Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 36

Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á NÝAFSTÖÐNU Umferð- arþingi flutti samgönguráðherra erindi og lofaði auknum fjár- framlögum til mála- flokksins sem hljóta að vera góðar fréttir fyrir alla þá sem koma að umferðarör- yggismálum. Þingið er líklega það viða- mesta sem haldið hef- ur verið hingað til því að fjöldi aðila sem sótti það var með besta móti og öll um- gjörð fagleg, svo og þau málefni sem þar voru rædd. Undirritaður hefur þrisvar áður setið slík þing og sat þingið núna báða dag- ana. Eftir á að hyggja kom margt gott fram á þessu þingi. Ekki má samt álíta að umferðarmálefni hérlendis séu í stakasta lagi og láta hjá líða að gagnrýna sumt sem kom fram á þinginu. Á þinginu voru meðal annars rædd þau sjónarmið að lækka þurfi hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum samkvæmt norskum stöðlum. Það þýddi að hámarks- hraði lækkaði úr 90 km/klst. í 80 km/klst. og sumstaðar í 70 km/ klst, – til dæmis í Bröttubrekku. Rökin fyrir slíku eru að vegirnir og breidd þeirra gefi ekki tilefni til hraðari aksturs og vissulega er það rétt í sumum tilfellum. Stað- reyndin er hins vegar sú að þann- ig aðgerðir myndu líklega auka líkur á framúrakstri og þar af leiðandi líkurnar á alvarlegustu slysunum. Einnig lagði þingið til að áætl- anir um gerð mislægra gatnamóta við Kringluna yrðu forgangsverk- efni, enda myndu slík gatnamót fækka til muna þeim mikla fjölda slysa sem þar verður, og lækka kostnað þeim samfara. Borg- arstjórn heldur fast í þá stefnu að hafa áfram ljósastýrð gatnamót á þeim stað. Eitt má líka skoða í þessu sambandi en það er að margir leggja einfaldlega lykkju á leið sína til að forðast að lenda í vinstri beygju frá Kringlumýr- arbraut. Við það fara þeir oft í gegnum íbúðarhverfi þar sem há- markshraði er sumstaðar 30 km/ klst. Litlar umræður urðu um nauð- syn ökugerðis og hálkubrauta á Íslandi á Umferðarþinginu en meiri á Alþingi á dögunum þar sem Guðmundur Árni Stefánsson lagði fram fyrirspurn um áform um gerð akstursæfingasvæðis á suðvesturhorni lands- ins. Í svari Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra kom meðal annars fram að hann hefði lagt til að hægt yrði á innleið- ingu slíkra svæða hér- lendis. Rökin sem samgönguráðherra hafði fyrir því voru meðal annars gömul rannsókn frá Noregi þar sem kom fram að hjá einstaka hópum hefði slysum í hálku fjölgað eftir að þeir fengu kennslu á hálkubraut. Ekki virðist þessi rannsókn þó hafa haft mikil áhrif á áform Norðmanna því að þar eru nú reknar yfir 30 slíkar brautir. Einnig hafa Norð- menn farið í gegnum tvær breyt- ingar á námskrá sinni eftir að þessi rannsókn fór fram þar sem tekið var á þessu einstaka vanda- máli. Ráðherra virðist þó vera á þeirri skoðun að meiri og betri þjálfun ökunema sé nauðsynleg og telur í lok svars síns að allar líkur séu á því að ökugerðishugmynd- inni verði hrint í framkvæmd. Munu málefni aksturskennslu- svæða vera ofarlega á baugi á fundi Umferðarráðs í dag og mun samgönguráðherra taka ákvörðun sína að þeim fundi loknum. Því miður er þó ekki að sjá að málefni slíkra brauta séu fram- arlega á forgangslista samgöngu- ráðuneytis, sem kynntur var á Umferðarþingi. Mín spurning er því einföld: Vill samgönguráðherra höggva á þennan hnút eða vera með sömu vanefndir og flokksystir hans, Sólveig Pétursdóttir fyrrum dómsmálaráðherra og fyrrverandi yfirmaður þessa málaflokks? Árið 2000 skrifaði hún, ásamt aðilum eins og Reykjavíkurborg, SÍT, Vegagerðinni og Ökukenn- arafélaginu, undir viljayfirlýsingu um byggingu slíks svæðis í Gufu- nesi. Engar framkvæmdir hafa verið á svæðinu þrátt fyrir að allir aðilar nema ríkið séu tilbúnir að hefjast handa. Árni Sigfússon virt- ist þó vilja aðgerðir og sem bæj- arstjóri Reykjanesbæjar bauð hann fram land til þessara nota á þinginu. Merkustu tíðindi Umferðarþings munu án efa vera koma Max Mos- ley, forseta FIA, á þingið. Kom fram í erindi hans