Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 49 DAGBÓK Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105 www.oddi.is Verð áður: 2.490 kr. 1.999 kr. Oddi hf - L7 94 7 Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105 www.oddi.is Verð áður: 299 kr. 139 kr. Oddi hf - L7 94 7           ! "#$$    %&' &(&& )* * $    Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14 ýmsar uppákomur eru á föstudögum, bað- stofan er opin alla morgna frá kl. 9. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–12, smíði/útskurður kl. 13–16.30, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, kl. 13.30 fé- lagsvist, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10–14 opin handavinnustofa, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félag eldri borgara í Kópavogi. Fé- lagsvist spiluð í kvöld í Gjábakka kl. 20.30. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slök- unarjóga og teygjur kl. 10.30 og kl. 11.30, kl. 13 koma 15 enskumælandi slóvensk ungmenni í heimsókn í Garðaberg, nemar úr FG verða túlkar. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m. a. fjölbreytt föndurgerð, eftir hádegi bókband, kl. 10.30 létt ganga, frá hádegi spilasalur opinn. S. 575 7720. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Fundir fyrir spilafíkla eru alla föstu- daga í Laugarneskirkju, safnaðarheim- ilinu kl 20. Allir velkomnir. Tekið er vel á móti nýliðum. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, útskurður og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíllinn, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Bridge kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- Staður og stund http://www.mbl.is/sos um opið. Listasmiðja og Betri stofa opinn kl. 9–16, gönuhlaup kl. 9.30, bridge kl. 13.30. Hárgreiðslustofa 568–3139. Fótaaðgerðastofa 897– 9801. Hugmyndabankafundur laug- ardag 15. janúar kl.14, skemmtiatriði. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma 568–3132. Norðurbrún 1, | Nýtt námskeið í myndlist kl. 9.12, hárgreiðslustofan opin, kl. 10 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn við und- irleik Sigurbjargar, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal við lagaval Sigvalda, pönnukökur með rjóma í kaffitímanum. Allir vel- komnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30, allir vel- komnir. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins – Föst. 14. jan. Samkoma kl. 19.30 Bænastund kl. 19. Tómas Dav- íð Ibsen talar, Þóra Gísladóttir leiðir lofgjörð. Allir velkomnir. Kirkjan í Gufudal í Barðastrandarsýslu. Morgunblaðið/Einar Falur TVÆR ljósmyndasýningar verða opnaðar á morgun kl. 15 í Þjóð- minjasafni Íslands, en þær nefnast „Hér stóð bær …“ og „Átján vóru synir mínir í álfheimum …“ Á sýningunni „Hér stóð bær …,“ er brugðið upp á þriðja hundrað ljósmyndum af óþekktum sveitabæj- um. Myndirnar á sýningunni eru all- ar frá 20. öldinni og flestar teknar um miðbik hennar, á árunum frá 1930–60 og eru safngestir beðnir um að aðstoða Þjóðminjasafnið við að nafngreina bæina á myndunum, þar sem þeim upplýsingum sem fylgja myndum sem berast safninu er gjarnan ábótavant. Stærsta búsetu- breyting Íslandssögunnar var flutn- ingur úr sveitinni á mölina. Um 1920 voru 6.063 sveitabæir í byggð á Ís- landi en undir aldarlok voru 4.754 bæir í byggð og eyðibýli voru 1.714. Sýningin kallar fram minningar um söng Hauks Morthens, helsta dægurlagasöngvara þjóðarinnar á sinni tíð, í lagi sem náði miklum vin- sældum um miðja 20. öld. Texti Lofts Guðmundssonar er talinn lýsa á hjartnæman en raunsannan hátt, heimkomu margra í heiðardalinn og hefur það fyrir löngu öðlast sígildan samhljóm hjá þjóðinni. Ljósmyndasýningin Átján álaga- blettir varpar samtímaljósi