Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Jóhann kom með nútímahugsun
inn í starfið og var ötull og óbang-
inn að takast á við ný og ögrandi
verkefni. Alls staðar ávann hann
sér virðingu og honum voru falin
margvísleg ábyrgðarstörf.
Hann var mikill félagsmálamaður
og átti gott með að vinna með fólki.
Jóhann var virkur félagi í Ferða-
málasamtökum Vestfjarða og var
formaður þeirra er hann lést.
Það var ekki létt verk að feta í
fótspor þess merka manns Egils
Ólafssonar en Jóhanni tókst það
með ágætum.
Hann hélt uppi merki Egils og
safnsins auk þess að takast á við ný
verkefni á sviði ferða- menningar
og safnamála.
Jóhann var rólegur maður en
staðfastur og vissi hvað hann vildi,
hann leit fram á veginn og átti auð-
velt með að sjá heildarmyndina fyr-
ir sér. Hann var eldhugi og fylginn
sér og óspar á tíma sinn í þágu
góðra verka með hagsmuni heildar-
innar að leiðarljósi. Hann setti
sterkan svip á þau verkefni sem
honum voru falin á þeim allt of
stutta tíma sem kraftar hans fengu
að njóta sín. Nýjasta og ef til vill
stærsta verkefnið sem Jóhann tók
þátt í að móta er fjölþjóða strand-
menningarverkefni, þar sem hann
var tilnefndur fyrir Íslands hönd.
Félagar Jóhanns kveðja þennan
ötula liðsmann í ferðaþjónustu á
Vestfjörðum með miklum söknuði.
Ferðamálasamtök Vestfjarða
senda Magneu og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur við fráfall
góðs drengs.
Ferðamálasamtök Vestfjarða.
Mér er minnisstætt er ég ók með
Jóhanni Ásmundssyni veginn inn í
Örlygshöfn sem mörgum þykir
hrikalegur þó að sumri sé. Við
ræddum ófærð á vetrum og bíl-
skaða sem ekki er þar óalgengur í
hálku og ófærð. Hann sagðist dást
að æðruleysi fólksins sem byggi við
þessi náttúruskilyrði. Mér fannst
hann aftur á móta kjarkaður sjálfur
að hafa flust á svo afskekktan stað
og reka þar minjasafn að Hnjóti.
Þetta sumar er ég naut gestrisni
Jóhanns og Magneu í Örlygshöfn
var búið að ákveða að loka skól-
anum þar og útlitið ekki bjart fyrir
þetta litla samfélag. Erindið var
hins vegar að koma af stað verkefni
í dreifmenntun sem Jóhann hafði
átt frumkvæði að og fólst í að
tengja saman grunnskóla í Vest-
urbyggð og á Tálknafirði. Jóhann
sneri þannig vörn í sókn. Nú skyldi
nota möguleika upplýsingatækni-
nnar til þess að efla skólastarf í
byggðarlaginu.
Í þau nærri fimm ár sem Jóhann
Ásmundsson starfaði í mennta-
málaráðuneytinu ávann hann sér
traust og álit hjá samstarfsfólki
sínu. Hann bar ábyrgð á gerð nám-
skráa í upplýsinga- og tæknimennt
og lífsleikni en í þeirri vinnu var
verið að móta nýjar áherslur í
menntun í grunn- og framhalds-
skólum. Þarna naut hugmynda-
auðgi og atorka Jóhanns sín vel og
munu verkin halda nafni hans á
lofti. Hann starfaði síðan að stefnu-
mótun í upplýsingatækni og sinnti
verkefnum fyrir ráðuneytið eftir
hann flutti vestur. Góð þekking
hans og innsýn í möguleika upplýs-
ingatækni í menntun og menningu
var þar uppspretta hugmynda sem
enn er unnið eftir.
Fyrrverandi samstarfsmenn Jó-
hanns í menntamálaráðuneytinu
minnast hans með söknuði og fyrir
hönd þeirra sendi ég eiginkonu
hans og fjölskyldu samúðarkveðjur.
