Morgunblaðið - 26.01.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.01.2005, Qupperneq 22
’Þá láta einleikararnirsjálfir sitt ekki eftir liggja og leggja allt sem þeir eiga í stundina, eins og góðum tónlistar- mönnum sæmir – enda hér á ferð afar sjaldgæft tækifæri til að spreyta sig með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands.‘ Tónleikarnir þar sem ungirsólistar sem eru að ljúkanámi úr Listaháskóla Ís- lands (áður Tónlistarskólanum í Reykjavík) koma fram eru með skemmtilegri sinfóníutónleikum sem maður fer á hér á landi. Auk þess sem þar er boðið upp á prýð- isgóðan hljóðfæraleik og skemmti- leg verk, stundum einhverjar af perlum tónlistarsögunnar eins og klarinettukonsert Mozarts og stundum eitthvað sjaldheyrðara eins og klarinettukonsert eftir Carl Nielsen, er alltaf einhver sérstök stemmning í salnum. Oft er hann þéttsetinn aðstandendum, skóla- systkinum og vinum sólist- anna ungu auk „venju- legra“ tón- listarunnenda og vegna væntum- þykju og stolts áheyrendanna skapast andrúmsloft fullt af eftir- væntingu og gleði. Þá láta einleik- ararnir sjálfir sitt ekki eftir liggja og leggja allt sem þeir eiga í stundina, eins og góðum tónlistar- mönnum sæmir – enda hér á ferð afar sjaldgæft tækifæri til að spreyta sig með Sinfóníuhljómsveit Íslands.    Fyrir dyrum standa núna þessirárlegu tónleikar á efnisskrá Sinfóníunnar. Tveir nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands báru sigur úr býtum í keppni sem haldin var við deildina í fyrravor um hver fengi tækifæri til að spreyta sig á þessum vettvangi. Það voru flautuneminn Hafdís Vig- fúsdóttir og söngneminn Sólveig Samúelsdóttir sem fóru með sigur af hólmi og stíga á sviðið í Há- skólabíói (hugsa sér ef ég gæti skrifað eitthvað annað hérna!) ann- að kvöld kl. 19.30.    Það verður Hafdís sem ríður ávaðið með þverflautuna sína og ætlar að fara bil beggja í verk- efnavali, raunar á svipuðum nótum og ég ræddi áðan, því hún leikur annars vegar rondo í D-dúr eftir Mozart og hins vegar flautukon- sert eftir Carl Nielsen. Sem sagt mjög ólík verk, en spennandi hvort á sinn hátt. „Það er gaman að geta spilað tvo svona ólíka stíla,“ segir hún. „Mozart er talsvert ólíkur Nielsen, sem er 20. aldar tónskáld og norrænt að auki.“ Rondóið eftir Mozart er stutt en „sætt“ að sögn Hafdísar og hún segist telja að flestir ættu að geta haft gaman af því. Hvað Nielsen varðar slær hún þann varnagla að hann sé auðvitað nútímatónskáld, en bætir við að hann búi samt allt- af til mjög falleg stef. „Þetta er langt frá því að vera bara nótur hingað og þangað,“ segir hún. „Samspil flautunnar og hljómsveit- arinnar er mjög flott í þeim kons- ert, og það var gaman að spila loksins með hljómsveitinni og heyra alla litina.