Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 53
ERLA Huld Sigurð-
ardóttir listakona
sýnir leirlist og
myndlist á sölusýn-
ingu í Listagjánni í
Bæjar- og héraðs-
bókasafninu á Sel-
fossi í desember. Sýn-
ingin nefnist Trú, von
og kærleikur. Verkin
eru unnin út frá
þroskasögu gras-
lauks. Byrjað var á
málverkunum sem
eru akrýlmyndir og
leirverkin unnin út frá
þeim.
Erla Huld útskrifaðist
úr Myndlista- og
handíðaskóla Íslands
árið 1998. Hún hefur
tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Á
menningarhátíðinni
Vor í Árborg sl. vor
var Erla Huld með opna vinnustofu sína
að Víðivöllum 2, þar sem hún sýndi m.a.
handlaugar og aðra listmuni. Hún hefur
kennt myndlist og leirlist í Vallaskóla sl.
2 ár og í Myndlistarskóla Kópavogs í 7
ár.
Erla Huld í Listagjánni
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 53
DAGBÓK
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa bað og
jóga kl. 9, boccia kl. 10, myndlist kl.
13, videohornið kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30,
helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11,
smíði/útskurður kl.13–16.30, myndlist
kl. 13.30. Jólabingó á morgun föstud.
10. des. Glæsilegir vinningar.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un almenn handavinna, leikfimi,
myndlist, bókband, söngur, fótaað-
gerð, kl. 14 lesið úr nýjum bókum. Fé-
lagsvist á morgun.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl.9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–
14 opin handavinnustofa, kl. 11.15–
12.15 matur, kl. 15–15.45 kaffi.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl. 13, framsögn kl. 16.15,
félagsvist kl. 20, leshringur–
Bókmenntaklúbbur, Sólveig Sörensen
kynnir betur hugmyndina að les-
hringnum föstudaginn 10. desember
kl. 17 í Ásgarði Glæsibæ. Allir áhuga-
samir um lestur góðra bóka eru vel-
komnir í Ásgarð á morgun, að ræða
málin.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Karlaleikfimi og málun kl. 13, trélist
kl. 13.30, boccia karla og kvenna kl.
15. Vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 8.30. Í
Garðabergi er opið kl. 13–17. Banki
með kynningu í Garðabergi kl. 15.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30
helgistund umsjón sr. Guðmundur
Karl Ágústsson, frá hádegi vinnustof-
ur og spilasalur opin, kl. 13.30 dans-
leikur sérstaklega fyrir Foldabæ, Fríð-
uhús, Hlíðarbæ og Vitatorg.
Vinabandið sér um músíkina.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna, bútasaumur, perlusaumur,
kortagerð, hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist,
kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
– bútasaumur kl. 9–13 boccia kl. 10–11,
hannyrðir kl. 13–16.30, félagsvist kl.
13.30. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir – hársnyrting.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
föstudag vatnsleikfimi í Grafarvogs-
laug kl. 9.30.
Krabbameinsfélagið | Aðventukvöld
verður í Hafnarfjarðarkirkju 9. des-
ember kl. 20.30. Sigþrúður Ingi-
mundardóttir hjúkrunarforstjóri á
Sólvangi flytur hugvekju. Óperukór
Hafnarfjarðar og Barna- og unglinga-
kór Hafnarfjarðarkirkju syngja. Séra
Þórhallur Heimisson leiðir athöfnina.
Organisti Antonia Hevesi.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 leir, kl. 9–
16.30 opin vinnustofa, kl. 13–16.30
leir. Munið eftir jólagleðinni 10. des-
ember.
Sjálfsbjörg | Skák í Hátúni 12 í kvöld
kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 mynd-
mennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug),
kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–
12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14
verslunarferð í Bónus Holtagörðum,
kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16
tréskurður, kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45, bókband,
hárgreiðsla og pennasaumur kl. 9,
morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10,
handmennt, glerskurður og frjáls spil
kl. 13. Spiluð félagsvist kl. 20.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar– og fyr-
irbænastund kl. 12. Léttur hádeg-
isverður á eftir.
Áskirkja | Hreyfing og bæn í dag
milli kl. 12–12.45. Opið hús milli kl. 14
og17, samsöngur undir stjórn org-
anista, kaffi og meðlæti. Allir vel-
komnir. TTT–starfið, samvera milli 17
og 18. TEN–SING–starfið, æfingar
milli 17 og 20.
