Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 27
MENNING
Tosca, Elín Ósk Óskarsdóttir,
Cavaradossi, Jóhann Friðgeir Valdimarsson,
Scarpia, Ólafur Kjartan Sigurðarson,
Angelotti, Bergþór Pálsson,
Spoletta, Snorri Wium
kirkjuvörður Davíð Ólafsson
Miðasala á netinu; www.opera.is
Netfang miðasölu; midasala@opera.is
Sími miðasölu: 511 4200
Banki allra landsmanna
Frumsýning 11. febrúar
kl. 20 – UPPSELT
2. sýning 13. febrúar kl. 19 – FÁAR SÝNINGAR
MenningarmiðstöðinGerðuberg, Vetr-arhátíð, Goethe-
Zentrum og Listaháskóli Íslands
taka höndum saman um sýn-
ingu á verkum þýsku listakon-
unnar Rosemarie Trockel, sem
opnuð verður í Gerðubergi í
dag. Rosemarie Trockel fæddist
árið 1952, og er einn af virtustu
listamönnum Þýskalands. Hún
hefur skipað sér sess sem einn
af þekkt-
ustu
samtíma-
listamönn-
um heims
með margþættum verkum sín-
um sem hafa oft á tíðum vakið
umræður og deilur. Í verkum
sínum tekur hún fyrir daglegt
líf kvenna og stöðu konunnar
innan þjóðfélagsins, og beinir
sjónum sínum sérstaklega að
listheiminum. Rosemarie tekur
einnig á stöðluðum hugmyndum
um kynferði, menningu og list-
sköpun .
Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur þekkir ágætlega til
verka Rosemarie Trockel.
„Ég þekki eldri verkin henn-
ar, en ekki jafn vel það allra
nýjasta,“ segir Aðalsteinn.
„Rosemarie Trockel er töluvert
stórt nafn og flott hjá Gerðu-
bergi að hafa náð í hana. Hún
er mjög umtöluð og sýnir út um
allar trissur.“
Aðalsteinn segir að Rose-marie Trockel sé einn af
þeim nútímalistamönnum sem
vinna verk í alla mögulega
miðla, og sé ekkert heilagt í
þeim efnum. „Hún hefur unnið
skúlptúra, ljósmyndir, eins og
hún verður með hér, innsetn-
ingar og allt mögulegt. Hún er
svolítið á svipaðri línu og okkar
listamenn, Hlynur Hallsson og
Þorvaldur Þorsteinsson, – að
vera mikið að grufla í því
hversdagslega, finna mynstur í
því, og draga fram duldar
merkingar þess. Hún hefur haft
úr miklu að moða í Þýskalandi,
og hefur talsvert verið að skoða
þýska þjóðarsál í verkum sín-
um. Þar dregur hún oft fram
óþægilegar staðreyndir úr for-
tíðinni. Hún hefur komið við
kaunin á fólki gagnvart erfiðri
fortíð þjóðarinnar og ýft upp
gömul sár.“
Aðalsteinn kveðst ekki hafa
fylgst eins vel með Trockel
allra síðustu ár og áður, en
kveðst þó vita að hún hafi hald-
ið uppteknum hætti, en um leið
verið að víkka sjónarhorn sitt,
vinna í fleiri miðla og láta sig
fleira varða.
„Ég man eftir henni á sýn-
ingu um barnið í myndlist. Þar
var hún með myndbandsverk
með myndum af börnum að
leik. Hún raddsetti hins vegar
allt sem þau sögðu með röddum
fullorðins fólks. Þetta þótti
óþægilegt, og hún hefur einmitt
sérhæft sig svolítið í því að vera
óþægileg. En hún er sterkur og
málsmetandi listamaður og það
er sérstakt að hún skuli fást til
að sýna hér uppi í Breiðholti.“
Auk Hlyns Hallssonar nefnir
Aðalsteinn Þorvald Þor-
steinsson sem eins konar ís-
lenska hliðstæðu Trockel í því
að dvelja við hið hversdagslega
í list sinni og varpa á það nýju
ljósi.
Sýningarstjóri sýningarinnarí Gerðubergi er Gudrun
Inboden, en kl. 15 á laugardag
verður hún með leiðsögn um
sýninguna í Gerðubergi.
Í hádeginu á mánudag, eða
kl. 12.30 heldur hún fyrirlestur
um störf Rosemarie Trockel í
Listaháskóla Íslands, Laug-
arnesi. Gudrun Inboden er aðal-
umsjónarmaður samtímalista-
deildar Borgarlistasafns
Stuttgartborgar, Staatsgalerie
Stuttgart og hefur í tvígang
haft umsjón með framlagi
Þýskalands til Feneyjatvíær-
ingsins.
Sýningin stendur til 27. febr-
úar og verður opin virka daga
frá 11–19 og um helgar frá
13–17.
Á Vetrarhátíð, helgina
17.–20. febrúar verður sýningin
skoðuð með vasaljósi í myrkri
og um leið hljóma tónlistar-
atriði í boði hátíðarinnar.
Málsmetandi,
en sérhæfir
sig í að vera
„óþægileg“
’Ég man eftir henniá sýningu um barnið í
myndlist. Þar var hún
með myndbandsverk
með myndum af
börnum að leik.
Hún raddsetti hins
vegar allt sem þau
sögðu með röddum
fullorðins fólks.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Eitt af verkum Rosemarie Trockel sem sýnd verða í Gerðubergi.
ÞRJÁR einkasýningar verða opn-
aðar í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi í kvöld. Þær eru hver
annarri ólíkar, enda um myndlist-
armenn sem vinna í ólíka miðla og
eru af mismunandi kynslóð að ræða.