“    Eftir hlé stígur mezzósópraninnSólveig Samúelsdóttir á svið. Hún hefur valið sér ljóðaflokk eftir Gustav Mahler annars vegar og hins vegar tvær óperuaríur, eftir Rossini og Bizet, en sú síðarnefnda er önnur af tveimur þekktustu arí- unum úr óperunni Carmen. Líkt og Hafdís hafði hún í huga að sýna á sér fjölbreyttar hliðar með verk- efnavalinu. „Ljóðaflokkurinn eftir Mahler er ofsalega litríkur. Í hon- um fæ ég að sýna vítt svið, og þetta er kannski heldur ekki verk sem áheyrendur þekkja mikið til. Þess vegna fannst mér gaman að koma með aríu sem fólk kannaðist við, eins og þá úr Carmen. Ef fólk þekkir eitthvað úr óperu þá þekkir það hana,“ segir Sólveig. Hún seg- ir Mahler-stykkið vera það drama- tískasta sem hún syngur á tónleik- unum en aría Rossinis sé hins vegar mjög flúruð og því tækni- lega flókin. Söngnemendur hafa ekki oft komið fram á þessum einleikara- prófs-tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, en Sólveig bendir á að það megi kannski að hluta til rekja til þeirrar staðreyndar að söngnemendur byrji oft nám sitt síðar á ævinni en aðrir tónlistar- menn. „Engu að síður er þetta ofsalega skemmtilegt tækifæri og mikill heiður að fá að syngja með Sinfóníunni á þessum tónleikum. Ég hlakka mikið til,“ segir hún. Og eflaust hlakka margir aðrir líka til, því ef þessir tónleikar halda í hefðina verða þeir ábyggi- lega bæði fjörugir og fjölbreyttir. Upprennandi sóló- stjörnur stíga á svið AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Sólveig Samúelsdóttir og Hafdís Vigfúsdóttir ætla að sýna á sér fjöl- breyttar hliðar á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld. 22 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 1. flokkur, 25. janúar 2005 Kr. 1.000.000,- 1818 G 2174 H 2503 H 4800 B 14474 F 21312 B 28843 G 32394 F 39064 H 56953 E ÉG ÆTLA að biðja lesendur Morg- unblaðsins að ímynda sér að þeir séu staddir í leikhúsi. Á sviðinu leitar Markús, lögga, í öngum sínum inn í kaþólska kirkju. Á bak við altarið stendur prestur sem gefið er í skyn, með látbragði leikarans, að sé að fá fullnægingu um það bil sem löggan ratar inn. Presturinn kemst að því að sorgbitna löggan er hommi og kemur því fram fyrir altarið til að reka hann út og er þá á nærbuxunum. Stimpast þeir um hríð fyrir framan altarið eða þar til á bak við það heyrist lítill hnerri, ljóshært sakleysislegt barn birtist og gengur fram á sviðið. (Áhorfendur hlæja) Upphefst þá eftirfarandi samtal: Tommi (barnið): Mig vantar tyggjó, það er ógeðslegt bragð uppi í mér. (Hlátur) Prestur: Ég er ekki með. (Við Markús) Átt þú? Markús: Hver er þetta? Tommi: Ég heiti Tommi! Markús: Sæll Tommi. (Við prest- inn) Hver er þetta? Prestur: Þetta er Tommi. Markús: Já en hver er hann? (bið) Ertu … ertu að ríða barninu? Prestur: Neinei. Bara munnmök. (Hlátur) Markús: Bara munnmök. Helvítis ógeðið þitt. Prestur: Hvað varð um að dæma ekki aðra? Markús: Þetta er barn! Hvernig geturðu gert þetta? Prestur: Hann tældi mig! Markús: Tældi þig? Hann er tíu ára! Tommi: Ég er ellefu ára og níu mánaða. Prestur: Skilurðu hvað ég meina? Hann er ómótstæðilegur! (Klípur Tomma í kinnina) Markús: Snertu hann ekki! Og þú fordæmir mig! Hvar eru foreldrar hans? Tommi: Sko, mamma og pabbi eru alkar. Faðir Daníel ætlar að passa mig á meðan þau eru í meðferð. Hann er búinn að kenna mér alls konar sniðuga hluti! (Hlátur í sal) Prestur: Sko ég er að hjálpa hon- um! Hann elskar mig! Markús: Hann er barn, hann veit ekki hvað það er að elska! Prestur: Ó, þú þykist vera einhver sérfræðingur, herra Ég læt taka mig í rass. Hvers konar ást er það? Markús: Hún hefur þó samþykki beggja aðila! Prestur: Tommi, finnst þér litlu leikirnir okkar skemmtilegir? Tommi: Já, nema þegar þú skýtur því í augað á mér … (Hlátur í sal) Prestur: Sko hann er samþykkur! Markús: Hann er barn! Í framhaldi af þessum merku sam- ræðum er presturinn tekinn fastur af lögreglumanninum og leiddur út. Ljóshærði hnokkinn verður einn eftir og syngur glottandi: Ó, Jesú, bróðir besti. (Áhorfendur í salnum skelli- hlæja) Í leiklistargagnrýni minni um fars- ann „Ég er ekki hommi!