Arnór Guðmundsson.
Á lífsleiðinni eigum við stundum
samfélag við fólk um nokkurt skeið,
kannski daglega um ákveðið árabil,
en svo skilja leiðir. Slíkt samfélag
stóð árin 1997–1999 og átti það
sameiginlegt að vinna að samningu
nýrrar aðalnámskrár en til verksins
var ráðinn umsjónarmaður með
hverri námsgrein eða námsgreina-
flokki.
Í þessu samfélagi var Jóhann Ás-
mundsson allt í öllu. Hann var ekki
okkur vitanlega ráðinn til að bjarga
málum en hann gerði það samt,
ekki síst tölvu- og netmálum sem
vöfðust fyrir mörgum okkar, bón-
góður og hollráður um flesta hluti.
Þegar sest var niður í góðum hópi
og rætt um hin dýpri rök nám-
skrárinnar eða þjóðfélagsins var
heldur ekki komið að tómum kof-
unum. Jóhann hafði óvenjulega fjöl-
þætta reynslu og menntun þó ung-
ur væri að árum, hógvær og góður
félagi en jafnframt fylginn sér þeg-
ar hann vildi koma góðum málefn-
um í höfn.
Í faglegri umsjón sinni fékk Jó-
hann upplýsingatækni, smíði, ný-
sköpun og lífsleikni á sína könnu.
Tilfærsla smíða á námssvið upplýs-
inga- og tæknimennta var honum
hugleikin og hann vildi tengja há-
tækniumhverfið við handverkshefð-
ina í nýrri námsgrein. Eftirfarandi
orð í inngangi að markmiðum upp-
lýsinga- og tæknimennta lýsa vel
sýn Jóhanns og félaga: ,,Tækni er
einn af skapandi þáttum menningar
og mótar ásýnd hennar, inntak,
merkingu og tilgang. Hún er af-
rakstur af framkvæmdum fólks
sem beitir ímyndunarafli sínu,
sköpunargáfu, þekkingu og verk-
legri færni til að takast á við um-
hverfi sitt í markvissum tilgangi.“
Jóhann var maður framtíðar sem
gat frætt okkur hin um margt sem í
vændum var. Þess vegna kom
kannski á óvart þegar hann tók að
sinna fortíðinni á Minjasafni Egils
Ólafssonar á Hnjóti og tók loks við
safninu að Agli gengnum og nám-
skránni fullbúinni. Ljóst er að þar
vann hann stórvirki.
Genginn er góður maður á allt of
ungum aldri og skarð fyrir skildi.
Við sendum fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
F.h. umsjónarmanna með gerð
aðalnámskráa 1997–99,
Guðni Olgeirsson, Janus
Guðlaugsson og Þor-
steinn Helgason.
Jói kom inn í líf mitt með fremur
sérstæðum hætti fyrir nærri tveim-
ur áratugum og varð skjótt einn af
nánustu vinum mínum. Þetta byrj-
aði allt með litlum miða sem á var
skrifað dularfullt símanúmer … og
litlu síðar kom ég í kvöldkaffi til
Magneu vinkonu full forvitni að líta
hann Jóa augum. Ég komst fljótt
að því að hann var sérstakur maður
– rólegur í fasi, rökfastur og lesinn
sem gerði hann í mínum augum
enn forvitnilegri en áður. Eftir að
þau hófu búskap áttum við einatt
svona samræður þegar ég kom, eld-
heitar og frjóar – um sálina, mann-
legt eðli og hvernig væri réttast að
bregðast við ólíklegustu hlutum. Jói
elskaði að lesa um frumstæða þjóð-
flokka og var hann á þessum tíma í
mannfræði í HÍ. Við skylmdumst
oft og vorum ekki á sama máli en
það gerði bara allt skemmtilegra og
samræðurnar eftirsóknarverðari.
