Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 31 Í VIKUNNI fyrir jólin birti framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins niðurstöður sam- anburðarkönnunar á frammi- stöðu ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu á sviði rann- sókna og nýsköpunar. Metin er staða hvers lands á tuttugu mismunandi sviðum og mælt bæði hvernig staða þess er árið 2004 og hraði breytinga á stöðu þess frá síðustu mæl- ingu árið 2003. Meðfylgjandi mynd sýnir niðurstöðurnar í hnotskurn. Þegar allt er dregið saman í einn samsettan heild- armælikvarða erum við í 4.-6. sæti með Dönum og Þjóð- verjum en Finnar, Svíar og Svisslendingar eru í 1.-3. sæti. Þegar litið er til hraða breyt- inga eða framfara frá síðustu mælingu eru þær langhrað- astar hér á landi eða um 23% á milli ára en um 6% að meðaltali í Evrópu. Það er forvitnilegt að skoða hvernig Ísland stendur á hverj- um kvarða fyrir sig. Í ellefu til- vikum skörum við vel fram úr meðaltalinu, í fjórum erum við nálægt meðallagi en á sumum sviðum mætti gera enn betur. Athygli vekur einnig að íslenskir aðilar standa sig vel í öflun einka- leyfa, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, miðað við önnur Evr- ópulönd. Sama gildir um opinber- ar fjárveitingar til rannsókna, og þátttöku Íslend- inga í endur- menntun. Þetta mat ásamt fleiri mæli- kvörðum sem við höfum á stöðu okkar á sviði vísinda og tækni gefur vissulega tilefni til að gleðjast yfir frammistöðu Ís- lands um leið og við veltum fyr- ir okkur hvernig þetta nýtist og hvað við getum gert betur því svona mælikvarðar eru ekki einhlítir. Árangur undanfarinna ára Sá árangur er náðst hefur við að efla rannsóknir og framgang tæknifyrirtækja á síðustu ár- um er einstakur. Við höfum aukið framlög til rannsókna hraðar en flestar aðrar þjóðir og erum nú meðal þeirra 5 þjóða sem leggja hvað mest af mörkum til rannsókna og þró- unar miðað við þjóðarfram- leiðslu. Mestu skiptir þó að frammi- staða vísindamanna okkar er framúrskarandi á alþjóðlega vísu, bæði hvað varðar fjölda birtinga vísindagreina í alþjóð- legum vísindaritum og þá eft- irtekt sem þær greinar vekja hjá jafningjum ef marka má til- vitnanir í þær. Við stöndum í þessu efni ásamt Norðurlandaþjóðunum, Bandaríkjunum og Sviss í fremstu röð innan OECD. Ekki síst hefur frammistaða ís- lenskra vísindamanna á sviði heilbrigðis- og læknavísinda, líffræði og sameindalíffræði, jarðvísinda – og reyndar hug- vísinda – verið athyglisverð. Samtímis þessu hefur árangurinn einnig skilað sér í vaxandi útflutningi á vöru og þjónustu sem byggist á rann- sóknum og tækniþróun sem far- ið hefur fram hér á landi. Er hlutur þeirra í útflutnings- framleiðslu nú um 10% og fer það hlut- fall ört hækkandi. Við eigum nú nokkur fyrirtæki í örum vexti sem eru að verða fremst á sínu sviði alþjóðlega og má nefna Marel, Össur og Actavis. Fyrirtæki á sviði líf- tækni eru enn á þróunarstigi og koma ekki fram í útflutn- ingsskýrslum ennþá en full ástæða er til bjartsýni um ár- angur þeirra á komandi árum. Við horfum með eftirvæntingu á framgang Íslenskrar erfða- greiningar sem tókst á síðast- liðnu ári að afla meira en tvö- falt hærri upphæðar í áhættufé erlendis en fyrirtækið hafði þörf fyrir og hefur síðan hlotið mjög háa styrki til rannsókna bæði frá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og úr ramma- áætlun Evrópusambandsins. Mat á samkeppnis- stöðu Íslands Margir mælikvarðar eru lagðir á frammistöðu og