Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands námu tæpum 12,6 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf fyrir tæpa 6,7 milljarða þar af voru mest viðskipti með bréf Ís- landsbanka, fyrir um 2,1 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Bakkavarar (2,8%) en mest lækkun varð á bréfum Marel (-1%). Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 1,27% og er 3.739 stig. Úrvalsvísitala hækkaði um 1,27% ● LÁNSHÆFISMAT Landsbankans er óbreytt í kjölfar yfirtökutilboðs í breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lánshæfismats- fyrirtækinu Moody’s. Lánshæfismat bankans er A3 til langs tíma, P-1 til skamms tíma og C hvað varðar fjár- hagslega styrk bankans. Í tilkynningunni segir að áhætta sem Landsbankinn tekur við yfirtöku á T&G sé mjög lítil, þar sem kaup- verðið er innan við 1% af heildar- eignum bankans og bankinn ætli ekki að fjármagna yfirtökuna með lánum. Moody’s slær þó varnagla varð- andi vaxtarstefnu Landsbankans og segir að mikil eign bankans í öðrum fyrirtækjum valdi flökti í tekjustraum- um bankans. Moody’s viðurkennir þó að bankinn hafi hagnast á þessu flökti á síðustu árum. Lánshæfismat óbreytt „GENGI íslensku krónunnar ræðst á markaði í samhengi við ýmsar markaðsforsendur. Vænting- ar um skyndileg inngrip, handstýringu eða póli- tískar snarreddingar vekja freistingar og ala á ábyrgðarleysi. Allt slíkt felur í sér afturhvarf til fyrri aðstæðna sem menn eru sammála um að höfðu lokið hlutverki sínu,“ sagði Jón Sigurðsson seðlabankastjóri á morgunfundi Íslandsbanka í gær um stöðu og gengi krónunnar. „Seðlabanki ræður ekki ferðinni um efnahags- mál eða lífskjör almennings nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Hann getur haft skilgreind áhrif á framvinduna með því að lægja öldur og efla stöð- ugleika.“ Týndi Jón til meginþætti efnahagsþró- unarinnar um þessar mundir sem væru mikill við- skiptahalli, stórfelldar verklegar framkvæmdir, mikill hagvöxtur og stóraukin fasteignaveðlán við- skiptabankanna, sem áætlað er að 10–12% af fari í almenna neyslu. Auk þess sem ríki, þ.á m. Íbúða- lánasjóður, og sveitarfélög hefðu ekki brugðist við með viðhlítandi hætti. „Aðgerðir seðlabanka eru tilraunir til að bregð- ast við forspá um framtíðarþróun, en efnahags- forsendur mótast m.a. af fyrri atburðarás og ákvörðunum aðila í hagkerfinu. Allir sjá hverjar afleiðingar verða ef seðlabanki hefst ekkert að, í óðaverðbólgu, vinnudeilum, jafnvægisleysi og upplausn,“ sagði Jón en hnýtti þó við að aðgerðir gætu líka komið sér illa. Hækkun stýrivaxta fylgdu áhrif sem m.a. verkuðu illa á útflutnings- og samkeppnisgreinar. „Reynslan er ólygnust um að það er skaðlegt að reyna að grípa inn í þróun á gjaldeyrismarkaði. Slíkt hindrar menn í að greina vandann, tefur ár- angur og kemur þjóðinni í koll af margfölduðu afli síðar.“ Jafnframt sagði hann að- gerðir Seðlabankans miða að því að lægja öldur og efla stöð- ugleika. „Það er mat Seðla- bankans að t.d. breytingar á bindiskyldu henti ekki sem virkt stýritæki. Vissulega draga þær laust fé á markaði saman og hækka markaðs- vextina, en þeim fylgir fleira sem ekki á við.