Morgunblaðið - 04.02.2005, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÓMAR Stefánsson var endurkjörinn formaður
Framsóknarfélags Kópavogs en aðalfundur fé-
lagsins fór fram í gærkvöldi. Haft hafði verið eftir
mönnum í fjölmiðlum að búist væri við átakafundi,
m.a. vegna þess að margir nýir Kópavogsbúar
hefðu skráð sig í Framsóknarflokkinn síðustu
daga, en enginn bauð sig fram gegn Ómari og var
fundurinn átakalaus. Ómar segist sjálfur hafa átt
von á átakalitlum fundi og sú varð raunin.
„Fjölmiðlar voru búnir að mikla þetta fyrir sér
með alls konar samsæriskenningum,“ sagði Ómar
í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn, sem stóð
til kl. 22.30 í gær. Sagði hann að öll umræðan í fjöl-
miðlum hefði þó skilað um 300 manna fundi.
Á annað hundrað skráði sig í flokkinn
Mikið fjölmenni var á fundinum og þurfti að
flytja hann í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi
er ljóst varð að húsnæði flokksins við Digranesveg
gat ekki rúmað allan fjöldann. Einhverjum var vís-
að frá í gærkvöldi þar sem þeir höfðu ekki náð inn
á félagaskrána í tæka tíð. Um kl. 17 í gær, en eftir
það var ekki tekið við fleiri skráningum, höfðu á
milli 150 og 200 manns úr Kópavogi skráð sig í
Framsóknarflokkinn þann daginn. Félagar hafa
einnig verið að bætast við síðustu daga að sögn
Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra
flokksins. Voru félagar í Framsóknarfélagi Kópa-
vogs orðnir tæplega fimm hundruð í gær.
Í gærkvöldi var einnig félagsfundur í Fram-
sóknarfélagi Reykjavíkur suður. Fór þar fram
kosning fulltrúa félagsins á flokksþingið.
Ómar Stefánsson endurkjörinn formaður Framsóknarfélags Kópavogs
Átti ekki von á átökum
Morgunblaðið/Golli
Siv Friðleifsdóttir, Páll Magnússon og Ómar Stefánsson ræddu brosandi saman fyrir fundinn.
ÞESSIR ungu fisksalar úr Hafnarfirði urðu á vegi ljósmyndara og blaðamanns Morgunblaðsins í vikunni.
Hjá þeim Árna Brynjari Dagssyni, Alexander Ágústi Óskarssyni og Tómasi Jónssyni var hægt að fá ilmandi
fínar grásleppur og rauðmaga, sannkallaðan herramannsmat. Þar sem þeir eru of ungir til að halda sjálfir
til veiða sér pabbi Árna Brynjars um að róa til fiskjar. Þetta er sjálfsagt hið hagstæðasta viðskiptalíkan.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grásleppur á góðu verði
BÓNUS reyndist oftast með lægsta
vöruverðið þegar Verðlagseftirlit
ASÍ gerði verðkönnun á mjólkur-
vörum og ostum síðastliðinn þriðju-
dag í matvöruverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu. Alls var Bónus með
lægsta verðið á 49 vörutegundum af
56 sem hafðar voru með í könn-
uninni.
Verslunin 10–11 reyndist hins
vegar oftast með hæsta verðið í
könnuninni, eða í samtals 43 til-
fellum af 56.
Mesti munurinn milli hæsta og
lægsta verðs var á Ljóma-smjörlíki
en hann nam 81%.
Þá var 57% verðmunur á hæsta
og lægsta verði á ostinum Hvítum
kastala.
Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá
ASÍ, segir ljóst að fjöldi heimila
geti sparað háar upphæðir með því
að kaupa mjólk og mjólkurafurðir
þar sem verðið er lægst.
Verðkönnun
Verðlagseftirlits ASÍ
81% verð-
munur á
smjörlíki
Allt að 81% verðmunur/28
HÓSTASTILLANDI lyfið pektólín er uppselt
hjá framleiðanda og hefur verið ófáanlegt í apó-
tekum í rúma viku. Lyfið er framleitt hjá ís-
lenska lyfjaframleiðandanum Actavis og er það
væntanlegt aftur í umferð á næstu dögum. Á
fjórða tug lyfja frá fyrirtækinu er ófáanlegt um
þessar mundir en lyfin eru væntanleg aftur.
Lyfjafræðingar í lyfjaverslunum sem Morg-
unblaðið hafði samband við staðfestu þetta og
sögðu skortinn afar bagalegan á þessum árstíma
en jafnframt að þetta væri ekki í fyrsta skipti
sem slíkur skortur kæmi upp á þessum tíma.
Hægt er að kaupa önnur hóstastillandi lyf fyrir
börn en það eina sem hefur sömu virkni er inn-
flutt og kostar um helmingi meira en pektólín.
Samkvæmt kröfum yfirvalda til lyfjaheildsala
ber þeim að eiga tveggja til þriggja mánaða
birgðir af lyfjum á lager, að sögn lyfjafræðings
hjá lyfjaverslun, og á Lyfjastofnun að framfylgja
því að svo sé. Hann sagði nokkur brögð að því að
það væri ekki gert og nefndi sem dæmi að í dag
væri á fjórða tug lyfja sem framleidd eru hjá
Actavis á svokölluðum biðlista frá fyrirtækinu
og þau væru því ekki til í augnablikinu en vænt-
anleg aftur. Þetta mun einnig eiga við um vissar
tegundir af innfluttum lyfjum, svo sem svefntöfl-
ur.