árangur þjóða. Þjóðarframleiðsla á mann er einn slíkur, mæli- kvarðar á lífsgæði sem Samein- uðu þjóðirnar birtu nýlega er annar. Þar var Ísland í sjöunda sæti á síðastliðnu ári. World Economic Forum hefur nýlega lagt mat á samkeppnishæfni þeirra í hnattrænum við- skiptum. Þar er Ísland nú talið í 10. sæti af 104 löndum og en var í 24. sæti að þessu leyti ár- ið 2000. Þetta byggist á mati hóps sérfræðinga á innri styrk þjóða til þátttöku í alþjóðlegri samkeppni á sviði viðskipta. Í nýju mati World Compet- itiveness Center á samkeppn- ishæfni ríkja er Ísland nú í fimmta sæti á eftir Bandaríkj- unum, Singapore, Kanada og Ástralíu. Ísland var í áttunda sæti í mati WCF fyrir árið 2003 en er nú talið vera það Evr- ópuríki er stendur fremst hvað alþjóðlega samkeppnishæfni varðar. Í þessum efnum hefur þróun- in síðustu 10-15 ár verið undra- verð. Fjárfesting í menntun, rannsóknum og þróunarstarfi hefur skilað sér ríkulega. Frelsið á fjármála- og atvinnu- markaði og hagstætt skattaum- hverfi hefur gert fyrirtækjum kleift að fjárfesta í vexti á al- þjóðlegum markaði. Sá árangur er náðst hefur á sviði rannsóknar og þróunar sýnir að ef haldið er rétt á mál- um geta Íslendingar skipað sér í fremstu röð í heiminum. Það gildir einnig um frammistöðu á sviði mennta og vísinda, menn- ingar sem og samkeppni á sviði viðskipta. Sveigjanleiki smá- þjóða til að bregðast við örum breytingum í samtímanum er miklu meiri en hjá stærri ríkj- um. Lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni munu ráðast af því hvernig við stöndum okkur á þessum sviðum í samanburði við aðrar þjóðir. Ísland vinnur kapphlaupið í Evrópu 2004 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fjallar um árangur á sviði rannsókna og þróunar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir               &  '   ()*+  * +)   ,  # -$' ./0  1  $ '  34 35 36 37 3 31 3 3 3 3 ,-,./-/.-.      0 #$ 12 30 4 5 6 5 3# $7  $ 48  73 0 0 7 27 9 0$ 6: 9  4 7% 2 07 5      441 44 447 446 445 444     44 44 4444454455456 1   5 7 1  ;<  *  =  )*   *   > *  /?@A ,..B  # ( ,    7 1  ; ’Við höfum aukiðframlög til rannsókna hraðar en flestar aðrar þjóðir og erum nú meðal þeirra 5 þjóða sem leggja hvað mest af mörkum til rann- sókna og þróunar miðað við þjóðar- framleiðslu.‘ Höfundur er mennta- málaráðherra. skólasjúkrahús og hliðstæð bresk sjúkra- bæði hvað varðar afköst og gæði þjónustu, ar kom í ljós að sjúklingum FSA reiddi í gum tilvikum betur af eftir aðgerð en sjúk- um hinna sjúkrahúsanna. ram kemur einnig í skýrslunni að á Ak- ri sé almenn heilbrigðisþjónusta í meg- iðum í höndum sjúkrahúss og heilsu- u, en það sé í raun annað fyrirkomulag en st í Reykjavík. Þar gegni sjálfstætt starf- sérfræðingar stóru hlutverki. Að jafnaði íbúar í Reykjavík fjórum sinnum oftar til stætt starfandi sérfræðinga en íbúar Ak- ringar gera. Nefnt er í skýrslunni að ef r höfuðborgarinnar notuðu heilbrigð- nustu í svipuðum mæli og Akureyringar di kostnaður vegna sérfræðilækna lækka 00 milljónir króna, úr 1,7 milljörðum í 1,3 arða. alldór segir að annars konar fyrirkomulag þróast í heilbrigðisþjónustunni norðan a en sunnan og þá m.a. á þann veg að sér- ingar séu að stærstum hluta til innan ja spítalans. „Þetta hefur reynst hag- mt fyrir bæjarfélag af þessari stærð en óvíst að módelið passi annars staðar,“ seg- alldór. ssulega séu tölurnar sláandi og kostnaður mun meiri í heilbrigðisþjónustunni ef a fyrirkomulag væri við lýði fyrir norðan unnan. „Það verður að byggja upp þá sam- ngu sem hentar aðstæðum á hverjum það er ekki víst að allir geti klæðst sama ngnum,“ segir Halldór. Mikilvægt er að sem sæki þjónustuna geti komið á einn „ við höfum lagt áherslu á að dreifa þjón- nni ekki um of út um allan völl, með því t samnýting á aðstæðu, tækjum búnaði og nafla og þetta hefur reynst hagkvæmt.