Morgunblaðið - 14.01.2005, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
HULDA Vilhjámsdóttir er til-
tölulega nýútskrifuð úr LHÍ og hef-
ur verið nokkuð virk í sýningarhaldi
síðastliðin ár. Hjá Sævari Karli sýn-
ir hún málverk, skúlptúra, skissu-
bækur og fleira smálegt og gefur
það sýningu hennar innsetning-
arbrag sem minnir á vinnustofu
listamanns, þá eiginlega helst eins
og maður hefði ímyndað sér slíkt
fyrirbæri fyrir nokkrum áratugum.
Hulda sækir líka töluvert til fortíðar
í verkum sínum og aðferðafræði,
hún aðhyllist frjálst flæði hugans,
draumar eru henni innblástur og
stíll málverkanna minnir ýmist á
Gustave Klimt, hollenska og belg-
íska samtímamálara, Hundert-
wasser eða eitthvað enn annað sem
einnig er gamalkunnugt.
Í sjálfu sér er ekkert athugavert
við að sækja innblástur til liðins tíma
ef úrvinnslan nær að vera persónu-
leg og í tengslum við samtímann, en
nokkuð skortir á það hér. Þó er ekki
um að villast að sköpunargleði
Huldu er mikil og í henni er tví-
mælalaust frjór jarðvegur sem
spennandi er að yrkja frekar.
Málverkin á sýningu hennar nú
eru þó einnig dálítið misjöfn að gæð-
um og ef til vill hefðu agaðri vinnu-
brögð og skýrari markmið skilað
heildstæðari sýningu. Það er ekki
frá því að áhorfandanum finnist
hann vera staddur á vinnustofu í
skóla þar sem nemandinn hefur ekki
gert upp við sig í hvaða átt hann ætl-
ar að halda, enn standa honum flest-
ar dyr opnar, það er bara að velja
einhverjar þeirra og halda af stað.
Eftirminnilegustu verkin á sýn-
ingu Huldu að mínu mati voru td.
málverkið af liggjandi barni og einn-
ig málverkið með andlitsmyndum og
textum, hér kemur fram að gleggri
markmið myndu skila meira til
áhorfandans en raunin er nú. En það
er jafnan ánægjulegt að sjá sýningu
þar sem vinnugleðin er jafn sterk og
hjá Huldu og gaman verður að fylgj-
ast með henni í framtíðinni.
Draumar úr
öllum áttum
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Til 27. janúar. Sýningin er opin
á verslunartíma.
Málverk, Hulda Vilhjálmsdóttir
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Þorkell
„Það er ánægjulegt að sjá sýningu þar sem vinnugleðin er jafn sterk.“
UPPSELT er í dýr-
ustu sæti á tónleika
José Carreras í Há-
skólabíói en nú eru
um það bil sjö vikur
þangað til söngvarinn
kunni kemur til lands-
ins.
Að sögn Einars
Bárðarsonar hjá
Concert, sem heldur
tónleikana, eru ennþá
til góðir miðar fyrir
miðju og á öðrum
góðum svæðum. Ódýr-
ustu miðarnir sem
hægt er að fá kosta
14.900 kr.
Tónleikarnir eru liður í Skand-
inavíuför Carreras og
verður þetta í annað
skipti sem hann held-
ur tónleika hér á
landi, en hann söng
fyrir fullri Laug-
ardalshöll árið 2001.
Aðeins 900 miðar
eru í boði á þessa
tónleika. „Þar af leið-
andi munu aðdáendur
komast í mun meira
návígi við þennan ein-
staka listamann,“
segir Einar.
Hægt er að kaupa
miða hjá Concert ehf.
í síma 511 2255 og á
www.concert.is.
Tónlist | Tónleikar José Carreras
José Carreras
Uppselt í dýrustu
sætin í Háskólabíói
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT - UPPSELT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT - UPPSELT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT - UPPSELT
Lau 22/1 kl 20, - UPPSELT
Fim 27/1 kl 20, - AUKASÝNING
Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT
Su 30/1 kl 20,
Fim 3/2 kl 20 - UPPSELT,
Lau 5/2 kl 20, Su 6/2 kl 20,
Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14,
Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14,
SÍÐUSTU SÝNINGAR
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Í kvöld kl 20, Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Í kvöld kl 20, Fi 20/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco - Í samstarfi við LA
Lau 15/1 kl 20
SÍÐASTA SÝNING Á STÓLUNUM
HÉRI HÉRASON
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson,
Í samstarfi við TÓBÍAS
Frumsýning su 16/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
ATH: Bönnuð yngri en 12 ára
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
FJÖLSKYLDUSÝNING
The Match, Æfing í Paradís, Bolti
Lau 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Su 16/1 kl 20 - UPPSELT, Fi 20/1 kl 20,
Su 23/1 kl 20, Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT
SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR
NÆSTU SÝNINGAR
FÖSTUD. 21. JAN. KL. 20
LAUGARD. 29. JAN. KL. 20
☎ 552 3000
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
• Laugardag 15. janúar kl 20
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18
ÖRFÁ SÆTI LAUS!
