Morgunblaðið - 04.02.2005, Side 49
Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir unnu í báðum greinum ungmenna.Max Perov og Elísabet Sif Haraldsdóttir unnu í s-amerískum dönsum í flokki fullorðinna.
Ádögunum fór fram bikarmót í línudönsum og samkvæm-isdönsum í Laugardalshöllinni og var keppt í línudöns-um og samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð. Mótið
hófst með keppni í línudönsum. Því miður voru einungis þrír
hópar mættir til leiks og voru þeir af Akranesi. Að sögn Svan-
hildar Sigurðardóttur danskennara „tókst sú keppni mjög vel
og voru allir hóparnir mjög góðir“. Það er miður þegar boðið er
upp á keppni að svo fáir sjái sér fært að vera með í mótinu. Von-
andi rætist úr því á næsta móti línudansara.
Þegar keppni í línudansinum var lokið var innmars keppenda
og setti Birna Bjarnadóttir, formaður Dansíþróttasambands
Íslands, mótið.
Í samkvæmisdönsum var eins og fyrr er greint frá einungis
keppt í dansi með frjálsri aðferð.
Í keppni Unglinga I (12–13 ára) sigruðu þau Alex Freyr
Gunnarsson og Ragna Björg Bernburg frá Dansdeild ÍR í
s-amerísku dönsunum. Þau eru með mjög hreinar línur í dans-
inum og góðan rytma í skrokknum. Í standarddönsunum höfðu
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dans-
íþróttafélagi Hafnarfjarðar sigur. Þau voru eftir fyrstu úrslit
með jafnmörg stig og Alex Freyr og Ragna en eftir að pörin
voru látin keppa aftur sín á milli höfðu Sigurður Már og Sara
Rós vinninginn. Þau mættu ákveðin til leiks og dönsuðu þann
besta dans sem ég hef séð hjá þeim til þessa.
Í flokki Unglinga II (14–15 ára) urðu bikarmeistarar í
s-amerískum dönsum þau Aðalsteinn Kjartansson og Rakel
Guðmundsdóttir frá Dansdeild ÍR. Þau eru nýlega farin að
dansa saman og eiga örugglega eftir að láta að sér kveða í fram-
tíðinni. Aðalsteinn hefur líkamsburði fram yfir hina drengina í
hópnum og hefur þroskaðri hreyfingar. Í standarddönsum sigr-
uðu þau Haukur Freyr Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi
frá Dansíþróttafélaginu Hvönn. Mér fannst þau vera öruggir
sigurvegarar í þessari keppni. Þau þurfa að vísu stundum að
passa stöðuna og að losna ekki frá hvort öðru.
Í flokki Ungmenna (16–18 ára) voru sigurvegarar í báðum
greinum þau Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björns-
dóttir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi. Mér fannst þau vera
nokkuð öruggir sigurvegarar í báðum greinum. Staðan hefur
verið að batna og Jónatan hallar ekki eins mikið aftur og hann
hefur gert í standarddönsunum. Í s-amerísku dönsunum sýndu
þau mikið öryggi og þroska í hreyfingum.
Í flokki Fullorðinna geta allir keppt sem eru orðnir 16 ára og
kepptu sum pörin í tveimur aldursflokkum. Í s-amerísku döns-
unum sigruðu örugglega þau Max Pedrov og Elísabet Sif Har-
aldsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Hvönn. Hann er frá Rúss-
landi, nánar tiltekið frá Síberíu, og hafa þau dansað saman í
tæpt ár. Þau eru okkar fremsta par í flokki Fullorðinna í
s-amerískum dönsum og sýndu það og sönnuðu í þessari
keppni. Í standarddönsum sigruðu þau Jónatan Arnar og
Hólmfríður frá Gulltoppi.
Í flokki Seniora (35 ára og eldri) keppti einungis eitt par í
standarddönsum og það voru þau Björn Sveinsson og Bergþóra
María Bergþórsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau
skiluðu sínu ágætlega en mér fannst aðeins vanta upp á yf-
irferðina hjá þeim. Í s-amerísku dönsunum sigruðu þau Hauk-
ur Eiríksson og Lizý Steinsdóttir, einnig frá Dansíþróttafélagi
Hafnarfjarðar. Þau dönsuðu ljómandi vel og er komin meiri
hreyfing í þau en ég hef séð áður.