Stundum hef ég sagt í gegnum árin
að vinkonur mínar allar ættu góða
eiginmenn en Jói væri eini eigin-
maðurinn sem varð líka besta vin-
kona mín. Heppna ég. Jói var sá
sem kenndi mér fyrst á tölvu og Jói
er þolinmóðasti kennari sem ég
þekki. Eins var með strákana Árna
og Einar, þeir voru ekki gamlir
þegar þeir voru orðnir fljúgandi
færir í tölvunni og áður en langt
um leið var komin tölva inn í hvert
herbergi. Við Jói áttum margt sam-
eiginlegt. Þetta var á þeim tíma
þegar Jói spilaði oft á píanóið og
húsið var fullt af músík. Hann var
að stúdera forn íslensk álagaljóð og
shamanisma sem hann var fjölfróð-
ur um en gömul trúarbrögð voru
alla tíð hans uppáhald. Hann gaf
mér þá skýringu hví hann hefði
þennan áhuga á göldrum að hann
hefði þegar stúderað Guðstrúna og
hann vildi bara sjá allar hliðar á
trúarþörfinni. Oft vakti Jói mig til
umhugsunar hvernig hann sá hlut-
ina, fordómalaus og orðvar en það
kunni ég að meta mest.
Eftir að ég kynntist manninum
mínum urðu kaffisamsætin okkar
enn skemmtilegri en þá bættust inn
í samræðurnar margar nýjar skoð-
anir þannig að nóttin varð aldrei
nægjanlega löng til að klára um-
ræðuna sem var í gangi þá stund-
ina. En þegar tíminn leið vildi Jói
víkka enn meira sjóndeildarhring-
inn og fór í félagsfræðina en þá
fékk hann byr undir báða vængi því
hann var ekki aðeins að læra það
sem hann þá þegar var búinn að
lesa svo mikið um – heldur starfaði
hann í Útideildinni þar sem hann
kom mörgu ungmenninu til hjálpar.
Stundum kom það fyrir þegar hann
bauð Magneu á kaffihús í miðbæn-
um að þau hittu svo marga ung-
linga sem vildu spjalla að þau fóru
aldrei á kaffihúsið en þetta sýnir
best hvaða mann hann hafði að
geyma. Magnea kom svo inn með
kennarahliðina enda sér á parti
hvað það varðar og studdi hún Jóa
sinn, sama hvað hann tók sér fyrir
hendur. Samhentari og ástfangnari
hjón var ekki hægt að hugsa sér.
Svo voru þau ekki bara elskhugar
heldur feikna góðir vinir og félagar.
Jói las reiðinnar býsn af sálfræði-
kenningum og í vinnuherberginu
voru bækur og ritgerðir í stöflum.
Ég man eftir honum á þessum tíma
sitjandi við tölvuna með skrudd-
urnar allt í kring – því verkefnið
var svo spennandi sem hann vann
að.
Þegar Jói kom að því að gera Að-
alnámskrá grunnskólanna var hann
með ákveðna hugsýn í upphafi og
lagði mikla vinnu í það verk. Hann
kom inn í skóla landsins fjölbreytt-
ari kennsluháttum en áður þekkt-
ust, eins og lífsleikni og afnam
gömlu „stelpur í handavinnu og
strákar í smíði“ regluna. Samræður
á þeim tíma snerust að mestu um
uppeldis- og kennslumál þar sem
skoðanir voru meitlaðar og nýjar
hugmyndir fæddust. Eins fórum
við hjónin stundum upp í sumarbú-
stað sem fjölskylda Magneu byggði
og áttum við þar frábæra tíma.
Einar bróðir Magneu og Jói sem
var lærður smiður lögðu mikla
vinnu í að gera bústaðinn sem best-
an og var gaman að koma þarna og
taka til hendinni með þeim. Þarna
gátu þau slakað á við trjárækt, sil-
ungsveiðar í Laugarvatni eða legið
í heita pottinum.
