Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 60

Morgunblaðið - 14.01.2005, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing ÞAÐ var líf og fjör hjá þeim meira en 100 mentorum og grunnskólabörnum sem Vel- ferðarsjóður barna bauð í keilu í Keiluhöll- inni í Öskjuhlíð í gær. Mentorarnir eru úr Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, úr Kvennaskólanum í Reykjavík og Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri. Eitt meginmarkmið mentorverkefnisins Vináttu er að háskóla- og framhaldsskóla- nemendur vinni að velferð barna og öðlist víðtæka reynslu í samskiptum við börn. Áhersla er lögð á gagnkvæman ávinning og hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hvert annars. Verkefnið byggist öðrum þræði á þeirri hugmynd að samskipti barns og mentors séu jákvætt innlegg í líf barns því mentor verði barninu fyrirmynd. Mentorverkefnið Vinátta hófst árið 2001 og hefur Velferðarsjóður barna á Íslandi rekið það frá upphafi. Sjóðurinn var stofn- aður árið 2000 af Íslenskri erfðagreiningu og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 100 góðir vinir í keilu NOTKUN nikótínlyfja er rúmlega þrefalt meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum samkvæmt skýrslu norrænu stofnunarinn- ar NOMESCO um lyfjanotkun á Norður- löndunum árin 1999–2003. Notkun nikótínlyfja, mæld í skilgreindum dagskömmtum, jókst á Íslandi úr 12,2 skömmtum á hverja þúsund íbúa árið 1999 í 16,6 skammta árið 2003. Til samanburðar var neyslan 5,4 skammtar í Danmörku, 3,6 skammtar í Noregi og 4,1 skammtur í Finn- landi árið 2003. Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, segir Íslendinga hafa tekið fljótt við sér í notkun nikótínlyfja, sem snemma hafi fengið viðurkenningu innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessum lyfjum hafi hins vegar í fyrstu verið tekið með miklum fyrirvara í mörgum öðrum löndum. Þorsteinn er ekki í vafa um árangurinn og bendir á að fyrir 20 árum hafi 40% full- orðinna Íslendinga reykt daglega en í dag sé hlutfallið komið niður í um 23%. Þetta sé mikil breyting frá því sem var í þessum ald- urshópi og fá ef nokkur dæmi um sambæri- legt fall í öðrum löndum. Tóku fljótt við sér „Íslendingar tóku fljótt við sér og notuðu þessi lyf óhikað. Ég tel að það hafi hjálpað landanum að hætta að reykja,“ segir hann. Þorsteinn segist aðspurður ekki telja ólíklegt að notkun nikótínlyfja hér á landi sé með því mesta sem þekkist í heiminum. Framleiðendum nikótínlyfja var skemmt þegar þeir drógu upp mynd af notkun þeirra eftir löndum og ætluðu að sýna stöðu Íslands á grafinu. „Urðu þeir þá að benda með prikinu hátt fyrir ofan blaðið því Ísland komst ekki inn á sama skala og önnur lönd.“ Þrefalt meiri notkun nikó- tínlyfja hér SJÖ af þeim fjörutíu nýju starfs- mönnum frá Portúgal sem komu til landsins fyrir rúmri viku til starfa við Kárahnjúkavirkjun eru þegar farnir úr landi. Gianni Porta, verk- efnisstjóri Impregilo, segir að þeir hafi gefist upp á vetrarríkinu við Kárahnjúka og þetta sé lýsandi dæmi um þann vanda sem fyrirtækið glími við. Mikil þörf sé á að fá verka- menn til starfa sem vanir séu að- stæðum sem þessum. Porta átti ásamt fleiri fulltrúum Impregilo fund með Árna Magnús- syni félagsmálaráðherra og Vinnu- málastofnun í gær. Þar skýrðu þeir frá því að um sjötíu umsóknir hefðu borist um störf við virkjunina og af þeim stæði til að ráða um þrjátíu manns, þar af tólf Íslendinga. Porta sagði að von væri á fleiri umsóknum á næstu dögum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir að samkvæmt þessum upplýsingum stefni allt í að atvinnuleyfi verði gefin út fyrir um 140 erlenda verkamenn sem flestir eru kínverskir. Verða fyrstu leyfin að sögn Gissurar gefin út eftir helgina. Síðan á að halda reglulega samráðsfundi með fulltrúum Imp- regilo til að fylgjast með ráðningar- málunum og hvernig starfsauglýs- ingar skila sér. Nýkomnir Portúgalar fara frá Kárahnjúkum Vinnumálastofnun gefur út atvinnuleyfi eftir helgi  Áhyggjur/4 HANN barðist einn, þessi mynd- arlegi fálki, við stóran hóp hrafna um bitann og virtist hafa betur. Sjónarvottar að baráttunni sem að nokkru fór fram í háloftunum töldu að hrafnarnir hefðu verið allt að 30 til 40 talsins, þannig að bar- áttugleði fálkans hefur verið mikil og hann ekki hugsað sér að láta ætið frá sér fyrr en í fulla hnefana. Hrafnarnir höfðu hins vegar fullan hug á að fá sinn skerf af því. Fálkinn var á sveimi við tjörn austan Eyjafjarðarbrautar á Ak- ureyri þar sem hann fann hræið og flaug að lokum á brott með það. Eflaust á stað þar sem hann gat einn og óáreittur notið krás- arinnar. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Flogið burt með bráðina ÚRSKURÐARNEFND almanna- trygginga hefur hafnað beiðni einstaklings um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar vegna kostnaðar við postulínskrónur á fjórar framtennur í efri gómi. Áður hafði stofnunin samþykkt að greiða fyrir tvær tennur sem henni þótti réttlætanlegt að krýna vegna sýrueyðingar af völdum bakflæðis. Margvíslegar orsakir Í úrskurðinum segir að orsakir tanneyðingar geti verið marg- víslegar. Er það niðurstaða úr- skurðarnefndar að af fyrirliggj- andi gögnum, m.a. mati utanaðkomandi tannlæknis, verði ekki ráðið að tannvandi kæranda stafi af bakflæði. Þvert á móti hafi komið fram röksemd- ir fyrir því að tanneyðingin stafi að mestum hluta af „lágri bit- hæð“ og þar af leiðandi „sam- biti“, sem sé skaðlegt fyrir fram- tennur. Kærandi hafði leitað álits tveggja sérfræðinga á sviði tannlækninga sem töldu það „hreina fásinnu“ að taka ekki all- ar tennurnar sex til meðferðar í einu. Fær postulín í tvær framtennur af sex ASÍ lýsti í gær miklum áhyggjum af þróun verðlags. Neysluverðsvísitalan hækkaði um 4% síðustu tólf mánuði og hefur verðbólgan ekki mælst meiri síðan um mitt ár 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08% frá síðasta mánuði. Veigamestu þættirn- ir eru húsnæðisliðurinn, sem hækkar um 2,9%, og gjaldskrár opinberra að- ila, sem hækka um 4,4%. Miðstjórn ASÍ varar við að hækkanir setji mik- inn þrýsting á forsendur kjarasamn- inga í haust. Birgir Ísleifur Gunnars- son seðlabankastjóri segir verðbólgu ekki komna upp fyrir efri þolmörk peningamálastefnu Seðlabankans. Áhyggjur af verðbólgu  Setja/11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.