Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 15
ÚR VERINU
DJÚPAVOGSHREPPUR hefur
keypt þrotabú fiskimjölsverksmiðj-
unnar Gautavíkur af Íslandsbanka.
Stefnt er að því að koma verksmiðj-
unni í gang á næstu dögum og hefja
loðnubræðslu. Gert er ráð fyrir því
að hreppurinn stofni einkahlutafélag
um rekstur verksmiðjunnar. Rætt
hefur verið við hugsanlega sam-
starfsaðila, en ekkert liggur fyrir í
þeim efnum.
Björn Hafþór Guðmundsson sveit-
arstjóri segir að nauðsynlegt hafi
verið að grípa til aðgerða til að
hreppurinn kæmist í þá aðstöðu að
geta ráðið því hver framvindan yrði,
enda skipti verksmiðjan miklu máli
fyrir atvinnulífið á staðnum og af-
komu hreppsins. Takist að koma
verksmiðjunni í gang á næstu dögum
og hefja bræðslu á vöktum, geti um
10 manns fengið þar vinnu.
Verksmiðjunni var lokað síðastlið-
ið vor og leiddi það til töluverðs
tekjutaps fyrir hreppinn, einkum í
formi hafnargjalda, sölu vatns og
fleiri þátta. Björn Hafþór segir að nú
sé lag til að endurheimta þessar
tekjur og styrkja hreppinn.
„Við ætlum okkur að ná í sporðinn
á loðnunni og svo kemur til greina að
taka þátt í loðnufrystingu og hrogna-
töku þegar þar að kemur. Við erum
hæfilega bjartsýnir, tökum eitt skref
í einu, en ætlum okkur samt að vinna
hratt,“ segir Björn Hafþór Guð-
mundsson.
Fjárhagsleg áhætta
ekki umtalsverð
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps
fundaði um þetta mál annan febrúar
og kemur fram í fundargerð að frest-
ur til aðgerða hafi verið að renna út
og hætta á að eignirnar lentu í hönd-
um aðila með önnur markmið en að
reka þær áfram, a.m.k. til lengri
tíma litið. Því hefði orðið að láta á
það reyna til þrautar með frumkvæði
sveitarfélagsins að skapa aðstæður
fyrir áframhaldandi rekstur fiski-
mjölsverksmiðju á Djúpavogi, enda
væri hún landfræðilega séð sú bezt
staðsetta á landinu, auk t.d. nálægð-
ar við veiðisvæði erlendra skipa í
uppsjávarfiski. Af þessum sökum
hefði Íslandsbanka verið gert tilboð í
eignirnar þriðjudaginn 1. feb. 2005 í
nafni óstofnaðs félags. Því tilboði,
bæði fjárhæð og greiðslufyrirkomu-
lagi, hefði nú verið tekið. Fjárhags-
leg áhætta ætti ekki að vera umtals-
verð, því leiða mætti traust rök að
því að verðmæti eignanna gæti stað-
ið undir kaupverði, auk þess sem
aukin umsvif í verksmiðjunni og við
höfnina myndu bæta bæði hag hafn-
arsjóðs og sveitarsjóðs. Var í fram-
haldi af þessu óskað eftir því að
sveitarstjórn samþykkti eins stóra
aðild og með þyrfti að félaginu og
jafnframt að sveitarstjóri fengi
heimild til að vinna að fjármögnun
vegna kaupanna, meðan gengið væri
frá stofnun félags um eignaraðild og
rekstur hinna keyptu eigna. Var það
samþykkt samhljóða.
Fram kom að í gang hefur verið
sett vinna við undirbúning að stofn-
un einkahlutafélags, auk þess sem
brýnt er að gangsetja verksmiðjuna
sem fyrst. Í ljósi þess var einróma
samþykkt að veita oddvita, form.
AFU og sveitarstjóra heimild til að
vinna að ráðningu verksmiðjustjóra
fyrir loðnuvertíð þá sem nú stendur
sem hæst, auk þess að tryggja verk-
smiðjunni laust hráefni. Hinum
sömu var einnig veitt heimild til að
vinna að öflun veiðiheimilda/hráefnis
fyrir verksmiðjuna til lengri tíma lit-
ið, þ.m.t. að taka þátt í undirbúningi
að þátttöku sveitarfélagsins í útgerð,
sem yfir ræður veiðiheimildum ef
svo ber undir.
Ná í sporðinn
á loðnunni
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Bræðsla Djúpavogshreppur hefur
keypt þrotabú fiskimjölsverksmiðj-
unnar Gautavíkur og er stefnt að
því að hefja bræðslu sem fyrst.