En meðfram allri þessari vinnu
var Jói sístarfandi að sínum áhuga-
málum sem oftar en ekki áttu hug
hans allan. En það var fornleifa-
fræðin. Eftir að hafa unnið að upp-
greftri á Bessastöðum var kannski
ekkert skrýtið að hann fór að vinna
nokkrum árum seinna á Minjasafn-
inu á Hnjóti. Það var eins og köll-
un. Þar blómstruðu hæfileikarnir
hans á öllum sviðum en aðalstyrkur
hans var fyrst og fremst að þakka
hvílíkum hafsjó af fróðleik hann var
búinn að viða að sér úr öllum áttum
gegnum áralanga þekkingarleit.
Þetta var það sem hann elskaði að
gera og áður en árið var liðið fluttu
Jói og Magnea í Örlygshöfn, sögðu
það gott fyrir hundinn og ákváðu
að gerast heimamenn. Þegar við
hjónin komum í heimsókn var þetta
sveitadraumurinn í hnotskurn. Þau
brosandi út að eyrum af gleði – allir
tala og faðmast, gargandi krían í
varpi fyrir neðan túnin, glaður
hundur í hlaði og hrafnsungi á bak
við hús. Var til nokkuð betra? Ég
féll fyrir hrafninum sem var mjög
frekur og stal mat frá hundinum og
elti mann inn í þvottahús. Hann
hafði fundist hrakinn í grjótbrekku
og verið tekinn í fóstur eftir að það
kom í ljós að hann sætti sig við
hundinn. Síðan skoðuðum við safnið
þar sem Jói var búinn að vera að
mála um sumarið með Helga
skjaldböku og hann ljómaði þegar
hann útskýrði hvernig vinnan hans
var og sýndi okkur nýju heimasíð-
una sem hann var að hanna fyrir
safnið. Þetta var eitthvað fyrir Jóa.
Að tala við heimamenn og grúska í
gömlum sögum og halda áfram að
safna gömlum munum fyrir kom-
andi kynslóðir – það var hans Para-
dís. Og tölvuvæða safnið í gegnum
myndavélar. Hann langaði líka að
setja myndavél út á Látrabjarg
þannig að fólk gæti fylgst með
bjargbúum á Netinu, séð lundann
verpa og koma ungunum á legg en
eins og hann sagði þá er til fullt af
fólki sem aldrei sér fugl í bjargi
hvað þá að það væri sjálfstætt
framhald í beinni útsendingu á
hverjum degi eins og hægt er að
gera með tölvu og myndavél. Og
óneitanlega var hugmyndin góð.
Það metnaðarfulla starf sem Jói
tók að sér og gat ekki lokið við er
sárara en hægt er að setja í orð. En
framtíðin er óútreiknanleg og
kannski að einhver muni ljúka
verkinu fyrir hann á Hnjóti. En þá
er ég viss um að Jói gleðjist í
himnaríki. Það væri eins og göldr-
um líkast.
Síðasta dag júnímánaðar var Jói
ekki eins og hann átti að sér,
kenndi verks í síðunni og þegar
venjuleg verkjalyf virkuðu ekki fór
hann á sjúkrahúsið á Patró – og
þaðan suður. Nokkrum dögum
seinna komu þær hörmulegu fregn-
ir að hann væri með krabbamein
um allan kropp. Hvílíkt áfall. Í ljós
kom að lítið væri hægt að gera ann-
að en taka því sem koma skyldi.
