Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN R éttarvitund er ekki einkamál lögfræð- inga og dómara. Það er út í hött að segja að um svo flókið efni sé að ræða að almenn- ingur hafi ekki vit á því. Við höf- um öll einhverja skoðun á því hvað sé rétt og hvað rangt, lög- fræðingar og aðrir. Réttarvitund er lifandi fyrirbæri sem end- urspeglar í senn reynslu aldanna og tíðaranda okkar, þess vegna eru lögin okkar svo ólík því sem gerðist fyrir 200 árum, að ekki sé minnst á túlkun þeirra. Og þess vegna þarf Alþingi að setja ný lög, breyta gömlum lögum eða afnema þau. Nokkrar reglur mynda samt undirstöðuna að réttarríki og eiga aldrei að breytast, til dæmis að allir teljast sak- lausir uns sekt þeirra er sönnuð. Fyrir nokkru komst Hæstiréttur Ís- lands að niðurstöðu í máli fólks sem vildi fá að bera vitni gegn of- beldismanni án þess að hann væri í réttarsalnum. Hæstiréttur taldi að vitnin gætu ekki borið við þeirri röksemd að þau ótt- uðust hefndir af hálfu mannsins eða félaga hans. Ekki væri um raunverulega hættu að ræða, að- eins „huglæga“ hættu. Umrædd- ur sakborningur réðst á gest á veitingahúsinu A. Hansen í Hafnarfirði með öxi sem ekki var huglæg heldur áþreifanleg. Gest- urinn særðist illa en mun til allr- ar hamingju ná sér. Hæstiréttur hefur talað, vitna- vernd er óþörf. Ef friðsamt fólk óttast að ofbeldismaður hefni sín á því eða nákomnum ættingjum vegna þess sem sagt er um hann er um eintóma ímyndun að ræða, segja dómarar. Jafnvel þótt um- ræddur ofbeldisseggur hafi að baki langan feril árása. Og síðan mætti geta þess að fangels- isdómar fyrir tilefnislausar fyrir líkamsárásir af þessu tagi eru yf- irleitt ekki langir, eftir nokkra mánuði, mesta lagi nokkur ár, eru menn af þessu tagi komnir aftur út í samfélagið. Fullir hefndarþorsta vegna þess að engum kemur til hugar að fangelsi bæti yfirleitt þá sem þar hafna. Við hin setjum svona menn í fangelsi til að geta verið í friði fyrir þeim. Þetta er ekki betrunarvist, hvað sem fólk hélt fyrr á öldum. En stundum er ekki til skárri lausn en að læsa menn inni í von um að þeir sjái að sér og a.m.k. getum við þá gengið óttalaus um göturnar í bili. Einu sinni var blásnautt al- þýðufólk á Ísalandinu húðstrýkt fyrir litlar sakir, sent í þræla- kistu í Kaupmannahöfn eða tekið af lífi fyrir að brjóta alvarlega af sér. Refsigleðin minnkaði með tímanum. En millivegurinn er vandfundinn. Nú erum við komin í þá sjálfheldu að vegna einhvers konar tregðulögmáls hefur pend- úllinn sveiflast svo langt í hina áttina að saklaust fólk er hætt að treysta því að réttarkerfið verndi það fyrir misindismönnum. Við virðumst vera uppteknari af rétti þeirra sem skaða aðra en rétti þeirra sem verða fyrir meiðing- unum. Maður skyldi halda að með þessu öfugsnúna hugarfari séu menn að reyna að bæta fyrir syndir fortíðarinnar, bæta fyrir Drekkingarhyl. Hér er alls ekki verið að leggja til einhverja refsigleði, gapa- stokka og hengingar. Mér er full- kunnugt um að það er ekki nein endanleg lausn að fangelsa fólk. En það stendur upp á menn að svara einfaldri spurningu: Ef þeir vilja standa fast á rétti ax- armanna til að leika sér með líf annarra hvað vilja þeir gera til að vernda þá sem láta samborg- ara sína í friði? Er svarið kannski að svona sé nú lífið, sum- ir séu heppnir og sleppi, aðrir