Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 23
MINNSTAÐUR
Útsölu lýkur 5. febrúar
Klapparstíg 44 - sími 562 3614 • Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni
Aukaafsláttur s íðustu dagana
Verð áður Verð nú
Diskamottur (6 stk. í pakka) kr. 2.900 kr. 1.350
Eldfastur leirpottur kr. 3.500 kr. 1.600
Kaffikrús kr. 1.295 kr. 450
Laugavegi 53, s. 552 1555.
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. 11-16
Úrval af nýjum vörum
Útsöluvara 50-80% afsláttur
Laugavegur 24, Reykjavík - Skipagata 7, Akureyri - Lagarás 8, Egilsstaðir
Ný gleraugu
í fríið fyrir
500,-
á mánuði
Útborgun aðeins 20% af verðinu og eftirstöðvar getur þú dreift á allt að
24 mánuði án vaxta eða annars aukakostnaðar
Reykjavík | Öryrkjabandalag Ís-
lands og Sjá – óháð ráðgjöf, hafa
vottað að vefur Strætós, www.bus-
.is, standist kröfur um aðgengi fyrir
fatlaða, en í því felst að fatlaðir geta
notað vefinn með aðstoð hjálpar-
tækja á borð við skjálesara, sér-
hönnuð lyklaborð og talgervil. Arn-
þór Helgason, framkvæmdastjóri
Öryrkjabandalagsins, prófaði af
þessu tilefni Ráðgjafann svonefnda
á heimasíðu Strætós í gær með að-
stoð talgervils, en hann hjálpar not-
endum að finna bestu leiðina milli
áfangastaða. Arnþór vildi vita
hvernig best væri komast frá Nes-
vegi á Seltjarnarnesi upp í Mjódd
og ekki stóð á svari hjá tölvunni.
Annar vefurinn
sem fær vottun
Vottun vefjarins er í svonefndum
2. forgangsflokki af þremur, próf-
aður eftir sérstökum gátlista sem
byggist á alþjóðlegum staðli og lag-
aður að íslenskum aðstæðum. Hefur
listinn verið prófaður sérstaklega
með þarfir lesblindra, heyrnar-
lausra, hreyfihamlaðra, blindra og
alvarlega sjónskertra, í huga.
Að sögn Sirrýjar Hallgrímsdótt-
ur, framkvæmdastjóra Sjá, inni-
heldur 3. forgangsflokkur síðan
mjög sértækar lausnir, fyrir fólk
með miklar sérþarfir. Þess má geta
að aðeins einn íslenskur vefur, vefur
Íslandsbanka, hefur áður fengið
vottun ÖBÍ og Sjá og er vefur
Strætós jafnframt fyrstur til að fá
vottun í 2. flokki. Stefna Öryrkja-
bandalagið og Sjá að því að gera
sem flesta íslenska vefi aðgengilega
öllum, enda hafi víða í nágranna-
löndunum verið lögfest að vefsíður
opinberra stofnana og fyrirtækja
skuli vera aðgengilegar öllum not-
endum.
Á fimmta þúsund
heimsókna á viku
Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar,
framkvæmdastjóra Strætós, hefur
nýr vefur fyrirtækisins sem tekinn
var í gagnið 2003, fengið u.þ.b.
4.000-4.500 heimsóknir á viku og er
sem stendur í 35.-40. sæti á lista yfir
mest heimsóttu vefina, samkvæmt
samræmdri vefmælingu Modernus.
Ráðgjafinn hafi t.a.m. mikið verið
notaður af þeim sem heimsækja vef-
inn, en búið er að betrumbæta hann
frá því hann var fyrst tekinn í notk-
un og upplýsingar frá honum eru
nákvæmari, að sögn Ásgeirs.
Að sögn Péturs Fengers, aðstoð-
arframkvæmdastjóra Strætós, er
jafnvel stefnt að því í framtíðinni að
notendur Strætós geti smellt á til-
tekinn áfangastað á korti á vefnum,
t.d., hús eða verslun, og fengið ná-
kvæma leiðaráætlun. Þá eru uppi
hugmyndir um að sýna með aðstoð
GPS tækninnar hvar vagnarnir eru
staddir hverju sinni, bæði inni í
vögnunum og í biðskýlum.
Rafrænt miðakerfi
tekið upp í vor
Einnig hefur verið ákveðið að
taka í notkun sérstök smartkort í
vor, í samstarfi við sundstaði ÍTR
og fjóra grunnskóla, en hægt verður
að greiða með kortunum í strætó, í
sund og fyrir máltíðir í viðkomandi
skólum Að sögn Ásgeirs Eiríksson-
ar verður t.d. hægt að nota kortin til
að greiða fyrir tiltekið tímabil í
strætó, sbr. Græna kortið, fyrir til-
tekin skipti, sbr. miðakerfi, eða með
„rafeyri“, þ.e. greitt fyrir hvert
skipti og verður fargjaldið ódýrara
þannig en ef keypt er stakt fargjald
á hefðbundinn máta. Hægt verður
að hlaða kortin í heimabönkum og
hraðbönkum, og segir Ásgeir að
kostir smartkortanna séu augljósir,
þau flýti fyrir afgreiðslu og auki ör-
yggi við innheimtu, auk þess sem
hægt er að afla ýmiss konar töl-
fræði um þá sem þau nota. Það sé
þó á hendi hvers og eins hvort kort-
ið er skráð á viðtakanda eða ekki.
Bus.is stenst kröfur
um aðgengi fatlaðra
Fatlaðir jafnt
sem ófatlaðir
geta fundið
bestu leiðina
með strætó
Morgunblaðið/Júlíus
Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, kannar
bestu leiðina milli Nesvegar og Mjóddar, með aðstoð talgervils. Ásgeir Ei-
ríksson, framkvæmdastjóri Strætós, og Sirrý Hallgrímsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjá, fylgjast með.