í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR
www.loftkastalinn.is
Frumsýning 11. feb. kl.20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13.feb. kl. 19.00
3. sýning 18.feb. kl 20.00 – 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – FÁAR SÝNINGAR
Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Skráning í síma: 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Miðasala á netinu: www. opera.is
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Banki allra landsmanna
Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„Fjarskalega
leiftrandi og
skemmtileg
sýning.“
H.Ö.B. RÚV
Óliver! Eftir Lionel Bart
Lau. 15.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT
Lau. 15.1 kl 20 UPPSELT
Fös. 21.1 kl 20 Örfá sæti
Lau. 22.1 kl 20 UPPSELT
Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT
Sun. 30.1 kl 14 aukasýn.
Fös. 04.2 kl 20 Nokkur sæti
Lau. 05.2 kl 20 Nokkur sæti
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Munið VISA tilboð í janúar
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar
í kvöld
Lit(leysis)
þema
MYNDLIST
Hafnarborg
Svart á hvítu – verk í eigu Hafnarborgar
Safnið er opið frá kl. 11–17 alla daga
nema þriðjudaga. Sýningunni lýkur 31.
janúar.
HAFNFIRÐINGAR minnast þess
þessa dagana með sögusýningu í að-
alsal Hafnarborgar að hundrað ár
eru liðin frá því að fyrsta almennings-
rafveita á Íslandi
var gangsett í bæn-
um. Myndlistin set-
ur hins vegar enn
svip sinn á Sverr-
issal og Apótekið,
auk þess sem tekið
hefur verið upp á
þeirri skemmtilegu
nýbreytni að kynna
myndhöggvara
mánaðarins í kaffi-
stofu safnsins og á
myndhöggvari jan-
úarmánaðar, Sig-
rún Guðmunds-
dóttir, þar fjóra
skúlptúra er henta flestir þessu tak-
markaða rými ágætlega.
Sverrissalur og Gamla apótekið
prýða hins vegar að þessu sinni verk
úr eigu safnsins er hafa verið sam-
valin með tilliti til litaþema líkt og
heiti sýningarinnar gefur til kynna.
Lýsir sýningarheitið Svart á hvítu
líka vissulega vel verkunum, sem
mörg hver eru áhugaverð þó ekki nái
þau að njóta sín til fulls með þessari
einlitu uppsetningu sem fellur engu
að síður vel að okkar útlitsdýrkandi
og þemaglöðu tímum. Því þó ofur-
stílhrein og vel skipulögð uppsetn-
ingin kunni vissulega að virka vel fyr-
ir augað, greinir áhorfandinn rýmið
fyrir vikið sem eina heild er verkin
renna flest hver of áreynslulaust
framhjá.
Það er helst að verk þeirra Magda-
lenu Margrétar Kjartansdóttur og
Braga Ásgeirssonar nái að hrista upp
í sýningargestinum. Myndefni þeirra
beggja falla enda ekki alveg að lita-
skemanu og vekja auk þess vissan
óhug og þar af leiðandi áhuga með
áhorfandanum. Þannig gerir barns-
legt andlit stóreygu stúlkunnar sem
stendur með tíkarspena í hárinu og
barn í fangi í verki Magdalenu Mar-
grétar Kjartansdóttur, Móðurást,
móðurina óþægilega unga ásýndar, á
meðan að sundurskornir dúkkuhaus-
ar og leikfangadýr á svörtum grunni í
Tímavél Braga Ásgeirssonar hafa yf-
ir sér nokkuð grimmilegt yfirbragð.
Verk á borð við Noctune IV Richards
Vaux, ætingar Emiko Maeda og verk
Karls Kvarans, sem einnig eiga vel
athygli skilið, ná hins vegar ekki að
fanga áhorfandann nægjanlega í
þessu einlita umhverfi og hljóta þá at-
hygli sem þeim ber.
Anna Sigríður Einarsdóttir
Móðurást eftir
Magdalenu
Margréti.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Útsalatsala