Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 15
ERLENT
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Prag
15. mars
Kr.19.990
Flugsæti m.v. 2 fyrir 1.
Netverð.
Róm
12. maí
Kr. 39.990
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
Dubrovnik
12. maí
Kr. 39.990
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
Búdapest
25. apríl
Kr. 28.890
Flugsæti með sköttum.
mánud. til fimmtud.
Netverð.
Sorrento
19. maí
Kr. 39.710
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
Barcelona
17. apríl
Kr. 36.910
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
STJÓRNVÖLD í Indónesíu áætla nú, að
allt að 220.000 manns hafi farist í hamför-
unum í Suður-Asíu fyrir mánuði og er þá
heildartalan þar og í öðrum löndum við
Indlandshaf komin í 280.000 manns.
Fadilah Supari, heilbrigðisráðherra
Indónesíu, sagði, að í þessari nýju tölu
væru jafnt þeir, sem hefðu fundist látnir,
rúmlega 96.000 manns, og þeir, sem enn
væri saknað, um 132.000 manns. Stefnt er
að því að halda áfram skipulegri leit að lík-
um í mánuð enn þótt ljóst þyki, að líkams-
leifar margra, jafnvel nokkurra tuga þús-
unda manna, muni aldrei finnast.
Viðkomandi fólk verður þó ekki formlega
talið látið fyrr en að ári liðnu.
Mikill eldur
í Banda Aceh
Manntjónið í Indónesíu er að lang-
mestu leyti í Aceh-héraði á Súmötru og of-
an á allar hörmungarnar þar geisaði í gær
mikill eldur í rústum höfuðborgarinnar,
Banda Aceh. Kynti mikill vindur undir
honum og öðru hverju kváðu við miklar
sprengingar í gaskútum. Í gær hafði eld-
urinn brunnið í sólarhring og borgarbúar,
sem lifðu af flóðbylgjuna, voru margir
flúnir.
Talið er, að allt að hálf milljón barna í
Aceh þjáist af þunglyndi, kvíða og svefnt-
ruflunum af völdum hamfaranna og ást-
vinamissisins en í héraðinu eru aðeins
fimm sálfræðingar. Er óttast, að alls kon-
ar geðkvillar og aðrir erfiðleikar muni
gera vart við sig hjá þeim og öðru fólki á
næstu mánuðum og árum.
Talið að yfir 280.000 hafi
farist í hamförunum
Minnst 220.000 eru sögð hafa farist í flóðbylgjunni í Indónesíu einni
Reuters
Kona í Aceh á Súmötru með son sinn við leifarnar af húsi fjölskyldunnar sem eyðilagðist í flóðbylgjunni.
Jakarta. AP, AFP.
ÞESS var minnst víða um heim í
gær að á morgun verða liðin 60 ár
frá frelsun Auschwitz-fangabúð-
anna árið 1945 en um ein og hálf
milljón gyðinga lét lífið í gasklef-
um nasista í seinni heimsstyrjöld.
Talið er að allt að sex milljónir
gyðinga hafi látið lífið í ofsóknum
nasista og bandamanna þeirra auk
milljónar sígauna, samkyn-
hneigðra, fatlaðra og fjölda ann-
arra sem nasistar töldu réttdræpa.
„Við segjum með réttu: aldrei aft-
ur. En erfiðara reynist að fylgja
orðum eftir með athöfnum. Ríki
heims hafa, eftir að Helförinni
lauk, sér til vansæmdar oftar en
einu sinni látið hjá líða að koma í
veg fyrir þjóðarmorð – til dæmis í
Kambódíu, í Rúanda og í löndum
fyrrverandi Júgóslavíu,“ sagði
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, í gær.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, heiðraði í gær minn-
ingu fórnarlambanna í Auschwitz,
sem er á svæði er nú tilheyrir Pól-
landi. Hann sagði nasista hafa haft
mikinn stuðning í Þýskalandi og
hét því að Þjóðverjar myndu ekki
gleyma glæpum stjórnar Adolfs
Hitlers.
„Ég stend frammi fyrir ykkur
sem fulltrúi lýðræðislegs Þýska-
lands,“ sagði kanslarinn á sam-
komu í Berlín en viðstaddir voru
m.a. nokkrir sem lifðu af vistina í
Auschwitz. „Ég blygðast mín
vegna hinna myrtu – og einkum
frammi fyrir ykkur sem lifðuð af
vítisdvölina í einangrunarbúðun-
um.“
Enn til gyðingahatur
Minningarstofnun um Helförina
verður opnuð í Berlín í maí og er
hún við Brandenborgarhliðið.
