Morgunblaðið - 23.01.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 23.01.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 53 DAGBÓK Jeppar Toyota Rav4, Suzuki Grand Vitara Hyundai Santa Fe Mitsubishi Pajero Sport, Kia Sonento EX Dodge Ram Pickup Toyota Land Cruiser, sjálfskiptur Buget bílaleiga, Sími 562 6060, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík, www.budget.is Budgetbílaleigaer á eftirfarandi stöðumá landinu: Reykjavík, Keflavík,Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum, Þórshöfn, Þorlákshöfn og Bakka. Áhelgarnámskeiðunum „Innri friður – Innri styrkur“sem geðhjúkrunarfyrirtækið Liljan heldur að Fögru-hlíð í Fljótshlíð er unnið að sjálfsrækt kvenna. Nám-skeiðin eru sniðin að þörfum nútímakvenna þar sem jákvæð hugsun og lausnarmiðuð sýn á verkefni, bæði í einkalífi og á vinnustað, eru áhersluþættir. Þátttakendum er kennt að lifa í núinu og gleyma áhyggjum. „Það sem efst var í huga kvennanna sem tekið hafa þátt í nám- skeiðinu var að eitthvað stórkostlegt gerist þegar konur taka að deila reynslu sinni og þekkingu sem þær hafa öðlast í eldlínu átaka bæði í einkalífi og starfi,“ segir Bergþóra Reynisdóttir, skipuleggjandi og leiðbeinandi á námskeiðinu. „Eftir námskeiðið er konunum boðið á fund mánaðarlega í þrjá mánuði í þeim til- gangi að fylgja þeim eftir og hvetja til áframhaldandi vinnu. Þeir tveir hópar sem lokið hafa þessu ferli hafa nú stofnað félagsskap um áframhald sem byggist á þekkingunni sem þær öðluðust.“ Hvað þarf til að viðhalda andlegu jafnvægi? „Hreyfing, hvíld, hollt mataræði og áreitastjórnun eru grund- vallarþættir í andlegri vellíðan. Til að ná og viðhalda andlegu jafnvægi þarf fólk að rækta „sjálfið“ daglega og vera sér með- vitað um öll þau ytri áreiti sem hafa mikil áhrif á sálarlífið, meðal annars samskipti við aðra. Jákvæð hugsun, gleði og bjartsýni eru besta vítamínsprautan.“ Hvernig hjálpar þetta námskeið þátttakendum? „Það sem konunum sjálfum fannst hjálpa sér hvað mest var að uppgötva ótrúlegan kraft innra með sér til framsækni, í bæði einkalífi og í starfi. Að þær sjálfar bæru ábyrgð á heilsu sinni og hamingju. Ein kvennanna lýsti upplifun sinni af námskeiðinu þannig að hún gerði sér ljóst hversu mikilvægt er að rækta sjálf- an sig og komast að því hver maður er. Að undirstrika styrkleika í stað þess að vera alltaf að reyna að bæla niður gallana sem eru jú hluti af manni. Sjálfstraustið er ein af mikilvægustu for- sendum hamingju og þetta námskeið hjálpaði henni til að styrkja það meir og meir. Annað sem hún nefndi var að henni var sýnt fram á hvernig hægt er að brynja sig fyrir andlegum árásum sem eru aðeins til þess fallnar að brjóta mann niður and- lega.“ Hvernig getum við bætt sjálfstraust okkar? „Margir þættir hjálpast að við uppbyggingu sjálfstraustsins. Þar má nefna jákvætt hugarfar, að treysta og trúa á sjálfan sig og eiga jákvæð samskipti við annað fólk þar sem kærleikurinn og fyrirgefningin eru heimsins bestu hugarverkfæri. Ennfremur legg ég áherslu á það að lifa lífinu lifandi með því að taka einn dag fyrir í einu eða að vera til „núna“ og koma auga á allt það góða í kringum okkur. Konur eru sérfræðingar í að gera alla hluti að áhyggjuefni. Það tekur frá manni ómælda hugarorku sem betur væri nýtt sjálfum okkur til framdráttar.“ Sjálfsstyrking | Helgarnámskeið um uppbyggingu sjálfstrausts og andlegs jafnvægis Jákvæðni, gleði og bjartsýni bæta lífið  Bergþóra Reynisdóttir fæddist í Reykjavík. Hún lauk námi frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1973 og tveggja ára sérnámi í geðhjúkrun 1977. Þá lauk hún BSc-námi við Háskólann á Ak- ureyri vorið 1993 og MSc-námi í geð- hjúkrunarfræðum frá HÍ vorið 2003. Bergþóra hefur unnið við geðhjúkrun frá 1977. Frá 1993 hefur hún starfað sjálfstætt við heimageðhjúkrun og stofnaði hún Liljuna ehf. árið 1998. NÍTJÁNDA öldin verður samnefnari fjórðu tónleika Kammermúsík- klúbbsins á þessu starfsári, en þeir eru haldnir að vanda í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20. Þar verða leikin verk eftir Ludwig Van Beethoven, Gia- como Puccini og Johannes Brahms, en öll þessi tónskáld stöldruðu við á 19. öldinni, þar sem þau sömdu verkin sem leikin verða, en þetta tímabil er iðulega nefnt klassíska öldin. Fyrsta verk tónleikanna verður Strengjakvintett í C-dúr, op. 20 eftir Beethoven. Þá verður leikið