við Sjónarhól á fimmtudag í síðustu viku. Dýra- læknir hefði talið orsökina vera hjartaslag. „Það er ekki fyrr en tvö til viðbótar finnast dauð á sunnu- dagsmorgun úti á túni að þetta fer í gang,“ segir hann. Guðrún Sigmundsdóttir, yfir- læknir á sóttvarnasviði Landlækn- isembættisins, segir að um tíu manns, sem hættast var við smiti, hafi fengið sýklalyf í forvarnar- skyni. Frekar litlar líkur munu vera á að fólk smitist af bakterí- unni og algengast að fólk smitist af dýrum sem það hefur átt við. Miltisbrands hefur ekki orðið vart á Íslandi í tæp 40 ár en milt- isbrandur er bráður og oftast ban- vænn bakteríusjúkdómur sem öll dýr með heitt blóð geta tekið. Al- gengastur er hann í grasbítum. Að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis voru blóð- sýni tekin og við rannsókn kom í ljós að um miltisbrand var að ræða. Landbrot hugsanleg or- sök miltisbrandssýkingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið var að því í gærdag og -kvöld að hlaða bálköst úr hjólbörðum og timbri, á jörðinni Sjónarhóli á Vatns- leysuströnd, þar sem sýktu hræin verða brennd í dag. Lögreglan í Keflavík vaktaði svæðið í nótt af öryggis- ástæðum, en óheimilt var að vera innan girðingar nema í sérstökum hlífðarfatnaði.  Miltisbrandsmálið/Miðopna VIKTOR Jústsjenko, forsetaefni stjórnarand- stöðunnar í Úkraínu, ávarpaði tugi þúsunda stuðningsmanna sinna í miðborg Kíev í gær- kvöldi og þakkaði þeim fyrir sautján daga mót- mæli við þinghúsið í borginni. Fyrr um daginn samþykkti úkraínska þingið breytingar á stjórnarskrá landsins og á kosningalögum til að greiða fyrir lýðræðislegum forsetakosningum 26. þessa mánaðar. „Við höfum eignast nýtt land á þessum sautján dögum,“ sagði Jústsjenko við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. „Við höfum sýnt fram á að við erum Evrópuþjóð.“ Sökuð um valdarán Jústsjenko táraðist þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína og þakkaði lögreglu og her Úkraínu fyrir að standa með fólkinu og beita ekki valdi til að kveða niður mótmælin. Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra og for- setaefni stjórnarinnar, sakaði hins vegar stjórn- arandstöðuna um „valdarán“. „Glundroði ríkir og ákvarðanirnar eru aðeins teknar með valdi,“ sagði forsætisráðherrann, en hann naut stuðn- ings Leoníds Kútsjma, fráfarandi forseta, í um- deildum forsetakosningum í síðasta mánuði. Borís Gryzlov, forseti rússneska þingsins, sagði að sigur Janúkovítsj forsætisráðherra væri það eina sem gæti tryggt einingu Úkraínu. „Ég vona að kosningarnar verði ekki til þess að eining landsins rofni – aðeins sigur Janúkovítsj getur haldið Úkraínu sameinaðri.“ „Höfum eignast nýtt land“ Reuters Viktor Jústsjenko og Júlía Tímosjenko, ein af þekktustu stjórnarandstæðingum Úkraínu, meðal stuðningsmanna sinna í Kíev í gær. Viktor Jústsjenko fagnar sátt um málamiðlun á þingi Úkraínu Kíev. AFP, AP.  Sátt um málamiðlun/16 Viðskipti | Sendiherra Tæknivals  Líftryggingar fleiri en fólkið Úr verinu | Sjávarútvegurinn er kjölfestan Rýrnun á útflutningsverð- mæti Íþróttir | Kjartan felldur úr embætti hjá IHF Liverpool áfram Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.