Morgunblaðið - 09.12.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 09.12.2004, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Valtýr Sigurðsson, forstjóriFangelsismálastofnunar,vill loka Hegningarhús-inu við Skólavörðustíg og kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem þau standast ekki kröfur nú- tímans. Þá hefur Fangelsismála- stofnun lagt til að fjölgað verði fangaplássum á Kvíabryggju og end- urbætur gerðar í fangelsinu á Ak- ureyri og jafnframt á Litla-Hrauni. Bráðnauðsynlegt sé að hefja bygg- ingu nýs fangelsis á höfuðborgar- svæðinu sem allra fyrst. Valtýr segir að þetta sé nauðsyn- legt til að hægt sé að koma til móts við þær kröfur sem nú eru gerðar um einstaklingsbundnar áætlanir um meðferð fanga í afplánun. „Fang- ar koma hvort sem er aftur út í þjóð- félagið,“ segir hann og því sé þjóð- félagslega hagkvæmt að gefa þeim kost á að takast á við vandamál sín og koma betri út. Fangelsismálastofnunin leggur þunga áherslu á að unnt sé að hefja afplánun sem fyrst eftir uppkvaðn- ingu dóms.Valtýr bendir á að á þessu ári hafi um 96% af klefum í fang- elsum landsins verið í notkun og augljóst að kerfið muni springa verði plássum ekki fjölgað. Talið er að föngum muni fjölga um 10–15% á næsta áratug en þó séu margir óvissuþættir í þessu sambandi. Mið- að við núverandi aðstæður sé ekki hægt að bjóða upp á árangursríka meðferð fyrir fanga og í sumum til- vikum séu aðstæður beinlínis ómannúðlegar. Frestuninni feginn Um árabil hefur verið rætt um nauðsyn þess að byggja gæsluvarð- haldsfangelsi í nágrenni höfuðborg- arinnar enda bæði óhentugt og dýrt að hafa grunaða menn í gæsluvarð- haldi á Litla-Hrauni, í um 60 kíló- metra fjarlægð frá höfuðborginni. Skömmu fyrir síðustu alþingiskosn- ingar virtist sem af þessu gæti orðið þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, tilkynnti að ráðist yrði í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði skammt frá Hafravatni og var verkefnið sett í forval á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Skömmu eftir að Björn Bjarnason tók við dómsmálaráðherraembætti var út- boðinu á hinn bóginn frestað. Stuttu síðar var Valtýr Sigurðsson skipaður forstjóri Fangelsismálastofnunar. Þrátt fyrir að Valtýr telji áríðandi að reist verði nýtt fangelsi er hann feginn því að ekki hafi verið byrjað að byggja hið nýja fangelsi. Hönnun hússins, eins ágæt og hún hafi verið, sé nefnilega ekki í takt við þá stefnu sem stofnunin hefur nú markað sér í þessum efnum. Fangelsinu á Hólms- heiði var ætlað að vera öryggisfang- elsi og hefði það verið byggt hefðu um 80% fanga hér á landi verið vist- uð með þeim hætti, sem hann telur allt of hátt hlutfall. Í þessu sambandi má benda á að að jafnaði eru um 15– 20 fangar vistaðir utan fangelsa með góðum árangri. Þar vegu þyngst en það er annar stæ unarstaðurinn á eftir Litla- Fíkniefnaneysla vaxandi vandamá Valtýr vill að áfram verði því að hafa móttökudeild í fangelsi en lögð yrði höfuð að í því yrði afeitrunar- og ardeild. Þannig telur stofn fangelsinu ætti að vera 55– klefar, þar af 10–15 fyrir gæ haldsfanga. Þá kemur til g þar verði sjúkradeild fyr með geðræn vandamál e segir að stofnunin hafi átt erfiðleikum með að fá slí vistaða á geðdeildum sjúkr „og er þá vægt til