ekki? Það sjónarmið ber ekki vott um mannúð heldur mis- kunnarleysi. Við eigum ekki að hætta að sýna öllu ógæfufólki samúð. En samúðin ætti líka að birtast í því að fyrstu viðbrögðin þegar við heyrum um grófar líkamsárásir og manndráp séu að finna til með þeim sem urðu fyrir árásinni. Síðan getum við kannað hvort ribbaldinn átti sér einhverjar málsbætur í þeim skilningi að hann hafi til dæmis verið misnot- aður í æsku eða sætt einelti í skólanum. Við erum með ríkisvald sem hefur fyrst og fremst það hlut- verk að gæta öryggis borg- aranna. Ef ríkið gerir það ekki verður hver einstakur að taka að sér hlutverkið. Þá fyrst yrði nú ofbeldi í landinu og allir yrðu að vopnast. Guðmundur Sesar Jónsson hefur nú gefið út bók um reynslu sína af því að berjast einmana- legri baráttu gegn fíkniefnasöl- um. Hann vildi verja dóttur sína. Hann hefur í reynd gefist upp á því að treysta á lög og rétt í land- inu en er svo vel gerður að hann vill, þrátt fyrir allt, ekki taka lög- in í sínar eigin hendur. Hvernig er það, er óhugsandi að þessi maður verði heiðraður fyrir hug- rekki sitt og framlag til siðaðs samfélags með fálkaorðunni? Margir hafa verið heiðraðir fyrir minni afrek. En mál Guðmundar er, eins og furðudómur Hæstaréttar í máli axarmannsins, enn eitt hættu- merkið. Þau ættu að hljóma eins og ærandi sírena í eyrum stjórn- valda og allra þeirra sem vilja halda í réttarríkið en ekki láta það veslast upp. Lögreglan er oft skömmuð en hún er vafalaust öll af vilja gerð. Hana skortir hins vegar lagaheimildir til að fást við menn sem svífast einskis. Hæstiréttur og Alþingi gætu með nýrri lagasetningu og breyttri túlkun útvegað lögregl- unni það sem skortir. En nið- urstaðan í Hafnarfjarðarmálinu er enn eitt merkið um að allt of margir dómarar virðast hafa misst öll tengsl við þjóðlífið. Þeir virðast lifa í fílabeinsturni þar sem hversdagslíf almennra borg- ara er orðið þeim jafn framandi og bakhlið tunglsins er fyrir okk- ur öll. Vonandi verður gert meira af því í framtíðinni að skipa í Hæstarétt fólk sem er með jarð- samband. Huglægt axarskaft Ef friðsamt fólk óttast að ofbeldismaður hefni sín á því eða nákomnum ættingjum vegna þess sem sagt er um hann er um eintóma ímyndun að ræða, segja dómarar. VIÐHORF eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÚ LIGGUR fyrir að bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guð- marsson, er áfram að reyna að keyra í gegn þröngsýnar áætlanir sínar um aðalskipulag í Hrólfsskálamel og Suðurströnd, þrátt fyrir meiri and- stöðu bæjarbúa en áður þekkist – og til tafa og tjóns fyrir þá sem bera iðkun knattspyrnuíþróttarinnar fyr- ir brjósti. Á að fórna velli fyrir húsbyggingar? Eðlilegt hefði verið að gera loksins gangskör að því að leggja gervigras á núverandi knattspyrnuvöll fyrir neðan Valhúsaskóla. Þar var ákveðið einróma fyrir aðeins fjórum árum að yrði frambúðarstaður knatt- spyrnuvallar Seltjarnarness. Engar breytingar á skipulagi bæjarins þarf til að þekja megi völlinn gervigrasi. Um gervigras hefur íþróttahreyf- ingin margoft beðið og ekki vansa- laust hvernig knattspyrnan hefur orðið hornreka árum saman. Eftir margra ára bið og fyrirheit um gervigras á þessu hausti er í staðinn fundið upp á því að draga völlinn inn í yfirstandandi skipulagsklúður og valda þannig nýjum töfum sem