Morgunblaðið - 14.01.2005, Síða 34
Það er með trega að ég
kveð góða vinkonu mína,
Siggu Bergsteins, sem ég
átti samleið með í hálfa öld.
Vinkonu sem var gott að
leita til bæði í gleði og sorg,
hvunndags sem og tyllidög-
um. Sigga var ráðagóð og
heilræði hennar voru holl
bæði mér og unglingum mín-
um. Guði sé lof fyrir langa og
góða vináttu. Það verður
gott að leyfa minningunum
að fljóta fram og orna sér við
á köldum vetrardögum.
Steingerður.
34 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Berg-steinsdóttir fædd-
ist 11. ágúst 1918.
Hún lést 8. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Berg-
steinn Kristjánsson, f.
28.11. 1889, d. 6.6.
1974, bóndi á Árgils-
stöðum í Hvolhreppi
og á Eyvindarmúla í
Fljótshlíð, rithöfund-
ur og síðar starfsmað-
ur tollstjóraembættis-
ins í Reykjavík, og
Steinunn Auðunsdótt-
ir, f. 3.7. 1994, d. 8.1.
1991. Sigríður var næstelst fjög-
urra dætra þeirra sem fæddust all-
ar á Árgilsstöðum. Systur hennar
voru: 1) Sigrún verslunareigandi í
Reykjavík, f. 23.4. 1917, d. 6.4.
1997, gift Stefáni Nikulássyni við-
skiptafræðingi, f. 1915, d. 3.7.
1985, sonur þeirra var Bergsteinn
sjóntækjafræðingur og stofnandi
Linsunnar, f. 6.11. 1940, d. 29.4.
1996, var kvæntur Eddu R. Níels, f.
14.9. 1942. Dætur þeirra eru Sig-
rún Rósa, f. 1965, og Helga Marín,
f. 1968. 2) Guðbjörg fulltrúi hjá
Tollstjóraembættinu í Reykjavík, f.
23.8. 1919, d. 11.10. 1996. 3) Ásta, f.
4.4. 1922, d. 22.2. 1990, gift Georg
Sigurðssyni cand.mag. í íslensku, f.
19.10. 1919, d. 24.12. 1994. Börn
þeirra eru a) Sigurður hæstarétt-
arlögmaður, f. 27.9. 1946, dætur
hans eru Solveig Hólmfríður lyfja-
fræðingur, f. 1967, Ásta Sigríður
hjúkrunarfræðingur, f. 1969, og
Ragnheiður Kristín nemi, f. 1981.
Sambýliskona Sigurðar er Heiðrún
Bára Jóhannesdóttir, f. 31. október
1954. b) Steinunn Georgsdóttir
hjúkrunarfræðingur,
f. 18.1. 1956, gift Jóni
Baldri Lorange kerf-
isfræðingi, f. 26.4.
1964, börn þeirra eru
Hjördís Lilja, f. 1989,
og Jón Baldur, f.
1991. Fyrir átti Stein-
unn Ástu, f. 1980. c)
Bergsteinn héraðs-
dómslögmaður, f.
2.11. 1959, kvæntur
Unni Sverrisdóttur
héraðsdómslög-
manni, f. 28.12. 1959,
börn þeirra eru
Sverrir, f. 1983, og
Unnur Ásta, f. 1989.
Sigríður bjó fyrst á Árgilsstöð-
um í Hvolhreppi og síðar á Eyvind-
armúla í Fljótshlíð en flutti búferl-
um með foreldrum sínum til
Reykjavíkur 1934. Á Baldursgötu
15 í Reykjavík bjó Sigríður ásamt
foreldrum og systrum, tveimur
tengdasonum og fjölskyldum
stærstan hluta ævi sinnar. Á átt-
unda áratug síðustu aldar bjó hún í
Stigahlíð um nokkurra ára skeið
en árið 1984 flutti hún ásamt Sig-
rúnu systur sinni og mági á Hring-
braut 28 í Reykjavík. Þar bjó hún
þar til heilsa hennar brast fyrir
u.þ.b. ári. Sigríður var við nám í
Húsmæðraskólanum á Laugum ár-
ið 1944–5. Hún starfaði við ýmis
störf eftir komuna til Reykjavíkur,
m.a. hjá Erlingi Þorsteinssyni
háls-, nef- og eyrnalækni. Síðar
vann Sigríður lengi á skrifstofu
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík
eða allt til starfsloka.
Útför Sigríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Mér er ljúft að minnast Sigríðar,
móðursystur minnar. Strax frá upp-
hafi tók hún ríkan þátt í uppvexti
mínum ásamt Sigrúnu systur sinni
þegar stórfjölskyldan bjó á Baldurs-
götu 15 í Reykjavík.