“ Meiri breyting af evru en EES Jón fjallaði einnig í erindi sínu um sjónarmið með og á móti upptöku evrunnar. Sagði hann nið- urstöður rannsókna hér á landi benda til þess að enn meiri breytinga mætti vænta við upptöku evr- unnar en hefðu orðið hérlendis síðan Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Meðal mikilvægra þátta við myntbreytingu nefndi hann að verðlag yrði hér gegnsærra með aukinni samkeppni og verulegri verðlækkun á neysluvöru. Einnig mundi hagvaxtargrunnurinn styrkjast þar sem hann yrði hluti af mun stærra hagkerfi og við- skiptalífi. Viðskipti á sameiginlegu myntsvæði mundi jafnframt stóraukast og sérhæfing atvinnu- lífsins, hagræðing og samvinna mundi aukast. Þó segir Jón að hafa verði í huga að boðleiðir verði lengri með upptöku evrunnar og kostir smá- samfélagsins dvíni. Auk þess fjarlægist forgangs- röðun stjórnvalda a.m.k. að einhverju leyti og staðbundnar sveiflur verði óvarðar. Því verði að finna nýjar leiðir gegn staðbundnum áföllum. Þá bendi kannanir til þess að kostnaður Íslend- inga við aðild verði á bilinu a.m.k. 2,5 til 4 millj- arðar króna í hreinar útgreiðslur árlega en útgjöld ríkissjóðs út af fyrir sig verði þó meiri en þessu nemur. „Menn eru ekki sammála um [hvort taka eigi upp evru án aðildar að Evrópusambandinu], frekar en vonlegt er. En þó eru allir sammála um að beinar útgreiðslur okkar verði meiri en inn- greiðslur frá Evrópusambandinu hingað.“ Jón Sigurðsson seðlabankastjóri á morgunfundi Íslandsbanka í gær Inngrip ala á ábyrgðarleysi Jón Sigurðsson Morgunblaðið/Jim Smart Vel mætt Morgunfundur Íslandsbanka um gengi og stöðu krónunnar í gær var vel sóttur. HAGNAÐUR Jarðborana hf. á árinu 2004 nam 431,7 milljón- um króna og nær tvöfaldaðist hann á milli ára. Rekstrartekjur félagsins á síðasta ári námu alls tæpum 3,9 milljörðum en voru tæpir 1,8 milljarðar árið áður. Rekstrar- gjöld námu ríflega 3,1 milljarði en voru tæplega 1,5 milljarðar árið 2003. Ástæðuna fyrir þess- ari miklu veltuaukningu, 121%, má að hluta finna í því að kaup Jarðborana á Björgun ehf. og Einingaverksmiðjunni ehf. fóru fram á síðasta ársfjórðungi 2003. Einnig óx starfsemi fé- lagsins vel á síðasta ári sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Jarðborunum. Eignir félagsins jukust úr 5,5 milljörðum í 7,3 milljarða á síð- asta ári en eiginfjárhlutfall (CAD) lækkaði úr 42,4% í 36,2%. Hagnað- ur tvö- faldaðist              !"# # " # "  " $%  &   '(  „ÍSLENDINGAR gera ekki samn- inga á mánudögum!“ Þetta er fullyrt í grein í breska dagblaðinu The Tele- graph í gær. Þar er vísað til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi ekki viljað kaupa Rubicon, sem rekur Principles- og Warehouse-tízkuverzlanakeðjurnar í Bretlandi, á mánudaginn var vegna þess að samkvæmt íslenskri hjátrú boði það ógæfu að ganga frá samn- ingum á mánudögum. Á miðvikudag var hinsvegar gengið frá kaupum Shoe Studio, sem er í meirihlutaeigu Baugs, á Rubicon. Segir í The Tele- graph að fyrrverandi eigendur Rubicon, Peter Davis og Hilary Riva, hafi því þurft að bíða í heila þrjá daga eftir greiðslunni. Og þau voru svo ekkert að flýta sér, því hvort um sig fékk fyrir sinn snúð