Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.02.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 53 MENNING Frumsýning 11. febrúar – UPPSELT 2. sýning 13. febrúar kl. 19.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. sýning 18. febrúar kl. 20.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýning 20. febrúar kl. 19.00 – NOKKUR SÆTI LAUS 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 Miðasala á netinu: www.opera.is og í síma: 511 4200 - Tilfinningarík og töfrandi Slæmt er gott. Norður ♠ÁD6 ♥ÁD9 A/Allir ♦974 ♣Á643 Vestur Austur ♠2 ♠KG108753 ♥G1082 ♥75 ♦D108 ♦G632 ♣G9875 ♣-- Suður ♠94 ♥K643 ♦ÁK5 ♣KD102 Vestur Norður Austur Suður -- -- 3 spaðar Dobl Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 6 lauf Allir pass Hindrunaropnun austurs á þremur spöðum hálfpartinn ýtir NS upp í af- leita slemmu. Vestur kemur út með einspilið í spaða og við sagnhafa blasir heldur dökk mynd, því hann býst við að gefa slag á spaða og sennilega annan á tígul. En lengi getur vont versnað – hann drepur á spaðaás, spilar laufþristi úr borði og þá hendir austur spaða. Það var og. Er einhver von? Fyrstu viðbrögðin eru þau að nú sé allt glatað. En ekkert er sjálfgefið við spilaborðið og stundum er það gott að legan sé „vond“. Kannski má gera sér mat úr hinni slæmu tromplegu. Suður tekur á laufkónginn og íhugar málið. Sjáum til. Ef vestur á G10xx í hjarta, má fá þar fjóra slagi með djúpsvíningu, henda tígli niður í hjartakóng, taka ÁK í tígli og trompa tígul. Ef vestur fylgir þrisvar í tígli, er hægt að berhátta hann til hliðar og spila spaða. Vestur verður að trompa spaðaslaginn af makker sínum og spila laufi upp í gaff- alinn. Þetta gæti gengið. Og þá er að láta á það reyna. Fara heim á tígulás, spila hjarta á níuna, taka ÁD í hjarta, heim á tígulkóng, henda tígli í hjartakóng, trompa tígul, halla sér aftur í sætinu og spila spaða. Yndislegt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, ýmsar uppákomur eru á föstudögum, bað- stofan er opin alla morgna frá kl. 9. Árskógar 4 | Handavinna kl. 9–12. Smíðar/útskurður kl. 13–16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist er spiluð kl. 20.30 í Gjábakka. Brids í Gjábakka kl. 13.15. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gleði- gjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14–15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slök- unarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Félagsvist í Garðabergi kl. 13 FEBG. Garðaberg er opið alla daga kl. 12.30– 16.30 nema þriðjudaga þá er lokað. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofan kl. 9–16, létt ganga kl. 10.30, spilasalur opinn frá hádegi. Skráning í leikhúsferð 11.2. á Híbýli vindanna í Borgarleikhús- inu stendur yfir. Uppl. í s. 575 7720, á staðnum og www gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, útskurður og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb, prjónastund og kaffi frá kl. 9, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Greiða verður staðfesting- argjaldið á Örkina í dag kl. 13–16. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa – frjáls aðgangur, postulínsmálning. Böð- un virka daga f. hádegi. Fótaaðgerðir – hárnsyrting. Minnum á þorrablótið, húsið opnað kl. 18. matur, söngur, glens og gaman. Hæðargarður 31 | Listasmiðja og Betri stofa kl. 9–16. Myndlist og frjálst hand- verk. Gönuhlaup kl. 9.30, brids kl. 13.30. Þorrablótið hefst með fordrykkju og opnun myndlistarsýningar úr Lista- smiðju kl. 17. M.a. annarra skemmti- atriða Sigrún Hjálmtýsdóttir og Guðný Anna Guðmundsdóttir. S. 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9 opin hárgreiðlustofa kl. 10 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 13.30 sungið við flygilinn við undir- leik Sigurbjargar, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Rjómabollur í kaffitímanum. Uppselt er á þorrablótið 11. febrúar, vinsamlegast sækið frá- tekna miða fyrir þriðjudaginn 8. febr- úar. Upplýsingar í síma 535–2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerð kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Skráning hafin í námskeiðin upplýsingar í síma 561 0300. Allir aldurshópar velkomnir. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- koma kl. 19.30. Bænastund kl. 19. Kári Óskar Sverrisson talar, Þóra Gísladóttir leiðir lofgjörð. Allir velkomnir. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Samvera kirkjuskólans n.k. laugardag í Vík- urskóla kl. 11.15–12. Nýjar bækur og myndir. Rebbi refur og fleiri brúður heimsækja brúðuleikhúsið. Biblíusögur, söngur og litastund. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos TVENNIR tónleikar verða á Myrkum mús- íkdögum í dag. Á fyrri tónleikunum, sem haldnir verða í Salnum kl. 20, verða flutt þrjú víðóma raf- verk sem eru pöntuð af NOMUS í samvinnu við VICC sem er alþjóðlega tónskáldasetrið á Got- landi í Svíþjóð. Á seinni tónleikum, sem hefjast kl. 22 í Saln- um, mun Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari flytja verk fyrir einleiks- flautu eftir Atla Heimi Sveinsson, Magnús Blöndal Jóhanns- son og Kaare Dyvik Husby frá Nor- egi. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Verk Atla Heimis, Sónata fyrir flautu og píanó, var samið á síðasta ári og er nú frumflutt. Um verkið seg- ir Atli Heimir: „Þetta verk er samið fyrir snilling- inn Áshildi Haraldsdóttur. Sónatan er í sjö þáttum og eftirmáli fylgir. Ég hef alltaf reynt að semja nútíma- tónlist sem hljómar ekki eins og nú- tíma-tónlist. Ég vil ekki fara alfara- leiðir. Fyrsti þáttur er kröftug framsaga. Ég vinn ekki úr neinu tónaefni, sennilega sem ég heldur ekki vel. (Hvað er annars „vel samin“ músík? Fágað andleysi eða rudda- skapur í sellófan- umbúðum?) En annar þátturinn er einhæft lag, leikið tjáning- arlaust, samt þónokkur stígandi. Þriðji þátt- urinn er tilvilj- anatónlist í samspili. Flauta og píanó byrja saman en spila sjálf- stætt til enda. Fjórði þáttur er hægur: eins konar þjóðlag-tríó- þjóðlag. Það eru ekki til mörg þjóðlög í þessum heimi; kannski fimm! Fimmti þáttur er vélrænn dansþáttur einhvers konar bræðingur. Kannski er aðeins til einn danstaktur í öllum heiminum. Og sá sjötti er aftur tilvilj- anamúsík eins og sá þriðji. Sjöundi þátturinn er mjög hröð síbylja. Þar er sífellt vitnað í etýðu Skríjbíns ópus 56 númer 4, villst út út henni, dottið inn í hana aftur. Svo birtist allt í einu ein- hvers konar tríó og svo etýðan aftur. Í lokin kemur svo efirmáli, der Dicht- er spricht eða Skáldið talar að hætti Schumanns. Ég er með fleiri sónötur í takinu, fyrir fiðlu, selló og klarinett.“ Tónlist | Tvennir tónleikar á Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi „Vil ekki fara alfaraleiðir“ Atli Heimir Sveinsson Áshildur Haraldsdóttir, flauta, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. DAGBÓK SÝNING á verkum Óla G. Jóhannssonar myndlist- armanns, verður opnuð á Kaffi Sóloni á morgun kl. 17 og stendur til 5. mars. Verk Óla G. eru óhlutbundin, vísa í nánasta um- hverfi listamannsins og eru unnin á liðnu ári. „Ég hef sótt síðustu misserin töluvert mikið í birtu og gróður, í landið,“ segir Óli. „Eins gamaldags eins og hægt er að hafa það. Það er ekki að bögglast neitt í hausnum á mér eitthvað svona nútímalegt og ung- æðislegt, heldur vinn ég bara í strangri hefð af- straktmálverksins með þá von og vissu að þar séu persónulegir hlutir á ferðinni.“ Óli hélt sína fyrstu sýningu 1973 og hefur síðan sýnt reglulega, jafnt hér á landi og í Danmörku, Sviss og Hollandi hin síðari ár. Stíll Óla hefur þróast jafnt og þétt á löngum ferli. „Síðustu tólf árin hef ég eingöngu unnið við málverk,“ segir Óli. „Á þessu tímabili hefur þetta þróast mikið. Myndmálið er annað, því þetta hefur slegist frá raunsæismálverki alveg yfir í af- strakt expressjónísk málverk. Þar sem ég hef komið við í Danmörku, Hollandi og Sviss hefur málverkið fundið mér stað í hópi manna sem eru að mála á þennan hátt. Þar má telja Færeyingana og COBRA hópinn, meðal annarra.“ Aðspurður um ástæður þess að hann sýnir á Sóloni segir Óli mikilvægt að listamenn minni á sig og komi til fólksins þar sem það er á ferð. Óli G. Jóhannsson sýnir á Sóloni Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður við nokkur verka sinna. Morgunblaðið/Kristján þessu námskeiði. Þeir mæta báðir öll kvöldin og skipta með sér verkum. Arkitektúr og hönnun – Frá seinni heimsstyrjöld til samtímans er í um- sjón Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönn- uðar. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða m.a. auk Tinnu Pétur H. Ármannsson arkitekt, Elísabet V. Ingvarsdóttir innanhúshönnuður, Steinunn Sigurð- ardóttir textílhönnuður, Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönn- uður og prófessor við LHÍ, og Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 9. febrúar og síðan alla miðvikudaga til 30. mars. Kennsla fer fram milli kl. 20.15 og 22.00 í stofu 024 á Laug- arnesvegi 91. Þátttökugjald í námskeiðin er kr. 14.000. Hægt er að skrá sig og fá allar nánari upplýsingar um bæði nám- skeiðin í síma 552 4000. Einnig er hægt að skrá sig á netfangi: lhi@lhi.is LISTAHÁSKÓLI Íslands heldur tvö námskeið í vor undir merkjum Opna listaháskólans. Annars vegar nám- skeiðið „Tíðarandi í hönnun og tísku,“ og hins vegar námskeiðið „Arkitektúr og hönnun – Frá seinni heimsstyrjöld til samtímans.“ „Tíðarandi í hönnun og tísku“ verð- ur haldið á mánudagskvöldum 21. febrúar – 21. mars. kl. 20.15–22.00 í stofu 105 í Skipholti 1. Þar verður fjallað um sögu myndmáls í hönnun, auglýsingum, markaði, arkitektúr, tísku og húsgögnum á seinni hluta 20. aldar. Hver áratugur er tekinn fyrir og skoðað hvaðan hlutirnir koma, hvernig þeir hafa áhrif hver á annan. Myndmál, hönnun og tíska skoðuð í samhengi við þróun rokktónlistar o.fl. Halldór Gíslason, arkitekt og deild- arforseti hönnunardeildar LHÍ, og Guðmundur Oddur Magnússon, graf- ískur hönnuður og prófessor við LHÍ, eru umsjónarmenn og fyrirlesarar á Morgunblaðið/Brynjar Gauti Námskeið í Opna listaháskólanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.