Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 38

Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Axels-dóttir fæddist á Ytri-Brekkum á Langanesi 11. októ- ber 1945. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 8. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Axel Davíðsson húsasmiður, f. á Ytri-Brekkum 17. nóvember 1921, d. 18. september 1990, og Þorbjörg Bjarna- dóttir sjúkraliði, f. á Felli á Langanes- strönd 23. janúar 1920. Þuríður ólst upp hjá afabróður sínum, Guðmundi Vilhjálmssyni á Syðra- Herborg f. 23. desember 1968, gift Gunnari Braga Þorsteinssyni, þau eiga þrjár dætur, Elínu Sól, Þórdísi og Birtu, fyrir átti Her- borg soninn Gísla Halldór með Sigurði Ragnari Gíslasyni. b) Matthildur f. 20. desember 1970, í sambúð með Hólmgrími Sigvalda- syni, Matthildur á synina Alex- ander og Adam með Þórði Gunn- arssyni. Þuríður og Gísli slitu samvistum. Seinni maður Þuríðar er Hall- dór Erlingur Ágústsson vélstjóri, f. 5. desember 1932, þau skildu. Þuríður lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugum, var einn vetur í Húsmæðraskólanum á Varmalandi og útskrifaðist sem sjúkraliði vorið 1967. Hún starfaði m.a. á Landakotsspítala, Hafnar- búðum og nú síðast á Droplaug- arstöðum. Þuríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Lóni á Langanesi, og konu hans Herborgu Friðriksdóttur, eftir þeirra dag tók dóttir þeirra, Sigríður Guð- mundsdóttir, við upp- eldi Þuríðar. Systkini Þuríðar eru: Elsa Þórhildur f. 1.ágúst 1940, Björk f. 14. jan- úar 1942, Þyri f. 26. mars 1943, stúlka f. 22. júní 1944, d. í nóv- ember sama ár, og Davíð f. 17. nóvember 1946. Þuríður var í sam- búð með Gísla Sigurgeiri Haf- steinssyni, f. 13. maí 1945. Þau eignuðust tvær dætur, þær eru: a) Þú aðalsmark á enni og brúnum barst, svo björt á svip og hrein og sönn þú varst, eg veit að ein eg verð ei um þann dóm, að við þig aldrei festist nokkurt gróm. Eg minnist þín, er sól í heiði hló, er hamingjan þér gleði og farsæld bjó. Þú barst af flestum, ung og íturfríð, hve unaðsleg var sú hin liðna tíð. Eg minnist þín við margan gleðifund, eg man þig vel á beiskri reynslustund, hve stóðst þú tigin, stór í þungri sorg, hve stór þú varst en barst ei harm á torg. Ó, vina kær, eg sakna sáran þín, en samt eg veit að ávallt hjá mér skín þín minning fögur, göfuð, hrein og góð, sem gimsteinn lögð í minninganna sjóð. (Margrét Jónsdóttir.) Nú ertu farin elskan mín. Barátta þín undanfarna mánuði hefur verið erfið, en þó háð af miklu æðruleysi, án kvartana rétt eins og lífshlaup þitt allt. Ótal minningar streyma fram í hugann þessa dagana, minn- ingar sem verða geymdar í hjartanu um ókomna tíð ásamt þakklæti fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gef- ið. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert nú og veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Ég kveð þig með sárum söknuði elsku mamma mín, Guð geymi þig þín alltaf Herborg. Í dag verður kvödd hinstu kveðju elskuleg móðir mín, en hún lést á líknardeild Landspítalans eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Það var okkur mikið áfall þegar hún greindist fyrir einu og hálfu ári, konu í blóma lífsins var skyndilega kippt út úr dagsins amstri og við tóku endalausar lyfjameðferðir, erf- iðar meðferðir sem tóku mikið á bæði líkama og sál, en mamma kvartaði aldrei, hún tókst á við sjúk- dóminn eins og hverja aðra vinnu og stóð sig frábærlega. Hún vissi að meininu yrði ekki stjórnað eða það hrakið í burtu og þótt hún væri svona dugleg og æðrulaus gat hún hvorki né vildi sætta sig við sjúk- dóminn, hún vildi ekki deyja en hún hafði ekkert val, hún varð að fara. Mamma gat verið með okkur um jólin, það var henni og okkur mikils virði og dýrmæt stund, stund sem ég á alltaf í minningunni. Á líknardeild- inni leið henni eins vel og hægt er að líða þegar fólk er orðið svona veikt, það er frábæru starfsliði fyrir að þakka sem kann sitt fag og saman myndar það einstakan hóp sem held- ur utan um sjúkling og aðstandend- ur hans af nærgætni, hlýju og virð- ingu. Hún talaði um að vera heima um áramótin, það sýnir best hversu vel henni leið þarna og hún var afskap- lega þakklát fyrir allt sem gert var til að létta henni lífið síðustu vikur. Nú er ljósið hennar slokknað og í hönd fer erfiður tími, tími saknaðar og sorgar, en jafnframt dýrmætur tími til að rifja upp minningar um yndislega og ástríka móður sem elskaði okkur skilyrðislaust. Elsku mamma, þetta var erfitt stríð en þú stóðst þig eins og hetja. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Sofðu rótt, elsku mamma. Þín Matthildur. Þótt hnígi sól að svölum hrönnum og sveipi hauður koldimm nótt, þótt þagni fugl á greinum grönnum og gleði dagsins hverfi skjótt, þótt drúpi úrsvöl dögg á rós – ei deyr hið fagra himinljós. Að morgni rís frá austurunnum í allri dýrð hin fagra sól og hreinum geislum, himinrunnum, hlæjandi kyssir jarðarból. Hún þerrir fríðrar fjólu tár og foldar græðir kuldasár. Svo gengur allt að guðs vors ráði, gleði og sorgin skiptast á. Þótt vinur hnígi lík að láði og logi tár á hrelldri brá, þá huggar eitt, sem aldrei brást: Vér aftur síðar munum sjást. (Kristján Jónsson.) Nú þegar ég kveð elskulega tengdamóður mína er svo margt sem mig langar til að segja en fátt sem ég kem orðum að. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom fyrst með Her- borgu til þín í Marklandið, það var rétt fyrir jólin 1991, þið Halldór tók- uð svo vel á móti mér að manni leið strax vel. Upp frá því urðu ferðirnar til þín fleiri, oft ræddum við málin svo sem barnauppeldi, sauðfjárbú- skap, sjómennsku o.fl. og alltaf hafð- ir þú ákveðnar skoðanir á öllum mál- um og ekki vorum við alltaf sammála en þegar ég lít til baka sakna ég þess sárt að geta ekki rætt við þig um heimsmálin. Ég mun seint gleyma ferðinni sem við fórum til Kaup- mannahafnar sumarið 2003 þótt hún væri ekki löng. Alltaf varst þú til í hinar ýmsu uppákomur þótt þú vær- ir þá þegar orðin veik og aldrei vild- irðu viðurkenna að þú værir þreytt á þessu brölti þótt við vissum betur. Elsku tengdamamma við eigum eftir að sakna þín mikið og ótíma- bært fráfall þitt á eftir að skilja eftir stórt skarð í hjarta okkar sem aldrei verður fyllt. Ég kveð þig með sökn- uð í hjarta. Megir þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur Gunnar B. Þorsteinsson. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Amma var frábær kona sem alltaf hafði miklar skoðanir á hlutunum. Ég mun alltaf minnast hennar og þá daga sem ég var í pössun hjá henni því það brást ekki að þá var farið með bænir fyrir svefninn og lít- il lög sungin þar til maður steinsofn- aði. Við fórum líka oft saman út að labba og stoppuðum við til að skoða náttúruna og einfaldlega allt þar í kring. Svo seinna komum við heim og brölluðum lengi saman í eldhús- inu og oftar en ekki varð það að kon- unglegustu kræsingum. Amma, þú munt alltaf verða föst í mínu hjarta og ég hlakka til að sjá þig aftur. Gísli Halldór Sigurðsson. Elsku amma. Okkur langar að þakka þér alla þá ást sem þú hefur veitt okkur, allar ferðir sem þú hefur farið með okkur, hvort sem var í húsdýragarðinn, austur á Höfn eða til útlanda, og líka fyrir allar gistingar og öll jólin sem við vorum saman. Nú er gott að hugsa til þess að við höfum alltaf verið saman á aðfangadagskvöld. Okkur fannst gott að fá þig um jólin, þó það væri skrýtið að sjá þig koma með sjúkrabíl með hjólastól og allskonar útbúnað með þér. Þú varst alltaf svo góð við okkur og við ætlum að muna þig eins og þú varst áður en þú veiktist því þó þú værir lík þér lengi, þá varstu svo ólík þér í útliti og undir það síðasta var svo erfitt að skilja það sem þú sagðir og þá urð- um við feimnir við að tala við þig. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur og við förum með á kvöldin þegar við förum að sofa. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Við munum alltaf sakna þín, elsku amma, hvíldu í friði, þínir ömmu- strákar Adam og Alexander. Við fráfall yngstu systur minnar, Þuríðar Axelsdóttur, langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Hana man ég fyrst sem hvít- voðung í vöggu og næst þegar hún var send 7 mánaða gömul í skamm- tímavist til frændfólks okkar á Syðra-Lóni, vegna veikinda á bernskuheimili okkar. Skammtíma- vistunin varð lengri en í upphafi var ætlað, þrátt fyrir að foreldrar Þur- íðar vildu fá hana þá vildi frændfólk- ið á Syðra-Lóni helst ekki sleppa þessari litlu prinsessu svo að hún dvaldi í skammtímavistinni fram á unglingsár, en þá tók hún sjálf þá ákvörðun að dvelja áfram meðal frændfólksins á Syðra-Lóni. Ekki þarf að taka það fram að samskipti foreldra og fósturforeldra voru í góðu lagi og Þuríður kom í heim- sóknir þegar tilefni gafst og var þá meðal pabba, mömmu og systkina. Þuríður var dugnaðarforkur til náms og listfeng til verka. Það hindraði hana ekki að ganga langan veg og afskekktan til og frá Barna- skólanum á Þórshöfn. Þuríður lauk sinni barnaskólagöngu með glæsi- brag og þaðan fór hún í gagnfræða- skóla í Borgarnesi og síðar í Lauga- skóla og lauk þaðan landsprófi. Næst settist hún í Húsmæðraskól- ann á Varmalandi í Borgarfirði. Að því loknu fór hún til London. Hún dvaldi þar í eitt ár sem aupair og stundaði auk þess enskunám. Um þessar mundir var Þuríður 19 ára gömul og fluttist búferlum til Reykjavíkur þar sem hún lauk sjúkraliðanámi og vann á sjúkra- stofnunum í Reykjavík allan sinn starfsferil. Þegar systir mín yfirgaf átthag- ana fyrir norðan var hún sem falleg og upplýst manneskja reglulegur auðfúsugestur á heimili okkar og börnin okkar hrifust af henni, en upp úr því strjáluðust samfundir okkar enda langt á milli Reykjavíkur og Langaness. Hún gerði meira en að annast sjúka í Reykjavík. Hún setti saman heimili og eignaðist tvær myndar- legar dætur, Herborgu fædda 1968 og Matthildi fædda 1970. Þegar önn- um hversdagsins lauk tók Þuríður til við uppeldi dætra sinna og sinnti þeim af alúð og frábærum kærleika. Hún fórnaði öllu í þágu dætranna og hin síðari ár nutu barnabörnin gæsku hennar og minnast hennar sem góðrar ömmu. Skýrt dæmi kom í ljós við dánarbeð hennar þar sem prestur fór með bæn og spurði tvo litla dóttursyni hennar hvað þeir myndu best sem amma þeirra gerði fyrir þá. „Hún kenndi okkur bænir og var svo góð“. Fyrir einu og hálfu ári greindist Þuríður með krabbamein í lungum, svo hastarlegan framgang hafði sjúkdómurinn að þessari 58 ára gömlu konu var kippt út úr daglegu amstri, var hún þá komin í stöðu sjúklinganna sem hún áður hafði hjálpað svo vel. Tímann sem gafst milli harðra meðferða við að fresta framgangi sjúkdómsins notaði hún til að hlúa að sínum nánustu, dætr- um og barnabörnum. Æðruleysi og styrkur Þuríðar í því stríði sannar það að hún var hetja til hinstu stund- ar. Guð blessi minningu Þuríðar Ax- elsdóttur. Hugheilar samúðarkveðj- ur sendum við Herborgu og Matt- hildi Þuríðardætrum, börnum þeirra og venslafólki. Elsa og Pálmi. Þuríður systir okkar fæddist á hlýjum haustdegi, eins og þeir ger- ast fegurstir norður á Langanesi þegar ,,laufvindar blása“ á gulnuð strá og föl er á efstu fjöllum. Við, eldri systurnar munum eðlilega ekki mikið eftir þessum nýja sólargeisla á heimilinu en þó bregður fyrir minn- ingu frá skírn Þuríðar. Minningu um barn í hvítum skírnarkjól sem í minningunni er gólfsíður, allur í blúndum og tekur öllum öðrum skírnarkjólum fram, minningu um hátíðleikann í bláu stofunni á Brekk- um og rödd gamla prófastsins þegar hann nefndi nafnið, Þuríður, með sinni hrjúfu rödd. Vorið 1946, þegar Þuríður var að- eins sjö mánaða gömul urðu þátta- skil í lífi fjölskyldunnar. Faðir okkar veiktist hastarlega af lungnabólgu og var vart hugað líf. Var hann flutt- ur í skyndi til Akureyrar á sjúkra- hús og fór móðir okkar að sjálfsögðu með honum. Við, eldri systurnar, fórum til ættingja á Þórshöfn en Þuríður