Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SIGURÐUR Nordal sagði eitt sinn, að slettur og tökuorð yrðu íslenskri tungu ekki að aldurtila, heldur meg- urð málsins, og átti hann þar við orð- fæð manna. Lengi hef ég undrast orðfæð þeirra sem sýknt og heilagt staglast á því að „leggja eitthvað af“. Orðasambandið kemur að vísu snemma fyrir í þýðingum og er senni- lega tekið að láni. Má því segja, að orðasambandið hafi unnið sér þegn- rétt í málinu. Hins vegar er það of mikið notað og iðulega að ástæðu- lausu eða jafnvel í rangri merkingu. Mýmörg orðasambönd eru til í mál- inu svipaðrar merkingar, sem nota mætti til hátíðarbrigða, s.s. leggja niður, hætta við, afnema, fella niður, fella úr gildi, nema úr gildi, hverfa frá, ógilda, uppræta, varpa frá sér, stöðva, afstýra, uppræta, eyða, afmá, afnema og jafnvel tortíma og ef menn vilja vera hátíðlegir: leggja niður laupana, leggja fyrir róða, leggja fyr- ir óðal eða kasta á glæ. Í dag las ég þarflega grein í Morg- unblaðinu eftir prófessor við Háskóla Íslands sem segir : „Vitað er, að í ráð- um er nú m.a. að leggja af tímaritið Ritmennt [...]“. Hér er enn notað orðasambandið að „leggja af“ þegar eðlilegra, betra og réttara hefði verið að tala um að hætta útgáfu ritsins og segja: „Vitað er að í ráði er, að hætta útgáfu tímaritsins Ritmenntar“. Þetta er dæmi um megurð málsins þegar sífellt er klifað á sama orða- sambandinu og önnur, sem eiga betur við, sniðgengin. Annað orðasamband, sem mjög er ofnotað, er orðasambandið „taka yf- ir“, sem mjög nýlega er tekið að láni úr ensku take-over. Orðasambandið er notað í tíma og ótíma og virðist vera að útrýma mörgum gömlum og góðum orðasamböndum, sem hafa svipaða merkingu og eiga betur við, s.s. taka í sínar hendur, koma í stað- inn fyrir, taka við eða taka við af, leysa af hólmi, eignast, ná tökum á, ná undirtökum eða sölsa undir sig, leggja undir sig, sölsa til sín eða slá eign sinni á, svo nokkur orðasambönd svipaðrar merkingar séu nefnd. Sagt var á dögunum að „ný stjórn hefði tekið yfir í félaginu“ en þar hefði mátt segja að „ný stjórn hefði tekið við í félaginu“ eða einungis „að ný stjórn hefði verið kosin í félaginu“. Mikið var rætt um að nýtt eignar- haldsfélag hefði „tekið yfir Magasin du Nord“ í stað þess að segja að nýtt félag hefði eignast meirihluta í Magasin du Nord ellegar sölsað und- ir sig Magasin du Nord, ef menn hefðu viljað taka afstöðu í málinu eða lita frásögn sína. Með þessu bréfi til blaðsins vil ég biðja fréttamenn og blaðamenn og aðra, sem nota málið opinberlega, að hugleiða meiri fjölbreytni í orðalagi og koma í veg fyrir megurð málsins koma í veg fyrir að málið falli ekki úr hor. TRYGGVI GÍSLASON, Blásölum 22 í Kópavogi. „Leggja af“ og „taka yfir“ Frá Tryggva Gíslasyni magister í íslensku KRISTJÁN E. Guðmundsson kenn- ari skrifar með eindæmum ómál- efnalega grein í Mbl. 30. jan. sl. Kristján er greinilega mikill ákafa- maður um „nauðsyn“ þess að Íslend- ingar gerist aðiljar að Evrópusam- bandinu. Í ákafa sínum sést hann ekki fyrir. Hann hikar ekki við að bera okkur andstæðingum aðildar það á brýn, að við séum fasistar og bókabrennumenn í eðli okkar. Ástæða þess að hann dregur mig í þann dilk mun vera sú að ég leyfði mér í blaðagrein fyrir nokkru að benda á það, sem ég hef reyndar hamrað á árum saman, að hér á landi viðgengst eins konar „kerfisáróður“ fyrir aðild Íslendinga að Evrópu- sambandinu. Má heita að íslenskt valdakerfi og áhrifaöfl sameinist um að sannfæra þjóðina um „nauðsyn“ þess háttar aðildar. Í þeirri grein minni um þetta efni, sem Kristján rekur hornin í, benti ég á, að ágang- ur og ósvífni kerfisáróðursmanna hefði náð nýjum hæðum með tilraun þeirra til þess að gera áróðursrit fastanefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Ís- landi og Noregi („Upplifðu Evrópu“) að námsefni handa ungmennum í ís- lenskum skólum. Úr því að Kristján E. Guðmundsson gefur mér tilefni til, svara ég ónefnum hans um póli- tíska mannsparta mína með því einu að ítreka varnaðarorð mín um kerf- isáróðurinn fyrir aðild Íslands að Evrópubandalaginu og læt enn í ljós andstöðu mína við þá hugmynd að troða þessum áróðri inn í námsskrá íslenskra skóla. Það er sú ógeðfelld- asta áróðursleið í pólitísku stórmáli sem frekast er hægt að hugsa sér. INGVAR GÍSLASON, fv. alþingismaður og ráðherra. Athugasemd við grein Frá Ingvari Gíslasyni MÖRGUM sóknarbörnum í Garða- sókn í Garðbæ varð bilt við að heyra að verið væri að reyna að bola sókn- arprestinum, sr. Hans Markúsi Haf- steinssyni, úr starfi. Sr. Hans var kosinn prestur sóknarinnar í sögu- legum prestskosningum fyrir nokkr- um árum og allt frá því hann kom til starfa hefur hann reynst Garðbæing- um einkar vel sem prestur. Starfið í sókninni hefur verið blómlegt og kærleiksríkt undir stjórn sr. Hans. Það kom því mjög við mig og marga aðra að formaður og varaformaður sóknarnefndar, þeir Matthías G. Pét- ursson og Arthur Farestveit, væru með klækjum og bolabrögðum að koma sr. Hans Markúsi Hafsteins- syni frá embætti. Ástæðurnar sem nefndar eru þykja mér heldur lít- ilfjörlegar. Það að upp hafi komið ágreiningur um áherslur á milli sókn- arprestsins og djákna sóknarinnar, Nönnu Guðrúnar Zoëga, getur engan veginn talist saknæmt og í raun ekki alvarlegra en ágreiningur sem kemur upp á milli einstaklinga á öðrum hverjum vinnustað. Ég hvet Garðbæinga til að standa vörð um sóknarprestinn sr. Hans Markús Hafsteinsson og láta í sér heyra. Örfáir einstaklingar í sókn- arnefnd Garðasóknar geta ekki kom- ist upp með það að níða skóinn af rétt kjörnum sóknarpresti með söguburði og klögum á biskupsstofu. Hans Markús Hafsteinsson nýtur trausts Garðbæinga og það er von mín að góður friður náist aftur innan kirkju- starfsins sem fyrst. VILBORG ÁSGEIRSDÓTTIR, sóknarbarn í Garðabæ, Markarflöt 39, 210 Garðabæ. Aðförin að sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Frá Vilborgu Ásgeirsdóttur BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA bárust bíleigendum greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld 2005. Með fylgdi tilkynning frá Ríkisskattstjóra um að þunga- skattur félli niður af fólksbílum með dísilvél frá og með 1. júlí nk. Þess í stað yrði innheimt olíugjald, 45 kr. af hverjum lítra dísilolíu. Í tilkynningunni er vísað á upplýs- ingavef Alþingis. Í lögum um olíu- gjald er þess hvergi getið að virðis- aukaskattur bætist ofan á olíugjaldið (virðisaukaskattur var hvorki innheimtur af þungaskatti dís- ilbíla né af kílómetra- gjaldi). Þar sem eng- ar sérstakar skýringar eru gefnar má ganga út frá því sem gefnu að ætlun stjórnvalda sé að bæta virðisaukaskatti ofan á olíugjaldið. Það þýddi að eftir 1. júlí nk. yrði dísilolía dýrari