Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 55
MENNING
... og mundu eftir ostinum!
Fjölþjóðadansher stígur ásvið á Nýja sviði Borgar-leikhússins í kvöld þegarverkið We are all Marlene
Dietrich FOR verður frumsýnt.
„Hugmyndin er að búa til skemmtun
fyrir hermenn í friðargæslu. Nafnið
vísar til þess að innblásturinn kom í
fyrstu frá Marlene Dietrich og stöðu
hennar sem skemmtikrafts í stríð-
inu. Hún var ein af dáðustu
skemmtikröftunum sem hermenn
hittu og var dýrkuð í báðum fylk-
ingum, þó að hún hafi verið á móti
nasisma,“ segir Erna Ómarsdóttir,
sem dansar í verkinu auk þess að
vera höfundur þess og leikstjóri
ásamt hinum slóvenska Emil Hrvat-
in.
„Þetta sýnir hvernig skemmti-
kraftur getur ekki valið áhorfendur
sína eða ráðið því hvernig áhorfend-
urnir túlka list hans. Þetta er eitt af
því sem við erum að takast á við. Við
hugsum um þarfir áhorfandans,
hvað vilja þeir sjá og hvað viljum við
gefa þeim. Þetta snýst mikið um
samskipti listamanna og áhorfenda,“
segir Erna og bætir við að ímynduðu
áhorfendurnir, friðargæsluliðarnir,
sé líka áhugaverður hópur. „Þetta er
fólk sem er í öfgafullum aðstæðum.“
Verkið er samvinnuverkefni Ís-
lenska dansflokksins og Maska
Productions í Ljubljana í Slóveníu
og er hluti af stóru átta þjóða evr-
ópsku samstarfi sem dansflokkurinn
tekur þátt um þessar mundir og er
styrkt af menningaráætlun Evrópu-
sambandsins Culture 2000.
Til viðbótar við Íslendinga og
Slóvena tekur þátt í verkefninu fólk
af frönskum og belgískum uppruna.
Emil útskýrir að friðargæsluliðar
séu alltaf alþjóðlegur hópur og því
svipar hópnum, sem setur upp þessa
sýningu, til hermannanna.
Tekist á við klisjurnar
Emil tekur við af Ernu að útskýra
umfjöllunarefni verksins og titilinn,
sem vissulega er sérstakur. FOR
felur í sér að minnsta kosti tvær
þýðingar. „Þetta er stytting á „for-
ces“. Mikið af friðargæsluverkefnum
hafa þessa endingu í nafni sínu. Hitt
sem er mikilvægt er að við erum að
gera eitthvað fyrir fólk. List er í
grunninn á móti, stríði, her, her-
mönnum. Við erum að reyna að gera
eitthvað fyrir einhvern. Mér finnst
það klisja að listamenn séu á móti
stríði. Það er líka þægilegt vegna
þess að fjarlægðin er mikil. Mér
finnst áhugaverðara og áhættusam-
ara að fara inn í hlutinn. Við vildum
takast á við þessa klisju um að list sé
á móti heldur viljum að list sé með,“
segir Emil en það er ekki tilviljun að
verkið er hugsað með friðargæslu-
hermenn í huga. „Þetta eru her-
menn sem berjast ekki heldur fara á
stríðssvæði til að aðskilja. Þessir
hermenn þurfa að geta meira en
barist og þurfa líka að hafa dipló-
matíska hæfileika og þekkingu á
tungumálum og menningu.“
Emil vill bjóða hermönnunum upp
á nútímalega skemmtun, ekki ódýra
og einfalda. „Af hverju ætti þetta
fólk ekki að fá skemmtun sem vekur
upp spurningar?“
Skemmtun og meiri skemmtun
„Í sýningunni notum við samt
þessi hefðbundnari skemmtiatriði
eins og maður sér í myndum um
skemmtun fyrir hermenn. Við reyn-
um að setja okkar eigin mark á
þetta. Þetta byrjar eins og hefð-
bundið skemmtiatriði og verður svo
að einhverju öðru,“ útskýrir Erna.
„Þetta er sýning í sýningu. Fólkið
sem kemur sér sýninguna fyrir her-
mennina,“ segir hún en bæði Erna
og Emil hvetja fólk sem hefur tekið
þátt í friðargæslu fyrir Ísland að
mæta á sýninguna.
Mikilvægt við sýninguna er að
hún er blanda af dansi, leiklist og
tónlist og segja þau að það sé ým-
islegt á því að græða að blanda þess-
um miðlum saman. „Þetta er flókn-
ara en að vinna með einn miðil en að
lokum fær maður meira út úr því.
Tónlistarmennirnir eru líka að
dansa. Allir taka þátt í sýningunni.
Jafnvel hljóðmaðurinn er með í sýn-
ingunni,“ segir Erna og þau eru
sammála um að ein hreyfing geti oft
jafngilt löngum texta.
