Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 16
● HAFSTEINN
Bragason hefur
verið ráðinn
starfsmannastjóri
hjá Actavis sam-
stæðunni. Haf-
steinn var áður
stjórnandi Mann-
auðslausna hjá
IMG. Hann mun
sjá um samræmingu mannauðs-
mála hjá dótturfyrirtækjum Actavis,
með hliðsjón af stefnumörkun sam-
stæðunnar.
Hafsteinn lauk B.A.-prófi í sálfræði
frá Háskóla Íslands árið 1993 og
M.A.-gráðu í vinnu- og skipulags-
sálfræði frá Free University í Amst-
erdam í Hollandi árið 1998. Hann
starfaði hjá AC Nielsen í Hollandi
1997 en hóf störf hjá IMG sama ár.
Hann hefur jafnframt verið stunda-
kennari við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands frá
1999. Hann hefur einnig kennt við
Háskólann í Reykjavík og Við-
skiptaháskólann á Bifröst.
Ráðinn starfsmanna-
stjóri Actavis
16 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
$ %&
'()
*
*
+,'-
./0
*
*
1/1
230
*
*
4+0
$ 55
*
*
61-0 .#7 8#
*
*
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
Bréf Flugleiða
hækka um 7,5%
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu 11,2 milljörðum
króna. Þar af voru viðskipti með
hlutabréf fyrir 4,5 milljarða. Mest
viðskipti voru með hlutabréf Íslands-
banka, eða fyrir 1,3 milljarða, og
hækkaði gengi þeirra um 0,9%. Mest
hækkuðu bréf Flugleiða, eða um
7,5%. Af félögum í úrvalsvísitölunni
lækkuðu einungis bréf Bakkavarar,
en þau lækkuðu um 0,8%.
Verðmat á SÍF hærra
en núverandi gengi
● NÝTT verðmat Greiningar Íslands-
banka gefur hærra gengi á hlutabréf-
um félagsins en gengi þeirra hefur
verið að undanförnu. Hefur deildin
gert nýtt verðmat á félaginu í kjölfar
breytinga sem orðið hafa hjá því að
undanförnu.
Niðurstaða verðmatsins er 30,1
milljarðar króna sem gefur verð-
matsgengið 5,1. Þó er varað við und-
irliggjandi óvissu í verðmatinu þar
sem „hið nýja SÍF hefur enn sem
komið er ekki skilað uppgjöri.“
Lokagengi SÍF í Kauphöll Íslands
þegar verðmatið var unnið var 4,78
og er því mælt með því að fjárfestar
haldi bréfum sínum og vegi þau í vel
dreifðum eignasöfnum.
FRAMKVÆMDASTJÓRAR Versl-
unarráðs og Samtaka atvinnulífsins
voru gagnrýnir á skattayfirvöld í
erindum sínum á skattadegi Del-
oitte í gær. Þór Sigfússon, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, sagði
m.a. að samskipti skattayfirvalda
og viðskiptalífsins hefðu versnað á
síðustu árum.
Þór sagði í erindi sínu að skila-
boð innan úr skattkerfinu væru oft
afar óljós og svo virtist sem kerfið
lifði í aukinni einangrun. „Það kann
að vera augljós en mikilvæg skýr-
ing á því hvers vegna segja má að
nokkurt bil sé að verða á milli
skattyfirvalda og viðskiptalífs,“
sagði Þór.
Hann benti á að fyrir fáum árum
hefðu fjármálaráðuneytið og stofn-
anir þess haft yfirburðaþekkingu á
skattamálum. Nú væru hins vegar
starfandi skattasérfræðingar í fyr-
irtækjum, sem væru jafnvel eða
betur að sér en embættismenn.
„Þessi staðreynd kann að vera ein
meginástæða þess að stofnanir
ráðuneytisins grípa til ýmissa ráða
til að vekja athygli á þörfinni fyrir
aukna þekkingu innan kerfisins og
þörfinni á fleiri starfsmönnum og
um leið kann þetta að vera ástæða
þess að fullyrða má að samskipti
viðskiptalífs og skattyfirvalda hafi
versnað á síðustu árum,“ sagði Þór.