Það voru fjórir erlendir dómarar sem dæmdu mótið. Það
voru þau Dorthe Sidenius frá Danmörku, Robert Bellinger frá
Englandi, Jan-Andur Foss frá Noregi og Heinz Riehn frá
Þýskalandi. Einnig dæmdu tveir íslenskir dómarar á mótinu,
þeir Hinrik Norðfjörð Valsson sem dæmdi s-amerísku dansana
og Jóhann Gunnar Arnarsson sem dæmdi standarddansana.
Mótið gekk vel en því miður var þetta mjög fámenn keppni
og þ.a.l. fáir áhorfendur. Þetta orsakaði það að ekki var mikil
stemning í húsinu sem hefði verið skemmtilegra fyrir alla.
Næsta mót verður næstkomandi helgi, þ.e. sunnudaginn 6.
febrúar. Þá verður haldið í Laugardalshöllinni Íslandsmeist-
aramót í dansi með frjálsri aðferð og keppni í grunnsporum. Ég
hvet alla sem áhuga hafa á dansi að mæta í höllina og sjá dans-
arana okkar.
Úrslit keppninnar
Unglingar I, standarddansar
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH
Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björg Bernburg, ÍR
Sigtryggur Hauksson og Eyrún Stefánsdóttir,Gulltoppi
Unglingar I, s-amerískir dansar
Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björg Bernburg, ÍR
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH
Sigtryggur Hauksson og Eyrún Stefánsdóttir,Gulltoppi
Unglingar II, standarddansar
Haukur Freyr Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi, Hvönn
Júlí Heiðar Halldórsson og Telma Rut Sigurðardóttir, DÍK
Arnar Már Einarsson og Þórunn Anna Ólafsdóttir, DÍK
Alexander Mateev og Erla Björg Kristjánsdóttir, ÍR
Sigurður Brynjólfsson og Rakel Magnúsdóttir, DÍK
Unglingar II, s-amerískir dansar
Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir, ÍR
Haukur Freyr Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi, Hvönn
Alexander Mateev og Erla Björg Kristjánsdóttir, ÍR
Magnús Arnar Kjartansson og Vala Björk Birgisdóttir, DÍK
Júlí Heiðar Halldórsson og Telma Rut Sigurðardóttir, DÍK
Arnar Már Einarsson og Þórunn Anna Ólafsdóttir, DÍK
Gísli Bergur Sigurðsson og Elísa Rut Hallgrímsdóttir, Gulltoppi
Ungmenni, standarddansar
Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppi
Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir, DÍH
Baldur Kári Eyjólfsson og Anna Kristín Vilbergsdóttir, ÍR
Jón Eyþór Gottskálksson og Helga Soffía Guðjónsdóttir, ÍR
Fannar Helgi Rúnarsson og Lilja Guðmundsdóttir, Gulltoppi
Lárus Þór Jóhannsson og Sigrún Tinna Gunnarsdóttir, ÍR
Ungmenni, s-amerískir dansar
Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppi
Þorleifur Einarsson og Hanna Rún Óladóttir, Hvönn
Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir, DÍH
Jón Eyþór Gottskálksson og Helga Soffía Guðjónsdóttir, ÍR
Baldur Kári Eyjólfsson og Anna Kristín Vilbergsdóttir, ÍR
Fannar Helgi Rúnarsson og Lilja Guðmundsdóttir, Gulltoppi
Fullorðnir, standarddansar
Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppi
Fannar Helgi Rúnarsson og Lilja Guðmundsdóttir, Gulltoppi
Fullorðnir, s-amerískir dansar
Max Pedrov og Elísabet Sif Haraldsdóttir, Hvönn
Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppi
Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir, DÍH
Fannar Helgi Rúnarsson og Lilja Guðmundsdóttir, Gulltoppi
Sigurður Þór Sigurðsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, Gulltoppi
Haukur Eiríksson og Lizý Steinsdóttir, DÍH
Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir, DÍH
Eggert Classen og Sigrún Kjartansdóttir, ÍR
Seniorar, standarddansar
Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir, DÍH
Seniorar, s-amerískir dansar
Haukur Eiríksson og Lizý Steinsdóttir, DÍH
Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir, DÍH
Eggert Classen og Sigrún Kjartansdóttir, ÍR
Dansað með tilþrifum í Höllinni
DANS
Laugardalshöll
BIKARMÓT DANSÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS
Kara Arngrímsdóttir
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 49