ekki sér fyrir endann á. Allt bendir til að hin raunverulega ástæða sé sú ein, þó að ekki sé við það kannast, að geta notað núverandi vallarstæði fyrir meiri húsbyggingar en íbúar bæjarins hafa viljað þola á Hrólfs- skálamel. Fráleitt er, þegar málið er skoðað í heild, að vallarstæði í þrengslum inni á Hrólfsskálamelnum sé betra en sú staðsetning sem ítarleg könn- un leiddi áður til. Forsendur fyrir flutningi eru líka allt aðrar eftir að í ljós kom að ekki var unnt að hafa völlinn langsum á melnum. „Rökin“ sem höfð eru uppi fyrir flutningnum, hvernig svo sem völlurinn sneri á melnum, eru síðan ýmist óskyld knattspyrnunni eða næsta fáránleg: Hægt sé að nota völlinn sem viðbót- arleiksvæði barnanna í Mýrarhúsa- skóla í frímínútum (er það réttlæting á gervigrasi fyrir 75-100 milljónir króna?). Íbúar í húsum aldraðra geti farið í gönguferðir umhverfis völl- inn. Og, það langsóttasta af öllu, betra sé að hafa hann þarna megin við íþróttahúsið, eftir að inngang- urinn í það hafi verið fluttur í þenn- an enda! Það er beinlínis niðurlægj- andi fyrir okkur sem höfum stundað knattspyrnu og unnum iðkun hennar að gefa í skyn að við séum svo tilætl- unarsamir, eða þá úthaldið ekki meira en svo, að máli skipti hvorum megin við förum inn í hús að bún- ingsklefum og sturtu. Augljóst er hvers konar spark þeir eiga skilið sem halda fram slíkri firru. Hvar á byggðu bóli skyldi það líka hafa gerst að heill íþróttavöllur væri færður, til þess að vera nær inn- gangi íþróttahúss?! Eða sú ótrúlega „röksemd“ að þarna megin geti for- eldrar fylgst með börnum sínum út um glugga íþróttahússins. Kappsmálið er gervigras, ekki vallarflutningur Eina kappsmál okkar sem viljum búa í haginn fyrir iðkun knattspyrn- unnar á Nesinu er ekki flutningur vallarins heldur að fá hann lagðan gervigrasi. En gervigrasinu er nú allt í einu dinglað í þessu umdeilda skipulagsbrölti eins og gulrót. Í reynd virkar það svo að gervigrasið fáist ekki nema fallist sé á flutning- inn. Þannig hefur þetta litið út gagn- vart stuðningsmönnum knattspyrn- unnar. Reynt er um leið að sópa undir borð þeim haldgóðu rökum fyrir staðsetningu vallarins við Val- húsaskóla sem allir hlutaðeigendur Hvers eiga knatt- spyrnumenn á Sel- tjarnarnesi að gjalda? Garðar Briem, Árni Árnason og Halldór Þ. Snæland segja skipulagsklúður tefja löngu tímabæra lagningu gervigrass ’Krafan er því: Völlinná sínum stað, gervigras án frekari tafa. Látum ekki knattspyrnuna vera í viðjum skipulags- klúðursins lengur. ‘ HVAÐ gerum við þegar við finnum fyrir depurð, slappleika og framtaksleysi? Þegar stórt er spurt verður fátt um vör. Nú, ætli maður reyni ekki að brydda upp á einhverju nýju, einhverju sem brýtur upp hversdags- leikann og gefur manni vítamín og kraft til nýrrar sókn- ar. Ég á góðan vin, sem ég hef áhyggur af. Hann er fallegur, hef- ur mikla hæfileika og burði til að verða meira en hann er. Hann hefur staðnað í fornri frægð. Hann ber sig vel, heldur sig vel til á yfirborðinu, en ég finn að undir niðri krauma erf- iðleikar. Þessi vinur minn er stæðilegur, en gæti orðið miklu stærri og fallegri en hann er, en það vantar orkuna til þess, aflgjaf- ann. Þessi vinur minn er byggð- arlagið mitt; Akureyri, Eyja- fjörður og raunar Norðurland allt. Þegar leið á síðustu öld var kraftur í atvinnulífi Akureyrar. Þar