Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 10
LYFJAFYRIRTÆKI buðu íslensk- um læknum í að minnsta kosti 469 ferðir á síðasta ári, að því er fram kemur í skriflegu svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jóns Kristjánssonar, við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Þar af voru 289 ferð- ir fyrir lækna Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, 51 ferð fyrir lækna á öðrum sjúkrahúsum, 85 ferðir fyrir lækna á heilsugæslustöðvum og 44 ferðir fyrir sérfræðilækna á öðrum stöðum. Tölurnar eru byggðar á upplýs- ingum frá lyfjafyrirtækjunum sjálf- um. Þær eru þó lágmarkstölur, eins og segir í svarinu, þar sem eitt lyfja- fyrirtæki, Austurbakki hf., svaraði ekki fyrirspurninni. Auk þess var ár- ið 2004 ekki liðið þegar fyrirspurnin var send út. Í svarinu kemur fram að heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hafi sent fyrirspurnir til heil- brigðisstofnana, þ.e. sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og heilbrigðis- stofnana, til að óska svara við spurn- ingum þingmannsins. „Flestar stofnanir höfðu ekki áreiðanlegar upplýsingar um ferðir lækna, sem farnar voru án greiðslu- þátttöku stofnunarinnar, þannig að ekki náðist heildstætt yfirlit yfir um- fang utanlandsferða lækna af svör- um stofnana,“ segir í svarinu. Ráðu- neytið sendi sams konar beiðni til Lyfjastofnunar en hún aflaði síðan fyrrgreindra upplýsinga frá lyfjafyr- irtækjunum. Fylgist betur með ferðum læknanna Ásta segir sérkennilegt að opin- berar stofnanir skuli ekki fylgjast betur en raun ber vitni með þeim ut- anlandsferðum sem læknar á þeirra vegum fari á kostnað hagsmunaaðila á borð við lyfjafyrirtæki. „Ég tel að þar þurfi að gera bragarbót á,“ segir hún, „því það eru svo ríkir hagsmun- ir í húfi innan stofnananna, t.d. hvaða lyf eigi að kaupa og svo fram- vegis,“ segir hún ennfremur. „Maður veltir því hins vegar fyrir Utanlandsferðir lækna á kostnað lyfjafyrirtækja Að minnsta kosti 469 ferðir á síðasta ári Morgunblaðið/Golli Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gagnrýnir boðsferðir lyfjafyrirtækjanna. sér hvort það þurfi að koma á ein- hverju öðru fyrirkomulagi fyrir lyfjafyrirtækin, til að kynna nýjung- ar, heldur en þessar boðsferðir, þannig að læknar verði óháðir þeim.“ Ekki lagastoð í kröfu um upplýsingar um ferðir lækna ÁRNI Þór Árnason, forstjóri Austurbakka, segir að fyrirtæki hans hafi ekki veitt Lyfjastofnun upplýsingar um ferðir lækna á vegum þess vegna þess að Lyfjastofnun hefði ekki getað sýnt fram á að stoð væri í lögum fyrir að krefjast slíkra upplýsinga. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra svaraði í dag á Alþingi fyrirspurn um utanlandsferðir lækna á kostnað lyfjafyrirtækja. Fram kemur í svarinu að beiðni hafi verið send til Lyfjastofnunar um að hún aflaði sér upplýsinga frá lyfjafyrirtækjum um utanlandsferðir lækna og eitt fyrirtæki, Austur- bakki, hafi ekki svarað fyrirspurn Lyfjastofnunar. Árni segir að hann hafi farið fram á það við Lyfjastofnun að hún upplýsti hvaða lagastoð væri fyrir því að krefjast upplýsinga af þessu tagi en um gæti verið að ræða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar. Stofnunin hefði ekki getað orðið við þeirri beiðni og því hefðu upplýsingarnar ekki verið veittar. 10 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minniskompur um myndlist á morgun  Eva Heisler hugleiðir myndlist í íslensku menningarlandslagi JÓNÍNA Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í and- svari sínu í umræðum um Símann á Alþingi í vikunni að með fjarskipta- lögunum ætti að vera tryggt að Síminn hleypti hindrunarlaust öll- um samkeppnisaðilum sínum um samkeppnisreksturinn inn á grunn- netið. Sagði hún að orð þingmanna Samfylkingarinnar um að Síminn beitti aðgangshindrunum til að koma í veg fyrir samkeppni væru ekkert annað en sögusagnir. „Þetta eru ekkert annað en sögu- sagnir. Mér finnst alveg lágmark að til grundvallar svona stórum staðhæfingum liggi einhverjar upp- lýsingar, að menn byggi mál sitt hér á einhverjum rökum og á ein- hverjum gögnum sem þeir geta vís- að til,“ sagði hún í andsvari sínu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að hann hefði ekki upplýsingar um það hversu mörg mál hefði verið úrskurðað um hjá Samkeppnis- stofnun og Póst- og fjarskipta- stofnun frá því að þær stofnanir hefðu verið settar á laggirnar. „En ég veit að þetta eru mörg mál og ég veit að mörg þeirra hafa gengið og gengu sérstaklega Símanum í mót á síðari hluta tíunda áratugarins.“ Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. í andsvari sínu um þessi mál, að með fjarskiptalögum hefði verið komið í veg fyrir að eitt fyrirtæki gæti misnotað aðstöðu sína. „Það er mergurinn málsins,“ sagði hann. Jónína sagði síðar að hún tryði því ekki að einhver ætlaði að halda því fram að hin fjarskiptafyrirtæk- in sem væru í samkeppni við Landssímann léu það yfir sig ganga að þau væru beitt aðgangs- hindrunum. „Þau hljóta að leita til þess aðila, þeirrar stofnunar sem að lögum á að taka á málinu og úr- skurða. Þau hljóta að leita þangað eftir leiðréttingu sinni og mér er ekki kunnugt um að það sé nokkur bið eftir úrskurðum frá þeirri stofnun,“ sagði hún m.a. og vísaði þar til Póst- og fjarskiptastofnun- ar. Fjarskiptalög komi í veg fyrir misnotkun „SKATTSVIK eru því miður ljótur blettur á okkar samfélagi,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í upphafi máls síns á Alþingi í gær er hann fylgdi úr hlaði umræðum um skattsvik á Íslandi. Í skýrslu starfshóps ráðherra um umfang skattsvika, sem lögð var fram á Al- þingi fyrir jól, kemur m.a. fram að áætla megi að ríki og sveitarfélög hafi tapað samtals 25,5 til 34,5 milljörðum króna á árinu 2003 vegna skattsvika. Þar af megi áætla að tekjutap ríkis og sveitar- félaga vegna svartrar atvinnustarf- semi hafi verið um 18 til 24 millj- arðar á árinu. Ráðherra fór yfir einstök atriði skýrslunnar, en greint hefur verið frá innihaldi hennar í Morgun- blaðinu. Hann sagði m.a. að í henni væru margar góðar tillögur sem nýtast myndu við þróun og úrbæt- ur á skattkerfinu. Þær myndu án efa nýtast við þá fjölbreytilegu vinnu sem fram færi innan ráðu- neytisins á sviði skattamála, við til- lögugerð í lagasetningu, þróun skattframkvæmdar og alþjóða- starfs á sviði skattamála. Hann sagði, undir lok ræðu sinnar, að í baráttunni gegn skattsvikum reyndi á krafta margra ólíka aðila í samfélaginu: stjórnmálamanna, stofnana, einstaklinga og fyrir- tækja. Nauðsynlegt væri að ná samstöðu sem flestra svo draga mætti stórlega úr því samfélags- meini sem skattsvik væru. Skýrsla um skattsvik Reynir á krafta margra aðila „ÞAÐ er í raun og veru aðför að ör- yggi bæjarbúa ef þessu verður lok- að,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Suðurkjördæmis og bæjar- fulltrúi Vestmannaeyjabæjar um hugsanlega lokun skurðdeildar Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja í sex vikur í sumar. Gunnar K. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar- innar, áætlaði í Morgunblaðinu í gær að hægt yrði að spara tíu milljónir með lokun deildarinnar í sex vikur. Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Suðurkjördæmis og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, seg- ir mjög mikilvægt að hafa þessa skurðstofu opna. „Út af sérstöðu Eyjanna er óboðlegt að loka skurð- stofunni og skapa þá óvissu sem verður,“ segir hann. „Við erum með sjúkraflugvél í Eyjum en það þýðir nógu langan tíma líka ef einhver vá gerist. Það er því mjög mikilvægt að hafa skurðstofuna opna allt árið um kring.“ Guðjón segir að heilbrigðisráð- herra, Jón Kristjánsson, hafi tjáð sér að hann vildi skoða þetta mál með já- kvæðum hætti. Segist Guðjón vonast til þess að niðurstaðan verði sú að til lokunarinnar þurfi ekki að koma. Lúðvík segist sömuleiðis ekki trúa öðru en að þetta mál verði leyst, þannig að tryggt verði að skurðstof- an verði opin allt árið. Hann segist vera búinn að biðja um umræður á Alþingi um málið. Hann ítrekar að sérstaða Eyjanna felist í einangrun- inni og því sé það í raun aðför að ör- yggi bæjarbúa verði skurðstofunni lokað. „Aðför að öryggi bæjarbúa“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.