Morgunblaðið - 04.02.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 43
MINNINGAR
Fráfall ástvina kemur ávallt illa
við eftirlifendur og vekja upp ljúf-
ar og sárar minningar frá liðnum
samverustundum. Þannig var til-
finning mín við fréttina um óvænt
andlát kærs vinar míns og mágs
Stefáns Ólafssonar, sem varð bráð-
kvaddur fimmtudaginn 22. þ.m. Að
fráfall Stefáns hafi komið mér á
óvart er ekki rétt því hann hafði
átt við erfið veikindi að etja sem
hann tókst á við af dæmalausri
karlmennsku og æðruleysi. Stefán
hafði til að bera glaðværð og létt-
leika sem smám saman dvínaði hjá
honum eftir því sem líkamlegir erf-
iðleikar hans ágerðust. Áhuga á
fagurri tónlist hlaut Stefán í
vöggugjöf og vék hún aldrei frá
honum hvað sem leið veikindum
hans. Á unglingsárum stundaði
Stefán nám í píanóleik við Tónlist-
arskólann í Reykjavík undir hand-
leiðslu Rögnvalds Sigurjónssonar,
kom þar fram á tónleikum og lauk
þaðan burtfararprófi. Stefán hefði
auðveldlega getað lagt píanóleik-
STEFÁN
ÓLAFSSON
✝ Stefán Ólafssonfæddist á
Bakkafirði í Norð-
ur-Múlasýslu hinn
27. janúar 1929.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 22. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ólafur Stef-
ánsson, organisti, f.
13. maí 1885, d. 6.
nóvember 1969, og
Arnbjörg Jónsdótt-
ir, f. 7. des. 1900, d.
20. okt. 1961. Systir
Stefáns, Áslaug Ólafsdóttir,
hjúkrunarkona, er fædd 19. maí
1925.
Stefán giftist 24. janúar 1959
eftirlifandi eiginkonu sinni, Þór-
unni Egilson, f. 13. feb. 1926.
Stefán var starfsmaður Veð-
urstofu Íslands frá árinu 1950
við háloftaathuganir. Hann lauk
prófi í píanóleik frá Tónlist-
askóla Reykjavíkur árið 1971.
Útför Stefáns var gerð í kyrr-
þey.
inn fyrir sig sem lífs-
starf en hann valdi
hins vegar að starfa
við veðurfræði og réð
sig til starfa hjá veð-
urstofunni. Vann Stef-
án þar á meðan starfs-
kraftar leyfðu.
Stefán var einstak-
lega vandvirkur í
hverju því sem hann
tók sér fyrir hendur
og bar handbragð
hans fagurt vitni um
alúðina sem hann
lagði í viðfangsefnin
og voru honum svo
eðlislæg.
Tæknileg viðfangsefni áttu hug
hans allan og var hann óþreytandi
í glímu við lausn slíkra mála, enda
leitaði ég oft til hans með einföld-
ustu vandamál sem hann leysti af
sínum brennandi áhuga.
Veikindi Stefáns lögðust þungt á
Þórunni eiginkonu hans sem hún
annaðist af einstakri alúð og kær-
leika uns yfir lauk. Er henni sár
söknuður einstaks ljúfmennis sem
við kveðjum með þakklæti fyrir
samfylgdina.
Gunnar Egilson.
Ég var unglingur og heimurinn
stundum dálítið erfiður. Þetta
vandamál kostaði gjarnan langan
göngutúr. Fyrst niður í miðbæ,
síðan kringum Tjörnina og að lok-
um út í Örfirisey. Þá fyrst fór að
svía örlítið. Þrátt fyrir enga nið-
urstöðu að svo komnu máli var
sjálfsagt að enda göngutúrinn hjá
þeim Tótó og Stefáni og láta reyna
á síðustu hugdettur.
Stefán var hlýr og skemmtileg-
ur, umburðarlyndur og dálítið
stríðinn. Það var ekki til þægilegri
maður til að hlusta með á músík.