á æva- forna þjóðtrú Íslendinga. Fátt hefur staðist jafn vel tímans tönn og trú Ís- lendinga á helgi álagablettanna sem finna má í hverri sveit og skipta hundruðum í landinu öllu. Enn þann dag í dag njóta staðir þessir frið- helgi og til eru bæði gamlar og nýjar sögur af óhöppum og slysförum sem tengjast brotum á bannhelginni. Myndirnar voru teknar á ára- bilinu 1998–2003 og hafa nokkrar þeirra birst í bókinni Landið, fólkið og þjóðtrúin sem út kom árið 2001. Sýningin er tileinkuð sögunni um átján barna föður í álfheimum og öðrum forvitnum Íslendingum, þessa heims og annars. Eyðibýli og álagablettir Eyðibýli eru viðfangsefni sýningarinnar Hér stóð bær í Þjóðminjasafninu. Tvær ljósmyndasýningar opnaðar í Þjóðminjasafninu á laugardag Sýningarnar standa til 27. febrúar og eru opnar 11–17 alla daga nema mánudaga. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. O-O O-O 7. Rc3 Re4 8. Bd2 f5 9. d5 Bf6 10. Hc1 Ra6 11. a3 c5 12. Re1 exd5 13. cxd5 De7 14. Rd3 d6 15. Rf4 Rc7 16. b4 Hfe8 17. bxc5 dxc5 18. Rxe4 fxe4 19. Hc4 Rxd5 20. Hxe4 Df7 21. Dc2 Rxf4 22. Bxf4 Bxe4 23. Bxe4 Hxe4 24. Dxe4 He8 25. Dc2 De6 26. Da4 He7 27. Be3 Hd7 28. Hc1 h5 29. h4 Df5 30. Db5 Kh7 31. a4 Hd6 32. a5 Staðan kom upp á lokuðu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia á Ítalíu. Dimitry Komarov (2555) hafði svart gegn Igor Naum- kin (2479). 32... Bxh4! 33. axb6 axb6 34. gxh4 Dg4+ 35. Kf1 Dh3+ 36. Kg1 hvítur hefði orðið mát eftir 36. Ke1 Dh1#. 36... Hg6+ 37. Bg5 Dxh4 38. f4 Dxf4 og hvítur gafst upp enda staðan að hruni komin. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. EFNT verður til nokkuð stórra og fjölbreyttra tónleika í kvöld þegar sveitirnar Shadow parade, Darkhammer og Hot damn! koma fram auk Kalla, söngvara Tenderfoot, sem mun grípa í kassagítarinn og syngja nokkur lög fyr- ir gesti sem trúbador kvöldsins. Shadow parade spilar lágstemmt nýbylgjurokk sem sumir hafa kosið að nefna heróín-kántrí. Drengirnir eru nýkomnir úr hljóðveri þar sem þeir hljóðrituðu tvö lög, en annað þeirra, Nothing for me, er nú farið að hljóma á Rás 2. Stefnan er tekin á að hljóðrita fyrstu plötu sveit- arinnar á næstu mánuðum. Sveitin er skipuð þeim G. Dan Gunnarsson söngvara, Jóni Gunnari Biering gít- arleikara og bræðrunum Magnúsi Erni trommuleikara og Andra bassaleikara, Magnúsarsonum. „Yrkisefni okkar er mjög misjafnt,“ segir G. Dan, sem einnig er þekktur sem Beggi. „Þetta er hálf drungalegt á köflum hjá okkur, en við sækjum töluverðan innblástur í tónlist sveita eins og Elbow, Jeff Buckely, Radiohead og Portishead. Þá höfum við einnig orðið fyrir nokkrum áhrifum frá Doors.“ Darkhammer var stofnuð fyrir rúmu ári, en hér er um að ræða nokkurs konar samtíning úrvals íslenskra raf- tónlistarmanna, skipaða þremur einstaklingum úr afar ólíkum áttum. Síðan sveitin var stofnuð hefur hún samið mikið af efni og sótt markvisst á erlenda markaði, m.a. Bretlands- og Japansmarkað og segja liðsmenn að út- gáfu megi vænta í báðum löndum síðar á árinu. Hot Damn!, sem skipuð er þeim Smára Tarfi, fyrrum gítarleikara rappsveitarinnar Quarashi og Jens Ólafs- syni, söngvara Brain Police, eru nú að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu sem kemur út í byrjun mars. Sveit- in hefur hlotið mikið lof fyrir sína sköpun og var m.a. í 2. sæti yfir mest sóttu lög ársins á Rokk.is. Það má því segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi á Grandrokk í kvöld kl. 23 og ekki spillir fyrir að aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis. Drungaleg kvöldstund á Grandrokk Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveitin Shadow Parade leikur drungalega en um leið lagræna sveitakennda rokktónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.