Bústaðakirkja | Foreldramorgnar
fimmtudaga kl. 10–12. Allar nánari
uppl eru á: www.kirkja.is.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl
10–12. Umsjón Anna Arnardóttir.
Leikfimi IAK kl 11.15. Bænastund kl
12.10. (sjá nánar www.digra-
neskirkja.is).
Fella- og Hólakirkja | Foreldra-
morgnar alla fimmtudaga kl. 10–12.
Allir foreldrar, afar og ömmur sem
eru heima með barn eða börn (ekki
bara ungabörn) velkomin. Stelpustarf
f. 3.–5. bekk er í Fella- og Hólakirkju
alla fimmtudaga kl. 16.30–17.30. Síð-
asta samvera fyrir jól er 9. desem-
ber.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund er hvert fimmtudagskvöld í
Vídalínskirkju kl. 22. Tekið er við
bænarefnum af prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyr-
irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús
og brauð fyrir börnin.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há-
degi alla fimmtudaga kl. 12. Org-
elleikur, íhugun. Léttur málsverður í
safnaðarheimili eftir stundina.
Hjallakirkja | Opið hús er í dag kl.
12–14. Jólasamvera. Léttur hádeg-
isverður og skemmtileg sam-
verustund. Barnakór kemur í heim-
sókn. Allir velkomnir.
KFUM og KFUK | Aðventufundur
fimmtudaginn 9. desember kl. 20.
Sameiginlegur fundur Ad KFUK og
KFUM. Ræðumaður: Herra Sigurbjörn
Einarsson biskup. Upphafsbæn: Sig-
urbjörn Þorkelsson. Kór KFUM og
KFUK syngur. Allir velkomnir.
Langholtskirkja | Foreldra– og ung-
barnamorgnar alla fimmtudaga kl.
10–12. Fræðsla frá Miðstöð ungbarna-
eftirlits. Umsjón hefur Rut G. Magn-
úsdóttir. Söngstund með Jóni Stef-
ánssyni. Kaffisopi. Allir foreldrar
ungra barna velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrð-
arstund í hádegi. Málsverður á eftir.
Kl. 17.30 KMS (15–20 ára) í samstarfi
Laugarneskirkju, Miðborgarstarfs
KFUM & K og fleiri aðila. Æfingar
fara fram í Áskirkju og Félagshúsi
KFUM & K við Holtaveg.
Lágafellskirkja | TTT Töff Töfrandi og
Taktfast, æskulýðsstarf fyrir tíu til
tólf ára. TTT er félagsskapur fyrir öll
tíu til tólf ára börn sem langar til að
eiga skemmtilegan vetur saman. TTT
fundirnir verða á fimmtudögum kl.
16.30 í safnaðarheimili Lágafells-
kirkju.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
MENNING
SCALA-óperan í Míl-
anóborg var formlega
opnuð í fyrrakvöld með
uppfærslu á óperunni
Europa Riconosciuta
eftir Antonio Salieri,
þeirri sömu og var sett á
svið þegar óperuhúsið
var opnað í fyrsta sinn
árið 1778.
Hér sést hljómsveit-
arstjórinn Ricardo Muti
taka á móti þökkum
áheyrenda ásamt öðrum
flytjendum, en í aðal-
hlutverkum voru sópr-
ansöngkonurnar Diana
Damrau og Desire
Rancatore. Stóðu fagn-
aðarlætin í einar tólf
mínútur og voru flytj-
endur klappaðir fimm-
tán sinnum upp.
Uppselt var á sýn-
inguna, en af þeim 1.000
miðum, sem í boði voru,
var um helmingur boðs-
miðar. Seldust aðrir
miðar á verðbilinu 17.000–170.000 krónur.
Yfir 1.000 lögreglumenn gættu svæðisins í kring
um óperuna, þar sem von var á miklum mótmælum,
meðal annars gegn notkun dýraskinna í pelsa. Þá
voru þó nokkrir andstæðingar forsætisráðherra Ítal-
íu, Silvio Berlusconi, mættir til að mótmæla, og hrað-
aði hann sér inn um hliðardyr á óperunni til að verj-
ast köllum þeirra.