að ef stjórn- málamenn ESB hefðu fengið að ráða væru öryggisstaðlar fyrir framleiðendur bíla nánast engir, en eftir að FIA kom á nýjum stöðlum um öryggi bíla gegnum EuroNCAP hefur öryggi þeirra margfaldast. Áður þótti gott að bílar fengu tvær stjörnur í árekstrarprófunum en núna sættir enginn framleiðandi sig við minna en fjórar stjörnur, og þó helst fimm. Runólfur Ólafsson og Ólafur Guðmundsson frá FÍB kynntu verkefnið EuroRAP sem FIA stendur fyrir og stjörnumerkir vegi eftir öryggi. Munu vegir landsins bráðum fara undir smá- sjána sem er vel. Vandamálin í umferðinni eru mörg og verða ekki leyst með ein- földum aðgerðum eða einhverjum töfralausnum. Eins og sjá má af þessari umfjöllun minni er þó eitt sem sárlega vantar í umræðuna eftir þetta Umferðarþing, en það er umræða um betri ökumenn. Það er gott og blessað að tala um fimm stjörnu bíla og fimm stjörnu vegi, en hvað um fimm stjörnu ökumenn? Á ekki að leggja áherslu á aðgerðir sem móta æski- leg viðhorf ökumanna til aksturs og aðstæðna við þjálfun þeirra? Það dettur engum í hug að láta yngsta flokk í fótbolta keppa sinn fyrsta leik við meistaraflokk, en það er einmitt það sem byrjendur í umferðinni þurfa að gera. Svar óskast. Hvað með fimm stjörnu ökumenn? Njáll Gunnlaugsson skrifar um umferðarmál ’Vandamálin í umferð-inni eru mörg og verða ekki leyst með einföld- um aðgerðum eða ein- hverjum töfralausnum.‘ Njáll Gunnlaugsson Höfundur er ökukennari og bílablaðamaður og hefur meðal annars sótt mörg námskeið í aksturstækni erlendis. SEM forseti Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík langar mig í fáeinum orðum að vekja at- hygli á yfirlætislausu bókarkorni sem nýlega er komið út. Um er að ræða bókina Landsins út- völdu synir sem gefin er út í metnaðarfullri ritröð sagnfræðinga sem ber heitið Sýn- isbók íslenskrar al- þýðumenningar, en samantekt bók- arinnar hefur ungur fræðimaður Bragi Þormóður Ólafsson haft á hendi. Hann ritar einnig fróðlegan inngang. Þessi bók er for- vitnileg fyrir þær sakir að hún hefur að geyma sýnishorn af skólaritgerðum nem- enda Hins lærða skóla í Reykjavík á síðustu áratugum 19. aldar og lítið eitt fram yfir aldamót. Heitið er sótt til séra Matthíasar sem þurfti að fara all- langa leið áður en hann komst í skóla. Ekki eru þó aðeins landsins synir sem þar halda á penna, heldur og tvær hinar fyrstu skólameyjar sem þar stunduðu nám. Sem við er að bú- ast eru viðfangsefnin af ýmsum toga og sum þeirra brenna ekki síður á mönnum í dag, hvort sem þeir eru í skóla eða löngu þaðan farnir. Svo ólíkar sem rit- gerðirnar eru, þá eiga þær þó sameiginlega brennandi einlægni höfunda sinna sem eru að leita að áttum í lífinu; jafnframt eru þær óviðjafnanleg tíðarfarslýsing. Og í ljósi þess að margir þeir sem þarna halda á penna urðu síðan máttarstólpar í þjóðmálum og menningu er einkar skemmtilegt að sjá hvaða viðfangsefni menn hafa valið sér – hafi verið um val að ræða. Þannig ritar til dæmis skólapilturinn Sigurður Nordal um Hvers vegna er það nauðsyn- legt hverri þjóð að að leggja rækt við sögu sína og fyrri alda bók- menntir?, og kemur okkur í dag ekki á óvart. Snemma beygist krókurinn. Og hver skyldi full- yrða: Sá sem á sér engan vin, ferðast eins og útlendingur yfir jörðina? Hann hét Friðrik Frið- riksson, seinna þekktastur sem séra Friðrik. Matthías Þórðarson veltir því fyrir sér, að hverju leyti það er mikilsvert að vera vel að sér í sögu síns eigin lands; hann varð síðar þjóðminja- vörður. Elínborg Jac- obsen spyr hvernig eigi að búa okkur far- sæla elli og mætti spyrja þess enn í dag; hún var af færeysku bergi brotin og varð síðar nuddlæknir í Danmörku. Eitt sinn er piltum boðið að leggja út frá þessum orðum: Feðranna dáðleysi er barnanna böl, og bölvun í nútíð er framtíðar kvöl. Þessu leitast Einar Benediktsson við að svara. Og í annað sinn er spurt: Hvern mann kallar þú glæsilegan? Einn skólasveinn svar- ar svo meðal annars: „Fríðan kalla ég þann mann sem hefur reglulega