Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RÚMLEGA þrítugur maður, sem
nokkrum sinnum hefur verið dæmd-
ur fyrir ofbeldisbrot, var í gær
dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir
tvær líkamsárásir og ölvunarakstur.
Í öðru tilvikinu beitti hann skærum
við árásina. Sá sem varð fyrir þeirri
árás gjörbreytti framburði sínum
fyrir dómi og sagðist sjálfur, af
klaufaskap, hafa skorið sig á skær-
unum og síðan dottið á þau.
Maðurinn sem varð fyrir fyrri
árásinni sagði að hann hefði flautað
fyrir aftan bifreið mannsins þar sem
hún hafi verið nánast kyrrstæð. Öku-
maðurinn og farþegi hefðu þá „gefið
fingurinn“ og síðan kastað einhverju
í framrúðu bílsins. Hann hefði því
ekið á eftir bílnum þar til hann var
stöðvaður á Grettisgötu. Þar hefði
maðurinn ráðist fyrirvaralaust á sig,
sparkað þrisvar sinnum í hnakkann
á sér og síðan slegið hann bylmings-
högg í andlitið. Árásarmaðurinn
sagði að maðurinn hefði dottið og
síðan hefði hann e.t.v. gefið honum
einn til tvo kinnhesta. Þessari frá-
sögn trúði héraðsdómur ekki.
Fyrri árásin var framin þann 17.
október í fyrra. Einni viku seinna lét
maðurinn aftur til skarar skríða, að
þessu sinni við Grímsbæ og í Foss-
vogsdal. Sú árás beindist gegn
manni sem vann á hárskerastofu og
við hana beitti hann skærum sem
fórnarlambið bar í belti.
Óttaðist hefndaraðgerðir
Sá sem varð fyrir árásinni lýsti því
svo fyrir lögreglu að maðurinn hefði
komið inn á vinnustað sinn og beðið
hann um að koma út til að ræða við
sig. Þar hefði hann rifið í hár sitt og
dregið sig inn í bíl og sagt um leið
„nú verður gengið frá þér“. Annar
maður hefði setið við stýrið og bíln-
um verið ekið niður í Fossvoginn.
Þar hefði árásarmaðurinn rifið sig á
hárinu út, hent í götuna og sparkað í
hann. Tvenn skæri hefðu við það
dottið úr skærahulstri. Maðurinn
hefði tekið þessi skæri og stungið í
vinstri höndina og hægri upphand-
legg. Þrjú vitni voru að því þegar
hann var dreginn út úr bílnum en
þau sáu ekki skæraárásina.
Sá sem varð fyrir árásinni sagðist
aðeins kannast við árásarmanninn.
Þegar skýrsla var tekin af honum
síðar kvaðst hann ekki vilja leggja
fram formlega kæru eða bótakröfu
vegna árásarinnar. Kvað hann
ástæðuna vera þá að hann óttaðist að
hann eða fjölskylda sín myndu hugs-
anlega verða fyrir verulegu ónæði
eða árásum ef hann kærði málið.
Þegar árásarmaðurinn var hand-
tekinn bar hann fyrir sig minnis-
leysi. Framburður beggja var á allt
annan veg fyrir dómi.
Hvaða kvennamál?
Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn
að kvennamál hefðu leitt til átak-
anna. Hinn maðurinn hefði reynt að
beita skærum í átökunum en því
hefði hann varist.
Með eftirgangsmunum greindi sá
sem varð fyrir árásinni frá því fyrir
dómi að deilur þeirra hefðu snúist
um einhver kvennamál en hann vissi
þó í raun ekki hvaða kvennamál það
væru. Þegar komið var í Fossvogs-
dal hefði hann síðan orðið hræddur
við manninn og í æsingnum dregið
upp skæri og einhvern veginn náð að
stinga sig í vinstri höndina. Síðan
hefði hann dottið og fundið skærin
stingast í hægri upphandlegg. Þá
neitaði hann því að hafa átt ógreidd-
ar fíkniefnaskuldir.
Héraðsdómur taldi þennan fram-
burð mannanna fyrir dómi ekki vera
trúverðugan og skýringar á stungu-
sárunum væru ótrúlegar. Að öllu
virtu þótti ekki varhugavert að
dæma manninn fyrir stórfellda lík-
amsárás. Hann var því dæmdur í 15
mánaða óskilorðsbundið fangelsi
fyrir tvær líkamsárásir og fyrir ölv-
unarakstur. Þá var hann dæmdur til
að greiða manninum sem varð fyrir
fyrri árásinni 275.000 krónur í
skaðabætur.
Ásgeir Magnússon kvað upp dóm-
inn. Sigríður J. Friðjónsdóttir sótti
málið f.h. ríkissaksóknara en Jón
Egilsson hdl. var til varnar.
„Nú verður gengið frá þér“
Fórnarlamb hrætt við að kæra og
dró framburð til baka fyrir dómi
GÓÐ stemning var í Ráðhúsi
Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem
Stórsveit Reykjavíkur hélt sína ár-
legu jólatónleika. Efnisskráin var
var að vanda fjölbreytt, en flutt var
innlend og erlend jólatónlist í stór-
sveitarbúningi. Má þar nefna þætti
úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí
í útsetningu Duke Ellington.
Stjórnandi tónleikanna var Samúel
J. Samúelsson og einsöngvari var
Bogomil Font.
Stórsveit Reykjavíkur var stofn-
uð árið 1992 fyrir hvatningu Sæ-
björns Jónssonar, en hann var að-
alstjórnandi stórsveitarinnar fram
til árins 2000. Hljómsveitin telur
sautján hljóðfæraleikara og er eina
stórsveit landsins sem skipað er at-
vinnumönnum. Meðal liðsmanna
eru margir af fremstu djasstón-
listarmönnum þjóðarinnar.