orða tek hann. Valtýr bendir á að fíknief sé vaxandi vandamál. Æski að þessum einstaklingum y kostur á meðferð í uppha unar innan fangelsis, enda s þessum tímamótum óhæf vistast á meðferðarst Lausnin hefur verið að ve sálfræði- og geðlæknisþj fangelsi en dvöl á meðferða síðustu sex vikur afplánuna Talið er að allt að 10% fa Forstjóri Fangelsismálastofnunar vill fangelsum og láta reisa nýtt á Hólmshe „Fangavistin se ekki viðbótarre Valtýr Sigurðsson var í apríl skipaður forstjóri Fangelsismálastofn- unar en hann var áður héraðsdómari í Reykja- vík. Rúnar Pálmason ræddi við hann um nýj- ar tillögur stofnunar- innar í fangelsismálum. „Ef fanginn vill líta á komuna í fangelsið sem endapunkt á því líf að geta boðið upp á aðstöðu og aðstoð til að gera honum það klei Þær tillögur að framtíðaruppbyggingufangelsa sem Fangelsismálastofnunhefur lagt til við dómsmálaráðherraeru eftirfarandi:  Hegningarhúsið við Skólavörðustíg verði lagt niður. Þar eru 16 pláss fyrir fanga. Þetta er brýnasta verkefnið að mati Valtýs Sigurðs- sonar, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Þrátt fyrir að föngum líði eftir atvikum vel þar vegna góðs viðmóts starfsmanna og mik- illar nálægðar þá er ekkert við að vera þarna, hvorki vinnu- né íþróttaaðstaða. Fangelsi á heldur ekki heima á þessum stað,“ segir Val- týr. Ekki sé hægt að keyra bíla inn fyrir fang- elsismúrana og því verði að leiða fanga um fjölfarna verslunargötu. Þá hafi skemmtistaðir sprottið upp allt í kring og föngum verði ekki alltaf svefnsamt um nætur.  Kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt nið- ur en þar eru 12 pláss fyrir fanga. Valtýr segir fangelsið ekki hæft til að vista konur sem af- plána langa dóma en enginn annar staður komi til greina fyrir þær. Karlmenn, sem þurfa að uppfylla ströng skilyrði eru einnig vistaðir þar. Varðandi spurninguna um sér- stakt kvennafangelsi segir Valtýr að kven- fangar séu fáir og því sé það beinlínis ómann- úðlegt að þær hafi ekki félagsskap annarra, auk þess sem erfitt er að hafa aðstöðu til náms og vinnu fyrir svo fáa fanga. CBT-nefndin (Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingum) hafi í gegnum árin gert athugasemd við að vista kven- og karlfanga saman en í nýj- ustu bráðabirgðaskýrslunni er þó ekki minnst á þetta atriði. Ekki yrði byggt nýtt kvenna- fangelsi heldur yrði gert ráð fyrir kvennadeild á Hólmsheiði.  Kvíabryggja verði stækkuð þannig að hún rúmi 20 fanga í stað 16. Í ársbyrjun 2006 mun losna einbýlishús forstöðumanns og þar sem ekki er talin þörf á að forstöðumaður búi á staðnum í framtíðinni mætti með litlum til- kostnaði stækka fangelsið. „Það eru allir sam- mála um það að andrúmsloftið á Kvíabryggju er þannig að menn koma ekki bitrir þaðan út í þjóðfélagið og það finnst mér mikilsvert. Fangar eru þakklátir starfsmönnum fangels- isins og senda þeim jafnvel jólakort ár eftir ár og tala hlýlega um staðinn,“ segir Valtýr og bætir við að fangar sækist mjög eftir því að fá að vistast þar. Þessu sé þveröfugt farið með Litla-Hraun, þangað vilji enginn fara. „Litla- Hraun er öryggisfangelsi og þar gilda að sjálf- sögðu mjög strangar reglur. Þar geta verið mjög erfiðir fangar og það endurspeglar oft andrúmsloftið. Afar óæskilegt er að þurfa að vista fanga til langs tíma í öryggisfangelsi sem gætu vistast við minna öryggi. Það dregur úr möguleikum til endurhæfingar og það getur d V  o þ u v  u i k t  h v u f f m u f f u g o a s Brýnt að Hegningarhúsið ver SKILGREININGAR Á FJÖLMENNINGU Angela Merkel, leiðtogi kristilegrademókrata í Þýskalandi, sagði áþingi flokksins fyrr í vikunni að fjölmenningarhyggja hefði brugðist. Jafnframt hvatti hún innflytjendur til að tileinka sér „menningarleg gildi sem byggjast á frelsi og lýðræði.