ODDEYRI, dótturfélag Samherja
sem sér um laxeldi í eigu félagsins
er nú að kanna möguleika á því að
láta vinna fyrir sig ferskan lax í
Færeyjum. Hafa 18 tonn verið unn-
in í laxaverksmiðju í Fuglafirði og
er verið að skoða mögulegt fram-
hald.
Jón Kjartan Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Oddeyrar, segir að
um sé að ræða útlitsgallaðan lax
sem sé verðminni en fyrsta flokks
lax. Verið sá að reyna að hámarka
verðmætin með þessu og því sé far-
in sú leið að fullvinna laxinn í neyt-
endaumbúðir og koma honum
þannig á markað í Evrópu. Til þess
að fullvinna hann þurfi mikla fjár-
festingu. Nú sé hins vegar verið að
kanna möguleikana á samstarfi við
Færeyingana. Enginn samningur
hafi verið gerður en verið sé að
skoða flöt á samstarfi.
Mest af þeim laxi sem slátrað er á
vegum félagsins fer heilt út á mark-
að í Evrópu, eitthvað fer heilt til
Bandaríkjanna og nokkuð af laxi er
flakað fyrir Bandaríkjamarkað í
Grindavík. Jón Kjartan segir hins
vegar að útflutningur til Bandaríkj-
anna sé lítt fýsilegur um þessar
mundir vegna lágs gengis dollars-
ins og þýði í raun 20% afurðaverðs-
lækkun. Því fari lítið vestur um haf.
Samherji lætur vinna
lax í Færeyjum
Morgunblaðið/Hjörtur
Fiskeldi Laxi dælt í kvíar Sæsilfurs í Mjóafirði.
Úrslitin í spænska boltanum
beint í símann þinn
Canada's fastest growing franchise
is now expanding into Iceland.
See us at www.fibrenew.com
Nýtt - Superdefense Triple Action Moisturizer - Hér kemur framtíðin
Ef húð þín á erfitt með að laga sig að breytingum í umhverfinu getur Clinique bjargað því.
Meira en rakagjafi, meiri vernd en í SPF25. Þessi efnablanda, sem sótt hefur verið um einkaleyfi á,
hjálpar húðinni að efla eðlilegar varnir og eyða skaðlegum áhrifum UVA/UVB-geisla. Hún dregur úr
áreiti umhverfisins með nýrri og öflugri andoxunarefnum og leggur sinn skerf til þess að fyrirbyggja
sýnileg merki um ótímabæra öldrun.
Um leið er hún eins og rakahlíf sem verndar húðina gegn uppgufun. Í samanburði við Superdefense
er SPF-vörn ein og sér barn síns tíma.
3ja þrepa pakki fylgir öllum keyptum Clinique-vörum. Ofnæmisprófað. 100% án ilmefna.
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
Vi›skiptasendinefnd er hagkvæm og ód‡r lausn fyrir flá sem vilja koma vörum og fljónustu
á framfæri erlendis. Megináherslan í slíkum fer›um er a› skipuleggja vi›skiptafundi milli
íslenskra flátttakenda og erlendra vi›skiptaa›ila.
Undirbúningur fer›anna er í höndum Útflutningsrá›s.
Viðskiptasendinefndir á vegum Útflutningsráðs
Sóknarfæri
á erlendum mörkuðum
Vi›skiptasendinefndir framundan:
• Vi›skiptasendinefnd til Úganda
(Viktoríuvatn) 15.-20. mars.
• Vi›skiptasendinefnd til Tékklands og
Slóvakíu, me› umhverfisrá›herra. 11.-16. apríl.
• Vi›skiptasendinefnd til Danmerkur
25.-31. maí.
• Vi›skiptasendinefnd til Póllands, me›
i›na›ar- og vi›skiptará›herra. 6.-10. júní.
• Vi›skiptasendinefnd til Mexíkó
20.-27. júní.
fieir sem hafa áhuga á a› tengjast umræddum vi›skiptasendinefndum vinsamlega hafi
samband sem allra fyrst vi› Vilhjálm Gu›mundsson í síma 511 4000 e›a sendi› tölvupóst
til vilhjalmur@utflutningsrad.is.
Sendinefndir í haust eru í undirbúningi. Frekari uppl‡singar um flær ver›a á vefsí›u
Útflutningsrá›s, www.utflutningsrad.is.
•
04
58
5
Markmi› vi›skiptasendinefndar:
• A› ö›last betri skilning á marka›ssvæ›inu
og flannig meta marka›smöguleika fyrir
vörur og fljónustu á tilteknum marka›i.
• Framkvæma hagn‡tar marka›srannsóknir
og fá flannig mikilvægar marka›suppl‡singar.
• Skilgreina og hefja n‡ja marka›ssókn á
tiltekinn marka›, sem gæti í framtí›inni
leitt til varanlegra vi›skiptatengsla.