Í framhaldi af orðum Þórs rifjaði
Ari upp ummæli ríkisskattstjóra
um að hann skildi ekki hvað ís-
lensku bankarnir væru að fara með
stofnsetningu útibúa í Lúxemborg,
þeir ættu ekkert erindi þangað. „Að
segja við íslensku bankana að þeir
eigi ekki að vera í Lúxemborg
finnst mér nánast eins og að segja
við útgerðarmenn að þeir skuli alls
ekki fara að veiða á Halamiðum eða
Selvogsbanka, heldur halda sig ein-
hvers annars staðar,“ sagði Ari.
Menn hlytu að halda sig þar sem
hlutirnir væru að gerast og jafn-
sjálfsagt væri að íslenskir bankar
sinntu erlendum viðskiptavinum og
að útlendir bankar hefðu íslenska
viðskiptavini.
Versnandi samskipti
viðskiptalífs og yfirvalda
Morgunblaðið/Þorkell
Skattadagur Deloitte Hluti fundarmanna á morgunverðarfundi í tengslum við skattadag Deloitte.
Hallar
undan fæti
hjá Iceland
BRESKA matvöruverslanakeðjan
Iceland, sem er á leið með að kom-
ast í eigu íslenskra fjárfesta með
Pálma Haraldsson í broddi fylking-
ar, var meðal þeirra verslana sem
urðu verst úti í samkeppni á bresk-
um matvörumarkaði fyrir jólin.
Í frétt í breska blaðinu In-
dependent kemur fram að mark-
aðshlutdeild Iceland hafi minnkaði
um 2,1% á tólf vikna tímabili til 2.
janúar 2005 í samanburði við sama
tímabil árið áður.
Staða stóru matvörukeðjanna
Tesco og Asda er sterkari en
nokkru sinni fyrr að því er fram
kemur í Independent. Nam mark-
aðshlutdeild Tesco 29% og hlut-
deild Asda var um 17% á sama
tímabili. Er þar um að ræða 13%
aukningu hjá Tesco miðað við sama
tímabil í fyrra. Þá hefur bandaríska
Walmart-samsteypan, sem á Asda-
keðjuna, upplýst að af þeim 20
verslunum samsteypunnar sem
náðu hvað bestum árangri hafi 18
verið Asda-verslanir.
Iceland er í eigu Big Food
Group, sem Baugur á fimmtung í
og á nú í yfirtökuviðræðum við.
Verði af yfirtökunni mun Iceland-
keðjan seld, líkt og áður hefur kom-
ið fram, félaginu IceCo, sem verður
í eigu BG Holding, Burðaráss,
Talden Holding (Pálma Haralds-
sonar), Milestone (Karls Werners-
sonar og systkina) og Landsbank-
ans.
Frumherji býður í
SBI í Danmörku
FRUMHERJI hf. tekur þátt í útboði
á dönsku bifreiðaskoðuninni, SBI,
sem verið er að einkavæða. Óskar
Eyjólfsson staðfestir þetta í samtali
við Morgunblaðið en segist ekki geta
tjáð sig frekar um útboðið að svo
stöddu. „Við sjáum í þessu tækifæri,
enda er um að ræða mjög svipaðan
rekstur og við erum með hér heima,“
segir hann.
Bifreiðaskoðun í Danmörku var
gefin frjáls nú um áramót en hefur
verið á höndum danska ríkisins allt
frá því að Danmörk gekk í Evrópu-
sambandið. SBI rekur um 70 skoð-
unarstöðvar víðsvegar í Danmörku
og hjá fyrirtækinu starfa um 600
manns. Velta þess var á síðasta ári
um 5 milljarðar króna.
Samkvæmt vefriti dönsku kaup-
hallarinnar er talið að SBI muni
kosta nærri 4,5 milljarða íslenskra
króna en fyrirtækið hefur farið í
gegnum allsherjar endurskoðun á
síðustu árum. Danska ríkið fór
skömmu fyrir jól fram á bindandi til-
boð frá þeim aðilum sem sent höfðu
inn verðhugmyndir.
Frumherji hf. var stofnaður árið
1997 í kjölfar breytinga sem gerðar
voru á Bifreiðaskoðun Íslands hf.
Starfsemi félagsins snerist til að
byrja með eingöngu um bifreiða-
skoðanir en hefur þróast í alhliða
þjónustu á sviði ýmis konar skoðana
og prófana ásamt annarri starfsemi.