Þegar hann hlustaði þá hvarf hann
einhvern veginn á vit tónlistarinn-
ar. Það duldist engum að Stefán
var í tengslum við sitt innra sjálf á
þeim stundum. Á eftir sagði hann
gjarnan: „Ansi gott.“
Eins og títt er með unglinga þá
flokkaði ég fullorðið fólk í bása eft-
ir afstöðu þess og lífsgildum. Það
hvarflaði aldrei að mér að það
skipti máli hvernig þetta fólk hefði
orðið sér úti um þessi lífsviðhorf.
Til þess var ég of upptekinn af
minni eigin sögu sem var reyndar
ekki byrjuð í alvörunni enn. Þann-
ig urðu þau Tótó og Stefán að
holdgervingum ákveðinna sjónar-
miða sem ég frétti ekkert af ann-
ars staðar. Tökum dæmi: Þau
héldu því fram að það skipti engu
máli hvað maður gerði, heldur
hvernig. Þetta hafði ég að vísu les-
ið hjá Halldóri Laxness. Þetta er
góð teóría ef maður þarf ekki að
fara eftir henni sjálfur. Þau voru
fyrsta fólkið sem ég hitti sem lifði
alfarið eftir henni. Fyrir þeim var
hversdagurinn hátíðin. Þetta var
annar punktur sem stóð örlítið í
mér.
Í hjarta mínu efaðist ég sjaldan
um þau viðhorf sem ég heyrði hjá
þeim Stefáni og móðursystur
minni. Ég tók þau gild án þess að
fara allaf eftir þeim. Skilningur á
gildi þeirra kom löngu seinna.
Ég vissi harla fátt um þennan
mann sem ég treysti svona for-
takslaust fyrir áhugamálum mín-
um og áhyggjum. Hvers vegna
spilaði hann aldrei á píanóið sitt?
Pabbi sagði að hann hefði verið
góður nemandi. Hvaðan kom hon-
um öll þessi kunnátta í sagnfræði?
Var maðurinn svona trúaður? Stef-
án var hafsjór af fróðleik um
óskylda hluti. Þannig var það bara
og ég vissi heldur aldrei hvers
vegna. Hann var einn af þeim sem
vissu eiginlega allt um klassíska
tónlist og þannig var nú bara það.
Það sem mig undrar þó mest í
dag er allt það umburðarlyndi sem
hann hafði við málæðið og allar
vangaveltur unglingsins.
Ég varð fullorðinn sjálfur og
fundir okkar urðu strjálli. Ég
þurfti ekki eins mikið á þeim að
halda. Þó var eins og tíminn hefði
staðið í stað rétt á meðan, hvenær
sem þráðurinn var tekinn upp að
nýju. Enn áttum við sameiginlegt
áhugamál sem vert var að ræða
eða trúna. Enn og aftur kom þessi
maður mér á óvart með þekkingu
sinni og hógværð.
Fyrir allt þetta er ég Stefáni
þakklátur. Ómeðvitaða handleiðslu
og hlýju. Hafðu heila þökk.
Við Guðlaug vottum Tótó og öðr-
um aðstandendum samúð okkar.
Geir Rögnvaldsson.
Enn hefur dauðinn
höggvið skarð í hóp-
inn okkar frá Dag-
verðará, nú er það
hún Rósa. Hún var í miðið af okk-
ur alsystkinunum sjö og það var
eins og hjá henni væri miðstöð
ættingjanna. Milli okkar var alltaf
náið samband þó lengst af byggj-
um við hvor á sínu landshorninu.
Hjá henni áttum ég og fjölskylda
mín alltaf vísan samastað þó að
heimilisfólkið væri þar margt og
mikill gestagangur.
Já, minningarnar, þær eru ótelj-
andi. Allt frá því ég man fyrst eftir
mér og til hinsta dags hennar hér
á jörð þegar ég heimsótti hana í
síðasta sinn.
Hún fór ung að heiman og mér
var það mikið ævintýri þegar hún
flutti aftur heim að Dagverðará
ásamt Gilla og henni Guðnýju litlu,
þar bjuggu þau í nokkur ár.