“ Eins og fram hefur komið á síðum Morgunblaðs- ins að undanförnu er víða í Evrópu mikil umræða um málefni innflytjenda um þessar mundir. Réttilega hefur verið gagnrýnt að innan rótgróinna lýðræðis- samfélaga þrífist hliðarheimar innflytj- enda þar sem þeim mannréttindum sem eru grundvallarþættir í vestrænum gild- um er ýtt til hliðar og kúgun ræður ríkj- um. Sú gagnrýni er auðvitað fullkomlega réttmæt, eins og áður hefur verið bent á í ritstjórnargreinum blaðsins. Þó ber að gjalda varhug við því að af- skrifa fjölmenningarhyggju eða hugtakið fjölmenningu, með þeim hætti sem Ang- ela Merkel gerir í ummælum sínum. Ekki síst vegna þess að hún hefur einnig gerst talsmaður þess að „leiðandi menning“ [eða þýska hugtakið „Leitkultur“] sé not- uð sem æskilegt viðmið. Sagan kennir okkur að túlkun á „leiðandi menning“ geti ekki síður verið afstæð en túlkun á fjöl- menningarhyggju. Eins og bent var á í umfjöllun The Financial Times um mál- flutning Merkel getur hún raunar falið í sér ógnvekjandi gildrur eins og raunin varð á tímum nasismans í Þýskalandi. Viðmið „leiðandi menningar“ hafa einnig í gegnum tíðina verið notuð sem rök gegn því að konur fengju kosningarrétt, að svartir nytu mannréttinda, samkyn- hneigðir fengju að ganga í hjónaband og svo mætti lengi telja. Fjölmenning er í alla staði jákvætt og lýðræðislegt hugtak. Það felur í sér við- urkenningu á því að margbreytileiki, ólík viðhorf og uppruni sé auður er beri að nýta sem hreyfiafl heildinni til hagsbóta. Einangrun ákveðinna þjóðfélagshópa og kúgun valdalausra einstaklinga innan þeirra – svo sem kvenna undir þungu fargi feðraveldis – á ekkert skylt við fjöl- menningu eða það umburðarlyndi og frjálslyndi sem hana einkennir, því slík einangrun byggist fyrst og fremst á ótta. Annars vegar á ótta þeirra sem eru ein- angraðir við vald þeirra sem kúga þá, og hins vegar á ótta þeirra sem hafa orðið öfgafullri pólitískri rétthugsun að bráð og hafa þar af leiðandi ekki döngun í sér til að verja þær grundvallarhugsjónir er mann- réttindi og jafnrétti byggjast á í öllum samfélögum. Endurskoðun á viðhorfum til nei- kvæðra þátta á borð við trúarofstæki, kúgun kvenna, umskurð, ofbeldi og þar fram eftir götunum, sem þrífast í ólíkum menningarheimum á misjöfnum forsend- um er mjög mikilvæg. Hún þyrfti vita- skuld að eiga sér stað um allan heim, en ekki bara í vestrænum samfélögum. Sú endurskoðun má þó ekki verða til þess að þeir Evrópubúar er byggja lönd sem tekið hafa við innflytjendum fyllist fordómum í garð alls þess sem er framandi og upp- hefji einsleitni eða krefjist samlögunar í nafni „leiðandi menningar“. Hér á landi hefur fjölmenningarhyggja tekið mjög jákvæða stefnu sem full ástæða er til að halda í heiðri. Hún er veigamikill þáttur í lifandi þjóðfélagsum- ræðu, sem