Jólatónleikar
Stórsveitar
Reykjavíkur
Morgunblaðið/Sverrir
Blásarar Stórsveitar Reykjavíkur létu tónlistina óma í sölum Ráðhússins á jólatónleikum sveitarinnar í gærkvöldi.
AÐILDARRÍKJAÞING Loftslags-
samnings Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
stendur yfir í Buenos Aires í Argent-
ínu, en 185 ríki eiga rétt til setu á
þinginu. Meðal helstu viðfangsefna
þingsins eru framkvæmd og út-
færsla skuldbindinga sem fylgja
Loftslagssamningnum og Kýótó-
bókuninni, en bókunin mun taka
gildi 16. febrúar á næsta ári.
Sigríður Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra verður fulltrúi Ís-
lands á þinginu og verður hún við-
stödd 13. desember þegar skýrsla
Norðurskautsráðsins um áhrif lofts-
lagsbreytinga á norðurslóðum
(ACIA-skýrslan) verður kynnt.
Einnig mun hún taka þátt í ráð-
herrafundi þingsins 15. – 17. desem-
ber, en þingið sjálft hófst sl. mánu-
dag.
Að sögn Huga Ólafssonar, skrif-
stofustjóra í umhverfisráðuneytinu
sem staddur er á þinginu, er ráð-
herrafundurinn hápunktur þingsins
þar sem pólitískum skilaboðum verð-
ur komið á framfæri. Hann segir
meginþema þingsins vera gildistöku
Kýótó-bókunarinnar á næsta ári.
„Þetta er síðasta aðildarríkjaþingið
áður en bókunin gengur í gildi.“
Gildistaka Kýótó-bókunarinnar
felur í sér lagalega bindandi ákvæði
fyrir þau 128 ríki
sem nú þegar
hafa fullgilt bók-
unina. Losunar-
skuldbindingar
þeirra aðildar-
ríkja sem undir
það falla munu
koma til fram-
kvæmda á fyrsta
skuldbindingar-
tímabili bókunar-
innar árin 2008-2012. Umræður á
þinginu munu fyrst og fremst snúast
um undirbúning ríkja að fram-
kvæmd bókunarinnar en þó má gera
ráð fyrir að nokkrar umræður fari
fram um undirbúning viðræðna um
aðgerðir ríkja eftir árið 2012.
Skuldbindingar Íslands sam-
kvæmt Kýótó-bókuninni eru tví-
þættar. Annars vegar skal almennt
útstreymi gróðurhúsalofttegunda
frá Íslandi ekki aukast meira en sem
nemur 10% frá árinu 1990, þ.e. vera
innan við 3.650 þúsund tonn koltvíox-
íðsígilda árlega að meðaltali á tíma-
bilinu 2008-2012. Hins vegar skal
koltvíoxíðsútstreymi frá nýrri stór-
iðju eftir árið 1990 sem fellur undir
sérstakt ákvæði ekki vera meira ár-
lega en 1.600 þúsund tonn að með-
altali árin 2008-2012.
Þingað um Loftslagssamning SÞ
Ræða útfærslu
Kýótó-bókunar
NÝR kjarasamningur Sambands ís-
lenskra bankamanna, SÍB og SA
sem undirritaður var í gær felur í
sér 15-19% launahækkun félags-
manna á samningstímanum sem er
til 1. október 2008.
Mestu skilar samningurinn fyrir
félagsmenn í lægstu launahópunum
með minna en 250 þúsund króna
mánaðarlaun.
Eru þetta einkum starfsmenn úti-
búa, s.s. þjónustufulltrúar, banka-
ritarar og gjaldkerar.
Sem dæmi má nefna að reyndur
gjaldkeri með 170 þúsund kr. á
mánuði fær í lok samningstímans
209 þúsund kr. og þjónustufulltrúi
með 210 þúsund kr. hækkar í 250
þúsund kr.
Samningurinn er afturvirkur til
1. október 2004 og hækka öll laun
frá og með þeim degi um 5,25%. 1.
janúar 2006 hækka öll laun um
3,75% og ári síðar um 3%. Þann 1.
janúar 2008 hækka öll laun um
2,25%.
Jafnframt eru ákvæði um orlofs-
uppbót upp á 110 þúsund kr. og
ákvæði um að banki skuli greiða
fastráðnum starfsmönnum í fæð-
ingarorlofi mismun á óskertum
launum og greiðslum frá Fæðingar-
orlofssjóði. 3.900 félagsmenn eru í
SÍB.
Að sögn Friðberts Traustasonar,
formanns SÍB, telst samningurinn
viðunandi fyrir félagsmenn.
Samningurinn verður kynntur á
Grand hóteli í dag, fimmtudag kl.
17:30.
Hærri laun hjá
bankamönnum
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur
ákveðið að fjölga nýnemum sem
teknir verða inn í lögregluskólann í
byrjun janúar úr 20 í 32.
Þetta er gert m.a. vegna þess að
það er fyrirsjáanlegt að menntaða
lögreglumenn vanti til starfa um
áramót.
Í kjölfar þessarar ákvörðunar
valdi valnefnd Lögregluskólans tólf
nýnema til viðbótar úr hópi um-
sækjenda og hefur þeim öllum ver-
ið tilkynnt niðurstaðan.
Á morgun, föstudag, mun Lög-
regluskólinn brautskrá 35 nem-
endur sem nú stunda nám í grunn-
deild skólans.
Nýnemum
fjölgað um tólf