Það eru Bjargey Ólafsdóttir, Þórður
Ben Sveinsson og ljósmyndarinn
Brian Griffin sem sýna að þessu
sinni í safninu.
Bjargey Ólafsdóttir opnar sýn-
inguna Láttu ekki viðkvæmt útlit
mitt blekkja þig, innsetningu sem
inniheldur kvikmyndina Ég missti
næstum vitið og ljósmyndir sem
teknar voru við töku myndarinnar.
Kvikmyndin er í leikstjórn og eftir
handriti Bjargeyjar, með leik-
urunum Kristjáni Franklín Magnús
og Þrúði Vilhjálmsdóttur í hlut-
verkum.
„Kvikmyndin fjallar um par í smá
togstreitu, ástir og afbrýði. Sögu-
hetjan lenti í slysi og er dálítið ringl-
aður eftir að hafa legið í dái, konan
hans hótar að fara frá honum og líf
hans er í rúst. Kvikmyndin er óhugn-
anleg og falleg í senn,“ segir Bjarg-
ey, þegar Morgunblaðið spjallar við
hana vegna sýningarinnar og for-
vitnaðist um efni myndarinnar. „Að
hluta til dreymdi mig þessa sögu, en
síðan er ég alltaf sískrifandi og að
búa til einhverjar sögur. Ég fæ
myndir í kollinn sem ég reyni síðan
að teikna og skrifa svo handrit upp
úr teikningunum.“
Hún er ánægð með útkomuna og
segir myndina hafa tekist mjög vel,
enda með gott fólk með sér við gerð
hennar. Hrönn Kristinsdóttir fram-
leiðandi var í náinni samvinnu við
Bjargeyju, finnski kvikmyndatöku-
maðurinn Tuomo Hutri skaut og
Steinþór Birgisson klippti. Gerð tón-
listarinnar var í höndum Jóhanns Jó-
hannssonar. „Leikararnir stóðu sig
frábærlega og skila þeim blæ sem ég
var að leita eftir,“ segir Bjargey.
Sköpun bara sköpun
Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem
Bjargey gerir, því eftir hana liggja
myndirnar Falskar tennur og Jean.
Hún segir oft spurt eftir myndunum
á myndlistarsýningar víða um heim.
„Þær eru núna til sýnis í New York
hjá a-flux og Jean er á farandsýn-
ingu um Noreg á vegum Rikstut-
stallningar, sem útleggst sem Mynd-
listarsýningar norska ríkisins. Það
eru kvikmyndaverkin mín sem flest-
ir sýningarstjórarnir vilja. Það var
hreinlega kominn tími til að koma
með nýja,“ segir hún.
Skilin milli listgreina eru óðum að
mást út, eins og þessi myndlistarsýn-
ing ber glöggt vitni. En hver er mun-
urinn á kvikmynd sem sýnd er í lista-
safni og sem sýnd er á
kvikmyndahátíð? „Mér finnst það
aðallega snúast um framsetningu og
hver vettvangurinn er,“ svarar
Bjargey, sem einnig hefur sýnt
myndirnar sínar á kvikmyndahátíð-
um. „Fyrir mér er sköpun bara sköp-
un, enda hef ég líka verið að búa til
tónlist, fyrir utan myndlistina og
kvikmyndirnar. Það er kannski bara
vegna þess að ég starfa mest sem
myndlistarmaður og þrífst mjög vel í
þeim heimi að ég kalla mig það. Ég
rokka viðstöðulaust á milli heima í
efnistökum, þar sem mörkin eru
mjög óljós, og hef tekið eftir því á
þeim sýningum sem ég hef farið á
undanfarið að það hefur verið mjög
mikið af myndböndum og kvikmynd-
um.“
Draumastarfið
Í myndlistarnámi Bjargeyjar í Finn-
landi var lögð áhersla á kvikmynda-
gerð og eyddi hún heilu ári í að læra
að búa til kvikmyndir. „Kvikmyndin
og ljósmyndin eru myndlistarform
sem mér finnast mjög spennandi.
Kvikmyndin inniheldur auðvitað allt,
tónlist, leiklist, myndlist. Síðan
finnst mér svo skemmtilegt að vinna
með mörgum eins og maður gerir við
gerð kvikmynda, enda er ég fé-
lagslynd og finnst gaman að vinna
með fólki,“ segir hún.
Bjargey er með nokkur handrit að
nýjum kvikmyndum í farteskinu,
sem vonandi líta dagsins ljós í bráð-
inni. „Ég er bara alltaf með svo
margt í gangi í einu. Ég vinn eins og
handfæraveiðimaður, hendi út fullt
af önglum og sé hvar bítur á. Það er
misjafnt hvar það er, og stundum
bítur á á mörgum stöðum í einu og
það getur verið svolítið erfitt, þegar
maður þarf að gera öllum aflanum
skil!“ segir Bjargey. „Ég geri ekkert
annað en vinna við myndlist og mað-
ur þarf að vera á fullu til að hafa í sig
og á, og til að eygja tækifærin og
nýta þau. Þetta eru endalaus huggu-
legheit, því ég er að gera það sem ég
elska. Draumadjobbið.“
Allar sýningarnar verða opnaðar í
kvöld kl. 20. Þeim lýkur 27. febrúar.
Morgunblaðið/Jim Smart
„Kvikmyndin er óhugnanleg og falleg í senn,“ segir Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður um kvikmyndina Ég missti
næstum vitið, sem er hluti af sýningu hennar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sem verður opnuð í kvöld.
Rokkað milli heima
Myndlist | Bjargey Ólafsdóttir sýnir í Hafnarhúsinu