Morgunblaðið - 14.01.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 41
MINNINGAR
✝ Jóhann Ás-mundsson fædd-
ist 12. júlí 1961 í
Reykjavík. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 31.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ásmundur Jó-
hannes Jóhannsson
byggingartækni-
fræðingur, f. í
Reykjavík 29. októ-
ber 1928, d. 27. jan-
úar 2004, og Berg-
þóra Benedikts-
dóttir smurbrauðs-
dama, f. á Barkarstöðum í
Miðfirði 7. ágúst 1927, d. 13.
október 2004. Systkini Jóhanns
eru: a) Jenný ritari, f. 7. febrúar
1954, gift Guðmundi Benedikts-
syni bæjarlögmanni Hafnarfjarð-
ar og eiga þau þrjár dætur og
þrjú barnabörn. b) Hildur Hanna
kjólameistari, f. 28. apríl 1960,
gift Gylfa Jónssyni verktaka og
eiga þau tvo syni. c) Benedikt
Grétar byggingatæknifræðingur,
f. 2. október 1965, í sambúð með
Kristínu Jóhannesdóttur launa-
fulltrúa. Hann á þrjár dætur frá
fornleifauppgröft á Bessastöðum
1993. Frá 1994 vann Jóhann að
skráningu safnmuna með Agli
Ólafssyni safnamanni og safn-
stjóra á Hnjóti. Jóhann vann við
endurskoðun og verkstjórnar-
þátt námskráa menntamálaráðu-
neytisins fyrir grunn- og fram-
haldsskóla í upplýsingatækni og
lífsleikni á árunum 1995–1999.
Árið 1999 tók hann við safn-
stjórn byggðasafnsins á Hnjóti
og sinnti því starfi til dauðadags.
Jóhann var mikilvirkur í fé-
lagsstörfum tengdum ferða- og
safnamálum. Hann var formaður
í FÍSOS, félagi íslenskra safna
og safnamanna, formaður Sögu-
félags Barðstrendinga, formaður
ferðamálasamtaka Vestfjarða,
formaður ferðamálafélags suður-
svæðis Vestfjarða. Hann sat í
stjórn félags um varðveislu Mar-
íu Júlíu, fyrrum björgunar- og
varðskips, sat í stýrihópi um
dreifmenntun í Vesturbyggð og
Tálknafirði og í stjórn Safnaráðs
sem fulltrúi FÍSOS. Einnig var
Jóhann fulltrúi safna í vinnuhópi
við smíði tölvukerfisins SARPS
vegna minjaskráningar. Jóhann
var einn af fulltrúum Íslands í
samnorrænu strandmenningar-
verkefni og einn af höfundum
þess.
Útför Jóhanns fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
fyrra hjónabandi.
Jóhann kvæntist 8.
júlí 1989 Magneu
Einarsdóttur sér-
kennara, f. 18. októ-
ber 1958. Stjúpsynir
Jóhanns eru Árni
Klemensson rafvirki,
f. 27. júní 1978, og
Einar Dagfinnur
Klemensson kerfis-
fræðingur, f. 10. júní
1980, kvæntur Hildi
Sonju Guðmunds-
dóttur, f. 9. janúar
1980.
Jóhann lauk
sveinsprófi í húsasmíði 1981.
Varð stúdent frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti 1986. BA í fé-
lagsfræði og mannfræði frá HÍ
1994. Stundaði nám í kerfisfræði
við TVÍ 1992 og í tölvunarfræð-
um við HÍ 1993. Jóhann lék
handknattleik með Fylki frá 12
ára aldri og með meistaraflokki
félagsins 1978–82. Jóhann vann
við húsasmíðar frá 1977 þar til
hann fór í fjölbrautaskólann.
Hann var starfsmaður Útideildar
Reykjavíkurborgar 1991–1992,
starfsmaður Þjóðminjasafns við
Jæja Jói, þá er þessari baráttu
nú lokið. Ég mun alltaf muna eftir
því þegar við hittumst fyrst, þegar
ég var 6 ára og þú varst að koma
heim í fyrsta skipti. Mamma heyrði
í þér rétt áður en þú komst og þá
fórum við á fullt að klára að
skreyta jólatréð, og þar sem við
áttum ekkert nammi til að setja í
littlu pappírspokana sem héngu á
trénu þá hljóp mamma og skar nið-
ur nokkrar gulrætur til að setja í.