“, sem ofan- skráð atriði er úr, lýsti ég í einni stuttri setningu þeirri niðurlægingu sem ég upplifði sem áhorfandi á þess- um stað í sýningunni og sagði: „Því hér er verið að plata áhorfandann … Plata fólk til að hlæja að tíu ára gömlu barni sem leikur annað tíu ár gamalt barn sem fannst bara allt í lagi að láta beita sig kynferðislegu ofbeldi!“ Aðstandendur farsans, sem nú virðast telja sig vera að leika harm- leik í anda upplýsingarstefnunnar, ásaka mig í Mbl. í gær um að hafa far- ið rangt með aldur barnsins, það sé ekki tíu ára heldur fjórtán ára. Sýn- ingin sé bara bönnuð innan tólf ára, því sé alveg sjálfsagt að drengurinn leiki þetta hlutverk hins fáfróða enda sé hann afskaplega vel upplýstur á þessu sviði og hann, ef ekki öll börn á Íslandi, geti lært svo mikið af verk- inu. Það er rétt, ég hafði rangt fyrir mér þegar mér kom ekki annað til hugar en að smágerða barnið sem leikur í sýningunni væri tíu ára. En það er ekki aðalatriði þessa máls, því það gildir einu hvort barnið er tíu ára eða fjórtán (fjórtán ára drengur er líka barn). Aðalatriðið er hvort hafa eigi kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um í flimtingum og hvort draga eigi börn inn í slíkt gaman. Allt annað er aukaatriði. Aðalatriði og aukaatriði María Kristjánsdóttir Úr leikritinu Ég er ekki hommi! sem sýnt er í Loftkastalanum. SAFNARÁÐ hefur tilnefnt Þjóðminjasafn Íslands til þátttöku í samkeppni Evrópuráðs safna um safn Evr- ópu 2006 (European Museum of the Year Award 2006). „Ástæða tilnefningar er vel heppnuð endurskipulagn- ing og endurhönnun sýninga og starfsemi safnsins, en metnaðarfullt starf þessa höfuðsafns og þróun er virð- ingar- og þakkarvert og hefur skapað ný, framsýn og mikilvæg viðmið fyrir íslenskt safnastarf í heild,“ segir Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs. 60% safna sem hljóta tilnefningu boðin áframhaldandi þátttaka í samkepninni Er hefðin sú að um 60% þeirra safna sem tilnefningu hljóta á hverju ári er boðin áframhaldandi þátttaka skv. mati dómnefndar, en 45 söfn af milli 70 og 80 til- nefndum kepptu til verðlaunanna í fyrra. Veitt eru þrenn aðalverðlaun í samkeppninni. Að- alverðlaunin í fyrra, Safn Evrópu ársins 2004, (Eur- opean Museum of the Year Award 2004) hlaut hið mikla og glæsilega fornminjasafn í Alicante á Spáni. Verðlaun sem veitt eru á vegum Evrópuráðsins (The Council of Europe Prize) komu í hlut Heilsugæslu- safnsins í Edirne, Tyrklandi. Síldarminjasafnið hlaut verðlaun í fyrra Þá hlaut Síldarminjasafnið á Siglufirði, fyrst ís- lenskra safna, ein þriggja aðalverðlaunanna í fyrra eft- ir tilnefningu Safnaráðs, Micheletti verðlaunin sem eru bjartsýnisverðlaun til safns á sviði tækni eða iðn- aðar. Þjóðminjasafnið tilnefnt til evrópskra verðlauna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.