Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 57
BRESKA tyggjópönksveitin Bust-
ed hefur ákveðið að leggjast í
dvala og það í óákveðinn tíma.
Þremenningarnir Charlie, Matt og
James hafa áhuga á að gera aðra
hluti, hver í sínu horni en ítreka
þó að sveitin sé alls ekki hætt.
Meginskýringin á þessari
skyndilegu „pásu“ tengist for-
sprakka tríósins Charlie Simpson,
en hann er sagður vilja heldur
einbeita sér að búa til tónlist með
hinni sveitinni sinni Fightstar.
Busted hefur notið mikilla og sí-
vaxandi vinsælda síðan tríóið steig
fyrst fram á sjónarsviðið árið
2002. Síðan þá hafa átta af lögum
þeirra náð að skipa sér meðal
þriggja vinsælustu laga í Bret-
landi og þar af hafa fjögur ratað
alla leið á toppinn. Síðasta topplag
Busted var titillag kvikmyndarinn-
ar Thunderbirds, sem fór á topp-
inn og var valið lag ársins í vin-
sælum unglingaþætti á ITV1
sjónvarpsstöðinni. Þá sungu
drengirnir í nýju útgáfunni af „Do
They Know It’s Christmas?“ með
Band 20 hópnum sem vermdi
toppsætið í Bretlandi fyrir og um
jólin.
Sveitin hefur gefið út tvær stór-
ar plötur; Busted og A Present
For Everyone. Hún fékk tvenn
Brit-verðlaun í fyrra þegar hún
var valin besta poppsveitin og
bestu nýliðarnir.
Sveitin flutti grípandi og létt-
pönkuð rokklög sem höfðuðu hvað
helst til unglinga. Var litið á hana
sem skárri kost en margar aðrar
unglingasveitir vegna þess að þeir
drengir léku á hljóðfæri og sömdu
lögin sín sjálfir.
Meginástæðan fyrir því að
Charlie hafi nú meiri áhuga á
Fightstar en Busted er samt sem
áður sögð sú að hann hafi lengi
viljað búa til beittari og innihalds-
ríkari tónlist.
Reuters
James, Charlie og Matt skilja marga aðdáendur eftir í sárum.
Tónlist | Efnilegasta sveit Breta í upplausn
Busted hættir –
í bili
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ
BRJÓTA ALLAR REGLUR.
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins
sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
INCREDIBLES ER VINSÆLASTA
JÓLAMYNDIN, YFIR 28.000 ÁHORFENDUR
FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG
I
J I , I
I J I I Í
YFIR 28.000 ÁHORFENDUR H.L. Mbl..L. bl.
Kvikmyndir.com
DV
Kvikmyndir.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30 og 6. Ísl.tal. / 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5. Ísl.tal. / 5 og 7.30. Enskt tal.
KEFLAVÍK
kl. 3 og 5.30. Ísl. tal.
HINIR ELLEFU
ERU ORÐIN TÓLF.
OCEAN´S TWELVE
S.V. Mbl.
„Algert augnayndi“ Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
KRINGLAN
Sýnd kl. 7.30 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Hvað er málið með Alfie?
Pottþétt rómantísk gamanmynd
með JudeLaw sem nýlega var kosinn
kynþokkafyllsti karlmaðurinn.
Frábær tónlist.
ÁLFABAKKI
4, 6.15, 8.30 og 10.40.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.30 og 10.40.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 10.10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Ein vinsælasta myndin í
USA í 4 vikur samfleytt
l
l
Furðulega frábær og spennandi fjörug
ævintýramynd með hinum einu sönnu,
Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey.
Ein vinsælasta myndin í
USA í 4 vikur samfleytt
l
l
Furðulega frábær og spennandi fjörug
ævintýramynd með hinum einu sönnu,
Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey.