Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 4
Skoðað hvort farið verði
strax í umhverfismat
TÓMAS Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls,
segir að þrátt fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
muni framkvæmdir við álverið í Reyðarfirði halda
áfram af fullum krafti eins og ekkert hafi í skorist,
enda sé búið að áfrýja málinu til Hæstaréttar og ein-
sýnt að bæði framkvæmda- og starfsleyfi álversins
séu í fullu gildi. „Við höfum ekkert hvikað frá þeirri
stefnu að álverið í Reyðarfirði muni taka til starfa í
apríl árið 2007 eins og við höfum ætlað okkur frá upp-
hafi,“ segir Tómas Már við Morgunblaðið.
Hann átti í gær fjölmarga fundi til að fara yfir mál-
ið, m.a. með stjórnendum móðurfyrirtækisins í
Bandaríkjunum, þar sem staða Alcoa var kortlögð í
ljósi dómsins. Samkvæmt dómnum er úrskurði um-
hverfisráðherra hnekkt um að álverið hafi ekki þurft
að fara í nýtt umhverfismat. Segir hann eigendur Al-
coa hafa orðið undrandi á niðurstöðu héraðsdóms en
það hafi aldrei verið ætlun fyrirtækisins að komast
hjá umhverfismati.
Aðspurður segir Tómas Már að ein þeirra leiða
sem Alcoa sé að íhuga sé að ráðast sem fyrst í gerð
nýs umhverfismats, þannig að sú verði þá komin í
gang óháð niðurstöðu Hæstaréttar. „Við erum ekk-
ert hrædd við mat á umhverfisáhrifum og munum
undirbúa það svona til vara. Hefðum við þurft að
framkvæma nýtt umhverfismat værum við búnir að
því. Hins vegar teljum við dóminn byggja á misskiln-
ingi og munum áfrýja honum,“ segir hann en minnir
á að Alcoa hafi keypt umhverfismatsskýrslu Reyð-
aráls á sínum tíma og fengið meðfylgjandi leyfi. Sam-
anburðarskýrslu hafi verið skilað inn til Skipulags-
stofnunar og jákvæð niðurstaða fengist þaðan.
Skaðabætur ekki skoðaðar
Hvort Alcoa muni hugsanlega krefjast skaðabóta
frá stjórnvöldum, staðfesti Hæstiréttur héraðs-
dóminn, segir Tómas Már það ekkert hafa komið til
tals. Miklir hagsmunir séu vissulega í húfi en ekkert
eigi þó að koma í veg fyrir, jafnvel staðfesting í
Hæstarétti, að álverið verði gangsett í apríl 2007.
Meira á mbl.is/ítarefni
4 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BEIÐNI um fjölskipaðan dóm í
Héraðsdómi Reykjavíkur kom ekki
til álita í máli Hjörleifs Guttorms-
sonar gegn ríkinu og Alcoa. Dóms-
stjóri héraðsdóms, Helgi I. Jónsson,
segir slíka beiðni ekki hafa komið
frá héraðsdómaranum, Skúla
Magnússyni. Þetta sé ávallt mats-
atriði dómara hverju sinni.
Helgi segir að aðalregla laga um
meðferð einkamála, nr. 91/1991, sé
sú að einn dómari skipi dóm í
hverju máli. Samkvæmt ákvæðum
sömu laga geti dómari kvatt til tvo
meðdómara ef deilt sé um stað-
reyndir sem málsástæður og dóm-
ari telja þurfa sérkunnáttu til að
leysa úr. Þá geti dómari, að fengnu
samþykki viðkomandi dómsstjóra,
kvatt til héraðsdómara til setu í
dómi með einum sérfróðum með-
dómsmanni eða tvo héraðsdómara
ef mál séu umfangsmikil eða sak-
arefni mjög mikilvæg frá almennu
sjónarmiði.
Dómur líklega fyrir réttarhlé
Ekkert af þessu kom til tals í um-
ræddu máli, sem hinir stefndu hafa
ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar.
Sú beiðni hefur ekki borist rétt-
inum en að sögn Þorsteins A. Jóns-
sonar, skrifstofustjóra Hæsta-
réttar, ætti málum sem berast
réttinum formlega í þessum mánuði
að vera lokið með dómi fyrir rétt-
arhlé, sem yfirleitt hafa hafist um
miðjan júnímánuð.
Fjölskipaður
dómur kom
ekki til álita
FULLTRÚAR Impregilo áttu í gær fundi með
Árna Magnússyni félagsmálaráðherra og Vinnu-
málastofnun til að upplýsa um gang ráðningarmála
og útskýra sín sjónarmið í deilunum við verkalýðs-
hreyfinguna um kjaramál við Kárahnjúkavirkjun.
Ráðherra segir fundinn hafa verið gagnlegan og
ljóst sé að forráðamenn fyrirtækisins hafi áhyggjur
af því hvernig samskiptin við verkalýðshreyfinguna
hafa þróast. Ef fram haldi sem horfi muni það hafa
áhrif á verkið.
„Þeir fóru yfir málið frá sinni hlið. Þetta var
gagnlegur fundur þar sem við skiptumst á skoð-
unum. Þeir bregðast við hluta af þeim ásökunum
sem á þá hafa verið bornar. Mikilvægt er fyrir mig
að kynna mér allar hliðar málsins og hef auk þessa
fundar hitt fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og
Samtaka atvinnulífsins,“ sagði Árni við Morgun-
blaðið að fundi loknum.
