Morgunblaðið - 23.01.2005, Side 47

Morgunblaðið - 23.01.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 47 AUÐLESIÐ EFNI Reuters Enn fleiri myndir af pyntingum á íröskum föngum hafa vakið óhug. ÞRÍR breskir hermenn eru nú fyrir her-rétti fyrir að hafa mis-þyrmt íröskum föngum. Ljós-myndir af pyntingunum voru birtar í Bret-landi. Þær vöktu mikinn óhug. Áður hefur komið fram að banda-rískir hermenn mis-þyrmdu föngum í Írak. Bresk stjórn-völd fordæmdu það. Almenningur virtist þá halda að breskir hermenn hegðuðu sér betur en banda-rískir. Þessar ljósmyndir draga úr þeirri trú. Hins vegar eru engar vís-bendingar um að þarna hafi verið um skipu-lagðar mis-þyrmingar að ræða. Mis-þyrmdu íröskum föngum Morgunblaðið/Ómar Margir útlendingar starfa ólöglega í byggingar-vinnu hér á landi. Myndin tengist ekki fréttinni. MARGIR útlendingar starfa ólöglega hér á landi við byggingar-vinnu. Þetta segir Finnbjörn A. Hermannsson. Hann er formaður Samiðnar, sambands iðn-félaga. Í síðustu viku var Finnbjörn að spyrja 2 Letta um atvinnu-leyfi þeirra. Þeir brugðust við með því að stökkva fram af svölum í 3ja metra hæð. Síðan hlupu þeir í burtu. Finnbjörn segir að það sé algengt að lítil fyrir-tæki og undir-verk-takar ráði til sín ólöglegt vinnuafl. Þeir starfs-menn vinni síðan fyrir um 400 krónur á tímann. Það er 4 sinnum minna en Íslendingar myndu fá í laun. Félags-mála-ráðherra og dóms-mála-ráðherra eru að skoða þessi mál. T.d. gæti komið til greina að sami aðilinn veiti bæði dvalar- og atvinnu-leyfi. Núna koma Útlendinga-stofnun og Vinnu-mála-stofnun að því. Starfa ólöglega við byggingar-vinnu Snjó-flóða-hætta Meira en 100 manns þurftu að fara frá heimilum sínum á Vest-fjörðum í síðustu viku. Hús þeirra voru rýmd út af hættu á snjó-flóðum. Þetta var á Patreks-firði, í Bolung- arvík, Hnífs-dal og á Ísa-firði og nágrenni. 3 snjó-flóð féllu á veginn um Óshlíð en engan sakaði. Berjast ekki gegn fátækt Auðug ríki hafa ekki staðið við gefin loforð í baráttunni gegn fátækt. Kofi Annan segir að þau eigi að ráða við kostn- aðinn. Það ætti að vera hægt að minnka sára fátækt um helming fyrir árið 2015. Borgó vann MR Borgar-holts-skóli sigraði Mennta-skólann í Reykjavík í Gettu betur síðasta miðviku- dag. MR kemst því ekki í sjón- varps-keppnina í ár. Þetta er annað árið í röð sem Borgar- holts-skóli hefur betur gegn MR. ESB vill ekkert rusl-fæði Evrópu-sambandið segir matvæla-fyrir-tækjum að hætta að beina auglýsingum á óhollum mat að börnum. ESB gefur fyrir-tækjunum árs frest. Annars verða sett lög til að koma í veg fyrir auglýsing- arnar. Fischer Íslendingur? Bobby Fischer vill fá ís- lenskt ríkis-fang. Hann skrif- aði bréf til Alþingis þess efn- is. Þetta gerir hann til þess að það séu meiri líkur á að hann fái að flytja til Íslands. Það flækir hins vegar málið að Fischer er skráður banda- rískur ríkis-borgari. Hann gæti þó fengið tvöfalt ríkis-fang. Stutt ZHAO Ziyang er dáinn. Hann var forstætis-ráðherra Kína á 9. áratugnum. Síðan varð hann leið-togi kínverska Kommúnista-flokksins. Zhao hefur verið í stofu-fangelsi síðan 1989. Síðast kom hann fram 19. maí það ár. Þá bað hann kínverska náms-menn að hætta að mót-mæla á Torgi hins himneska friðar. Hann var grát-klökkur líkt og hann vissi hvað myndi gerast. Mót-mælin höfðu staðið í 6 vikur. Vildi ekki her-vald Daginn eftir tóku harð-línu-öfl öll völd í Kommúnista-flokkinum. Zhao var settur af. Zhao vildi ekki að her-valdi yrði beitt gegn mót-mælunum. Það var hins vegar gert og hundruð ef ekki þúsundir borgara voru drepin á Torgi hins himneska friðar. REUTERS Zhao Ziyang við kínverska fánann. Zhao Ziyang látinn UM 110 milljónir söfnuðust í Neyðar-hjálp úr norðri síðustu helgi. Þetta var lands-söfnun til að styðja hjálpar-starf eftir náttúru-hamfarirnar í Asíu. 5 mannúðar-stamtök fá peningana. Þau segja að þeir fari í að byggja upp samfélag á flóða-svæðunum og hlúa að íbúum þeirra. Þetta þýðir að Íslendingar gefa samtals 375 milljónir til hjálpar-starfs á þessum svæðum. Nú hefur verið staðfest að meira en 220.000 manns dóu í ham-förunum, þar af um 160.000 í Indónesíu. Að minnsta kosti 1,5 milljónir manna urðu heimilis-lausar. 110 milljónir söfnuðust Reuters Fjöldi fólks varð heimilis-laus vegna flóðanna við Indlands-haf. KEFLA-VÍK er úr leik í Evrópu-keppninni í körfu-bolta karla. Liðið tapaði 93:85 fyrir Olympic Fribourg frá Sviss. Kefl-víkingar voru á heima-velli. Þeir höfðu tapað fyrri leiknum við svissneska liðið. Þess vegna hefðu þeir þurft að vinna með minnst 8 stigum. Kefl-víkingar voru frekar mátt-lausir í leiknum og Fribourg var yfir í hálf-leik. Leikið var um að komast í 4 liða úrslit í vestur- og mið-riðli keppninnar. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Kefl-víkingar úr leik Abbas reynir að koma á friði MAHMOUD Abbas vill að uppreisnar-samtökin Hamas hætti að gera árásir á Ísraela. Abbas er nýi forsetinn í Palestínu. Hann skipaði öryggis-sveitunum sínum að koma í veg fyrir slíkar árásir. Frelsis-hreyfing Palestínu-manna (PLO) segir að árásirnar gefi Ísraelum afsökun fyrir að tefja friðar-ferlið. Sharon gefur ekki langan tíma Hamas höfnuðu þessu. Tals-maður þeirra sagði að Ísraelar haldi þá bara hernáminu í Palestínu áfram. Ariel Sharon er forsætis-ráðherra Ísraels. Hann hefur sagt að Abbas fái ekki langan tíma til þess að stöðva þessar árásir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.