um 40 millj- ónir punda eða nærri 5 milljarða króna. Kaupverðið nam alls um 140 milljónum punda eða rúmum 16 milljörðum króna. Mánudagar til mæðu FÉLAG í eigu Árna Haukssonar, forstjóra Húsasmiðj- unnar, keypti 15% hlut Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, í Norðurljósum ehf. Haft var eftir Kára í Morgunblaðinu í gær að hann hefði selt eign- arhlut sinn. Fyrir þessi viðskipti átti félag í eigu Árna um 2,5% hlut í Norðurljósum en eftir kaupin er hann næst- stærsti hluthafinn með um 17,5% hlut. Baugur Group er stærsti hluthafinn með rúmlega 30% hlut. Árni segir að kaupverðið á þeim hlut í Norðurljósum sem hann keypti af Kára Stefánssyni sé trúnaðarmál. Norðurljós ehf. eiga hluti í ýmsum félögum. Þar vegur þyngst um 18,6% hlutur félagsins í Og Vodafone, þar sem Baugur er stærsti hluthafinn með um 24,6% hlut. Í september á síðasta ári keyptu Norðurljós hf. 35% hlut CVC á Íslandi ehf. í Og Vodafone. Rúmum mánuði síðar var tilkynnt að Og Vodafone myndi kaupa 90% hlutafjár í Norðurljósum. Í desember var hins vegar greint frá því að Og Vodafone myndi kaupa allt hlutafé í tveimur dótturfélögum Norðurljósa hf., þ.e. Íslenska út- varpsfélaginu ehf. og Frétt ehf. í stað þess að kaupa 90% hlutafjár í Norðurljósum hf. Í framhaldinu eru Norður- ljós ehf. eignarhaldsfélag. Árni keypti hlut Kára GREINING Íslandsbanka metur heildarverð Flugleiða á 35,1 millj- arð króna. Verðmatsgengi félagsins er því 13,9 krónur fyrir hvern hlut en lokagengi bréfa félagsins daginn áður en verðmatið var birt var 13,8 og mælti Greining Íslandsbanka því með því að fjárfestar héldu bréfum sínum í fyrirtækinu. Ráðgjöf til skemmri tíma er að markaðsvega bréf Flugleiða í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenskum markaði. Síðasta verðmat Greiningar Ís- landsbanka á Flugleiðum var unnið í júní 2003 og var verðmatsgengið þá 4,5. „Ástæður hækkunar verð- matsins felast einkum í áhrifum nýrrar starfsemi á sviði fjárfestinga og útleigu, meiri vexti tekna, hærri framlegð og lækkun á ávöxtunar- kröfu eigin fjár en hún var 16,7% en en 12,5% í nýju verðmati,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka á fimmtudag. Nýtt verð- mat á Flug- leiðum                         !  "# $  %#%!   & %"' (" ) (" )#" *"' (" & %"' +!% +!' ! %# ,#    -./! -.  !  "#($ 0        . & %"' 1 "' 1. " 1 2  $ 34 / " 5 6("  *7 8" 4 "" 9:/! -& -% ;%# -%"' -%.   / 2  /$ <2## "#.   " = "" %  " 3.4 .. 5-8(!#     !"  (  !%' >2  *"' 7. & %"' <8 8 ! #$ %& ?@>A -7    $!                    5  5  5 5 5  5 5 5  !2 "#  2   $!     5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5  B  CD B CD B  CD B CD B CD B CD B CD B CD B CD B 5 CD B CD B CD 5 B  CD B CD 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 B CD 1! %'    '# " < %( 7 % '# E ) -% $  $ $ $  $ $ $ $ $  $ $ $  $ $  $ $ 5   $ $ 5 $ $ 5 $ 5 5  5 5 $ 5 $                      5                              =    7 FG $ $ <1$ H /#"%  %'          5    5 5 5 5  5 5 5 <1$5 I  .  ./%'"' % /% $ <1$5 -2%'  %  %!## . 2  %( /!   " $ 9 'J -KL     C C <-> M N  C C @ @ ,+N  C C )N 9 !    C C ?@>N MO 6"!     C C
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.