Ég man alltaf hvað mér fannst
það svakalega hallærislegt, að hafa
ekkert nammi til að setja í.
En þá eins og alltaf brostirðu
bara, ég man síðan að við fengum
okkar nokkrar gulrætur seinna um
kvöldið.
Síðasta minning mín mun alltaf
vera þegar við kvöddumst þarna
um kvöldið, ég sagði að ég myndi
verða kominn aftur fyrir 22:00 og
ég var kominn, en 10 mínútum áður
hafðir þú fengið sprautu svo þú
gætir sofnað því þetta var orðið svo
erfitt og sársaukafullt.
En jæja nú ertu farinn, búinn að
vera að berjast við þetta krabba-
mein í soldinn tíma og útkoman var
ekki alveg eins og við vorum búnir
að semja um, ég veit að þú ert kom-
inn á betri stað og horfir hingað
niður til okkar með Beggu og Ása.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig, mömmu og Árna. Þú
gekkst okkur strax í föðurstað og
þú hefur alltaf verið pabbi okkar,
bara eins og við hefðum alltaf verið
þínir.
Þinn sonur
Einar Dagfinnur.
Ástkær bróðir okkar er látinn
eftir stutta og erfiða sjúkdómslegu.
Hún var hetjuleg og æðrulaus bar-
átta hans fyrir að fá að lifa áfram.
Við þurfum að kveðja elskulegan
bróður okkar allt of fljótt og erum
bæði hrygg og sár. Þau er þung
sporin er við fylgjum í þriðja skipt-
ið á tæpu ári nánum ástvini okkar
síðasta spölinn því foreldrar okkar
létust á síðasta ári. Við minnumst
þess hversu glaðvær og hjartahlýr
elsku Jói var, svo fróðleiksfús og
forvitinn fyrir öllum leyndardómum
lífsins.
Þetta erindi í ljóði eftir Matthías
Jochumsson á vel við bróður okkar
og hans baráttu síðustu mánuðina:
Þú varst hraustur, þjáning alla
þoldir þú og barst þig vel,
vildir aldrei, aldrei falla:
Uppréttan þig nísti hel.
Þú varst sterkur, hreinn í hjarta,
hirtir ei um skrum og prjál;
aldrei náði illskan svarta
ata þína sterku sál.
Við trúum því að andi Jóa bróður
okkar lifi og að hann sé nú sæll á
öðrum tilverustað eftir hans erfiðu
sjúkdómsþrautir síðustu mánuðina.
Nú hefur hann byrjað nýja og betri
tíð og uppsker í samræmi við það
hversu góður hann var öllum,
hjartahlýr og hreinlyndur.
Það hjálpar okkur í sorginni að
eiga aðeins fallegar og bjartar
minningar um elsku Jóa bróður
okkar.
Jenný, Hildur, Grétar
og fjölskyldur þeirra.
Fregnin um andlát Jóhanns Ás-
mundssonar, safnstjóra við Minja-
safn Egils Ólafssonar, Hnjóti Ör-
lygshöfn, kom ekki á óvart. Þó
sannast hér sem fyrr að enginn er
viðbúinn að heyra slíkt, hugurinn
fyllist trega og minningarbrotin
streyma fram.
Það var þungum bita að kyngja í
byrjun júlí sl. er Jóhann hringdi til
mín að kvöldi til, og sagðist þurfa
að fara til Reykjavíkur í skurð-
aðgerð, hann hefði greinst með
krabbamein. Hann átti ekki aftur-
kvæmt vestur þótt þar dveldi hug-
urinn, fyrir vestan vildi hann vera
og þar leið honum vel.
Í veikindunum sýndi hann aðdá-
unarvert æðruleysi, andlegur
styrkur hans var svo firna mikill.
Beygðum vinum sem í vanmætti
sínum heimsóttu Jóhann fóru ætíð
sterkari af hans fundi.
Jóhann réðst sem safnstjóri við
Minjasafn Egils Ólafssonar 1. mars
árið 2000 eftir snöggt fráfall Egils
nokkrum mánuðum áður. Safninu
var mikill fengur að hafa fengið Jó-
hann til starfa. Það er leitun að jafn
fórnfúsum einstaklingi og hann var
þegar minjasafnið var annars veg-
ar, alla tíð tilbúinn að framkvæma
hlutina án þess að kröfur fylgdu um
að annað kæmi á móti. Þannig var
hann og þannig minnumst við hans
af virðingu og þökk fyrir störf hans
sem safnstjóra við Minjasafn Egils
Ólafssonar.