Það var alltaf gaman þegar þau
komu í heimsókn til okkar í Reyk-
hólasveitina með allan barnaskar-
INGA RÓSA
HALLGRÍMSDÓTTIR
✝ Inga Rósa Hall-grímsdóttir
fæddist á Dagverð-
ará á Snæfellsnesi 9.
október 1936. Hún
andaðist að heimili
sínu í Kópavogi mið-
vikudaginn 29. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 5. janúar.
ann. Þá fórum við oft
saman í ferðir um ná-
grennið og svo var
sungið og spilað og
spjallað á kvöldin.
Börnin hennar voru
heldur ekki gömul
þegar þau fóru að
vera hjá okkur um
tíma í sveitinni.
Eftir að við fluttum
til Reykjavíkur kom-
um við okkur upp litlu
húsi á Dagverðará.
Þær eru margar ferð-
irnar sem hún Rósa
fór með okkur þang-
að. Eftir að Manni dó fórum við
stundum tvær einar og dvöldum í
nokkra daga. Vorum bara í róleg-
heitum, kíktum í kaffi til frænd-
fólksins í kring og nutum þess að
vera til í þessu stórkostlega um-
hverfi.
Það er ógleymanleg ferðin sem
hún dreif mig í með sér til Kaup-
mannahafnar sumarið eftir að
Manni dó. Þar vorum við í mánuð í
góðu yfirlæti hjá Lillu dóttur
hennar.
En nú verða ekki farnar fleiri
ferðir saman eða sungið og spjall-
að í þessu lífi.
Hún greindist með krabbamein í
haust sem ekkert var hægt að
gera við. Rósa var hetja og lét
engan bilbug á sér finna. Fólkið
hennar annaðist hana af mikilli
umhyggju og ástúð svo hún gat
verið heima þar til yfir lauk eins
og hún helst vildi, fyrir það verður
aldrei fullþakkað.
Það er öruggt að ég og mitt fólk
munum sakna hennar sárt.
Megi sá sem öllu ræður sefa
sorg ástvina hennar og minning-
arnar ylja um ókomna tíð.
Aðalheiður Hallgrímsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR,
Sauðármýri,
Sauðárkróki,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu-
daginn 28. janúar.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00
Friðrik Jón Jónsson,
Rósa F. Eiríksdóttir, Ingi Friðbjörnsson,
Jón E. Friðriksson, Linda N. Haraldsdóttir,
Ólafur E. Friðriksson, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, afi og bróðir,
HANNES GESTUR SIGURBJÖRNSSON,
Auðbrekku 12,
Húsavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
þriðjudaginn 25. janúar, verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.
Særún Hannesdóttir,
Júlíana Sigríður Hannesdóttir,
Sesselja Karitas Óladóttir,
Margrét Júlía Óladóttir
og systkini hins látna.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Stóru-Drageyri,
Grettisgötu 26
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt
1. febrúar.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 7. febrúar kl. 15,00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á líknarstofnanir.
Þuríður Guðmundsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir,
Vernharður Guðmundsson, Lydia Thjell,
Kristófer Guðmundsson, Hlíf Traustadóttir,
Guðmundur Kristjánsson, Helga Zoëga,
Edda Alexandersdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
ELÍSABETAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hrepphólum,
Hrunamannahreppi.
Elín Jónsdóttir, Ámundi Elísson,
Sigurður Jónsson, Guðrún Sólveig Guðmundsdóttir,
Stefán Jónsson, Katrín Ólafsdóttir,
Guðjón Jónsson, Guðmunda Ólafsdóttir,
Kristján Jónsson, Ásta Gottskálksdóttir,
Gunnar Jónsson, Sigríður Karlsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir, Ake Jonsson,
Anna Jónsdóttir, Sigurður Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLEYJAR MAGNÚSDÓTTUR,
Skólastíg 9,
Bolungarvík.
Hávarður Olgeirsson,
Erna Hávarðardóttir, Finnbogi Jakobsson,
Sveinfríður Hávarðardóttir,
Hildur Hávarðardóttir, Hreinn Eggertsson,
Ingunn Hávarðardóttir,
Olgeir Hávarðarson, Stefanía Birgisdóttir,
Magnús Hávarðarson, Guðný Sóley Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.