Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
hún og bætir því við að hún hafi rekist stuttlega á Tony
Blair á göngum hússins.
Þorgerður segist hafa átt ánægjulegt spjall við Cher-
ie Blair í um klukkustund. „Við ræddum um heima og
geima. Um menntamál, jafnréttismál, íþróttir, börnin
okkar og svona eins og maður spjallar raunverulega
þegar maður er í heimsókn hjá vinum og kunningjum,“
segir Þorgerður en hún kynntist Blair á ráðstefnu í
ágúst.
„Að sjálfsögðu bauð ég henni aftur til Íslands,“ segir
Þorgerður og bætir því við að það kunni vel að vera að
Blair komi aftur til Íslands enda hafi hún heillast bæði
af landi og þjóð.
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra átti nýverið fund með Cherie Blair, eig-
inkonu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands.
„Þetta er einstaklega heillandi og skarpgreind kona
sem hefur mjög miklu að miðla eins og við Íslendingar
þekkjum eftir að hún var hérna í heimsókn fyrir ekki
löngu,“ segir Þorgerður. Hún segist hafa fengið fyrir
skömmu boð um einkaheimsókn frá Blair þegar hún
ætti leið um London.
Þorgerður, sem var stödd í vikunni í Lundúnum á
ráðstefnu, heimsótti Blair sl. þriðjudag í Downing-
stræti 10. „Þetta var mjög skemmtilegt og það var
gaman að sjá hvað allt var heimilislegt hjá þeim,“ segir
Cherie Blair ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Downing-stræti 10.
„Einstaklega heillandi kona“
BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur
samþykkt að vísa tillögu Stein-
unnar Valdísar Óskarsdóttur borg-
arstjóra um að álagningarprósenta
fasteignaskatts í Reykjavík hækki
ekki í ár úr 0,320% í 0,345% til
borgarstjórnar sem mun taka af-
stöðu til hennar á þriðjudaginn eft-
ir helgi.
Í tillögu borgarstjóra kom fram
að við samþykkt fjárhagsáætlunar
hefði ekki verið ljóst hversu mikið
fasteignamat íbúðarhúsnæðis
myndi hækka og því hefði verið
ákveðið að hækka álagning-
arprósentuna í 0,345%. Síðan hefði
komið í ljós að fasteignamat sér-
býlis í Reykjavík hækkaði um 20%
milli ára og fjölbýlis um 13%. Áætl-
aður tekjuauki borgarinnar vegna
þessa án hækkunar álagningarhlut-
falls væri 103,6 milljónir og því
hefðu forsendur hækkunar breyst.
Fallið verði frá
hækkun fast-
eignaskatts
TOLLGÆSLAN í Reykjavík var
búin að ákveða að leita að fíkniefn-
um um borð í Hauki ÍS áður en
fregnir bárust af því að þýska lög-
reglan og tollgæslan hefðu fundið
3½ kíló af kókaíni og álíka magn af
hassi um borð í skipinu, að sögn
Sigurðar Skúla Bergssonar for-
stöðumanns tollgæslusviðs tollstjór-
ans í Reykjavík.
Þegar tollgæslan leggur mat á
hvort leita skuli að fíkniefnum í
skipum sem koma til baka úr sigl-
ingum, er m.a. litið til þess hverjir
eru í áhöfn og hvort þeir eigi af-
brotaferil að baki, en einnig er leit-
að í skipum þó engin sérstök ástæða
sé fyrir því, að sögn Sigurðar Skúla.
Sigurður Skúli segir að þegar
ljóst varð að Haukur ÍS myndi
leggjast að bryggju í Hafnarfirði
hefði tollgæslan þar í bæ verið látin
vita. Skipið kom frá Hollandi á
þriðjudagskvöld og var þá farið með
fíkniefnaleitarhunda um borð. Ekk-
ert fannst en Sigurður Skúli segir
að hundarnir hafi greinilega fundið
lyktina af fíkniefnunum.
Tveir fíkniefnaleitarhundar
Það er ekki algengt að lagt sé
hald á stórar fíkniefnasendingar um
borð í íslenskum fiskiskipum og
nokkuð um liðið síðan það gerðist
síðast. Sigurður Skúli segir að skip,
jafnt fiskiskip sem önnur, sem
koma frá útlöndum séu tollafgreidd
en ef ástæða þyki til sé leitað sér-
staklega að smyglvarningi. Af og til
sé farið með fíkniefnaleitarhunda
um borð í skipin en tollstjóraemb-
ættið á tvo slíka hunda. Sigurður
Skúli treysti sér í gær ekki til þess
að leggja mat á hlutfall þeirra skipa
sem tollgæsla leitar gaumgæfilega í.