litla til afabróður okkar, Guðmundar Vilhjálmssonar á Syðra- Lóni og konu hans Herborgar Frið- riksdóttur. Faðir okkar komst til heilsu en var veill í lungum, þoldi ekki heyryk- ið, brá því búi ári síðar og fjölskyld- an fluttist til Þórshafnar. Þegar mamma og pabbi söfnuðu barnahópnum saman og tóku til við bústörfin á ný, höfðu Guðmundur og Herborg tekið ástfóstri við litlu stúlkuna og vildu gjarna hafa hana áfram. Það varð úr og naut Þuríður mikils ástríkis þeirra mætu hjóna og góðrar umönnunar Sigríðar frænku sinnar og héldu þær alltaf góðu sam- bandi eftir að báðar fluttust til Reykjavíkur fyrir nærfellt fjörutíu árum. Samband okkar systra var að sjálfsögðu minna á bernsku- og ung- lingsárum en ef við hefðum alist upp saman, heimsóknir voru þó tíðar, ekki síst á jólum og hvers konar við- burðum í fjölskyldunni. Afmælin hennar Þuríðar eru minnisstæð en þá vorum við ævinlega boðin, einnig eru varðveittar minningar um sam- eiginlegar skautaferðir á Lóninu og fleiri skemmtilegar samverustundir. Þuríður gekk í barnaskóla á Þórs- höfn. Hún átti létt með að læra, var bæði samviskusöm og vandvirk og stóð sig því mjög vel í skóla. Hún var hlédræg og hæglát og lét því ekki mikið á sér bera í krakkahópnum en skilaði allri sinni vinnu bæði vel og fallega unninni, hún skrifaði strax á barnsaldri mjög vel og hafði alla tíð bæði fallega og myndarlega rithönd. Að sögn kennara hennar kom það aldrei fyrir að hún mætti ólesin eða án annarrar heimavinnu. Þessir eig- inleikar fylgdu Þuríði alla tíð. Hún vann allt sem henni var trúað fyrir af alúð og samviskusemi og lagði metnað sinn í að hafa reglu á hlut- unum og fallegt í kringum sig. Tvo vetur gekk Þuríður í ungl- ingaskóla í Borgarnesi og vann síðan einn vetur við búið á Lóni. Hún lauk landsprófi frá Laugum vorið 1963, síðan lá leiðin í húsmæðraskólann á Varmalandi og í vist til Englands í eitt ár. Þuríður settist að í Reykja- vík. Móður okkar þótti vænt um að fyrstu árin bjó hún af og til hjá henni. Þótt Þuríður væri búin að afla sér haldgóðrar menntunar sá hún fljótt að starfsmenntun væri nauð- synleg þeim sem vildu standa á eigin fótum. Hún dreif sig því í sjúkralið- anám fljótlega eftir að það hófst og útskrifaðist vorið 1967. Þuríður eignaðist tvær yndislegar dætur, þær Herborgu og Matthildi, með sambýlismanni sínum, Gísla Haf- steinssyni. Þau slitu fljótlega sam- vistum. Þuríður vann við sitt starf og ól önn fyrir dætrunum litlu og lagði sig alla fram um að veita þeim sem best atlæti og hefur vinnudagur hennar áreiðanlega oft verið langur á þessum árum. Eftir að við urðum fullorðnar og Þuríður settist að fyrir sunnan hittumst við oftar. Fyrir kom að við pössuðum hver fyrir aðra og fórum saman í bíó eða búðir. Það var ekki ónýtt að fá smekkkonuna Þuríði til að hjálpa sér að velja föt á börnin eða sjálfan sig. Þuríður gift- ist Halldóri Erlingi Ágústssyni vél- stjóra árið 1977 og bjuggu þau lengst af í Marklandi 2 í Reykjavík þar sem heimili Þuríðar stóð til dauðadags. Þar ólust systurnar upp við ást og umhyggju. Heimilið bar smekkvísi húsmóðurinnar og mynd- arskap fagurt vitni, m.a. prýddi handavinnan hennar fallega frá Varmalandi heimilið. Halldór var mikið að heiman sem vélstjóri á millilandaskipum en átti að sjálf- sögðu frí inni á milli. Það varð því að ráði að Þuríður hætti að vinna úti og hafði þá frjálsari tíma með manni sínum þegar hann var í landi. Þau byggðu sér sumarbústað á yndisleg- um stað í landi Vaðness í Grímsnesi. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á ræktun, ekki síst sveitakonan Þur- íður, sem plantaði, snyrti og hlúði að gróðrinum sem óx og dafnaði. Fjöl- skyldan dvaldist í sumarbústaðnum hvenær sem færi gafst. Þuríður var höfðingi heim að sækja og þau hjón bæði og nutum við gestrisni þeirra er við áttum leið hjá og sátum mynd- arlegar veislur við fermingar og brúðkaup dætranna. Ógleymanleg ÞURÍÐUR AXELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.