Þar fékk lítil stúlka að storma um
allt hús eins og prinsessa. Undirrituð
man fyrst eftir sér fjögurra ára
hlaupandi á milli hæða í hvítu gömlu
undirpilsi af Siggu þegar hún kom
heim frá vinnu.
Sigga frænka var mér í raun sem
mín önnur móðir. Hún var sannan-
lega mikill áhrifaþáttur í lífi mínu
alla tíð. Þegar litið er til baka er
áhrifamesti atburðurinn þegar ég
veiktist heiftarlega 9 mánaða gömul
af heilahimnubólgu. Segja má að hún
hafi þá bjargað lífi mínu með því að
taka af skarið og koma mér undir
læknishendur á síðustu stundu.
Sigríður giftist aldrei og átti engin
börn. Hins vegar má segja að hún
hafi tekið systrabörnum sínum sem
sínum eigin og var það launað með
gagnkvæmri ástúð.
Hún var stórglæsileg kona og ekki
vantaði glæsilega biðlana. Hún var
vinamörg, vinsæl og vildi öllum vel.
Það var gott að fá að njóta samveru
hennar og á ég ljúfar minningar um
margar samverustundir sem munu
ylja mér um ókomna tíð. Alltaf var
gott að leita til hennar og vorum við
trúnaðarvinkonur fram á síðasta
dag.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Blessuð sé minning hennar.
Steinunn Georgsdóttir.
Sigga frænka, ömmusystir okkar,
var okkur systrum eins og önnur
amma frá því við vorum smástelpur.
Við munum fyrst eftir henni í Stiga-
hlíðinni þar sem hún bjó rétt hjá
ömmu og afa. Þar heimsóttum við
hana oft þar sem Sigga tók okkur
alltaf opnum örmum. Við vorum allt-
af velkomnar enda var Sigga ein-
staklega gestrisin þótt gestirnir
væru ungir að árum. Við munum
alltaf eftir þeim stundum þegar hún
passaði okkur systur. Að fá að gista
hjá Siggu frænku var mikil hátíð
enda dekrað við okkur á allan hátt.
Hún neitaði okkur um fátt og átti
alltaf til ís handa okkur. Hún kallaði
okkur líka ísdrottningarnar enda
fengum við ís eins og við gátum í
okkur látið.
Hún átti síðar meir heimili að
Hringbraut 28 í sama húsi og amma
okkar. Þar vorum við sem fyrr alltaf
velkomnar á hennar huggulega
heimili, hvort sem við skutumst
óvænt til hennar í hádeginu eða þá
hún bauð okkur í kvöldmat.
Sigga ferðaðist mikið með fjöl-
skyldu okkar innanlands sem utan
og eigum við margar góðar minning-
ar um þær ferðir.
Hún var einstaklega skemmtileg
kona og orsakaði oft mikinn hlátur í
fjölskylduboðum með hnyttnum til-
svörum sínum.
Við munum sakna frábærrar
frænku,
Sigrún Rósa og Helga Marín
Bergsteinsdætur.
Sigga Bergsteins var ein besta
vinkona móður minnar, Steingerðar
Þorsteinsdóttur. Vinátta þeirra
spannaði um fimmtíu ár. Það leið
vart sá dagur að þær töluðu ekki
saman í síma eða hittust. Árið sem
var að líða var þeim báðum erfitt.
Sigga þjáðist í veikindum sínum og
mamma átti oft erfitt með að sætta
sig við hvernig komið var fyrir vin-
konu sinni. Það var aðdáunarvert
hvað hún var dugleg að heimsækja
hana og sitja hjá henni tímunum
saman. Sigga mat vináttu hennar
mikils.
Fyrstu kynni vinkvennanna voru
þegar mamma þurfti að láta taka úr
sér kirtlana en Sigga vann þá hjá Er-
lingi Þorsteinssyni háls-, nef- og
eyrnalækni. Síðan unnu þær saman
hjá Mjólkursamsölunni að Lauga-
vegi 166 í yfir þrjátíu ár eða þar til
þær létu af störfum vegna aldurs.
Ég er búin að þekkja Siggu jafn-
lengi og mamma eða í hálfa öld.
Fyrsta aðdáun mín á Siggu var þeg-
ar hún aðstoðaði lækninn við taka úr
mér nef- og hálskirtlana. Mig minnir
að hún hafi verið hætt á stofunni en
gert það fyrir mömmu að vera við-
stödd. Sigga annaðist mig af nær-
gætni og blíðu og hvatti foreldra
mína eindregið eftir aðgerðina að
gefa mér Sinalco til að lina sársauk-
ann og hrekja burt öll tár. Það fannst
mér frábært.
