Morgunblaðið - 26.01.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.01.2005, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur. ÚTSALA - ÚTSALA TURN-FREE Verð frá 72.000.- Dýnusett frá kr. 59.000 Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Úrsmíðaverkst. Halldórs Akureyri • Afreksmaðurinn Georg V. Hannah í Keflavík • Útilíf • Markið • Hreysti • Töff hlaup.is • Guðmundur B. Hannah Akranes • Töff • Örninn Sími: 565 1533 • www.polafsson.is púlsmælar hjálpar þér að ná settu marki Sýklalyfjanotkun barna á Ís-landi hefur sl. tíu ár minnk-að um þriðjung, samkvæmtniðurstöðum rannsóknar á 2.700 börnum á fjórum stöðum á landinu. En sýkingar og vandamál tengd sýklalyfjum er stærsta heil- brigðisvandamál barna hér á landi sem annars staðar í hinum vestræna heimi, að sögn Vilhjálms Ara Arason- ar, heimilislæknis í Hafnarfirði, sem unnið hefur að rannsókninni undan- farinn áratug. Að rannsókninni hafa staðið heimilislæknisfræðideild HÍ, sýklafræðideild LSH og Landlækn- isembættið, en henni var ætlað að fá skýra mynd af sýklalyfjaávísana- venjum heimilislækna og ónæmis- þróun helstu sýkingarvalda bakteríu- sýkinga barna á Íslandi sl. tíu ár. Rannsóknin var framkvæmd árin 1993, 1998 og 2003 á eins til sex ára gömlum börnum í Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Bolungarvík og á Egilsstöðum og nágrenni. Í hvert skipti voru skoðuð um 900 börn, sýklaræktanir teknar úr nefkoki og sýklalyfjaávísanir barna og ástæður þeirra skoðaðar sl. tólf mánuði í sjúkraskýrslum og með spurninga- listum til foreldra. Jafnframt var kannaður skilningur foreldra á skyn- samlegri sýklalyfjanotkun. Þátttaka í rannsókninni var góð á öllum stöð- unum eða yfir 80%. Þó komið hafi í ljós að sýklalyfja- notkun barna hafi minnkað í heildina um þriðjung á undanförnum tíu ár- um, er mikill munur á ávísunum til barna eftir landssvæðum, en þar sem best lætur, á Egilsstöðum, hefur notkunin minnkað um tvo þriðju á tímabilinu og er þrisvar sinnum minni nú samanborið við Vestmanna- eyjar þar sem sýklalyfjanotkun reyn- ist mest. Í meira en helmingi tilfella er sýklalyfjanotkunin vegna mið- eyrnabólgu. Breiðvirk sýklalyf eru notuð í um 80% tilvika í Vestmanna- eyjum, en aðeins í 35% tilvika á Egils- stöðum. Er þróunin í Eyjum sérstakt áhyggjuefni að mati Vilhjálms Ara. Sýklalyfin á eyrnabólgur „Sýklalyfjaónæmi er orðið ein af stærstu heilbrigðisógnum heimsins í dag, en sýnt hefur verið fram á sterk tengsl þess og sýklalyfjanotkunar, segir Vilhjálmur Ari. „Sýklalyfja- ónæmi þýðir að ekki er hægt að með- höndla sýkingar á öruggan hátt sem er alvarleg þróun. Ný og öflug sýkla- lyf eru ekki í augsýn. Miðeyrnabólg- ur er langalgengasta orsök sýkla- lyfjanotkunar meðal barna og ein algengasta orsök læknisheimsókna þeirra. Læknar hafa verið hvattir m.a. í leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda að meðhöndla ekki vægar miðeyrna- bólgusýkingar, sem geta lagast af sjálfu sér með sýklalyfjum, s.s. vægar miðeyrnabólgur, vegna hættu á frek- ara lyfjaónæmi helstu sýkingarvalda. Ef sýklalyf eru valin, ætti að nota sem þröngvirkust lyf, sem hafa sem minnst áhrif á eðlilega sýklaflóru lík- amans. Áhersla hefur verið lögð á að auka fræðslu og skilning almennings á skynsamlegri notkun sýklalyfja og að lyfin virki ekki gegn veirusýking- um s.s. kvefi og flensum, en því miður er oftar en ekki gripið til „oflækning- anna“ í þeim þjóðfélagshraða, sem nútímamaðurinn lifir og hrærist í og sú þróun getur vissulega haft alvar- legar afleiðingar í för með sér bæði fyrir barnið og þjóðfélagið í heild.“ Margföld áhætta eftir kúr Sýnt hefur verið fram á í öllum þrem- ur áföngum rannsóknarinnar að sýklalyfjanotkuninni fylgir fjór- til fimmfalt aukin áhætta á að börn smitist af pensillín-ónæmum pneumokokkum, en pneumokokkar eru algengasti bakteríusýkingar- valdur manna. Þetta samsvarar því að um 15–20% barna, sem fengið hafa sýklalyf innan átta vikna á Íslandi, smitast af pensillín-ónæmum pneumokokkum af svokölluðum spænsk-íslenskum stofni sem eru ónæmir fyrir flestum gerðum sýkla- lyfja. Stofninn var í um 18% sýna á Egilsstöðum 1998 en fannst þar ekki í vor. Svipaða sögu er að segja um Bol- ungarvík. Á öðrum stöðum er um verulega fækkun að