en bensín hér- lendis, öfugt við það sem gerist hjá flestum þjóðum í V-Evrópu. Verði sú raunin mun Ísland skera sig úr gagnvart frændþjóðum í Skand- inavíu en hjá þeim er lægra verð á dísilolíu en bensíni ákveðinn þáttur í umhverf- isvernd. Meðfylgjandi tafla sýnir verð elds- neytis í nágranna- löndum 28/1/2005 og samanburð. Olíugjald, 45 kr./ lítra að viðbættum virðisaukaskatti, sem gerir dísilolíu dýrari en bensín, samrýmist illa yfirlýstri áætlun ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, m.a. með því að stuðla að hlutfallslegri fjölgun dísilbíla. Hyggst fjármálaráðherra endur- skoða upphæð olíugjaldsins eða er þetta stefna ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum? Stefna í umhverfismálum? Leó M. Jónsson fjallar um olíugjald ’Þar sem engar sér-stakar skýringar eru gefnar má ganga út frá því sem gefnu að ætlun stjórnvalda sé að bæta virðisaukaskatti ofan á olíugjaldið.‘ Leó M. Jónsson Höfundur starfar sem iðnaðar- og véltæknifræðingur.              !" # " $%&" $''(')" *   $'+(#!" ,+--" $'+.'&" #+$')" ! /0 %&&&'' (  %&&&'' & 1%&&&'$ ' (   !!"#$%&'!!()!*        !" # $      %  &'     '$  (()*+,--.   *!+ !,'-($ !!' SÍÐASTLIÐINN sunnudag átti sér stað umræða um loftslags- breytingar og afleiðingar þeirra í Sunnudagsþætti Skjás eins. Þátta- stjórnandi Illugi Gunnarsson beitti einhverri aumlegustu röksemda- færslu máli sínu til stuðnings sem undirritaður hefur heyrt í langan tíma. Yfirmaður Ill- uga, hæstvirtur utan- ríkisráðherra, hefur margoft bent á að það er þreytandi að hlusta á endalausar heims- endaspár en það er þó vissulega mun alvar- legra og hættulegra að hætta að hlusta á rödd skynseminnar. Nýlega kom aðvör- un frá vísindamönnum Veðurstofunnar að rétt væri að rýma hús í litlum bæ vestur á fjörðum vegna snjó- flóðahættu. Þetta var væntanlega byggt á bestu fáanlegum vísinda- legum gögnum. Einn af íbúum bæjarins neitaði í fyrstu að rýma hús sitt. Mér varð hugsað að þetta væri nú heimskulegt af manninum. En hvað ef hann hefði sagt: ja, ég hef nú búið hér í yfir 50 ár, ég þekki staðhætti og þar að auki bý ég einn í húsinu og skaðinn er ein- göngu minn ef ég hef rangt fyrir mér. Ég myndi vissulega hlusta á slík rök enda ber að taka mark á brjóstviti þeirra sem staðhætti þekkja. En hvað myndum við segja ef rökin fyrir því að hann tryði ekki spá vísindamannanna væru þau að hagfræðingar Seðlabankans hefðu spáð 3% hagvexti og að raunhagvöxtur hefði þvert á móti verið neikvæður. Ég er ekki í vafa um að ef maðurinn hefði notað slík rök hefði hann ekki verið talinn með öllum mjalla. Eitthvað í þess- um dúr var röksemdafærsla Illuga í þættinum. Stundum hafa hag- fræðingar, kollegar Illuga, rangt fyrir sér þegar þeir nota módel sín til að spá fyrir framtíð hagkerf- isins. Þar sem eins virt fræðigrein og Illugi hefur lagt stund á getur brugðist þá er hann ekki í vafa um að okkur beri vart að hlusta á sér- fræðinga í loftslagsmálum þegar þeir spá um áhrif gróðurhúsaloftteg- unda. Samkvæmt þessu eigum við vænt- anlega ekki heldur að hlusta á hagfræðinga, fiskifræðinga eða aðra þá sérfræðinga sem við reiðum okkur á. Ég spyr „Illugi, ertu ekki með öllu mjalla?