“ mstillt átak í erfiðri glímu lög fyrir FSA á þessu ári nema 3.315 millj- m króna og er að sögn Halldór ekki neitt í þeim. „Okkar markmið er að ná þokka- jafnvægi í rekstrinum, við gerðum ráð að einhver halli yrði á rekstrinum á liðnu n tókst engu að síður að halda okkur á nu. etta er erfið glíma, en með samstilltu átaki, r allir leggjast á eitt þá náðum við endum an,“ segir Halldór. Hann nefnir að það sé núnara að finna fleti til að hagræða þegar er til þess að um 70% útgjaldanna eru vegna síðast liðins árs nánast hallalaust Morgunblaðið/Kristján ór Jónsson, forstjóri FSA, við elstu bygginguna. Heilbrigðisþjónusta á Akureyri bygg- ðalatriðum upp á starfsemi sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar, en það er nokkuð annað omulag en í Reykjavík þar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru meira áberandi. Morgunblaðið/Kristján SA í lok síðasta árs og hefur það þeg- sson, yfirlæknir myndgreining- ryggingamálaráðherra, og Elvar naði segulómtækisins. ath@mbl.is HORFA verður fram á við hvað varðar rekstur Fjórðungssjúkra hússins á Akureyri að mati Þorvald ar Ingvarssonar lækninga- forstjóra, en hann segir eink- um þrennt sem leggja verði áherslu á hvað það varð ar. Mikil þörf er orðin á að ráða krabbameins- lækni til starfa við sjúkrahúsið og setja á stofn líknardeild. „Þörfin á slíku er krefjandi,“ seg- ir hann. Sjúklingar með krabba- mein er næst stærsti þátturinn í rekstri sjúkrahússins. Á und- anförnum árum hefur FSA með að- stoð Landsspítala- háskólasjúkra- húss tekið að sér æ fleiri krabbameinssjúklinga og eru þeim veittar um 500 lyfjameðferðir á ári. „Þessi þáttur hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum,“ segir Þorvaldur. Með þessu hefur fólkið notið betri þjónustu og fyrir vikið ekki þurft að sækja í eins miklum mæli suður yfir heiðar. „Til að gera þetta enn betur þurfum við að fá krabbameinslækni til starfa.“ Slíkir læknar koma af Landspítla á hálfsmánaðar fresti til að sinna eftirliti og ráðgjöf. „Það dugar ekki til, við verðum að fá eigin krabbameinslækni og því fylgir að við viljum opna líknardeild.“ Þor- valdur segir þetta lengi hafa verið baráttumál og líknarsamtök hafi sýnt áhuga á þátttöku og eins hafi ráðherra tekið jákvætt í slíkt er- indi. „En það hefur ekki náð lengra í bili.“ Horfa til þess að hefja hjartaþræðingar Fólk með hjartasjúkdóma er stærsti einstaki hópur sjúklinga á FSA, „og við horfum til þess að hefja hjartaþræðingar. Það er stórt mál fyrir spítalann sem bráða- sjúkrahús. Við vitum að um 240 manns af okkar upptökusvæði þurfa á hjartaþræðingu að halda, þær eru gerðar í Reykjavík og þar eru biðlistar.“ Þá nefnir Þorvaldur að þörf sé á að byggja upp aukna endurhæfingu og tengja hana heilsutengdri ferða- þjónustu. Þar væri mikill vaxt- arbroddur innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Að jafnaði væru jafn margt fólk af svæðinu í endurhæf- ingu syðra og er á Kristnesi, þar sem endurhæfingardeild FSA er. Þörf á krabba- meinslækni og að taka upp hjarta- lækningar Þorvaldur Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.