Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 45
MINNINGAR
✝ Sigþór Lárussonfæddist að Hnit-
björgum í Jökulsár-
hlíð á Fljótsdalshér-
aði 14. maí 1921.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum í
Reykjavík að kvöldi
fimmtudagsins 27.
janúar. Foreldrar
hans voru Guðrún
Halldóra Eiríksdótt-
ir, f. 16.10. 1892, d.
17.11. 1967, og Lár-
us Sigurðsson, f.
13.8. 1875, d. 18.3.
1924. Þau bjuggu fyrst að Hnit-
björgum í Jökulsárhlíð, en síðan
á Hreimsstöðum í Hjaltastaðar-
þinghá. Systkini Sigþórs eru:
Ingólfur, f. 24.3. 1915, Eiríkur
Björgvin, f. 25.9. 1916, d. 10. 5.
Haraldur Gunnlaugsson, f. 4.12.
1898, d. 1.3. 1992, og Guðný
Jónsdóttir, f. 21.7. 1894, d. 11.1.
1977. Þau bjuggu lengi á Siglu-
firði. Þau Sigþór og Lórelei eign-
uðust eitt barn, Harald, sem er
verkfræðingur hjá Línuhönnun í
Reykjavík, f. 25.9. 1961. Hann er
kvæntur Esther Hlíðar Jensen,
jarðfræðingi á Veðurstofu Ís-
lands. Dóttir hennar er Inga
María Árnadóttir, f. 2.8. 1991.
Sigþór var ungur sendur í vist
að Bakkagerði, þegar faðir hans
lést. Hann stundaði nám á Laug-
um í Þingeyjarsýslu, Reykholti í
Borgarfirði, Íþróttakennaraskól-
anum á Laugarvatni og Mynd-
lista- og handíðaskólanum í
Reykjavík. Sigþór vann sem
íþrótta- og handavinnukennari í
Reykjavík, lengst af við Austur-
bæjarskólann. Á sumrin kenndi
hann sund og íþróttir víðs vegar
um landið. Hann kenndi auk þess
skák og tefldi m.a. í frístundum.
Útför Sigþórs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1988 og Lára, f. 28.7.
1924. Eftir andlát
Lárusar giftist Hall-
dóra Þórði Guðmundi
Guðmundssyni, f.
16.9. 1882, d. 8.8.
1958. Þau voru síð-
ustu ábúendur á
Sænautaseli á Jökul-
dalsheiði. Hálfsystk-
ini Sigþórs eru: Sig-
urjón, f. 6.2. 1929,
Eyþór Guðmundur, f.
21.11. 1931, Ástdís
Halldóra, f. 15.3.
1934, og Skúli
Ármann Sveinn, f.
3.4. 1937.
Hinn 24. júní 1961 kvæntist
Sigþór eftirlifandi eiginkonu
sinni Lórelei Haraldsdóttur
sjúkraliða, f. 21.2. 1932 á Ak-
ureyri. Foreldrar hennar voru
Fráfall föður míns kom mér alger-
lega í opna skjöldu þó að vissulega
hefði það átt nokkurn aðdraganda.
Maður er einhvern veginn aldrei al-
mennilega undir stóru áföllin búinn.
Þau læðast ævinlega aftan að manni.
Pabbi, þessi klettur í hafrótinu, hafði
loks látið undan, eflaust samt hvíld-
inni feginn, og er horfinn til betri
heima. Það er ég alveg viss um. Ég
er líka sannfærður um að pabbi hefði
kosið eftirfarandi ljóðlínur til að
kveðja með. Þær eru eftir skáldið
sem hann mat svo mikils, úr kvæðinu
um hreppsómagahnokkann sem
hann taldi lýsa uppvexti sínum að
nokkru leyti:
Nú er ég aldinn að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag.
(Örn Arnarson.)
Pabbi hafði dvalist á hjúkrunar-
heimili um nokkurt skeið og heldur
dregið af honum hin allra síðustu ár.
Í uppvextinum og framan af ævi
mátti hann þola mikið harðræði og
berklaveiki en hann stóðst áföllin og
var mikill íþróttamaður á yngri ár-
um. Hann menntaði sig í smíði og
handavinnu, en áhugi hans var þó að-
allega á bókmenntum, ljóðum og
fornum fræðum. Voru ófáar stund-
irnar sem við feðgarnir eyddum
saman við lestur góðra bóka á meðan
ég bjó ennþá hjá foreldrum mínum.
Pabbi vitnaði oft í ljóðlínur og fleyg
ummæli og lá stundum við að hann
talaði í bundnu máli. Það var þó allt-
af til gamans gert.
Þegar hann var nýlega búinn að
stofna heimili lenti hann í mjög al-
varlegu slysi sem hann náði sér aldr-
ei að fullu af. Hann hélt þó áfram að
vinna og búa í haginn fyrir sig og
sína. Hann skildi eftir sig marga
listilega útskorna muni sem koma sí-
fellt til með að minna okkur eftirlif-
andi á hann.
