Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MIKILVÆGT er fyrir stjórnvöld og
þjóðfélagið í heild sinni að setja geð-
heilbrigðisþjónustu við börn í algjör-
an forgang. Sé það gert fæst nægt
fjármagn til þjónustu
færustu sérfræðinga
og þannig tekst að
koma í veg fyrir að
börn með geðraskanir
komist til fullorðinsára
án nokkurrar með-
ferðar eða hjálpar.
Þetta var sá meg-
inboðskapur sem
norskur barna- og ung-
lingageðlæknir, Lars
Hammer, hafði fram
að færa í erindi sem
hann flutti í gær á fjöl-
sóttri ráðstefnu um
hegðunarvanda og
geðraskanir barna og
unglinga. Var ráð-
stefnan haldin á Grand
hóteli í Reykjavík á
vegum Barnavernd-
arstofu, BUGL, Miðstöðvar heilsu-
verndar barna og Landlæknisemb-
ættisins.
Lars Hammer segir í samtali við
Morgunblaðið að árið 2002 hafi
norsk stjórnvöld tekið þá ákvörðun
að bæta geðheilbrigðisþjónustu við
börn og stórauka fjármagn til henn-
ar árlega til ársins 2008, bæði frá
ríki og sveitarfélögum. Fram að
þessu hafi þessi fyrirætlan staðist og
skilað verulegum árangri í þjónustu
og meðferð á börnum með geðrask-
anir og hegðunarvanda. Fleiri börn
eru að fá greiningu og meðferð sér-
fræðinga og mark-
miðið hjá stjórnvöldum
er að árið 2008 hafi 5%
allra norskra barna
fengið meðferð við
hæfi.Hammer segir að
þörfin fyrir þetta átak
hafi verið gríðarleg.
Talið sé að 10–15%
barna í Noregi eigi við
geðraskanir að stríða.
Um miðjan síðasta ára-
tug hafi tekist að með-
höndla um 1,5% barna
en á síðasta ári hafi
hlutfallið verið komið í
rúm 3%. Fimm pró-
senta markinu verði
vonandi náð árið 2008.
Hann segir það hafa
skipt sköpum að geð-
heilbrigðisþjónustan í
Noregi sé ókeypis, foreldrar og for-
ráðamenn barna þurfi ekkert að
greiða fyrir þjónustuna sem í boði
er. Þannig takist að ná til barna frá
fátækum heimilum, sem annars
hlytu meiri skaða af ef fjárhagur
heimilisins leyfði ekki læknisaðstoð.
Hammer segir að þetta eigi íslensk
stjórnvöld að taka til rækilegrar at-
hugunar. Þetta sé í höndum stjórn-
málamanna að ákveða, öðruvísi tak-
ist ekki að hjálpa öllum börnum í
þessum vanda.
Grípa inn í sem fyrst
Miðað við aukna lyfjaneyslu og
fleiri greiningar hefur börnum með
geðraskanir verið að fjölga hér á
landi. Hammer segir svipaða þróun
eiga sér stað í hinum vestræna
heimi. Ástæður fyrir því séu margar
og flóknar en örar þjóðfélagsbreyt-
ingar, breyttir lífshættir og breytt
fjölskyldumynstur ráði þar miklu.
Víðast sé þróunin hins vegar sú
sama, æ yngra og fleira fólk greinist
með geðraskanir og geðsjúkdóma.
Lars Hammer segir afar mik-
ilvægt að grípa inn í aðstæður
barnanna sem fyrst, áður en í óefni
er komið hjá þeim sjálfum og kostn-
aður samfélagsins eykst. Börnum
með geðraskanir sé hættara við
námserfiðleikum, þau séu líklegri til
að neyta áfengis og fíkniefna á ung-
lingsárum og leiðast út í glæpi.
„Ef heilbrigðiskerfið grípur strax
inn í með rétta meðferð getum við
komið í veg fyrir mikinn skaða. Það
er góð fjárfesting fyrir þjóðfélagið
að leggja fjármagn í geðheilbrigð-
isþjónustu við börn,“ segir Lars
Hammer, sem telur sömuleiðis afar
brýnt að verja auknu fé til rann-
sókna í barnageðlækningum og
hvernig bæta megi greiningu sjúk-
dómanna, hvort sem það er í Noregi,
á Íslandi eða víðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fullt hús var á ráðstefnunni í gær þar sem Lars Hammer ræddi stöðu barna með geðraskanir.
Geðheilbrigðisþjónusta
við börn fái forgang
Aukið fé og ókeypis þjónusta skilar árangri í Noregi
Lars Hammer hefur
mikla reynslu af barna-
geðlækningum og
kennslu í þeim fræðum.
EITT af hverjum tíu 5 ára börnum,
eða 10,4%, er með einhvers konar
geðraskanir ef marka má frumniður-
stöður nýrrar rannsóknar sem kynnt
var á ráðstefnu í gær um hegðunar-
vanda og geðraskanir barna og ung-
linga. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir-
læknir á Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans, BUGL, kynnti rann-
sóknina sem hefur verið í gangi und-
anfarin fimm ár á geðheilsu og þroska
5 ára barna.
Ólafur lagði áherslu á að hér væri
um frumniðurstöður að ræða úr af-
mörkuðum hluta rannsóknarinnar og
eftir væri að vinna betur úr henni,
m.a. með tilliti til þroskaraskana
barnanna, sem ætti eftir að vinna úr.