Sýndi og sannaði Magnea þá hvílík
gæðakona hún er enda sama hvað
gerðist, hún var alltaf með fæturna
á jörðinni, hlý og gefandi. Eftir að
Jói lagðist inn á líknardeildina vék
hún ekki frá honum fékk bara
sjúkrarúm inn á herbergi handa
sjálfri sér svo hún gæti sofið þar á
nóttunni. Hún sá um að það væri
notalegt í kringum Jóa og þær
stundir sem voru góðar væru nýtt-
ar til fulls. Þegar ég kom til Íslands
í október sagðist hann vera búinn
að vera í nokkra daga að hlusta á
klassíska tónlist og snældur með
Halldóri Laxness. Jói var ekkert
feiminn að tala um veikindin eða
hvert horfði, hafði meira að segja
svolitla þörf fyrir það. Hann spurði
mig hvernig ég héldi að himnaríki
væri og hvort ég teldi að það væri
gott að vera þar og svaraði ég því
til að ef himnaríki væri staðreynd
þá væri örugglega gott að vera þar
því við enduðum þar öll einn dag-
inn, við dæjum jú öll á endanum –
hann væri aðeins að fara örlítið á
undan okkur hinum og hann gæti
tekið á móti mér við gullna hliðið
þegar ég dæi. Jói horfði þá á mig
svolitla stund og svaraði síðan með
sinni rólegu röddu: „Hver veit
nema ég geri það, Linda mín.“ Ég
er alveg sannfærð um hversu yf-
irvegað Jói tók þessum nöturlega
veruleika var Magneu að þakka því
Jói vissi að heiðarlegri manneskju
er ekki hægt að finna. Samband
þeirra hélt því áfram að þroskast
og núna í gegnum lífsreynslu sem
þau höfðu talið vera langt inn í
framtíð, á gamalsaldri þegar við er-
um södd lífdaga, en að missa maka
sinn og besta vin í blóma lífsins eru
grimm örlög. Það er líka mjög
sorglegt að foreldrar Jóa dóu með
stuttu millibili á sama ári, en eins
og Magnea komst svo fallega að
orði þá fór mamma hans á undan til
himnaríkis til að búa um rúmið fyr-
ir Jóa svo allt væri tilbúið þegar
hans tími kæmi.
Ég sendi minni ástkæru Magneu
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Eins bið ég Guð að blessa störf
hjúkrunarfólksins á líknardeildinni
sem annaðist Jóa og sérstaklega
læknanna en þeim verður seint full-
þakkað sitt göfuga og góða starf.
Og djúpt í sálu minni þakka ég Jóa
fyrir allt sem hann var mér og bið
honum eilífrar Guðs blessunar.
Sjáumst seinna, elsku vinur –
dreymi þig vel og góða nótt.
Hellen Linda Drake.
Júníkvöldsólin slær fjólubláum
ævintýrabjarma á á tignarlegan
Hafnarmúlann. Vaðallinn liðast nið-
ur Örlygshöfn milli iðjagrænna
túna og mætir lognöldunni í ósnum.
Lágvært og róandi öldugjálfrið
berst inn um opinn gluggann og
blandast úi æðarblikanna, gargi
kríunnar og kvaki mófuglanna.
Ég stend við stofugluggann og
fylgist með nágrönnum mínum úr
Miðgarði koma upp holtið. Magnea
á undan, tindilfætt og kvik í hreyf-
ingum. Jói á eftir, íhugull og yf-
irvegaður. Stássa fylgir í kjölfarið
með ýmsum útúrdúrum þegar mó-
fugl eða lamb fangar athyglina.
Framundan er notaleg og
skemmtileg kvöldstund með mínum
góðu nágrönnum; ein af ótalmörg-
um, – og vissulega var Hafnarm-
úlinn ekki alltaf jafnrósrauður
ásýndum. En það skipti ekki máli
hvort úti var stórhríð eða steypi-
regn, ekki voru sporin upp holtið
talin eftir.
Eitt mesta lán hvers manns í líf-
inu er að eignast góða granna og
vini. Því láni átti ég vissulega að
fagna í Örlygshöfn. Alltaf voru allir
tilbúnir að rétta fram vinar- og
hjálparhönd ef á þurfti að halda og
sannlega var Jói einn af þeim.