Okkur hinum sem eftir eru var
fengur að fá að ganga fáein ár með
honum á lífsleiðinni, læra af honum,
hrífast af brennandi áhuga hans,
atorku og metnaði um allt sem
varðaði minjasafnið svo og safn-
amálum almennt. Fyrir það erum
við þakklát.
Minjasafn Egils Ólafssonar
þakkar allt sem hann gerði fyrir
það, við þökkum samfylgd og sam-
starf og biðjum honum Guðs bless-
unar á ljóssins leið.
Megi góður Guð blessa minningu
Jóhanns Ásmundssonar safnstjóra,
og milda sorg hinna nánustu.
Góða nótt og Guð geymi þig.
Fyrir hönd stjórnar Minjasafns
Egils Ólafssonar,
Þuríður
Ingimundardóttir.
Kveðja frá stjórn Flug-
minjasafns Egils Ólafssonar
Þegar Jóhann Ásmundsson kom
til starfa við Minjasafn Egils Ólafs-
sonar að Hnjóti í Örlygshöfn varð
mikil breyting í rekstri þessa
merka safns, sem Egill heitinn
Ólafsson hafði byggt upp af mikilli
elju og áhuga um áratuga skeið.
Þótt vel væri að safninu búið og
myndarlega staðið að uppsetningu
og sýningu þess var að því komið
að fagmaður í safnamálum kæmi að
því að skipuleggja og byggja safnið
enn frekar upp. Jóhann var réttur
maður á réttum tíma til að takast á
við þetta verkefni sem honum fór
afar vel úr hendi. Hann sýndi flug-
minjasafninu, sem Egill hafði einn-
ig komið upp og var mun skemur á
veg komið, mikinn áhuga og taldi
að þessi tvö söfn ættu að vaxa og
dafna í náinni samvinnu. Jóhann
beitti sér fyrir því að gerður var
samstarfssamningur milli safnanna
og lagði á ráðin um hvernig auka
mætti þetta samstarf í framtíðinni.
Stjórn flugminjasafnsins tók þessu
frumkvæði Jóhanns fegins hendi
því ljóst var að tenging þessara
tveggja safna væri forsenda þess
að flugminjasafnið gæti þróast með
sama hætti. Það var því mikið áfall
fyrir safnastarfið að Hnjóti, þegar í
ljós kom á síðastliðnu sumri að Jó-
hann gengi ekki heill til skógar.
Eftir hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm er hann nú horfinn á
braut. Minjasöfnin í Örlygshöfn
hafa misst öflugan frumkvöðul, sem
hafði mikinn metnað fyrir þeirra
hönd og alla burði til að gera þau
að fyrirmynd annarra safna af
þessum toga. Stjórn Flugminja-
safns Egils Ólafssonar vill að leið-
arlokum þakka Jóhanni fyrir gott
og ánægjulegt samstarf, sem varð
alltof stutt, og vottar aðstandend-
um hans samúð sína.
F.h. stjórnar Flugminjasafns Eg-
ils Ólafssonar,
Þorgeir Pálsson
flugmálastjóri.
Jóhann Ásmundsson, safnstjóri
Minjasafns Egils Ólafssonar á
Hnjóti, er látinn 42 ára að aldri. Jó-
hann var meðal færustu safna-
manna okkar og hafði tekið að sér
ýmis ábyrgðarstörf, sem hann ætíð
sinnti af metnaði og fagmennsku
með góðum árangri. Þar kom sér
vel menntun hans á sviði menning-
arsögu og tölvunarfræða og hafði
Jóhann því oft nýja sýn á verkefni,
sem mun sannarlega nýtast áfram í
uppbyggingu safnastarfs á Íslandi.