Aðspurður sagði hann að frekar
stæði til að leita oftar með fíkni-
efnaleitarhundum um borð í fiski-
skipum. „Þetta mál [fíkniefnafund-
urinn um borð í Hauki ÍS] segir
okkur að við verðum að vera mjög
vakandi yfir þessum hlutum,“ segir
Sigurður Skúli.
Tollgæslan hafði
ákveðið að leita
um borð í Hauki
VIÐ skulum spyrja að leikslokum.
Ef áfrýjunarnefnd samkeppnismála
treystir sér til að taka tillit til þeirra
röksemda sem umbjóðandi minn
lagði fram af sinni hálfu vænti ég
þess að þær stjórnvaldssektir sem
tekist er á um í málinu muni lækka
verulega,“ segir Kristinn Hallgríms-
son, hæstaréttarlögmaður, lögmað-
ur Kers hf., áður Olíufélagsins ehf.,
um málflutning umbjóðanda síns
fyrir áfrýjunarnefndinni sem fram
fór sl. mánudag.
„Mál þetta er óvenjuumfangsmik-
ið. Að auki er það mjög flókið lög-
fræðilega af ýmsum ástæðum, m.a.
vegna lagabreytinga á rannsóknar-
tímabilinu. Erfitt er því að tjá sig um
það í stuttu máli. Ef tilraun er gerð
til þess að lýsa hluta þess málflutn-
ings sem fram fór má segja að um-
bjóðandi minn telji sig m.a. hafa fært
fram gild rök um að útreikningar
samkeppnisráðs og Samkeppnis-
stofnunar um meintan ólögmætan
ávinning af ólögmætu samráði olíu-
félaganna á árunum 1996–2001
byggist á röngum forsendum sem
aftur leiði til þess að álagðar stjórn-
valdssektir ættu að lækka verulega,“
segir Kristinn.
„Útreikningar samkeppnisyfir-
valda taka ekki nægjanlegt tillit til
breytinga á rekstrarkostnaði um-
bjóðanda míns til hækkunar, t.d.
vegna aukins gengistaps meðan ís-
lenska krónan var í frjálsu falli á ár-
unum 2000–2001, hækkunar launa
umfram almennar verðlagsbreyting-
ar, sem munar umtalsverðum fjár-
hæðum, og kostnaðar vegna hertra
krafna á sviði öryggis- og umhverf-
ismála, svo einhver dæmi séu nefnd.
Einnig var því t.d. mótmælt að sam-
keppnisyfirvöld virðast ekkert taka
tillit til þess í niðurstöðu sinni að
samráð olíufélaganna minnkaði að
mun á rannsóknartímabilinu, og var
lokið í öllum verulegum atriðum þeg-
ar rannsókn samkeppnisyfirvalda
hófst,“ segir Kristinn.
Að sögn hans hefur umbjóðandi
hans kosið að tjá sig ekki frekar efn-
islega um málið fyrr en niðurstaða
áfrýjunarnefndar samkeppnismála
liggur fyrir, sem vænst er fljótlega.
Lögmaður Olíufélagsins um málareksturinn fyrir áfrýjunarnefndinni
„Skulum spyrja að leikslokum“
TRÚNAÐARMAÐUR starfsmanna
Íslenska útvarpsfélagsins ætlar að
boða þá starfsmenn útvarpsstöðv-
anna X-ins, Skonrokks og Stjörnunn-
ar, sem sagt var upp störfum á mið-
vikudag, á sinn fund eftir helgi.
Hólmfríður Kristjánsdóttir trúnaðar-
maður hafði ekkert rætt við starfs-
fólkið síðdegis í gær.
Yfirstjórn Íslenska útvarpsfélags-
ins hefur boðað starfsmenn á fund í
Vetrargarðinum í Smáralind í dag,
þar sem m.a. verður kynnt nýtt skipu-
rit fyrirtækisins. Gunnar Smári Eg-
ilsson, framkvæmdastjóri ÍÚ og
Fréttar, segir fundinn hefðbundinn
starfsmannafund, þar sem farið verð-
ur yfir stefnu fyrirtækisins.
Að sögn Elíasar Guðmundar
Magnússonar, forstöðumanns kjara-
sviðs VR, er líklegt að flestir starfs-
mennirnir séu aðilar að VR. For-
svarsmenn Íslenska útvarpsfélagsins
tilkynntu VR að um tíu aðilum hefði
verið sagt upp en ekki var nákvæm-
lega tilgreint hversu margir væru að-
ilar að VR. „Okkar trúnaðarmaður er
að skoða málin og við munum í næstu
viku væntanlega fá nafnalista og hitta
þessa aðila ef þeir vilja það. Þá verður
farið yfir réttarstöðu þessa fólks og
um hvað samið var við það.“
Uppsagnir hjá ÍÚ
VR skoðar
mál starfs-
manna í
næstu viku
„GÆSIRNAR eru einfaldlega ban-
hungraðar,“ sagði Ólafur Karl Niel-
sen, fuglafræðingur á Nátt-
úrufræðistofnun Íslands. Fólk sem
farið hefur niður að Tjörn til að gefa
fuglunum hefur orðið fyrir árásum
frá gæsunum. M.a. komst ung kona
undan gæsunum við illan leik í vik-
unni eftir að þær höfðu étið bíllyklana
hennar.