Pabbi var uppfullur af alþýðufróð-
leik sem hann miðlaði af kærleika og
bý ég enn að þeirri vitneskju. Hann
gat stundum virst nokkuð hranaleg-
ur út í frá, en heima fyrir var hann
mikill öðlingur. Hann kenndi mér að
tefla og lengi vel var það ójafn leikur,
en jafnaðist svo með tímanum. Við
áttum margar góðar stundir við
skákborðið. Það er helst að ég sjái
eftir því núna, hversu sjaldan ég
heimsótti hann. Það var einhvern
veginn aldrei neinn tími til neins.
Alltaf verið að vinna, ferðast og
stússast. Pabbi skildi þetta þó
manna best og hvatti mann áfram.
Markaður af erfiðum tímum þreytt-
ist hann þó seint á því að biðja mann
um að hvíla sig, borða vel og klæða
sig eftir veðri. Þá hafði hann vanist
aðhaldi í peningamálum og veitti sér
lítið en var þó ekki sparsamur við
sína nánustu fjölskyldu. Honum
fannst snjór, fjöll og kuldi ævinlega
vera til ama en grösugum hlíðum,
sumri og sól átti að gleðjast yfir.
Þetta var afleiðing þess að alast upp í
sveit við kröpp kjör.
Við dvöldumst oft í sumarbústað
þegar ég var lítill. Pabbi hlúði þar að
gróðri, trjám og blómum og fór
stundum með mér að veiða í vatninu.
Einnig fórum við í mávseggjaleit og
gönguferðir á vorin. Þetta var góður
tími og kemur skýrt fram í minning-
unni þegar maður lætur hugann
reika. Víða mun leynast „við grass-
ins rót, gamalt spor eftir lítinn fót“.
Undir bláum himnum
horfinna daga
hverf ég til þín.
Þú sýnir mér aftur
sumarblómin.
Og sólin skín.
Þú leiðir mig aftur
lítinn hnokka
að læk við tún.
Og skýjafanir
í fjarska strjúkast
við fjallsins brún.
Þú talar um dásemd
drottins jarðar
við drenginn þinn.
Og ástúð leggur
úr lófa þínum
um lófa minn.
Allt er ljósblik
og lindaniður,
svo ljúft og rótt –
unz bláir himnar
hrynja og sökkva
í húm og nótt.
(Ólafur Jóh. Sigurðsson.)
Pabbi var traustur og vildi vel.
Það var gott að geta gengið að hon-
um vísum heima á Bollagötunni þar
sem foreldrar mínir bjuggu í nær 40
ár til að hlusta þegar illa gekk og
hjálpa þegar þess þurfti. Enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Það er núna fyrst sem ég skil hvað
það er mikils virði að hafa einhvern
sem ævinlega er til staðar. Honum
var afskaplega umhugað um sína
nánustu og tók nærri sér þegar eitt-
hvað bjátaði á. Hann bar þó yfirleitt
harm sinn í hljóði.
Ég veit að pabba verður vel tekið
hinum megin, enda lét hann gott af
sér leiða hérna megin. Með söknuði
kveður þig þinn elskandi sonur.
Ég hefi þekkt marga háa sál,
ég hefi lært bækur og tungumál
og setið við lista lindir.
En enginn kenndi mér eins og þú
hið eilífa og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.
(M. Joch.)
Haraldur Sigþórsson.
SIGÞÓR
LÁRUSSON
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 31. janúar voru spil-
aðar þriðja og fjórða umferð að-
alsveitakeppninnar og verður að
segjast, að baráttan um efstu sætin
hefur sjaldan verið eins jöfn og nú
er. Sérsveitin er nú með eins stiga
forystu á toppnum, en spilarar í
þeirri sveit eru Sigurður Ólafsson,
Karl Ómar Jónsson, Guðbjörn
Þórðarson og Guðmundur Aldan.
Staða efstu sveita í aðalsveita-
keppninni er nú þannig:
Sérsveitin 75
Guðrún Jörgensen 74
Stelpurnar 68
Eðvarð Hallgrímsson 66
Gleðisveit Ingólfs 65
Kristjana 63
Magnús Orri Haraldsson 63
Mánudaginn 7. febrúar koma
spilarar frá B. Hafnfirðinga í heim-
sókn og þá fer fram keppni milli fé-
laganna tveggja, spilaðir tveir 14
spila leikir. Reiknaður út butler-
árangur para. Barðstrendingar og
konur heimsóttu Hafnfirðinga síðla
á síðasta ári og öttu við þá kappi,
en þá höfðu Hafnfirðingar betur og
eiga Barðstrendingar því harma að
hefna. Spilarar hjá félaginu eru
hvattir til að mæta í þessa
skemmtilegu keppni, kaffi og veit-
ingar. Sjöundu og áttundu umferð
aðalsveitakeppninnar verður síðan
fram haldið mánudaginn 14. febr-
úar.
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudaginn 31. janúar var spilað
þriðja kvöldið í aðalsveitakeppni fé-
lagsins. Eins og fyrr gekk á ýmsu
en heldur fer nú að skilja milli feigs
og ófeigs í keppni um efstu sætin.