Rannsóknin var unnin af tíu sér-
fræðingum sem stofnuðu sjálfseign-
arstofnunina Barnarannsóknir. Úr-
takið var 318 börn sem tekin voru til
fimm ára skoðunar í þremur heilsu-
gæslustöðvum á höfuðborgarsvæð-
inu. Af úrtakinu voru sem sagt 33
börn greind með geðraskanir af ýmsu
tagi, m.a. með athyglisbrest, kvíða-
raskanir, mótþróa, þunglyndi og
áfallastreitu. Greindust allt að 27 teg-
undir geðraskana.
Ólafur sagði þessa niðurstöðu vera
svipaða og nýleg rannsókn í Dan-
mörku sýndi en tók dæmi af mun
eldri rannsóknum á Íslandi, sem
gerðar voru með öðrum aðferðum, en
sýndu að allt að 20% íslenskra barna
sýndu einkenni geðraskana. Algengt
væri að erlendar rannsóknir á börn-
um sýndu að 10-20% þeirra greindust
með geðsjúkdóma af einhverju tagi.
Úrtakið ekki stórt
Tilgangur íslensku rannsóknarinn-
ar var að auka þekkingu á heilsu og
þroska 5 ára barna, þróa matstæki og
aðferðir og kanna skilvirkni rann-
sóknaraðferða. Ólafur sagði að taka
bæri niðurstöðunum með þeim fyrir-
vörum að úrtakið væri ekki stórt,
börnin væru ung, þroskaraskanir
væru ekki teknar með í reikninginn
og líklegt að þau börn hefðu ekki tekið
þátt í rannsókninni sem þegar hefðu
verið greind með geðraskanir. Hér
væri mikilvæg þekking sem þyrfti að
nýta til frekari rannsókna.
Frumniðurstöður nýrrar rannsóknar
kynntar á ráðstefnu í gær
10,4% fimm ára
barna með
geðraskanir
SAKBORNINGARNIR í Lands-
símamálinu svokallaða, sem fengu
fangelsisdóma á síðasta ári fyrir
fjárdrátt, hlutdeildir og hylmingu,
hafa verið ákærðir á nýjan leik fyrir
skattsvik ásamt einum sakborningi
sem ekki var ákærður í Landssíma-
málinu. Þeir neituðu að mestu sök
þegar ákæra á hendur þeim var
þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær.
Ákært er fyrir undanskot upp á
rúmar 55 milljónir króna í tengslum
við starfsemi fimm fyrirtækja sem
öll voru úrskurðuð gjaldþrota á ár-
unum 2002 og 2003. Eru það eign-
arhaldsfélögin Lífstíll, Planet
Reykjavík, Kaffi Le, Ísafoldarhúsið
og Japis
Stærstu sakirnar varða meint brot
á lögum um virðisaukaskatt, en um
er að ræða 10 milljóna króna vanskil
á virðisaukaskatti sem innheimtur
var í nafni Japis á árunum 2000 og
2001. Ennfremur eru þeir sem voru
ábyrgir fyrir rekstrinum ákærðir
fyrir brot gegn lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda með því að
skjóta undan 12,5 milljónum króna.
Sakaður um undanskot vegna
reksturs Ísafoldarhússins
Árni Þór Vigfússon og Kristján
Ra. Kristjánsson eru ákærðir fyrir
brot á lögum um virðisaukaskatt
með því að skjóta undan 2,4 millj-
ónum króna í rekstri Ísafoldarhúss-
ins. Þá er Ragnar Orri Benediktsson
ákærður fyrir sömu lagabrot ásamt
Kristjáni Ra. og Árna Þór í tengslum
við rekstur Kaffi Le og varða meint
undanskot 6,2 milljónun kr. Þeim er
einnig gefið að sök brot á lögum um
staðgreiðslu opinberra gjalda upp á
2,8 milljónir kr.
Þá er Kristján Ra. einn ákærður
fyrir virðisaukaskattsvik vegna Líf-
stíls upp á 6,6 milljónir kr. og 9,5
milljóna kr. undanskot í opinber
gjöld. Er hann einnig ákærður fyrir
sömu brot vegna reksturs Planet
Reykjavík þar sem meint undanskot
varða 3,4 milljónir kr.
Við þingfestingu málsins tók Árni
Þór sér frest til að tjá sig um sak-
arefnið, en Kristján Ra. neitaði öllu
nema virðisaukaskattsbroti upp á 6,6
milljónir kr. vegna Lífstíls. Hann lét
þó bóka að skuldin hefði verið greidd
að mestu eftir gjalddaga.
Ragnar Orri neitaði öllum sökum
og Sveinbjörn Kristjánsson, aðalsak-
borningurinn í Landssímamálinu,
neitaði einnig sök og lét bóka að
greiðsla 6,2 milljóna kr. sem hann
ásamt öðrum ákærðu sem tengjast
Landssímamálinu, er sakaður um að
stungið undan, hefði verið innt af
hendi.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra sækir málið og verður það
næst tekið fyrir 2. mars.
Neita sök í skatt-
svikamáli upp á
55 milljónir kr.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær konu seka um ákæru
ríkissaksóknara, að hafa banað 11
ára gamalli dóttur sinni á heimili
þeirra mæðgna á Hagamel í lok maí
2004 og veitt 15 ára syni sínum
áverka með hnífi. Skal hún greiða
honum 1,5 milljónir króna í skaða-
bætur. Ákærða var metin ósakhæf
og skal vistast á viðeigandi hæli sam-
kvæmt 62. grein almennra hegning-
arlaga. Áfrýjun dómsins til Hæsta-
réttar frestar ekki framkvæmd
hans.
Ingveldur Einarsdóttir dæmdi
málið, verjandi var Guðrún Sesselja
Arnardóttir. Sækjandi var Kolbrún
Sævarsdóttir frá ríkissaksóknara.
Sakfelld fyrir að
bana dóttur sinni