Elegie fyrir strengjakvartett Puccinis „I crisantemi“ og að lokum verður leik- inn strengjakvintett í G-dúr, op. 111 eftir Brahms. Flytjendur eru Gréta Guðnadóttir, og Zbigniew Dubik fiðluleikarar, Þór- unn Ósk Marinósdóttir og Jónína Auður Hilmarsdóttir víóluleikarar og Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari. „Öll verkin eru mjög ólík,“ segir Gréta Guðnadóttir. „Beethoven er vissulega lang-klassískastur. Það eru mjög snemmklassísk áhrif sem daðra við barokk. Beethoven er þarna að vinna með þetta klassíska og hefð- bundna form. Þetta verk er samið mjög snemma á ferli Beethovens og hann er enn að leita fyrir sér, en síðar fer hann sínar eigin leiðir. Síðasti kafli kvintettsins er mjög kómískur og Beethoven er á vissan hátt að leika sér að þessu hefðbundna klassíska formi.“ Bæði Brahms og Puccini eru afar tilfinningaríkir, en á afar ólíkan hátt, að sögn Grétu. Elegía Puccinis er inn- ræn og tregafull en kvintett Brahms nær óendanlega rómantískur og lyft- ir jafnt hlustendum sem flytjendum upp í sjöunda himin. „Þessi kvintett er þvílíkur söngur og maður þarf næstum því að passa sig á því að gleyma sér ekki í tilfinningaflæðinu, því það er svo gaman að spila þetta. Þetta eru svo dásamlegar melódíur að það getur enginn nema Brahms skrifað svona. Tilfinningarnar sem hann túlkar eru svo djúpar og laglín- urnar svo óendanlega fagrar. Hann hefur líka greinilega mikið hjarta fyr- ir víólu, þessari innilegu, stóru og djúpu fiðlu og hún fær svo sannarlega að njóta sín í nokkrum af fallegustu melódíum sem samdar hafa verið í kammermúsík.“ Klassískur kammer í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Jim Smart MÁLVERKASÝNING Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlist- armanns, „… mátturinn og dýrð- in, að eilífu …“ var opnuð í gær í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Verkin eru flest unnin á árunum 2001–2004 og hafa aldrei verið sýnd áður. Kristín út- skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í framhaldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkona- gerð í Róm og stundaði nám í Rík- isakademíunni í Flórens árin 1988–1993. Kristín hefur síðustu 15 árin tekið þátt í mörgum sýn- ingum, hér heima og erlendis, og er þetta 10. einkasýning hennar. Kristín hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamannalaun frá menntamálaráðuneytinu, síð- ast árið 2002–3. Verk hennar eru í eigu fjölda opinberra safna, kirkna, fyrirtækja og ein- staklinga. Í sýningarskrá sýningarinnar segir Auður Ólafsdóttir listfræð- ingur m.a. um listamanninn. „Í þeim persónulega reiti sem Krist- ín hefur helgað sér í listasögunni hefur stundum verið að finna sér- kennilegar mannverur sem hver guðdómur og hver eilífð myndi vera fullsæmd af: fagureyga, tog- inleita öldunga með hárskúfa og í skóm með uppbrettri tá, standa þar tveir og tveir gegnt hvor öðr- um, mitt í ómældu af bláu. Líkt og einsemd mannsins sem hefur þörf fyrir speglun eða samveru.“ Þá seg- ir Auður enn- fremur: „Í nýrri verkum Kristínar hafa öldungarnir ójarðnesku vikið fyrir rótföstum voldugum trjám, með trausta, sam- fléttaða boli. Tré finnast líka í eldri verkum Kristínar, en þau eru af öðr- um toga, eru mjó og spíruleg, and- leg tré. Nýju trén eru hins vegar gömul tré, með rætur djúpt í jörðu, krónan teygir sig hins vegar ekkert sérstaklega hátt til himins.“ Í tilefni 90 ára vígsluafmælis Keflavíkurkirkju eru 4 verk eftir Kristínu til sýnis í safnaðarheimili kirkjunnar, Kirkjulundi. Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir máttinn og dýrðina Sýningin er opin alla daga frá kl. 13– 17.30 og stendur til 6. mars. Kristín Gunnlaugsdóttir Eitt verka á sýningu Kristínar. SÝNINGUM Birg- is Andréssonar og Yun-Fei Ji lýkur í dag og því er nú síðasta tækifæri til að berja þær augum. Sýning Birgis er á öllum hæðum og spann- ar hans feril enda er um viðamikla kynningu á lista- manninum að ræða. En verk kínverska mál- arans Yun-Fei Ji heitir „Boxers“ og er athyglisverð blanda fornra hefða og nútíma- legrar nálgunar. Að auki eru til sýnis verk úr safneigninni á öll- um þremur hæð- um SAFNS. Bóka- safnið er öllum opið ásamt að- gangi að net- tengdri tölvu. Safn er til húsa á Laugavegi 37. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 14– 17 í dag. Sýningum í Safni lýkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.