Dæmi um lyf á biðlista eru verkjastillandi lyf-
ið parkódín í 100 töflu pakkningum, hóstamixt-
úran oxeladín og geðdeyfðarlyfið amilín í 10 mg
styrkleika. Til skamms tíma hefði einnig verið
skortur á bólgu- og verkjaeyðandi lyfinu íbúfeni
og svokölluðu hjartamagnýli, en þau lyf eru nú
komin aftur í sölu.
Flensan tafði
Harpa Leifsdóttir, sviðsstjóri markaðssviðs
hjá Actavis á Íslandi, segir að margir samverk-
andi þættir stuðli að því að svo margar tegundir
lyfja eru ófáanlegar um þessar mundir en segir
að fyrirtækið kappkosti að koma lyfjunum aftur
á markað sem fyrst.
Meðal þess sem hefur áhrif á lyfjasöluna er
óvenjuskæð flensa í ár, en þrátt fyrir að reiknað
sé með aukinni sölu hefur það ekki dugað til, að
sögn Hörpu. Hún segir það hafa verið ákveðið
vandamál að birgjar hafi ekki staðið við umbeðn-
ar afhendingar, auk þess sem flensan hafi ekki
hlíft starfsfólki í lyfjaframleiðslu frekar en öðr-
um.
Harpa segir að Actavis kappkosti að eiga allt-
af til birgðir af lyfjum eins og lyfjaheildsölum
ber að gera, en segir að því miður hafi verið
óvenjumikið um að lyf frá fyrirtækinu væru ófá-
anleg. „Listinn er langur núna, það eru allir af-
skaplega meðvitaðir um það og þykir það af-
skaplega leitt. Við erum búin að gefa Lyfja-
stofnun skriflegt svar um málið og erum að gera
það sem í okkar valdi stendur til að bæta ástand-
ið,“ segir Harpa.
Tugir lyfjategunda frá Actavis ófáanlegir
FRAMKVÆMDASTJÓRI Skjás eins segir
að vel komi til greina að senda út leiki frá
ensku úrvalsdeildinni án þula og aðeins með
umhverfishljóðum. Þulirnir séu á sérstakri
rás og því sé þetta tæknilega auðvelt.
Ástæðan fyrir þessum bollaleggingum er
sú að útvarpsréttarnefnd hefur beint því til
Skjás eins að hætta útsendingum á knatt-
spyrnuleikjum sem ekki fylgir tal eða texti á
íslensku. Komst nefndin að þeirri niður-
stöðu að útsendingarnar brytu í bága við
ákvæði útvarpslaga sem kveður á um að
efni á erlendu máli, sem sýnt sé á sjónvarps-
stöð, skuli jafnan fylgja íslenskt tal eða
texti.
Hugsanlegt að fara dómstólaleiðina
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri
Skjás eins, segir að Skjár einn muni þegar
hlíta úrskurði nefndarinnar en að óskað
verði eftir fundi með henni í næstu viku.
Verði ákvörðuninni ekki haggað komi til
greina að fara með málið fyrir dómstóla.
Magnús segir útvarpslögin úrelt hvað
þetta varðar. „Það er stöðugt endurvarp
hér á fjörutíu erlendum sjónvarpsrásum án
nokkurrar textunar allan sólarhringinn.
Lögin eiga að vernda íslenska tungu en það
er hálfgerð þversögn þegar heimilt er að út-
varpa allan sólarhringinn á útlensku en ekki
gera það í tvo klukkutíma.“ /32–33
Skjár einn hlítir niðurstöðu
útvarpsréttarnefndar
Íhugar að
senda leikina
út án þula
ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo
hefur fengið um 80 atvinnuleyfi fyrir erlenda
starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun. Koma
þeir frá fimm löndum, flestir frá Kína. Hefur
leyfunum fjölgað í þessari viku og að sögn
Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumála-
stofnunar, er líklegt að miðað við mannafla-
þörf Impregilo og innkomnar starfsumsókn-
ir verði fleiri leyfi gefin út á næstu vikum.
Ekki þáðu allir boð um vinnu
Gissur átti á miðvikudag samráðsfund með
talsmönnum Impregilo á virkjunarsvæðinu,
líkt og fram kom í blaðinu í gær. Farið var yf-
ir umsóknir sem fyrirtækinu hafa borist síð-
ustu vikurnar og eru þær orðnar 250, þar af
44 frá Íslendingum, ekki 20 eins og sagt var í
blaðinu í gær. Hefur Impregilo boðið 60
manns af Evrópska efnahagssvæðinu vinnu
við virkjunina, þar af um 20 Íslendingum, en
Gissur segir að ekki hafi allir þegið boðið.
Segir hann mikið skorta á að fólk vandi til
verka við gerð starfsumsókna.
Gissur segir að eftir þennan samráðsfund
sé ljóst að mannaflaþörf Impregilo sé mikil.
Fyrirtækið leggi þunga áherslu á að fá
reynda starfsmenn á svæðið. Það sé vel skilj-
anlegt miðað við þær erfiðu aðstæður sem
eru við Kárahnjúka yfir hávetur.
Miðað við þessar þarfir telur Gissur ljóst
að Vinnumálastofnun muni koma til móts við
óskir Impregilo á næstu vikum. Þörf sé á vel
á þriðja hundrað manns til vinnu nú þegar.
Impregilo
með um 80
atvinnuleyfi
Morgunblaðið/ÞÖK
♦♦♦