Ólafur tók saman skýrslu fyrir
borgina veturinn 1998–99 þar sem
kannað var hve mikið almenningur
gæfi fuglunum við Tjörnina. „Nið-
urstaðan var sú að um helgar full-
nægðu brauðgjafir almennings fæðu-
þörf fuglanna, en svo var alls ekki
virka daga því þá fullnægðu brauð-
gjafir ekki nema að meðaltali 35%
fæðuþarfar fuglanna,“ segir Ólafur
og bendir á að alltaf sé eitthvað um
það að gæsir í borginni drepist úr
hungri.
Aðspurður segir Ólafur gæsir
verst settar af fuglategundum við
Tjörnina þegar jarðbönn eru líkt og
nú. „Því bæði endur og álftir geta náð
sér í fæðu í sjónum, en gæsir eru
grasætur og þegar snjór hylur jörð í
jarðbönnum hefur hún ekkert æti
annað en það sem borgararnir færa
henni,“ segir Ólafur og áætlar að
samtals hafi um 700 grágæsir vet-
ursetu í borginni. Aðeins er þó hluti
þeirra við Tjörnina, en Ólafur segist
hafa talið 280 grágæsir á Tjörninni 9.
janúar sl.
Ólafur rifjar upp að haustið 1997
hafi þáverandi garðyrkjustjóri borg-
arinnar ákveðið að hætt skyldi dag-
legri fóðrun tjarnarfugla á vegum
borgarinnar og var tilgangurinn að
stemma stigu við frekari fjölgun gæs-
anna þar. Mætti sú ákvörðun nokk-
urri gagnrýni og var því gripið til
þess ráðs að gefa gæsunum daglega í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og í
Vatnsmýrinni þegar jarðbönn væru.
Ólafur segist einnig vita til þess að
sumstaðar í íbúðarhverfum sé gæsum
gefið. Spurður hvort ágangur gæs-
anna komi á óvart svarar Ólafur því
neitandi, enda séu gæsirnar ekki
hræddar við mannskepnuna eftir ára-
tuga samveru.
Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri
Umhverfis- og heilbrigðisstofu
Reykjavíkurborgar, staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið að gæsum væri
gefið daglega í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum og í Vatnsmýrinni
annan hvern dag þegar jarðbönn
væru. „Eftir því sem mér skilst eru
þær svo vel haldnar þessar gæsir að
það hálfa væri nóg.“
Aðspurður segir Örn borginni ekki
hafa borist neinar kvartanir vegna
ágengni gæsa við Tjörnina. Örn seg-
ist þó vita til þess að þær séu að-
gangsharðar og frekar á þeim stöðum
í borginni þar sem þær eru fóðraðar.
„Gæsirnar eru hungraðar“
Þar sem gæsir eru grasætur hafa þær ekkert æti þegar jörð er hulin snjó líkt
og gildir um þessar mundir. Gæsirnar eru því algjörlega háðar brauðgjöfum
borgarbúa. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur áætlar að tæplega 300 þeirra
700 grágæsa sem dvelja í borginni að vetrarlagi haldi til við Tjörnina.
SAMFYLKINGIN í Kópavogi telur
eðlilegt að skoða lækkun fast-
eignaskatts í Kópavogi. Í grein-
argerð með tillögu Samfylking-
arinnar, sem lögð var fyrir
bæjarráð Kópavogs í gær, er minnt
á að fasteignamat í Kópavogi hafi
hækkað um 15,3% að meðaltali um
áramótin en það feli í sér mikinn út-
gjaldaauka fyrir heimilin. Þá er á
það bent að Kópavogsbær er með
hærri álagningarprósentu fast-
eignaskatts en nágrannasveit-
arfélögin og að við því þurfi að
bregðast. Reykjavíkurborg hafi til
að mynda ákveðið að draga hækk-
un á fasteignagjöldum til baka og
Hafnarfjarðarkaupstaður hafi sam-
þykkt að athuga þessi mál.
Bæjarráð Kópavogs mun vænt-
anlega taka afstöðu til tillögu Sam-
fylkingarinnar að viku liðinni.
Leggja til lækkun
fasteignaskatts