ræða. Rannsóknin leiddi líka í ljós að for- eldrar eru líklegri til að sækjast eftir sýklalyfjameðferð, jafnvel gegn kvefi, ef þeir hafa áður fengið slíka meðferð fyrir barnið sitt. Foreldrar á Egils- stöðum reyndust hins vegar sér betur meðvitandi um afleiðingar ofnotkun- ar á sýklalyfjum hvað við kemur hættu á auknu sýklalyfjaónæmi og voru tilbúnari að bíða með sýklalyfja- gjöf gegn vægum sýkingum svo sem vægri miðeyrnabólgu fyrir börnin sín. „Sýnir það mikilvægi fræðslu í læknisviðtali. Gefa þarf sjúklingum tíma til útskýringar frekar en að leysa oftast vandamálin með sýkla- lyfjaávísunum,“ segir Vilhjálmur Ari. Þriðjungur barna fær rör Vandamál tengd eyrnabólgu barna eru mikil hér á landi ef ráða má af tíðni rörísetninga í hljóðhimnur, segir heimilislæknirinn. „Um þriðja hvert barn fær rör í hljóðhimnu hérlendis sem er margfalt meira en þekkist hjá öðrum þjóðum, t.d. má nefna að um 4% barna fá rör í eyra í Bandaríkj- unum og allt að 10% barna á hinum Norðurlöndunum, þar sem rörísetn- ingar eru flestar. Í íslensku rann- sókninni kom í ljós að minnst algengi röra í hljóðhimnum var á Egilsstöð- um þar sem slíkum aðgerðum hafði fækkað úr 26% árið 1998 í 17% árið 2003. Flestar voru rörísetningarnar í Vestmannaeyjum þar sem aðgerðum fjölgaði á sama tíma úr 35% í 44%.“ Þegar tíðni rörísetninga lækkar á sama tíma og tíðni meðhöndlaðrar eyrnabólgu með sýklalyfjum minnk- ar, benda niðurstöður til þess að „eyrnaheilsa“ barna á Héraði sé síst verri en annars staðar á landinu þrátt fyrir minni sýklalyfjanotkun, þvert á móti virðist hún betri. Spurningar vakna því hvort ein meðhöndluð sýk- ing með sýklalyfjum auki á einhvern hátt líkurnar á annarri sýkingu í kjöl- farið og þá á endurtekna meðhöndl- un. Rannsóknin sýndi heldur ekki fram á að börn með rör fengju minna af sýklalyfjum en önnur börn. Niður- stöðurnar útiloka þó alls ekki þann möguleika að ákveðnum hópi barna gagnist rör þó sá hópur sé vandfund- inn, að sögn Vilhjálms Ara. Allt að fimmfaldur munur reyndist á tíðni tóbaksreykinga á heimilum barna á Egilsstöðum, þar sem tíðnin var tæplega 5%, miðað við 18–27% á hinum stöðunum þremur. Mestar voru reykingarnar í Eyjum. Þótt ekki sé sýnt fram á beint orsakasamband milli sýklalyfjanotkunar barna og reykinga á heimilum í rannsókninni, hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á tengsl þar á milli. Niðurstöðurnar vekja engu að síður upp spurningar um menningarlega ólík samfélög á Ís- landi er kemur að málefnum heilsu- gæslunnar og forvarna. Vanda þarf til verka Þegar Vilhjálmur Ari er að lokum beðinn um að meta hvernig standa megi betur að algengustu vanda- málum í heilsuvernd svarar hann að læknar þurfi að vanda vel til verka þegar lagt sé mat á nauðsyn sýkla- lyfjameðferðar og þegar sú leið væri valin, ætti að beita eins þröngvirkri lyfjameðferð og kostur væri. „Þannig er hægt að sporna gegn útbreiðslu pensillín-ónæmra bakteríustofna í landinu. Vísbendingar eru einnig um að fækka megi endurteknum eyrna- bólgum og rörísetningum ef sýklalyf- in eru notuð skynsamlega. Við eigum að leggja áherslu á gæðaþjónustu, sem miðar að því að heilbrigðisstarfsfólk gefi sér nægan tíma með sjúklingum til almennrar sjúkdómsfræðslu. Uppbygging heil- brigðiskerfis sem byggist á skyndi- lausnum er varasöm og óþarfa lyfja- ávísanir auka á heilbrigðiskostnað og leiðir til óöryggis sjúklinga um eigið heilsufar. Óhófleg lyfjaneysla getur jafnframt hæglega leitt til alvarlegra afleiddra heilbrigðisvandamála með tilheyrandi kostnaði séu lyf notuð óskynsamlega.“  HEILSA|Sýkingar og vandamál tengd sýklalyfjum stærsta heilbrigðisvandamál barna í hinum vestræna heimi Sýklalyf skal nota skynsamlega Aukin fræðsla getur skilað sér í minni sýklalyfjanotkun. Læknar ættu að hugsa sig tvisvar um áður en sýklalyfjameðferð er beitt á sýkingu sem lagast kann af sjálfu sér. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir segir Jóhönnu Ingvarsdóttur að varast beri oflækningar og skyndilausnir. join@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Sýkingar og vandamál tengd sýklalyfjum eru stærsta heilbrigðisvandamál barna hér sem annars staðar á Vesturlöndum, segir Vilhjálmur Ari Arason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.