Jóhann hafði gegnt stöðu safn-
stjóra Byggðasafnsins á Hnjóti frá
árinu 1999 og sinnti því starfi til
dauðadags. Hann var auk þess
virkur í félagsstörfum á sviði safn-
amála og var formaður í Félagi
safna og safnmanna FISOS. Jó-
hann sat sem fulltrúi félagsins og
safnamanna á Íslandi í Safnaráði,
sem undirrituð gegndi formennsku
í til ársbyrjunar 2004. Mikil styrk-
ur var að fagmennsku Jóhanns og
vilja til þess að stuðla að fram-
förum á sviði safnastarfs. Hann
stuðlaði ætíð að málefnalegri og á
stundum krefjandi umræðu með
framtíðarsýn og árangur að leið-
arljósi. Honum óx ekki í augum að
fara nýjar leiðir, ef hann sá fyrir
sér að þær leiddu til framfara.
Reynsla Jóhanns og menntun var
einnig mikils virði í þróun SARPS,
sem er viðamikið skráningarverk-
efni á sviði þjóðminjavörslu. Þrátt
fyrir alvarleg veikindi Jóhanns var
hann mjög markviss í því að koma
áleiðis hugmyndum sínum um upp-
byggingu safna og ferðaþjónustu á
Vestfjörðum. Honum var þannig
mikils virði að við skráðum hug-
myndir hans að uppbyggingu,
áherslum og næstu skrefum verk-
efna sem hann hafði unnið að og þá
ætíð með velferð safnastarfsins að
leiðarljósi.
Jóhann tókst á við veikindi sín af
miklu æðruleysi og raunsæi svo að
engan lét ósnortinn. Ég er honum
og Magneu afar þakklát fyrir gott
samstarf og hlýjan vinskap. Aðdá-
unarvert hefur verið að fylgjast
með samheldni þeirra og stuðningi
Magneu við mann sinn á erfiðri leið
veikindanna. Jóhann átti góða konu
og góða fjölskyldu sem stóð með
honum til hinstu stundar. Ég vil
votta Magneu og sonum sem og
systkinum hans mína innilegustu
samúð. Ég vil fyrir hönd þjóðminja-
vörslu og safnastarfs þakka Jó-
hanni Ásmundssyni fyrir mikilsvert
framlag hans til þjóðminjavörslu og
safnastarfs á Íslandi. Hans verður
minnst með virðingu og þökk.
Heiðruð sé minning Jóhanns Ás-
mundssonar.
Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður.
Það var fallegur og bjartur dag-
ur í Flatey á Breiðafirði sl. sumar
þegar ég hitti Jóhann í síðasta sinn.
Þá fundaði Breiðafjarðarhópur
strandmenningarverkefnisins. Og
auðvitað var Jóhann potturinn og
pannan í öllu saman. Nokkur um-
ræða hafði orðið um það hvar funda
skyldi. Fundarmenn komu víðs
vegar að úr byggðum við Breiða-
fjörð. Átti að funda á Hnjóti, Reyk-
hólum, Stykkishólmi eða annars
staðar við Breiðafjörð? Það var Jó-
hann sem kom auga á lausnina.
Gamla góða Flatey var auðvitað
miðpunkturinn, eins og á 19. öld.
Og þangað sigldum við öll úr þrem-
ur áttum á þremur bátum.
Það var einmitt á þessum fundi
sem Jóhann greindi okkur frá veik-
indum sínum og skyndilega var
eins og skuggi færðist yfir. Það var
ekki nóg með að maður fyndi til
með Jóhanni, heldur vöknuðu einn-
ig áhyggjur yfir stöðu verkefnisins.
Hvernig í ósköpunum áttum við að
geta haldið áfram án þess að hafa
Jóhann okkur við hlið?
Við Jóhann áttum margvíslegt
samstarf. Við vorum saman í stjórn
Ferðamálasamtaka Vestfjarða og
rákum báðir söfn, þótt minjasafnið
á Hnjóti sé náttúrulega ólíkt
stærra en litla hlunnindasýningin
okkar á Reykhólum. Stundum tók-
umst við dálítið á í tölvupósti og
símtölum okkar á milli, þegar
áherslur voru mismunandi. En allt
endaði það í góðu, enda Jóhann
sáttfús og með geysilega reynslu og
þekkingu á ferðamálum, en ég ný-
græðingur á þessu sviði.
Við brottfall Jóhanns hafa ferða-
þjónusta og safnamál á Vestfjörð-
um orðið fyrir áfalli. Það var alltaf
gaman að heyra í Jóhanni og hann
átti m.a.s. nokkur símtöl við mig
eftir að hann var kominn inn á
sjúkrahús. Ég tók líka eftir því að
hann skrifaði greinar í Morgun-
blaðið af sjúkrabeði sínum, þannig
að dugnaðurinn var ótrúlegur.