var byggð upp öflug verslun og þjónusta við nærsveitir, kraftur var í margvíslegum iðnaði, skip voru smíðuð og eftirsótt húsgögn, sælgæti var framleitt í tonnavís, öl, skór, pelsar úr gæruskinni, peysur, buxur, leikföng og áfram mætti endalaust telja. Þar að auki var útgerð og fiskvinnsla í stór- sókn í eigu heimamanna. En undir lok aldarinnar fór að halla undan fæti. Sambandsiðn- aðurinn hrundi með Sovétríkj- unum og niðursuðan fór sömu leið. Síðan tók við ferli hagræðingar, sameiningar og pappírsviðskipta nýrrar hvítflibbakynslóðar, sem hafði heimastjórn atvinnulífsins af Akureyringum að stærstum hluta á fáum árum. Í dag er verslunin í höndum Kaupfélags Suðurnesja og Baugs, iðnaðurinn er ekki svip- ur hjá sjón, en það sem eftir lifir er í flestum tilvikum útibú frá auðvaldinu í Reykja- vík. Baugur á nær allar þær húseignir sem KEA átti forð- um, meira að segja gamla verslunarhúsið í Gilinu. Jóhannes í Bónus gerði að því er virtist heiðarlega til- raun til að koma á fót bónus-trygginga- félagi á Akureyri, en það rann út í sand- inn, var selt stóra keppinautnum, Golíat kokgleypti Davíð. Bónusveldið græddi, en Vörður, nær aldargamalt tryggingafélag, sem stofnað var til af útgerðarmönnum við Eyjafjörð, hvarf út höndum norðanmanna. Allir vita svo hvernig framsókn- armönnum tókst að höggva á an- kerisfestar Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Ég veit ekki hvernig þetta bæjarfélag okkar stæði ef Háskólinn hefði ekki komið til og vonandi tekst okkur að halda aðal- bækistöðvum Samherja á Ak- ureyri. Það er ekki að undra þótt bresti í þessu byggðarlagi. Þó hefur tek- ist að halda í horfinu, en nú þarf sterka vítamínsprautu ef ekki á illa að fara. Það hefur verið talað um stóriðju á Norðurlandi í ára- tugi, en loks virðist sá möguleiki vera í augsýn. Stjórnendur Norð- uráls hafa upplýst, að þeir hafi fullan hug á að koma upp álveri á Norðurlandi á næstu árum. Þeir horfa helst á Húsavík. Ég hef að vísu talið vænlegast að byggja slíka stóriðju við Eyjafjörð, en af hverju snúum við norðanmenn nú ekki bökum saman og sameinumst um Húsavík. Verum víðsýn og stöndum sam- an, því ef hér logar allt í illdeilum um staðarval vill enginn fjárfesta í stóriðju á Norðurlandi. Ég get séð Húsavík fyrir mér sem vænlegan kost. Þar eru orku- lindir skammt undan, á Þeista- reykjum, við Kröflu og víðar. Það- an er mun ódýrara að leiða orkuna að iðjuveri á Húsavík en í Eyja- firði, auk þess sem mér hugnast ekki alveg að þvergirða dali Þing- eyinga og Eyjafjörð með há- spennuvirkjum. Þar að auki hefur verið byggð öflug vöruhöfn á Húsavík á undanförnum árum, með hliðsjón af kísilvinnslu í Mý- vatnssveit, sem nú virðist end- anlega út úr myndinni. Þessi höfn getur dugað stóriðju með litlum aukakostnaði. Þetta eru sterk rök að mínu mati. Álver á Norðurlandi yrði mun ódýrara í uppbyggingu á Húsavík en við Eyjafjörð, en það sem sparast mætti nota í jarðgöng um Vaðlaheiði. Og tilkoma þeirra er algert frumskilyrði þess að þetta dæmi gangi upp. Þannig getum við horft á Eyja- Fram til sóknar norðanmenn Sverrir Leósson fjallar um stóriðju á Norðurlandi ’Verum víðsýn ogstöndum saman, því ef hér logar allt í illdeilum um staðarval vill enginn fjárfesta í stóriðju á Norðurlandi.‘ Sverrir Leósson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.