„Í þessu tilfelli vinna miðlarnir vel
saman. Í öðrum tilfellum getur verið
betra að notast bara við dans. En af
því að við erum að leggja áherslu á
skemmtiatriði þá þurfum við að
blanda öllum þáttunum saman,“ seg-
ir hún.
Talað á ensku
Talað mál í sýningunni er á ensku,
sem kemur ekki á óvart í ljósi þess
að hópurinn er alþjóðlegur og er að
fara að sýna í átta borgum Evrópu,
m.a. Avignon, Ljubljana, London,
Brussel og Helsinki. „Það verður
spennandi að sjá mismunandi við-
brögð fólks á þessum stöðum,“ segir
Erna.
Verkið er ekki ákveðin gagnrýni
eða felur í sér ein ákveðin skilaboð
enda er þetta eins og komið hefur
fram ekki hreinræktuð stríðsádeila
heldur endurspeglun listamannsins
á stöðu hans í samfélaginu. „Við er-
um í höndum áhorfenda. Það er mik-
ilvægt að áhorfendur geri sér grein
fyrir því að þeir séu ábyrgir,“ segir
Emil en þau vilja líka minna fólk á að
aðalatriðið sé að mæta og njóta sýn-
ingarinnar.
Erna þekkir vel til samvinnuverk-
efna af þessu tagi en þetta er í fyrsta
skipti sem hún vinnur með Íslenska
dansflokknum, sem útvegar meiri-
hluta dansara í sýningunni. „Ég held
að það sé mjög heilbrigt fyrir alla,
ekki síst flokkinn, að vinna með fólki
erlendis frá. Þarna eru tveir dans-
arar frá Frakklandi og tónlist-
armennirnir þrír eru frá Belgíu.
Þetta er búið að vera bæði erfiðara
og áhugaverðara en ég hélt. Ég er
mjög ánægð með ferlið. Fólk kemur
úr mismunandi áttum með mismun-
andi reynslu en þetta er mjög góður
hópur,“ segir Erna en belgíska
hljómsveitin ber nafnið Poni.
Áskorun og einbeiting
„Þetta hefur líka verið skemmti-
leg reynsla fyrir mig. Stundum er
það of auðvelt að vinna í umhverfi
sem er með ákveðnum hætti og mað-
ur þekkir allar ástæður. Þetta er
mikil áskorun. Maður verður að vera
mjög einbeittur allan tímann,“ segir
Emil.
Þau segja að tímaskortur hafi ver-
ið það erfiðasta við uppsetninguna
en þau unnu í þrjár vikur saman í
Ljubljana og mánuð hérlendis. „Það
er ekki auðvelt þegar maður er að
skapa verk frá grunni. Þegar við fór-
um af stað er hugmyndin það eina
sem var til en við sköpum þetta með
hópnum,“ segir Erna en búið er að
skera sýninguna niður úr tveimur
klukkutímum eins og hún var fyrir
viku í eina klukkustund og 20 mín-
útur.
„Svona ætti list að vera. Í hagkerfi
er búin til vara og hún sett á hillu og
hún seld. List ætti ekki að vera vara
sem er seld eins og mjólk eða bíll.
Sýning er lifandi hlutur og byggð á
fólki. Það er mikilvægt,“ segir Emil.
„Ferlið er mjög spennandi þó að
auðvitað séu sýningarnar þær líka.
Maður lærir mikið á ferlinu, prófar
sig áfram og tekst á við nýjar áskor-
anir,“ segir Erna og heldur áfram:
„Ég vinn alltaf eins og þetta, skapa
mín eigin verk og verkin eru oft
mjög persónuleg. Hlutirnir þurfa
ekki að þýða það sama fyrir öllum.
Fólki er frjálst að túlka þetta eins og
það vill. Ég vona bara að sýningin
hreyfi við fólki.“
Morgunblaðið/Golli
Hefðbundin hermannaskemmtun tekin skrefinu lengra svo minnir á súrrealískt kabarettatriði.
Erna fer í kúrekastígvél og sýnir að dansarar geta líka rokkað.
Hugsum um þarfir áhorfandans
Erna Ómarsdóttir og
Emil Hrvatin sköpuðu
We are all Marlene
Dietrich FOR frá
grunni og sögðu Ingu
Rún Sigurðardóttur
frá þessu verki sem
inniheldur kraftmikla
tón-, dans- og leiklist.
Verkið We are all Marlene Dietrich
FOR er frumsýnt í kvöld á Nýja
sviði Borgarleikhússins. Aðrar
sýningar eru 6., 9., 10. og 11. febr-
úar.
www.borgarleikhus.is
www.id.is
ingarun@mbl.is
Listdans | Nýtt dansverk eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin frumsýnt í Borgarleikhúsinu