Jói var einstakur. Hann ávann
sér virðingu með prúðmannlegri
framkomu sinni sem og með verk-
um sínum og þeim dugnaði og trú-
mennsku sem hann sýndi í hví-
vetna. Frá því að Jói kom í
Örlygshöfn var mér oft hugsað til
þess, að ekki væri litla byggðarlag-
ið okkar alveg heillum horfið úr því
að svo hæfur og góður maður vildi
helga því krafta sína og jafnframt
halda á lofti merki þeirra er gengn-
ir voru.
Eitt af aðalsmerkjum Jóa var
hversu orðvar hann var. Ég minnist
þess ekki að hafa heyrt hann
hnjóða í nokkurn mann, jafnvel
ekki þá andstæðinga sína sem ekki
höfðu skilning á orðum hans og
verkum og reyndu að leggja stein í
götu hans.
Veikindi og fráfall Jóa voru mikið
reiðarslag fyrir fjölskyldu hans og
samfélagið. Verður hans skarð
vandfyllt.
Ég votta minni kæru Magneu,
sonum þeirra, tengdadóttur og öðr-
um ættingjum mína dýpstu samúð
við fráfall góðs drengs.Ég er þakk-
lát fyrir að hafa kynnst Jóa. Bless-
uð sé minning hans.
Björg Baldursdóttir.
,,Íslands óhamingju verður allt
að vopni“. Það er illt að þjóðin skuli
missa Jóhann Ásmundsson frá
hálfnuðu verki. Jóhann var maður
með sýn. Eldhugi undir sallarólegu
fasinu. Hann var móralskur maður
og leit á sig sem samfélagsþjón.
Slíkir menn fyrirfinnast en eru
sjaldgæfir. Við systur höfum orðið
þess happs aðnjótandi að verða á
vegi Jóhanns. Önnur í námskrár-
vinnu fyrir menntamálaráðuneytið
og hin tekur nú við starfi Jóhanns
við Minjasafn Egils Ólafssonar að
Hnjóti. Það má vera dofinn maður
sem var samur eftir kynni við Jó-
hann. Hugsjónaeldur hans, góðvild,
gáfur og hugmyndaauðgi höfðu
varanleg áhrif á samferðamenn. En
hann var líka maður framkvæmda
og kunni þá list að breyta orðum í
athafnir. Hann heillaði þá sem sáu
á hvaða leið hann var, en hann
þurfti þó oft að berjast fyrir hug-
myndum sínum og sýndi þá óbil-
andi seiglu. Eins og gjarnan hjá
hugsuðum réð djúp tilfinning för.
Því þótt leit Jóhanns hafi alltaf lot-
ið skýrri hugmyndafræðilegri und-
irstöðu lá dýpra sterk tilfinning um
rétt og rangt, fagurt og ljótt.
Jafnaðarhugsjónin litaði líf og
starf Jóhanns. Löngu áður en síma-
fyrirtæki fóru að spretta upp, sá
Jóhann hversu einfalt og ódýrt það
væri að stofna símafyrirtæki. Að
stofnkostnaði undanskildum gæti
það rúllað nánast ókeypis. Hann
hafði samband við nokkra eigna-
menn og bauð þeim þátttöku í
símafyrirtæki sem yrði ókeypis fyr-
ir neytendur. Þegar það rann upp
fyrir þeim að enginn gróði yrði af
fyrirtækinu heldur bara bætt kjör
fyrir fjöldann duttu allir úr skaft-
inu, skildu bara ekki hugmyndina.
En nokkrir þeirra stofnuðu auðvit-
að símafyrirtæki sjálfir og urðu rík-
ir.
Í námskrárvinnunni varð hann
bjargvættur vinnuhópsins í heima-
síðugerð og annarri tækni. Hann
var þó aðallega frjór hugmynda-
fræðilegur veitandi og glaður þiggj-
andi í þeirri vinnu og gerði hana að
skemmtilegu ævintýri. Fingraför
Jóhanns má víða sjá í íslensku
JÓHANN
ÁSMUNDSSON