Hann sagðist enn vera að móta skoðun sína á
greinargerðinni sem ASÍ sendi honum, og greint
var frá í blaðinu í gær. Liður í því væru fundir með
málsaðilum. Bjóst Árni við því að hitta fulltrúa ASÍ
að nýju eftir helgina.
Förum eftir lögum
Gianni Porta, verkefnisstjóri Impregilo við Kára-
hnjúka, sat fundinn með Árna ásamt Luigiano Bru-
netti fjármálastjóra og Þórarni V. Þórarinssyni,
lögmanni fyrirtækisins. Yfirmenn Impregilo frá
Mílanó komust ekki til landsins fyrir fundina í gær
en von var á þeim í gærkvöldi eða í dag.
Porta sagði við Morgunblaðið að fundurinn með
ráðherra hefði verið jákvæður. Upplýsingum hefði
verið komið á framfæri og ráðherra verið boðið að
heimsækja virkjunarsvæðið og kynna sér aðstæður
af eigin raun.
„Við erum reiðubúnir að sanna að við förum eftir
íslenskum lögum og reglum í einu og öllu og virðum
þá kjarasamninga sem við höfum gert við verka-
lýðsfélögin,“ sagði Porta. Hann minnti á að tak-
markaður fjöldi umsókna hefði borist frá sérhæfð-
um og vönum verkamönnum. Því hefði Impregilo
leitað eftir vönum mönnum, sem unnið hefðu við
svipaðar aðstæður í Kína og Mongólíu. Að sjálf-
sögðu myndi fyrirtækið halda áfram að leita eftir
starfskröftum hér á landi eða annars staðar í Evr-
ópu.
„Okkar verkefni er að reisa virkjunina og stífl-
una. Til þess þurfum við ekki bara vélar heldur
einnig fólk,“ sagði Porta.
Fulltrúar Impregilo funduðu með Árna Magnússyni félagsmálaráðherra í gær
Áhyggjur af samskiptum
við verkalýðshreyfinguna
Morgunblaðið/Jim Smart
Fulltrúar Impregilo, Gianni Porta, Luigiano Brunetti og Þórarinn V. Þórarinsson, sitja gegnt Árna
Magnússyni félagsmálaráðherra og hans nánustu samstarfsmönnum á fundinum í gær.
„MÉR finnst þetta fyrst og
fremst leiðinlegt,“ segir Guð-
mundur Bjarnason, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar, um úrskurð Hér-
aðsdóms vegna umhverfismats
fyrir álver Fjarðaáls á Reyð-
arfirði.
„Ég get ekki séð að þetta hafi
nein áhrif á framkvæmdirnar
hér eða muni tefja þær. Í dómn-
um er fallist á þá aðferð sem not-
uð var við umhverfismatið, en
síðan setur dómarinn sig í sér-
fræðingsstöðu og kemst að þess-
ari niðurstöðu. Maður taldi að
búið væri að leita til okkar fær-
ustu sérfræðinga varðandi loft-
dreifingu og breytingin sem var
gerð er sú að strompar verk-
smiðjunnar eru hækkaðir. Mér
finnst að dómurinn hefði þurft að vera fjölskipaður í svona miklu máli og
þykir skrítið að þetta sé lagt á einn mann. Fyrst og fremst er það leiðinlegt
að þessi mál skuli raunverulega aldrei taka enda, en við verðum að hlíta
því enda búum við hér í lýðræðisþjóðfélagi.“
Guðmundur telur hverfandi líkur á að framkvæmdin við álverið verði
stöðvuð, hvort sem nýtt umhverfismat fari fram eða ekki. „Málið er nú á
fyrra dómstiginu og mér finnst að menn megi ekki draga allt of miklar
ályktanir af þessu. Menn eru komnir allt of langt í framkvæmdinni til að
hún verði stöðvuð nú, en að sjálfsögðu þarf að fara yfir málið.“
Guðmundur segist heyra á sínu fólki í Fjarðabyggð að það sé hundsvekkt
og pirrað á að málatilbúnaði vegna álversins ætli aldrei að linna. „Það er
búið að kæra bæjarstjórnina hér í bak og fyrir af bæði Hjörleifi Guttorms-
syni og umhverfissamtökum og þau mál hafa öll fallið um sjálf sig. Við
sættum að vísu ekki kæru í þessu tiltekna máli.“
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar telur litlar líkur á
að framkvæmdum vegna álvers verði frestað
Guðmundur Bjarnason segir dóminn
ekki stöðva framkvæmdir.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Telur að dómur hefði
þurft að vera fjölskipaður
GIANNI Porta, verkefnisstjóri við
Kárahnjúkavirkjun, segir það ekki
rétt sem fram hafi komið í fjöl-
miðlum að íslenska verkalýðshreyf-
ingin hafi átt frumkvæði að því að
fá fulltrúa Alþjóðabygginga-
sambandsins og ítalskra verkalýðs-
félaga til landsins. Þessi heimsókn
sé að frumkvæði Impregilo.
Munu hinir erlendu gestir heim-
sækja virkjunarsvæðið og kynna
sér aðstæður af eigin raun, að sögn
Porta. Einnig standi til að bjóða
fulltrúum íslenskra verkalýðs-
félaga, hafi þeir áhuga á því.
Alþjóðleg verka-
lýðsfélög koma í
boði Impregilo