Schröder sagði leiðtoga Þýska-
lands myndu beita sér fyrir því að
vernda gyðinga í landinu en þeim
hefur fjölgað síðustu árin. „Það er
ekki hægt að neita því að enn sé til
gyðingahatur. Baráttan gegn því
er hlutverk allra í samfélaginu,“
sagði hann.
Israel Singer, forseti Heimssam-
bands gyðinga, fordæmdi í ræðu
sinni á samkomunni viðhorf sem
hann sagði gyðinga mæta í Evr-
ópu. Sagði Singer að þær lexíur
sem lærst hefðu af Helförinni
væru teknar að gleymast. Því væri
nú víða haldið fram að fólk væri
búið að fá nóg af Helfarartalinu og
þeir sem neituðu því að glæpirnir
hefðu í reynd verið framdir fengju
óáreittir að breiða út þann boð-
skap.
„Og við sjáum að unga kynslóðin
í Evrópu hefur ekki skilning á
Helförinni,“ sagði Singer, að því er
virtist með skírskotun til þess er
Harry Bretaprins bar hakakross-
armband í teiti fyrir skömmu.
„Ég blygðast mín
vegna hinna myrtu“
Schröder heitir
því að Þjóðverjar
muni ekki gleyma
Helförinni
Berlín, París, SÞ. AFP, AP.
AP
Gyðingur í Jerúsalem skoðar myndir af fórnarlömbum ofsókna nasista í
Auschwitz. Myndirnar voru teknar sama dag og sovéskar hersveitir frels-
uðu búðirnar 1945. Um ein og hálf milljón manna var myrt í Auschwitz.
STJÓRN Anders Fogh Rasmussen
styrkir stöðu sína í kosningunum sem
fram fara í Danmörku 8. febrúar ef
marka má skoðanakönnun sem birt
var í gær. Samkvæmt könnun Gallup
fyrir Berlingske Tidende munu
stjórnarflokkarnir tveir og Danski
þjóðarflokkurinn, DF, fá 102 menn
kjörna en 179 fulltrúar sitja á þingi
Dana. Flokkar þessir fengu samtals
98 sæti í kosningunum 2001 og myndu
því bæta við sig fjórum sætum.
Venstre, frjálslyndur flokkur for-
sætisráðherrans þrátt fyrir nafnið, og
Íhaldsflokkurinn eru við völd en DF,
sem er lengst til hægri á þingi, styður
og stjórnina.
Raunar myndu Venstre og Radik-
ale Venstre, RV, teljast sigurvegarar
kosninganna samkvæmt könnuninni.
Flokkur Foghs bætir við sig sex
mönnum og RV fengju nú fjórtán
menn en fengu níu 2001. Þar með
gætu stjórnarflokkarnir tveir boðið
miðjuflokknum RV að eiga við þá
samstarf og mynda meirihlutastjórn
án stuðnings Þjóðarflokksins. Slík
stjórn hefði 93 menn á þingi.
Reynist könnun Berlingske Tid-
ende rétt verða jafnaðarmenn fyrir
áfalli í kosningunum. Því er spáð að
þeir fái 47 menn og tapi fimm fulltrú-
um sem yrði versta útkoma flokksins
frá 1973. Samtals fær stjórnarand-
staðan 73 menn í könnuninni. Þeir
fjórir sem eftir eru af 179 þingfulltrú-
um skiptast jafnt á milli Færeyinga
og Grænlendinga.
Lykketoft í miklum vanda
Könnunin þykir sýna vel veika
stöðu jafnaðarmanna og einkum for-
ingja þeirra, Mogens Lykketofts. Um
liðna helgi sneri Paul Nyrup Ras-
mussen aftur til Danmerkur til að
taka þátt í kosningabaráttu Jafnaðar-
mannaflokksins en Nyrup, sem var
forðum forsætisráðherra, situr nú á
þingi Evrópusambandsins. Mjög er
deilt um forystuhæfileika Lykketofts
innan flokksins og sjálfur hefur hann
viðurkennt að á „brattann [sé] að
sækja“.
Aukið fylgi
við Fogh