Félagið starfar nú á sex mismunandi
sviðum á um 30 stöðum á landinu og
eru flest starfssvið þess rekin sam-
kvæmt viðurkenndum gæðastöðlum.
Meiri velta með
ríkisverðbréf
● VELTA með ríkisverðbréf í Kaup-
höll Íslands jókst verulega árið
2004 samanborið við árið 2003,
samkvæmt upplýsingum frá Lána-
sýslu ríkisins. Árið 2004 var velta
með ríkisbréf 269 milljarðar króna,
samanborið við 150 milljarða árið
áður. Velta með spariskírteini var
108 milljarðar árið 2004 sem er
aukning um 30 milljarða frá árinu
áður.
Aukin velta með spariskírteini á
sama tíma og staða bréfanna lækk-
ar á milli ára merkir að veltuhraði
þeirra hefur aukist. Þá jókst velta
ríkisvíxla um 5 milljarða króna á síð-
asta ári. Meðalstaða endurhverfra
verðbréfalána í desember var
7.441 milljónir að markaðsvirði
samanborið við 5.603 milljónir í
nóvember. Þetta er hæsta með-
alstaða í einum mánuði frá því að
boðið var upp á slík lán.
Rætt um yfirtöku
á breskum banka
KB banki og Landsbankinn eru
nefndir sem hugsanlegir bjóðendur í
breska fjárfestingarbankann Dur-
lacher. Stjórnendur Durlacher hafa
sagt að viðræður um yfirtöku á
bankanum séu í gangi en nefna ekki
hver eða hverjir eigi í hlut. Frá þessu
er greint í frétt á vefmiðlinum this-
ismoney, sem er hluti af útgáfufyr-
irtæki breska blaðsins Daily Mail og
fleiri blaða. Tekið er fram í fréttinni
að þó svo að KB banki og Lands-
bankinn séu nefndir sem hugsanleg-
ir bjóðendur þá sé talið að þeir séu
ekki líklegir til að yfirtaka Dur-
lacher.
Brynjólfur Helgason, fram-
kvæmdastjóri alþjóðasviðs Lands-
bankans sagði í samtali við Morgun-
blaðið að bankinn tjáði sig ekki um
einstök verkefni sem unnið væri að.
Í frétt thisismoney segir að orð-
rómur um yfirtöku á Durlacher hafi
komist á kreik í byrjun vikunnar. Í
kjölfarið hafi gengi hlutabréfa fé-
lagsins hækkað um 8%.
Durlacher er í fjármálahverfinu í
London. Markaðsvirði fyrirtækisins
er nú um 21 milljón punda, sem svar-
ar til um 2,4 milljarða íslenskra
króna. Á tímum netbólunnar, fyrir
rúmum hálfum áratug, var Durlach-
er eitt þeirra fyrirtækja sem mikið
bar á í ýmsum áhættufjárfestingum í
Bretlandi og tók þá þátt í stofnun
margra fyrirtækja sem síðan hafa
horfið af sjónarsviðinu. Markaðs-
virði Durlacher fór þá hæst í um 2
milljarða punda, eða um 240 millj-
arða íslenskra króna.
/9 : #";
<55= : #";
<"
+
> >! / # 5
+"
? % 5
4< 5
4="
@% 5 ? %
3
3%9 +
2 >
5 ;
'A
' "" +
> !
B "
+ 5 5" ? %
: %
C;
C > ! D A> E 8 #
@F> G5
"
$HA
'?+
' " >I '"" %
'=" = A > A!
, =
" =
D# " E'G
!"#$% &
/" " 55
+ 5% -
>
@% F ? % ,G5 >G
%'( ) 61-J
'F
5!
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
< >
> 5!
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
K *L
K E*L
K *L
K *L
K *L
K
*L
K *L
K
*L
K *L
K *L
E
K *L
K *L
K *L
K *L
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
C % 5 ;
%
, # F #5 % M
4"; '
!
!
!
!
!
!! ! ! ! ! ! !
!
!
! ! E
! E
! ! E
!
E
! !
E
E
E
E
E
E
E
E
E
5 ; F N ! 5 !
/,C! O / A"" +
=%
5 ;
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
/,C!E P " > A%% =" A" >
! /,C!E '5%
> > =5" # A>" #> !