Morgunblaðið - 14.01.2005, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
ÍSLANDSBANKI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
, , !
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
.. l
t , rí fj r...
r Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
kl. 4, 6, 8 og 10.
Yfir
23.000
gestir
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára
QUEEN
LATIFAH
JIMMY
FALLON
GISELE
BÜNDCHEN
I
Á FULLRI FERÐ
MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI
GAMANSPENNUMYND
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
Í takt við tímann er tekjuhæðsta jólamyndin, yfir 20.000.000.
í tekjur frá öðrum degi jóla til dagsins í dag.
Sýnd kl. 6 og 10.
QUEEN
LATIFAH
JIMMY
FALLON
GISELE
BÜNDCHEN
I
Á FULLRI FERÐ
MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI
GAMANSPENNUMYND
Sýnd kl. 6 og 8.
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
ÍSLANDSBANKI
... „séríslenskt
Fönn, fönn, fönn!“
SV MBL
... í l
, , !
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
ÓHT rás 2
... l
t , rí fj r...
r
Yfir
23.000
gestir
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.Sýnd kl. 8 og 10.10.
Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta
mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki.
Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu
um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun!
Tilnefnd til 5 Golden Globe
verðlauna þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og leikari í aðalhlutverki.
Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu
um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun!
NÝ mynd með hinum fjölhæfa og
margfæra Jim Carrey, sjálfu
gúmmífésinu, vekur ætíð athygli
enda er hann einn af fáum leik-
urum sem borið geta uppi heilu
bíómyndirnar með nærveru sinni.
Nýjasta myndin með þessum tvö-
falda Golden Globe-verðlaunahafa
heitir því langa og óþjála nafni
Lemony Snicket’s A Series of Un-
fortunate Events eða Röð ólán-
legra viðburða. Myrk, drungaleg
og gráglettin ævintýramynd fyrir
alla fjölskylduna – eða þá úr henni
sem þora. Í myndinni leikur Carr-
ey Ólaf greifa – Count Olaf, kyn-
legan kvist, skelfilegan leikara og
meistara dulargervisins sem er
staðráðinn í að svindla á hinum
bláeygu og blíðu munaðarlausu
systkinum af Baudelaire-ættinni
og hafa af þeim fjölskylduauðæfin
miklu. En Jósefína frænka þeirra
– leikin af hinum tvöfalda Ósk-
arsverðlaunahafa Meryl Streep
stendur í vegi fyrir Ólafi greifa. Í
mjög stórum dráttum þá er þetta
sagan sem dularfullur náungi að
nafni Lemony Snicket segir í
myndinni – en hann talar með
röddu Jude Law.
Hér er markmiðið klárt, að
bjóða uppá eins óvenjulega sögu
og fráleita og mögulegt er, eitt-
hvað sem alveg er á skjön við það
sem börn á öllum aldri eiga að
venjast. Sagan er byggð á þremur
bókum samnefnds Lemony Snick-
et, en eftir þennan huldumann –
sem sagan segir að heiti réttu
nafni Daniel Handler og sé 34 ára
gamall – hafa komið út ellefu æv-
intýri sem eru undir sterkum
áhrifum frá ævintýrahöfundum allt
frá Grímsbræðrum til Roalds
Dahls. Bækur Lemony Snicket
voru þær fyrstu sem afrekuðu að
velta sjálfum Harry Potter úr
toppsæti bóksölulista New York
Times og hafa þær samtals verið
600 vikur á þeim lista. Bækurnar
hafa fengið fína dóma gagnrýn-
enda og
selst í meira en 27 milljónum
eintaka – jafnvel þótt höfundur
þeirra hafi ítrekað grátbeðið fólk
um að „lesa eitthvað annað“.
Sjálfur segist Carrey hafa notið
þess að leika svona andstyggilegan
og margsnúinn náunga, nokkuð
sem hann gerði einnig með glæsi-
brag í Batman Forever og The
Grinch.
Og útlit myndarinnar sjálfrar
minnir einna helst á myrkari verk
Tim Burtons en leikstjóri er Brad
Silberling sem á að baki mynd-
irnar Casper, City of Angels og
Moonlight Mile, auk þess sem
hann leikstýrði fyrstu þáttunum í
sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu
Judging Amy.
„Ég grátbað þá um að gera ekki
mynd. Ég grátbað þá um að fá
ekki góðan leikstjóra. Ég grátbað
þá um að ráða ekki neitt hæfi-
leikafólk í hlutverkin. Ég grátbað
þá um að byggja ekki myndina á
neinni bók eftir mig og þeir völdu
þrjár!“ lét Snicket hafa eftir sér
þar sem hann dvaldi í óþekktri
holu í jörðinni eða lúxusvillu.
„Eina von mín er að hjörð sjálf-
boðaliða lesi þetta, kaupi alla miða
á myndina sem eru í boði og fari
síðan ekki á myndina.“
Frumsýning | Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate Events
Hinn
ógeðfelldi
Ólafur
greifi
„Kaupið ykkur miða – en ekki fara á myndina.“ Skýr en skringileg skila-
boð frá Lemony Snicket, skapara Ólafs greifa og munaðarleysingjanna.
ERLENDIR DÓMAR:
Roger Ebert Guardian BBC Empire Metacritic.com 63/100
Variety 70/100 (metacritic)
New York Times 60/100 (meta-
critic)
HAMSLAUS hugmyndaauðgi
mannsins sem skapaði Pétur Pan
og þrá hans eftir eilífri æsku er
viðfangsefni kvikmyndarinnar
Finding Neverland, einnar af þeim
myndum sem sterklega hafa verið
orðaðar við Óskarsverðlaunin.
Í þessari mynd Svisslendingsins
Marcs Forsters (Monster’s Ball)
fer Johnny Depp með hlutverk
skoska skáldsins James Mathew
Barrie, höfundar barnaævintýr-
isins sígilda um Pétur Pan, dreng-
inn sem bjó í Hvergilandi og neit-
aði að eldast. Sjálfur neitaði Barrie
að eldast og bjó í sínu eigin
Hvergilandi, landi hugarflugsins.
Myndin byggist á hugmyndum
handritshöfundarins David Mag-
ees um það hvernig sagan af Pétri
Pan kann að hafa orðið til. Barrie
bjó hana til eftir að hann hafði
kynnst Llewelyn Davis fjölskyld-
unni; fjórum föðurlausum drengj-
um og ungri og fagurri móður
þeirra, ekkju, sem leikin er af Kate
Winslet. Barrie tekur ástfóstri við
piltana og upplifir eigin æsku á
nýjan leik með þeim og notar þá
reynslu sína til að skapa Hvergi-
land, Pétur, Kaptein krók og sjó-
ræningja hans.
Myndin var frumsýnd á
Feneyjahátíðinni og hlaut þar
verðlaun. Þá völdu Landssamtök
kvikmyndagagnrýnenda (National
Board of Review) hana bestu
mynd ársins 2004. Johnny Depp
hefur fengið sérstaklega mikið lof
fyrir túlkun sína á Barrie og þykir
líklegur til að hreppa Óskarstil-
nefningu, eins og reyndar myndin
og Winslet en myndin er tilnefnd
til fimm Golden Globe-verðlauna.
Frumsýning | Finding Neverland
Pétur Pan verður til: Barrie og ungur drengur í Llewelyn Davies-
fjölskyldunni láta hugann reika.
Í leit að eilífri æsku
ERLENDIR DÓMAR:
Roger Ebert Guardian BBC Metacritic.com 67/100
Variety 80/100 (metacritic)
New York Times 50/100 (meta-
critic)