Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 50
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
© DARGAUD
Bubbi og Billi
ÉG ER
ÞREYTTUR
FÁÐU ÞÉR
ÞÁ SÆTI
ÉG HELD AÐ ÉG SÉ BÚINN
AÐ LEYFA ÞESSUM MÚSUM
AÐ VERA Í FRIÐI OF LENGI
HELDUR ÞÚ
AÐ ÞETTA ARM-
BAND HJÁLPI?
GIGTIN
ER
HORFIN
ÞETTA ER ALLT
BARA ÍMYNDUN
HJÁ ÞÉR!
ÞEGAR GIGTIN ER FARIN
ÞÁ ELSKAR MAÐUR ALLA!
ÉG ER AÐ SKRIFA
ÁSTARBRÉF TIL SOLLU ÉG BJÓ
TIL STÓRT
HJARTA
HÚN ER
SÆT, ER ÞAÐ
EKKI?
ÉG SETTI MEIRA AÐ
SEGJA BLÚNDUR!
ÉG ER VISS UM AÐ
HÚN VERÐUR MJÖG
ÁNÆGÐ
MEÐ
ÞAÐ
KÆRA SOLLA,
ÉG HATA ÞIG!
VONANDI DETTURÐU
OG MEIÐIR ÞIG!
KVEÐJA, KALVIN
BILLI, SJÁÐU HVAÐ
ÉG FÉKK HANDA ÞÉR
NIÐRI Í BÆ...
EITT STYKKI
HUNDAÞVOTTAVÉL!
VERKFRÆÐINGUR SEM ÉG ÞEKKI LÁNAÐI MÉR
FRUMGERÐINA AF ÞESSARI VÉL SEM HANN ER AÐ
HANNA. HÚN ER MJÖG EINFÖLD. MAÐUR SETUR BARA
HUNDINN Í, ÝTIR Á TAKKANN OG ÞÁ ER HUNDURINN
ÞVEGINN OG SKRÚBBAÐUR HÁTT OG LÁGT
PYNTINGA-
TÆKI!
VIÐ SKULUM PRÓFA
ÞETTA. ÞÚ KEMUR
ALVEG TANDURHREINN
ÚT AFTUR
VOFF!
HJÁLP!! ÞETTA ER ALVEGHÆTTULAUST. ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ
RANNSAKA...
HEYRIÐ MIG
NÚ... ÉG ÆTLAÐI
EKKI AÐ...
SEINNA...
HVAÐ GENGUR
HÉR Á?
HVAÐ GERÐIST
ELSKAN MÍN?
ÞAÐ ÞURFTI AÐ ÞVO
ÚR HONUM NOKKRAR
ÓVIÐEIGANDI
HUGMYNDIR!
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 9. desember, 344. dagur ársins 2004
Víkverji á erfittmeð að hemja
kaupgleðina á upp-
boðsvefnum Ebay um
þessar mundir við
hríðlækkandi gengi
Bandaríkjadollars.
Hann nálgast sextíu-
kallinn og vörurnar
rjúka út á Ebay. Um
daginn fréttist af ein-
um geðþekkum landa
sem keypti sér fimm
tjöld á vefnum. Takið
eftir að þetta voru
5–8 manna tjöld.
Hvers vegna fimm
tjöld? Jú, dollarinn er
hagstæður og svo er gott að eiga
tjöld til að selja, var viðkvæðið hjá
viðkomandi. Víkverji er nú ekki al-
veg svona stórtækur. Hann hefur
keypt fatnað og einstaka arm-
bandsúr og verið ánægður með
verð og þjónustu. Víkverja finnst
ekki nema örstutt síðan hann
verslaði á vefnum á meðan doll-
arinn var tæpur 90-kall, en það var
víst fyrir tveimur árum eða svo.
Viðvíkjandi þjónustu má Víkverji
til með að hrósa afgreiðslumanni á
Hard Rock-kaffi fyrir fljóta þjón-
ustu með því að taka á þennan líka
sprett fram í eldhús til að ná í
smáræði sem hafði gleymst í pönt-
uninni. Þetta var raun-
verulegur sprettur því
Víkverji sá beinlínis
undir iljarnar á mann-
inum. Það er naumast
að það er þjónustan.
Víkverji sá skondna
frétt um daginn þar
sem sagt var frá kven-
kyns bæjarbúum í
Baia Mare í Rúmeníu
sem notuðu símaþjón-
ustu bæjarfélagsins til
að hringja í bæj-
arstjórann og bjóða
honum upp í rúm til
sín. Nú áformar
Reykjavíkurborg að
opna símaver um alla borg á næsta
ári til að auka þjónustu við borg-
arbúa. Víkverji vonar bara að hlut-
irnir fari ekki úr böndunum í þessu
sambandi.
x x x
Víkverji áttaði sig á því fyrir fá-einum dögum að það er ekki
nema rétt hálfur mánuður í vetr-
arsólstöður. Upp frá því fer daginn
að lengja. Það er hreint ótrúlegt
hvað tíminn líður hratt. Víkverja
finnst varla vika síðan hann var á
Sigló um verslunarmannahelgina.
Gott ef svefnpokinn er ekki bara
ennþá í skottinu á bílnum.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Framnesvegur | Á aðventunni keppast menn við að koma hlutunum í lag.
Sumir hrista af sér aukakílóin, aðrir laga til í íbúðinni og enn aðrir bæta per-
sónulegri hluti eins og fjölskyldutengsl eða vináttu.
Á Framnesveginum stóð Davíð Jónsson í ströngu við að skipta um glugga í
íbúð, svo hún verði vistleg og falleg fyrir jólin.
Morgunblaðið/Sverrir
Komið í lag fyrir jólin
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti,
sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11,1.)