Ég færi Magneu og fjölskyldu
Jóhanns innilegar samúðarkveðjur
frá Reykhólum.
Einar Örn Thorlacius sveit-
arstjóri Reykhólahrepps.
Jóhann Ásmundsson hefur verið
viðloðandi safna- og minjamál allt
frá því hann vann við fornleifaupp-
gröft á Bessastöðum 1993. Sam-
starfsmenn hans þaðan eiga
skemmtilegar minningar um hann,
hversu opinn hann var og fullur af
skemmtilegum kenningum og hug-
dettum.
Árið 1994 hóf Jóhann skráningu
muna í minjasafninu að Hnjóti í
samstarfi við Egil Ólafsson, stofn-
anda og upphafsmann safnsins.
Voru þeir frumkvöðlar á sviði
tölvuskráningar safngripa. Árið
1999 tók Jóhann við safninu eftir
skyndilegt fráfall Egils. Safnið á
Hnjóti er eitt sérstakasta og
skemmtilegasta safn landsins,
stofnað og byggt upp af miklum
báráttuhug Egils Ólafssonar, og
var Jóhann enginn eftirbátur hans.
Jóhann Ásmundsson kom eins og
hressandi stormsveipur inn í safna-
og minjaheiminn og naut Fornleifa-
vernd ríkisins góðs af opnum hug
hans og ábendingum. Meðal áhuga-
mála Jóhanns var að bæta aðgengi
og upplýsingamiðlun á minjastöð-
um svæðisins og notkun fjarskipta-
tækni við miðlunina. Í samvinnu við
bændur á Látrum og fleiri aðila
hafði hann forgöngu um að settur
yrði upp varnargarður til að vernda
fornminjarnar á Brunnum. Meðal
þess sem Jóhann var að vinna að
var öflun styrkja til að rannsaka
minjarnar í Flókatóttum á Barða-
strönd og að bæta aðgengi og upp-
lýsingamiðlun við kumlateiginn
merkilega í Vatnsdal við Patreks-
fjörð.
Undanfarin ár var Jóhann for-
maður FÍSOS, félags íslenskra
safna og safnamanna, og markaði
sín spor þar.
Minjavörður Vesturlands- og
Vestfjarða og annað starfsfólk
Fornleifaverndar ríkisins þakkar
Jóhanni fyrir gott samstarf og við-
kynningu og sendir fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur. Hans
verður sárt saknað.
Kristín Huld Sigurðardóttir,
Magnús A. Sigurðsson.
Það var mikill fengur fyrir ferða-
þjónustuna og safnamál á Vest-
fjörðum þegar Jóhann Ásmundsson
réðst til starfa sem safnstjóri
Byggðasafnsins á Hnjóti árið 1999,
eldhugi með víðtæka þekkingu á
þeim málum sem ferðaþjónustan er
að fást við frá degi til dags.
Það var strax ljóst þegar Jóhann
kom til starfa á Hnjóti að fjöl-
breyttur bakgrunnur hans átti eftir
að nýtast vel í hinu nýja starfi og
þeim verkefnum sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann var vel heima á
hinum ýmsu sviðum, hann var
húsasmiður, hafði unnið við forn-
leifauppgröft auk víðtækrar þekk-
ingar á tölvumálum sem honum
tókst að flétta saman á skemmti-
legan og spennandi hátt.
JÓHANN
ÁSMUNDSSON
Vorsins barn, þú verður kvatt með tárum
og vinahendur hlúa að þínum beð.
Ég veit að margir sitja nú í sárum
og sakna þess að geta ei fylgst þér með.
Við biðjum Guð að blessa minning þína
og breyta sorgarmyrkri í ljósan dag
og láta kærleiksröðul skæran skína
og skreyta jörð við lífs þíns sólarlag.
(Guðm. Guðm.)
Elsku Magnea, fjölskylda og
aðrir aðstandendur, megi Guð
gefa ykkur styrk.
Millý og fjölskylda.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson.)
Samúðarkveðja til Magneu og
fjölskyldu Jóhanns
Sólveig og Olav.
HINSTA KVEÐJA