Sigga vann í móttökunni hjá
Mjólkursamsölunni og svaraði í sím-
ann. Þegar ég sem krakki var að
sniglast í vinnunni hjá mömmu,
fannst mér gaman að sitja frammi á
símanum hjá Siggu, horfa á hana
stinga símasnúrum í hin og þessi göt
sem blikkuðu í gríð og erg. Svara:
„Mjólkursamsalan, góðan dag,
augnablik, ég gef þér samband.“
Hvernig gat hún lært á svona flókið
tæki? Hvernig vissi hún hvar allir
voru? Hvernig gat hún svarað öllum
þessum spurningu? Þetta hlaut að
vera vandasamt starf og líka ofboðs-
lega skemmtilegt.
Sigga hafði skemmtilega kímni-
gáfu og sá spaugilegar hliðar á hlut-
unum. Það var gaman að heyra hana
segja frá og rifja upp liðin atvik og/
eða aðstæður sem maður hafði jafn-
vel sjálfur lent í eða verið þátttak-
andi. Hún hafði lag á að draga upp
lifandi og skondnar myndir af at-
burðunum sem kitluðu hláturtauga-
rnar. Þessar myndir eru mér dýr-
mætar.
Eftir að mamma missti manninn
sinn um fertugt urðu hún og Sigga
enn nánari. Þær skemmtu sér sam-
an, ferðuðust innanlands og utan.
Sigga hafði ekki bílpróf þannig að
það kom í hlut mömmu að aka um
landið þvert og endilangt. Stundum
hoppuðu þær upp í ísbíl frá Mjólk-
ursamsölunni og skoðuðu helstu
sjoppur og kaupfélög landsins. Oft
komu þær til Akureyrar á meðan við
bjuggum þar og var ólýsanlega
skemmtilegt að fá þær í heimsókn
því þær voru svo kátar og spaugsam-
ar. Ég kveð með söknuði fallega og
góða konu sem mér þótti vænt um.
Ég bið aðstandendum hennar bless-
unar og mömmu sem saknar sárt
góðrar vinkonu.
Sigríður Guðnadóttir.
SIGRÍÐUR BERG-
STEINSDÓTTIR
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, bróðir og afi,
PAUL ERIK SÍMONARSON,
Grýtu,
Eyjafjarðarsveit,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
að morgni þriðjudagsins 4. janúar.
Útförin fer fram frá Grundarkirkju í Eyjafirði
laugardaginn 15. janúar kl. 13:30.
Guðrún Krüger,
Trausti Pálsson,
Júlíus S. Pálsson, Konný B. Viðarsdóttir,
Valgeir Pálsson,
Bergþór Pálsson,
Símon I. Konráðsson, Doris Jelle Konráðsson,
systkini og barnabörn.
Systir okkar og frænka,
STEFANÍA JÓNSDÓTTIR,
lést föstudaginn 7. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu,
Guðmundur Jónsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KJARTAN ÞÓR VALGEIRSSON,
Akraseli 10,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Fossvogi 8. janúar sl.,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 18. janúar kl. 13:00.
Anna Elín Hermannsdóttir,
Þóra Kjartansdóttir,
Hermann Kjartansson,
Valgeir Kjartansson, Lísa Björk Bragadóttir,
Kjartan Bragi Valgeirsson,
Ævar Valgeirsson,
Þórir Steinn Valgeirsson,
Hjalti Valgeirsson.
Ástkær faðir, afi okkar og frændi,
HREINN BENEDIKTSSON
prófessor,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
aðfaranótt föstudagsins 7. janúar, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 17. janúar kl. 15.00.
Egill Benedikt Hreinsson,
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson,
Andri Egilsson, Högn Egilsson,
Fríða Sigurðardóttir og Axel Gunnlaugsson.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÁRNGERÐUR EINARSDÓTTIR
frá Tjörnum,
Vestur-Eyjafjöllum,
lést á líknardeild Landspítala, Landakoti,
mánudaginn 10. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 21. janúar kl. 13.00.
Leifur Aðalsteinsson, Guðrún Eyþórsdóttir,
Þórður Guðjón Kjartansson,
Sigrún Þorbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
EYGERÐUR INGIMUNDARDÓTTIR
frá Hrísbrú,
Reykjabyggð 28,
Mosfellsbæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 11. janúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra
aðstandenda,
Henning Kristjánsson,
Inga Elín, Jóna Margrét, Bóel og Steinunn.
HINSTA KVEÐJA