drætti, karl- mannlegan svip, mjúka húð og skörp augu. Vel vaxinn kalla ég þann mann sem er herðabreiður, vöðva- mikill og mittismjór … Karlmannlegir eru þeir menn sem ganga uppréttir, eru fótvissir og þola augnatillit sér- hvers manns …“ Svo leit Pétur Á. Jónsson á. Hann varð síðar frægur óperusöngvari og kannski fannst einhverjum lýs- ingin hæfa honum sjálfum vel þeg- ar hann stóð á sviðinu í gervi ein- hverrar sönghetjunnar. Það er býsna mikið ánægjuefni að þetta kver skuli hafa litið dags- ins ljós. Meðal þeirra sem að því stuðluðu var 50 ára afmæl- isárgangur skólans nú í vor, og mætti ætla að bókin gæti orðið mörgum gömlum nemanda skemmtileg lesning, ef henni yrði stungið inn á milli jólapakkanna. Forvitnileg bók Sveinn Einarsson fjallar um bók með skólaritgerðum nemenda Hins lærða skóla í Reykjavík Sveinn Einarsson ’Meðal þeirrasem að því stuðluðu var 50 ára afmælis- árgangur skól- ans nú í vor, og mætti ætla að bókin gæti orðið mörgum göml- um nemanda skemmtileg lesning, ef henni yrði stungið inn á milli jólapakk- anna.‘ Höfundur er rithöfundur, f.v. leikhússtjóri. „OFBELDI gegn konum er meðal grófustu mannréttindabrota sem viðgangast og sennilega það rótgrónasta.“ (Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna.) Þeir sem rannsaka fjölmiðla hafa löngum deilt um áhrif kvikmynda og sjónvarps á mann- fólkið. Eiga kvik- myndir og myndbönd þátt í að viðhalda kynbundnu ofbeldi og jafnvel ýta undir það? Bandarískar rann- sóknir benda til þess að neikvæðar myndir af konum í fjöl- miðlum hafi neikvæð áhrif á dag- legt líf kvenna sem birtist í hvers kyns ofbeldi. Í ljós hefur komið að karlar sem horfa mikið á efni þar sem konur eru sýndar í niðurlægj- andi kynferðisstellingum verða ónæmari fyrir ofbeldi gegn konum en aðrir. Þeim finnst þetta eðli- legt. Rannsóknir á karlkyns stúd- entum sem horfðu á klámmyndir sýndu að kvenfyrirlitning jókst til muna. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á tónlistarstöðvum eins og MTV leiddu í ljós að á hverri klukkustund voru sýnd 18 atriði þar sem einhvers konar átök eða ofbeldi komu við sögu. Í 35% tilfella var um að ræða kynferð- islegt ofbeldi gegn konum. Vart þarf að nefna hvílíkt framboð er á hvers kyns grófu klámefni, jafnt á myndböndum sem á Netinu. Það einkennist af niðurlægjandi hlut- verki kvenna sem þjóna körlum á alla lund, jafnvel mörgum í einu. Það eru því miklir straumar í gangi sem réttlæta, viðhalda og jafnvel ýta undir ofbeldi gegn kon- um og virðist erfitt að fá stjórn- völd til að grípa í taumana þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar. Þar eru þó undantekningar á og má sérstaklega nefna Svíþjóð og átak nýrrar ríkisstjórnar á Spáni gegn heimilisofbeldi. Hvenær sjáum við slíkar yfirlýsingar á Íslandi þar sem ástandið er ekkert skárra? Hér skortir mjög á rannsóknir og umræður um ofbeldi gegn konum sem enn er feimnismál og lögin ófullkomin. Fjölmiðlar hafa þó ekki einungis fjallað um ofbeldi gegn konum gagnrýnislaust. Á undanförnum árum hafa komið fram margar kvikmyndir þar sem ofbeldi gegn konum hefur verið greint á marg- víslegan hátt. Sænski leikstjórinn Lucas Moodysson hefur t.d. gert tvær kvikmyndir um ofbeldi gegn konum, aðra sem fjallar um of- beldi innan fjölskyldu en hin er kvikmyndin Lilya forever sem nú er notuð sem kennsluefni í skólum í Svíþjóð. Það er ástæða til að fjölmiðlar og kvikmyndahús taki til skoðunar hvað þeir eru að sýna og hvaða mynd þeir spegla af lífinu. Um þetta efni fjallar bandaríska fræði- konan Roberta Ostroff-Bjarnason í fyrirlestri á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum í dag, 9. des., kl. 12 í stofu 101 í Odda. Ofbeldi gegn konum í kvikmyndum Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um ofbeldi gegn konum ’Það er ástæða til aðfjölmiðlar og kvik- myndahús taki til skoð- unar hvað þeir eru að sýna og hvaða mynd þeir spegla af lífinu.‘ Kristín Ástgeirsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.