Bifrestingar hanga á toppnum eftir
kvöldið, vel leiddir af leiðtoga sínum
Herði Gunnarssyni, sem nú hefur
sem makker fjármálastjóra staðar-
ins, Stefán Kalmannsson. Aðrir í
þessari öflugu sveit eru Hrannar
Magnússon og Ingimundur Óskars-
son. Í fyrri umferð gjörsigruðu þeir
„krakkasveit“ Lárusar og Svein-
björns en gættu ekki að sér í seinni
umferðinni og lutu í lægra haldi
fyrir sveit Svanhildar 13–17. Para-
sveit Borgnesinga siglir í kjölfar Bi-
frestinga. Þar er nóg af keppnis-
skapinu og seint lætur Elín
Þórisdóttir bugast þó að á móti
blási. Aðrir í þeirri sveit eru Guð-
mundur Jónsson, Anna Einarsdótt-
ir og Jón H. Einarsson. Borgarnes
átti yfirsetu í fyrri umferð en í
þeirri seinni vann hún glæstan sig-
ur á sveit Halldóru 21–9. Annars
vann sveit Halldóru það afrek að
vinna sigursveit fyrra árs 25–2 í
fyrri umferðinni. Svanhildur Hall
heldur vel í hinar sveitirnar í þriðja
sæti en með henni leika þeir Sveinn
Hallgrímsson, Jón formaður Eyj-
ólfsson og Baldur Björnsson. Nokk-
urt bil er síðan í næstu sveitir en
mér segir svo hugur að rétt sé að
afskrifa ekki sveit Kópakallsins fyrr
en í lengstu lög. Annars er staða
efstu sveita sem hér segir.
Bifröst 129
Borgarnes 128
Svanhildur 122
Kópakallinn 109
Lára og Fjölnir 91
Frá bridsdeild FEBK,
Gjábakka
Föstudaginn 28. jan. var spilaður
tvímenningur á 9 borðum.
Meðalskor var 216. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Lilja Kristjánsdóttir – Ólafur Láruss. 254
Auðun Guðmundsson – Bragi Björnss. 246
Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 232
A/V
Hrafnhildur Skúladóttir
– Þórður Jörundsson 267
Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 251
Magnús Halldórss. – Ólafur Ingvarss. 245
Úrslitin hafin í aðal-
sveitakeppninni á Akureyri
Þriðjudaginn 1. feb. lauk Und-
ankeppninni í Akureyrarmótinu í
sveitakeppni og þá strax á eftir var
byrjað á úrslitunum, en fjórar efstu
sveitirnar komust í A-úrslit og hin-
ar fjórar í B-úrslit. Sveitirnar tóku
með sér helming stiga úr undan-
keppninni í úrslitariðlana.
Staða efstu sveita í undankeppn-
inni var þannig:
Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 166 stig
Sveit Unu Sveinsdóttur 127 stig
Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 104 stig
Sveit Norðurstrandarinnar, Dalvík 95 stig
Eftir fyrstu umferð úrslitanna er
staðan þannig í A-riðli:
Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 95 stig
Sveit Unu Sveinsdóttur 76 stig
Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 70 stig
Sveit Norðurstrandarinnar, Dalvík 66 stig
Í B-riðli er staðan þannig:
Sveit Soffíu Guðmundsdóttur 60 stig
Sveit Gylfa Pálssonar 59 stig
Sveit Ragnheiðar Haraldsdóttur 56 stig
Sveit Hjalta Bergmann 56 stig
Aðalsveitakeppninni lýkur svo
þriðjudaginn kemur, með tveim
leikjum. Þá verða krýndir Akureyr-
armeistarar í sveitakeppni og að
auki sigurvegarar í B-riðli. Ljóst er
að keppnin er jöfn og spennandi og
hvaða sveit sem er getur sigrað í
riðlunum báðum.
Reykjavíkurmót
í tvímenningi
Reykjavíkurmót í tvímenningi fer
fram laugardaginn 5. febrúar næst-
komandi. Spilaform verður monrad-
barómeter.
Skráningarfrestur til hádegis,
föstudaginn 4. febrúar.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
STEINUNNAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR
frá Vegamótum,
Dalvík.
Steingrímur Þorsteinsson,
Jón Trausti Steingrímsson,
Sveinbjörn Steingrímsson, Lína Gunnarsdóttir,
María Steingrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁRSÆLL MAGNÚSSON
fyrrverandi umdæmisstjóri
Pósts og síma á Norðurlandi,
Lindasíðu 4,
Akureyri.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og kærleika og kvöddu Ársæl með vinsemd
virðingu.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og langafabarna,
Guðrún S. Óskarsdóttir.
Ástækær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
VILHJÁLMUR S. HEIÐDAL,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
3. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Jóhanna L.V. Heiðdal,
María V. Heiðdal, Þór Magnússon,
Hrefna Smith,
Anna V. Heiðdal, Þorsteinn Björnsson,
Hjálmtýr V. Heiðdal, Anna K. Kristjánsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Okkar kæra,
SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn
29. janúar sl.
Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 4. febrúar kl. 13.00.
Guðrún Bjarnadóttir, Geir Þórólfsson,
Bjarni Þór Sigurðsson,
Helga Guðjónsdóttir.