“ Mér fannst eins og undirtónninn væri þessi hjá Illuga; ég trúi ekki heimsenda- spám af því að ég vil ekki trúa heimsend- aspám, og því ber okkur ekki að hlusta á þá fræðimenn sem vara við hugsanlegum hættum. Við hlustum eingöngu á einn fræði- mann við Massachusetts Institute of Technology sem Illugi vitnar í (þið takið eftir að nú skiptir af- skaplega miklu máli að vís- indamaðurinn er frá virtri stofn- un). Þessi fræðimaður segir að rök allra hinna vísindamannanna (frá fjölmörgum öðrum virtum vís- indastofnunum) séu móðgun við vísindi! Er ég sá eini sem finnst harla einkennilegt að enginn hinna sjái slíka móðgun. Og af hverju trúum við fræðimanninum frá Massachusetts Institute of Techno- logy? Jú, það er sennilega af því að hann segir eitthvað sem fellur að lífsmottóinu ég trúi ekki heims- endaspám. Fjölmargar aðrar rök- villur var að finna hjá Illuga í þættinum sem ekki gefst rúm til að tíunda hér. Ég spjallaði einu sinni við af- skaplega skynsaman kollega Illuga sem hafði lært sína hagfræði og bókfærslu í Prag á tímum komm- únismans. Hann hafði að námi loknu haldið utan um ýmsar hag- tölur í áætlanarekstri opinberra fyrirtækja þar í borg. Hann kunni sitt debet og kredit og færði allt samviskusamlega til bókar. Í lok ársins komu pótintátar flokksins og litu yfir tölurnar. Það fór ekk- ert á milli mála, allt var rétt fært til bókar en útkoman samrýmdist þó ekki spá flokksins í áætl- unarbúskapnum. Hvað var til ráða, jú, þeir breyttu bara lokatölunni – í trássi við einfalda samlagningu og frádrátt – þannig að allt pass- aði. Spádómarnir um afköst höfðu nú ræst, hagkerfið skánaði að vísu ekkert fyrir bragðið og við vitum hvernig þetta samfélag endaði sem ekki hlustaði á viturra manna ráð. Hagfræðingurinn, sem var skyn- samur, strauk í skjóli nætur til samfélags sem hlustaði á rödd skynseminnar. Í nútímanum höfum við náð ótrúlegum árangri á mörgum svið- um. Mikill meirihluti fræðimanna hefur þó verulegar áhyggjur af loftslagsbreytingum, það kann jafnvel að vera mjög alvarlegt ástand framundan. Okkur ber rík skylda til að hlusta gaumgæfilega á þá sem best þekkja til á sínu fræðasviði. Það getur ekki verið annað en í besta falli óskynsemi og versta falli mannvonska að skella við skollaeyrum og snúa út úr með þeim hætti sem Illugi gerði í þætt- inum. Illugi hefur þó vonandi rétt fyrir sér þegar hann ýjaði að því lausnin á hugsanlegri hættu, sem kann að skapast samfara loftlags- breytingum, liggi í útsjónarsemi okkar sem hugsandi vera, fram- förum í vísindum, tækni og öðrum þeim fræðigreinum sem nota þarf til lausnar flókinna vísindalegra og samfélagslegra vandamála. Ef við á sama tíma hættum að hlusta á þá sem best þekkja af því að sann- leikurinn er óþægilegur þó svo að staðreyndirnar hlaðist upp þá munum við aldrei finna slíkar lausnir. Ég geri þá kröfu til þeirra sem leggja pólitískar línur og vilja vera teknir alvarlega, að framtíð- arsýn þeirra byggist á þeim gögn- um sem best eru hverju sinni. Hlustið á og berið virðingu fyrir skoðunum fræðimanna, veljið ekki eingöngu þær skoðanir sem best að falla að áætlanabúskap ykkar eigin kredduhugmynda. Höfði stungið í sandinn Magnús K. Magnússon fjallar um mat á skoðunum fræðimanna Magnús Karl Magnússon Höfundur er læknir og vísindamaður við Landspítala – Háskólasjúkrahús. ’Okkur ber rík skyldatil að hlusta gaumgæfi- lega á þá sem best þekkja til á sínu fræða- sviði.‘ ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Útsala aukaafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.