Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 61

Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 61 DAVID og Victoria Beckham eru í líki Jósefs og Maríu meyjar í nýjum vax- myndum sem afhjúpaðar hafa verið á Madame Tussaud-safninu í Lundúnum. Í tilefni jólahátíðarinnar hefur verið sett upp sérsýning þar sem frægt fólk úr samtímanum hefur fengið hlutverk sögu- persóna úr Bíblíunni, þeirra sem komu við sögu fæðingar Krists. Þannig eru Bush Bandaríkjaforseti, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og Filipus prins í hlutverkum vintring- anna og ekki ber á öðru en að fjárhirð- arnir séu sláandi líkir þeim leikurum Samuel L. Jackson og Hugh Grant og sjónvarpsgrínaranum Graham Norton. Talsmaður Madame Tussaud segir uppá- tækið til þess ætlað að fá fólk til að brosa. „Þetta á að vera svolítið lúmskt. Við höfum fengið frábærar viðtökur og kallað fram ófá brosin.“ Hann viðurkennir þó að ein eða tvær kvartanir hafi borist: „Sumum finnst nefnilega ranglega hafa verið skipað í hlutverk að láta Bush, Blair og Filipus prins leika vitringana.“ Yfirvöld kirkjumála hafa hinsvegar ekki gert athugasemd við uppátækið. Eina sem talsmaður erkibiskupsins lét eftir sér hafa var: „Ja, hérna“ og tals- menn Vatíkansins telja það „smekk- laust“. Vaxmyndir | Umdeild uppfærsla Madame Tussaud á fæðingu frelsarans Vitringarnir Bush, Blair og Filipus prins AP Fjárhirðarnir Samuel L. Jackson, Hugh Grant og Graham Norton, David og Victoria Beckham sem Jósef og María og Blair, Filipus prins og Bush sem vitringarnir. Skyldi Jackson vera í jötunni? SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD KRINGLAN kl. 10.10. Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. Fór beint á toppinn í USA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.20. B.i. 12 ára. Kvikmyndir.is Les Marchands de sable (Svefnsandur) ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin S.V. Mbl.  Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY Sagan af Öskubusku í nýjum búningi Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl. tal KRINGLAN kl. 10.20. B.i. 16 ára. Stanglega bönnuð innan 16 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. Stanglega bönnuð innan 16 ára KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8.10. Ísl. tal./ Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Enskt tal. H.L. Mbl. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. O P E N W A T E R Kvikmyndir.is RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH Sama Bridget. Glæný dagbók. H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  AKUREYRI Sýnd kl. 8. ÞAÐ er orðið svo gott sem regla fremur en hitt að berja á Bryan Adams þegar hann gefur út nýja plötu. Maður er svo sem ekki hissa þegar hlýtt er á þetta nýjasta útspil hans. Þetta er bara mjög lélegt, það verður bara að segjast. Það er merkilegt hvert þessi ágæti hæfi- leikamaður er kominn því framan af ferli flutti hann hið ágætasta „heartland“ rokk, séramer- ísk stefna sem Bruce Springsteen og John Cougar Mellencamp standa (stóðu) fyrir. „Summer of 69“ er þá stórkostleg snilld. Undanfarin fimmtán ár hefur hins vegar topp meðalmennska verið aðal Adams og ekki breytist það hér. Það sem er hvað athyglisverðast við þessa plötu er að það er ekki eitt lag – ég endurtek – ekki eitt lag sem vekur eftirtekt hjá manni. Ég hef ekki heyrt flatari plötu í heillangan tíma. Adams er í hlutlausum gír allan tímann, hver og ein lagasmíð svo þunn að maður tekur vart eftir því að maður sé að hlusta. Platan pirrar ekki. Hún er bara ekki. Lygilega slappt frá manni sem ætti að geta betur en virðist svo gott sem á miðjumoðskrossferð. Topp meðal- mennska TÓNLIST Erlendar plötur Bryan Adams – Room Service  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.