auðvitað á að láta sig allt varða; fyrst og fremst til varnar mannúðlegum gildum, jafnrétti og mannréttindum öllum til handa. Því fleiri sjónarhorn sem eru viðruð – hvaðan svo sem þau koma – þeim mun meiri líkur eru á því opinber umræða leiði málefni þannig til lykta að hægt sé að bæta samfélagið í sátt og samlyndi. SKÓLABÚNINGAR – INNIHALD OG UMBÚÐIR Notkun skólabúninga hefur gefið góðaraun í tveimur grunnskólum á höf- uðborgarsvæðinu, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Annars vegar er um að ræða Ártúnsskóla í Reykjavík og hins vegar Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í báðum skólum fá börnin flíspeysur með merki skólans, en í Áslandsskóla fá yngri börnin að auki buxur og boli. Í blaðinu í gær kemur fram hjá Leifi S. Garðarssyni, skólastjóra Áslandsskóla, að ákvörðun um skólafatnað hafi verið tekin í fullu samráði við foreldra. Sam- heldni og samkennd hafi vaxið meðal barnanna vegna búningsins. Aðspurður hvort dregið hafi úr einelti með tilkomu skólafatnaðar, segir Leifur að dregið hafi úr „neikvæðu áreiti“ í kennslustofunni. Ímynd skólans hafi orðið betri og vinnu- aginn aukizt vegna þess að dregið hafi úr neikvæðum þrýstingi meðal barnanna. Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ártúnsskóla, segir sömuleiðis að margir foreldrar hafi lýst yfir ánægju með skóla- fötin, ekki sízt af hagkvæmnisástæðum. Skólafatnaðurinn gefi heilsteypta mynd og yfirbragð og dragi úr óæskilegum samanburði og samkeppni milli nemenda. Neikvæðir fylgifiskar neyzlusamfélags okkar Íslendinga koma því miður skýrt fram meðal skólabarna eins og annars staðar. Í niðurstöðum könnunar Rauða kross Íslands á högum þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu, sem gerð var fyr- ir rúmum fjórum árum, kom fram að það væri vel þekkt að börn efnaminni foreldra yrðu fyrir aðkasti skólasystkina sinna fyrir að vera ekki í fötum með tilteknum tízkumerkjum. Rauði krossinn dró þá ályktun af þessu, að athuga þyrfti hvort taka ætti upp skólabúninga hér á landi til að gæta jafnaðar, eins og víða hefði verið gert í nágrannalöndunum. Samkeppni getur verið holl í skólanum upp að vissu marki, en hún á þá að fara fram í námi, leik og íþróttum, en ekki klæðaburði og útliti. Sumir kunna að segja sem svo að með því að taka upp skólabúninga sé verið að steypa öll börn í sama mót. Því fer víðs fjarri. Þvert á móti er verið að gefa hverjum og einum ein- staklingi tækifæri til að njóta sín í skól- anum, án þess að aukaatriði eins og klæðaburður þvælist þar fyrir. Á sínum tíma, upp úr 1950, var byrjað að klæða börn í kyrtla við fermingu til að binda enda á það, sem mörgum þótti þá orðin hömlulaus samkeppni um glæsileg- ustu fermingarfötin. Kyrtlarnir gerðu alla eins – og beindu þar með athyglinni að innihaldi athafnarinnar, eins og vera ber, en ekki hinum ytri umbúðum. Sama má segja um skólabúninga. Þeir gera alla eins hið ytra og gera þeim kleift að ein- beita sér að því, sem skiptir máli, sem er innihaldið. Það er því full ástæða til að skólayfir- völd og foreldrar barna í fleiri skólum velti því fyrir sér, hvort skólaföt geti ekki verið heppilegt mótvægi við hina gegnd- arlausu sókn eftir vindi í neyzlusamfélagi nútímans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.