Fagnaðarlæti í Scala
AP
HALLDÓR Hansen barnalæknir
ánafnaði Listaháskóla Íslands veg-
legu tónlistarsafni sínu fyrir þremur
árum, auk þess sem hann erfði skól-
ann að öllum eigum sínum. Halldór
lést sumarið 2003 og hefur síðan
verið unnið að því að koma gjöf hans
í réttan farveg.
Mikill fengur
Halldór óskaði eftir því í skipu-
lagsskrá sem gerð var í lok árs
2002, að eigum hans yrði ráðstafað í
sérstakan styrktarsjóð í hans nafni
eftir sinn dag. Í henni kemur fram
að meginmarkmið sjóðsins séu að
„styrkja uppbyggingu og styðja við
tónlistarsafn Listaháskóla Íslands“
og „veita árlega styrk í nafni Hall-
dórs Hansen til eins af tónlist-
arnemum Listaháskóla Íslands sem
náð hefur framúrskarandi árangri
að mati sjóðsstjórnar“.
Að sögn Hjálmars H. Ragn-
arssonar, rektors Listaháskóla Ís-
lands og stjórnarformanns sjóðsins,
er mikill fengur að sjóðnum. „Bæði
getur hann stutt við uppbyggingu
tónlistarmenntunar hér á landi og
haldið nafni Halldórs á lofti,“ segir
hann. Styrktarsjóðurinn er sjálf-
stæður, þó að hann heyri undir
Listaháskóla Íslands. „Hann hefur
sjálfstætt bókhald og sín eigin
markmið. Það sem gert er í hans
nafni, ber nafn Halldórs.“
Tveir nemendur fá styrk
Sjóðurinn til styrktar tónlist-
arnemum í nafni Halldórs verður
formlega stofnaður 7. janúar næst-
komandi og þá verður jafnframt út-
hlutað úr honum í fyrsta sinn, til
tveggja einstaklinga. Stjórn sjóðsins
skipa Hjálmar H. Ragnarsson rekt-
or skólans, Árni Tómas Ragnarsson
læknir og Mist Þorkelsdóttir deild-
arforseti tónlistardeildar skólans,
og verður veitt árlega úr honum.
„Það er miðað við að fólk sem enn
er í námi og við í stjórninni höfum
ákveðið að horfa víðar en eingöngu
til tónlistarnemenda í Listaháskóla
Íslands,“ segir Hjálmar og bætir við
að styrkirnir miðist fyrst og fremst
við hljóðfæraleikara og söngvara,
enda í samræmi við áhugasvið Hall-
dórs.
Stjórn sjóðsins hefur ennfremur
ákveðið að standa að masterklössum
í nafni Halldórs, og munu sópr-
ansöngkonan Elly Ameling, sem var
góður vinur Halldórs, og píanóleik-
arinn Gerrit Schuil, halda þann
fyrsta af þeim toga í Listaháskól-
anum næsta vor.
Þýðingarmikið
fyrir uppbyggingu
Þá er unnið að því að skrásetja
tónlistarsafn Halldórs um þessar
mundir og gera það að hluta bóka-
safns Listaháskólans, sem er
stærsta listbókasafn á Íslandi. Í
safni Halldórs, sem Hjálmar segir
afar þýðingarmikið fyrir uppbygg-
ingu bókasafns skólans, er meðal
annars að finna myndbands-
upptökur með tónlistarefni, bækur
um tónlistarleg málefni og yfir
10.000 plötur, sem að stærstum
hluta eru vínýlplötur sem spanna öll
svið klassískrar tónlistar, þó flestar
hafi að geyma óperutónlist eða
ljóðasöng. Skráning hlutanna úr
safni Halldórs og uppbygging tón-
listarsafnsins er að hluta til kostuð
með fé úr styrktarsjóði Halldórs.
„Það er sú viðbót sem til þarf til að
hægt sé að koma þessu safni á lagg-
irnar á tiltölulega skömmum tíma.
Við gætum aldrei gert þetta án
þessa stuðnings,“ segir Hjálmar að
lokum.
Tónlistarmenntun | Styrktarsjóður Halldórs Hansen,
barnalæknis og tónlistarunnanda, að taka á sig mynd
Tónlistarsafn og
styrkir til nemenda
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Hansen og Hjálmar H. Ragnarsson, með Árna Tómasi Ragnarssyni
lækni og Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem vottuðu
gjafarsamkomulag Halldórs og Listaháskólans fyrir þremur árum.